Tíminn - 30.05.1962, Blaðsíða 4

Tíminn - 30.05.1962, Blaðsíða 4
,Hæ, tröllum á meðan við tórum' Meðan allir voru að puða í pólitíkinni í síðustu vlku, kom hópur „söngfugla" að norðan, sem er úr heldur óvenjulegri átt, væri ekki um að ræða þá einu sönnu söngfugla, Geysis-menn á Akureyri. Karlakórinn Geysir nýtur fornrar og nýrrar frægðar, en hann hefur verlð syngjandi í um fjörutíu ár. Söngstjóri hans nú er Árni ingimundarson, sem tók við söngstjórninni fyrir nokkrum árum af föður sinum, Ingimundi Árnasyni, er hafði stjórnað kórnum frá upphafi. — Geysir hefur víða farið og sung ið og alltaf við mikinn og góðan orðstír. Núna söng hann á nokkr um stöðum hér syðra og vakti alls staðar hrifningu. Söngferð sinni lauk hann í Austurbæjarbíó, meðan kosningaslagurinn var í fulium gangi, en gamlír vlnir hans voru mættir til að hlusta. Myndirnar hér á síöunni eru tekn ar í Austurbæjarbíó, bæði i hléi og meðan á söngnum stóð. Efst til hægri er mynd af söng stjóranum, Árna lngimundarsy.nl, og er auðséð að það kostar ekkl svo litla áreynslu að stjórna kór. Hann varð sem sagt að þrífa til handklæðisins í hléinu. — Á næstu mynd fyrir neðan sjást eftirtaldlr menn, talið frá vlnstrl, Snorri Rögnvaldsson, Bragi Aust fjörð, Haraldur Helgason, Her. mann Stefánsson, Kristlnn Þor. steínsson og séra Birgir Snæ. björnsson. — Á myndinni til vinstri er Jóhann Konráðsson að syngja einsöng. Á bak við hann eru, talið frá vinstri: Jóhann Guðmundsson, Henning Kondrup, Ólafur Jónsson, Snorri Rögnvalds son, Bragi Austfjörð, Bjarnl Jó- hannsson og Guðrún Kristlnsdótt ir við pianóið. Þessir Geysls-menn sungu kvartett, talið frá vinstrl: Aðalsteinn Jóns. son, Guðmundur Þorsteinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigurður Svanbergsson. — Hér að neðan eru þeir Páll ísólfsson og Jóhann Konráðsson að spjalla saman í hléinu. — Á myndinni til vinstri eru þau feðginln Kristlnn Þorsteinsson, Guðrún og Gunnlaugur Krist. insson. 4 / TÍMINN, miðvikudaginn 30. maí 1963

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.