Tíminn - 16.06.1962, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.06.1962, Blaðsíða 16
Laugardagur 16. iúní 1962 134. tbl. 46. árg. 237 nýstúdentar á fjórum dögum Það má mikiS vera, ef stúdentarnir verSa ekki handlama á morgun. ÞaS e r þó bót í máli, aS þeir eru búnir aS taka prófin, og þurfa (væntanlega) ekki mlkiS aS skrifa næstu dagana. Þeir voru ekki fyrr komnir út úr garSinum viS Alþingishúsið, en þangaS fóru þeir aS loknum skólaslitum, en aS dreif fjölda vlna og kunningja, gangandi, f bílum og jafnvel hjólum, og allir þurftu að taka í hendur stúdentanna og óska þeim til hamingju. Ljósmynd: TÍMINN, GE. Kiljan óttast ásækni erlendra tungumáia Einkaskeyti frá fréttaritara Tímans í Kaupmannahöfn 15. júní. Berlingske Aftenavis birtir í dag útdrátt úr ræðu, sem Gylfi Þ. Gíslason, menntamála ráðherra, flutti í tilefni af sextugsafmæli Halldórs Kilj- ans Laxness í vor. Sömuleiðis birtist í blaðinu grein eftir skáldið sjálft, sem nefnist ís- land, Norðurlönd og Evrópa. Greinin er sú fyrsta í sérstök- um greinaflokki, þar sem mik- ilsmetin norræn skáld munu framvegis rita um Norður- löndin og samskipti þeirra við Evrópu. Ekki eru nokkur tök á að gera ítarlega grein fyrir skrifum Kilj- ans í blað'inu, en drepið skal á nokkur atriði. Greinin fjallar um samband íslendinga við norræn- ar og eMrópskar menningarmið- stöðvar allt frá söguöjd til vorra tíma. Minnist höfundur m. a. á, að þráitt fyirir langdvalir íslenzkra menntamanna í æðri skólum er- lendis, hafi íslenzka þjóðin bor- ið gæfu til að varðveita sína eig- in menningu og tungumál. Höf- undur talar um þróun menning- larmálanna á Norðurlöndum og á íslandi í dag og lætur í ljós ótta sinn við ásækni erlendra tungu- mála, sérstaklega ensku, á þjóð- tungurnar. í greininni minnir höfundur á, að' til þess að íslenzku þjóðinni sé kleift að halda þjóðareinkenn- um íínum og sérstæðri mennr ingu, þurfi hún á öflugri hvatn- ingu hinna Norðurlandaþjóðanna að halda, og traustum stuðningi úr þeirri átt. Án þes-s stuðnings verði tómt mál að tala um „stöðu Islands á meðal hinna norrænu þjóða“, éins og höfundur kemst að orði. Að lokum bendir Laxness á, að vert sé að gefa þeirri stað'reynd gaum, að hinar stóru enskumæl^ andi þjóðir eru næstu nágrann- ar okkar íslendimga og að við höfum eiginlega nánari samskipti við enskumælandi menn, heldur en fólk á Norðurlöndum eða í Evrópu. Máður fer flugleiðis á nokkrum klukkustundum til Bret lands, og Bandaríkin búa í Kefla- vík, segir í grein Kiljans. En eitt er víst, segir Nóbels- skáldið í grein sinni, við óskum ekki eftir brezk-amerískum áhrif- um í gegnum Skandinavíuþjóðirn- ar. Við höfum í dag jafn lítinn á- huga á enskuslettum Skandinava! og að'dáun þeirra á því, sem enskt ■ er, og þýzkuslettunum i gamla j daga. (Framh. á 15. siðu) i Þessa dagana útskrifast 237 stúdentar úr f jórum skól- um, og er það f leira en nokkru sinni áður. í fyrradag útskrif- uðust 21 stúdent frá Laugar- vatni, í gær 125 í Reykjavík, í dag útskrifast 17 úr Veril- unarskólanum og á morgun útskrifast 74 á Akureyri. Menntaskólanum í Reykjavik var slitig klukkan tvö í gær, há- tiðlega að vanda og var þá 116. skólaárið á enda. Kristinn Ár- mannsson rektor ræddi nokkuð húsnæðisvandamál skólans og tók fram, að öllum þeim nemendum verði veitt viðtaka næsta haust, serp hafa rétt Fil skólavistar, þrátt fyrir marga og mikla örðuleika skólans í húsnæðismálum. Fleiri úr stærðfræðideild 61 stúdent útskrifaðist úr mála deild, en 64 úr stærðfræðideild. Er það í fyrsta skipti í sögu skól ans, að stærðfræðideildarstúdent- ar eru fleiri. Einu sinni áður hafa fleiri stúdentar útskrifast en nú. Það var 1953, er 132 útskrifuðust. Þrír stúdentar hlutu ágætis- einkunn, 51 fyrstu einkunn, 61 aðra og 10 þriðju einkunn. í stærðfræðideild voru þessir'hæst ir: Þorkell Helgason, ág. 9,31, sem er hæsta einkunn við stú- dentspróf í MR í ár; Baldur Sím- onarsson, ág,9,19; Gunnar Sigurðs son, I. 8,92. f máladeild voru (Framhald á 15. sfðu) STQKKHÚLMUR - REYKJAVÍK Svart: F. Ekström Ilvítt: F. Ólafsson | Hvítur lék í 41. leik HDl-al. Svartur leikur nú 41. . . . Rc5xe4 Nýr yfirmaður USIS , ' í GÆR TILKYNNTI sendiherra Bandaríkjanna á íslandi, James K. Penfield, aS Raymond J. Stover hefSi verið skipaður yfirmaður upplýsinga deildar bandaríska sendiráðsins hér. Stoyer tekur vjð embættinu af Benjamin Warfield, sem fyrlr skömmu lét af störfum sökum velk- inda. Raymond Stover er íslenzkum blaðamönnum að góðu kunnur, því að hann hefur starfað hér undanfar- in þrjú ár sem blaðafulltrúl sendi- ráðsins og notið mikilla vinsælda. Ekki hefur enn verið ráðlð hver verður eftirmaður hans. Við hringdum í Stover í gær og óskuðum honum til hamlngju með hlna nýju stöðu hans, og spurðum, hvort hann hefðl ekki eitthvað um íslenzka blaðamenn að segja, eftir að hafa unnið með þeim í 3 ár. — I love them (ég elska þá) svar- aði hann. Eg hef aldrei unnið með jafn heiðarlegum blaðamönnum og hér. Enn sem komið er hef ég ekki talað við íslenzka blaðamenn i trún- aði og farið flatt á því. Þeir hafa aldrei gengið á bak orða sinna, og það er meira en ég get sagt um nokk urt annað land, þar sem ég hef unn- ið. — 'Hvar varstu áður en þú komst til íslands? — Við hjónin vorum i Washing- ton, og einnig höfum við verlð í Danmörku og Þýzkalandi. — Nú hafið þið verlð hér á ís- landl í 3 ár, og áffuð aðcins eftir að vera hér 1 ár í viðbót, Verður nú tíminn lengdur með þessu nýja sta rfi? — Við vonum þaá. Við viljum vera hér eins lengi og þeir leyfa Við óskum svo Raymond Stover til hamingju með hina nýju stöðu, og vonum, að hann megi verða hér sem lengst. RAYMOND STOVER

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.