Tíminn - 16.06.1962, Blaðsíða 1
Munið að tilkynna
vanskil á blaðinu
í síma 12323
fyrir kl. 6.
Afgreiðsla, auglýs-
ingar og gjaldkeri
Tímans er í
Bankastræti 7
134. tbl. — Laugardagur 16. júní 1962 — 46. árg.
LYSIS-
ið áður, eða 31 þúsund tonn á móti
34 þúsundum árið 1960.
Meiri síldar — minni þorsk-
frysting
í ársskýrslu SH segir, að aukn-
ingin á síldarfrystingupni sé á-
nægjuleg, en samdrátturinn í fram
leiðslu þorsk- og karfaflaka sé í-
skyggilegur. Af heildaraflanum af
þorskveiðum fóru aðeins 145 þús-
und tonn i frystingu, en 200 þús-
und árið áður. Af síldaraflanum
fóru hins vegar 25 þúsund tonn í
Flestir stærstu fiskútflytj-
endur hafa nýlega haidið. að-
alfundi sína, Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna fyrstu daga
mánaðarins, síðan SÁS og í
gær lauk fundi Sölusambands
íslenzkra fiskframleiðenda. í
skýrslum þessara fiskútflytj-
enda er að finna ýmsan fróð-
leik um fiskútflutninginn á
liðnu ári og breytingarnar á
honum.
' I
Sölumiðstöðin seldi í fyrra fyr-
ir nokkru minni upphæð en árið
áður, eða 633 milljónir króna í
stað 635 milljóna árið 1960. Sjáv-
arafurðardeild SíS flutti út fyrir
352 milljónir á árinu, sem er mjög
mikil aukning frá 1960, er deildin
seldi fyrir 234 milljónir króna. —
Heildarfrysting SH var svipuð og
áður, eða 62 þúsund tonn á móti
61 þúsund ’tonnum árið 1960. Sjáv-
arafurðadeildin flutti 27 þúsund
tonn út, en 24 þúsund árið áður.
SÍF flutti nokkru minna út en ár-
HÉR ER VERIÐ sð reka saman pall undir skemmtiatrlði morgun-
dagsins við Arnarhól. Dagskrá hátíðahaldanna hefst með klukkna-
hringingu kl. 10. Kl. 10.15 leggur forseti borgarstjórnar blómsveig
á lelðl Jóns Sigurðssonar og kl. 13 hefjast skrúðgöngur að Austur.
velll frá Melaskólanum, Skólavörðutorgl og Hlemmtorgl. Formaður
þjóðhátíðanefndar setur hátíðina við Austurvöl! klj 13.40, þá hefst
guðsþjónusta í Dómkirkjunni og kl. 14.15 leggur forseti íslands
blómsveig að minnisvarða Jóns Sigurðssonar. Forsætisráðherra flyt.
ur ávarp af svölum Alþingishússins og Kristbjörg Kjeld, leikkona,
fer með ávarp fjallkonunnar eftir Jóhannes úr Kötlum. Barna-
skemmtun á Arnarhóli hefst kl. 15 og hljómleikar á Austurvelli kl.
15.30. íþróttasýning og keppni verður á Laugardalsvellinum frá kl.
16.30, en kl. 20 hefst kvöidvaka á Arnarhóli. Dansað verður á Lækj-
artorgl og Aðalstræti til kl. 2 um nóttina. Sjá nánar í auglýsingu
frá þjóðhátlðarnefnd f blaðinu á morgun. — (Ljósmynd: RE).
írystingu á móti 10 þúsundum árið
1960.
Miklar verðmætisbreytingar
Sjávarafurðadeild Sambands ísl.
samvinnufélaga hefur einna fjöl-
breyttastan útflutning sjávaraf-
urða, og má í skýrslu hennar finna
ýtarlegar upplýsingar um verð-
mæti útflutnings hinna ýmsu teg-
unda. Freðfiskurinn er mestur
hluti útflutnings deildarinar og
hefur hann aukizt úr 148 milljón-
(Framhald á 15. siðu)
SALAN FYRIR RETT
NTB—París, 15. júní
Haft var eftir áreiðanlegum
heimildum í dómsmálaráðu-
í París, í dag, að nýjar ákær-
ur hefðu komið fram gegn
Salan, fyrrverandi hershöfð-
ingja og leiðtoga OAS-manna,
og senilega yrði honum stefnt
fyrir rétt á nýjan leik.
í heimildum þessum segir, að
Salan sé nú ákærðux fyrir, að
hafa haft samband við forsprakka
OAS-hreyfingarinnar, eftir að
hann kom í Fresnes-fangelsið,
en þar situr hann nú dæmdur til
ævilangrar fangelsisvistar.
Fullyrt er, að hann hafi úr
fangelsisklefanufn haft náið sam
band við forystulið OAS og lagt
á ráðin
Helztá sonnunin gegn Salan, er
bréf, sem fannst í fórum Andre
Canal, eins af OAS-foringjunum,
en hann var handtekinn fyrir
nokkru síðan.
Eins og kunnugt er af fyrri
fréttum, dæmdi sérstakur her-
dómstóll Salan i ævilangt fangelsi
fyrir starfsemi sína í OAS. Sak
sóknari ríkisins hafði áður kraf
izt dauðarefsingar, en meiri hluti!
herdómstólsins sýndi fialan lin-1
lcind, og munaði þó ekki nema,
einu atkvæði. Herdómstóllinn'
leysti de Gaulle, forseti, upp
strax eftir dómsuppkvaðningu,
enda reiddist hann ofsalega, er
málsúrslit voru kunn og kallaði
dóminn samsæri gegn sér.
Sagt var, að de Gaulle myndi
leita allra ráða til þess að fá mál
Salans tekið fyrir að nýu, og virð
ist nú hafa skapazt möguleiki á
endurupptöku málsins.
Samkvæmt frönskum lögum ligg
ur dauffarefsins við því athæfi að
hafa samvinnu við foringja eða
leiðtoga glæpasamtaka.
í heimildum fréttarinnar segir,
að hinar nýju ákærur á hendur Sal
an séu byggðar á þessu ákvæði.
NTB-París , 15. júní
Þrátt fyrir að upp hafi
komizt um ráðagerðir OAS-
manna til þess að ráða de
Gaulle, forseta af dögum, og
nokkrir tilræðismannanna
hafi verið handteknir, heldur
forsetinn áfram ferð sinni um
suð-austur hluta Frakklands,
undir geysi öflugri vernd líf-
varða sinna og franskrar ör-
yggislögreglu.
Franska lögreglan er nú á hött-
um eftir 21 af glæpamönnum OAS
samtakanna, sem fullyrt er, að hafi
svarið þess dýran eið, að hefna
sín á de Gaulle, vegna þess, að fyr
ir nokkrum dögum voru tveir for-
sprakkar OAS teknir af lífi í París,
fyrir þátttöku sína í hryðjuverkum
samtakanna.
Um það bil 6000 menn úr
frönsku öryggislögreglunni, þar af
margir með sporhunda, leita nú
í dyrum og dyngjum að fyrrnefnd-
um hóp OAS-manna, sem tekizt
hefur að sleppa í gegnum hið þétt
riðna net lögreglunnar á svæði því
sem de Gaulle ferðast nú um. Lög
reglusveitirnar hafa með sér fjöld
an allan af plastsprengjum, riffla
með sjónaukum, handsprengjur,
skammbyssur o.s.frv.
Lögreglan hefur gert húsleit á
öllum búgörðum, sem de Gaulle
mun fara fram hjá á ferðalagi sínu
og öflugur lögregluvörður er í öll
um þorpum og bæjum, sem leið
forsetans mun liggja um. Þar sem
leið forsetans liggur í gegnum trjá
göng, liggja varðmenn í leyni í
runnunum, með fingurinn á vél-
byssugikknum.
Þess er að lokum getið í frétt
þessari, að í fylgd með de Gaulle
forseta, sé öryggislögregluforingi
að nafni Georges Parat, sem beri
Framhald á 15. síðu.