Tíminn - 19.06.1962, Side 7
Utgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Árnason Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (ábi, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrií'stofur í Eddu-
húsinu: afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka-
stræti 7. Símar: 18300—18305. Auglýsingasími 19523 Af-
greiðslusími 12323. — Áskriftargjald kr. 55 á mánuði innan-
lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Waifter Lippmann ritar um albiéðamál: .....
Hagsmunir Þjóöverja eru háðir
samstarfi Atlantshafsríkjanna
Þeír samrýmast ekki Evrópuhugmynd de Gaulle og Adenauers
Sundrungarstefna
stjórnarinnar
Það er meira en rétt, er víða var sagt á þjóðhátíðar-
daginn, að það er mikil nauðsyn lítilli þjóð að standa
sem bezt saman, en forðast sérdrægni og sundrungu.
Því hörmulegra er til þess að vita, að sú stjórnar-
stefna, sem nú er fylgt — viðreisnarstefnan svonefnda
— er sannkölluð sundrungarstefna.
Markmið þeirrar stefnu er það fyrst og fremst að
draga þjóðarauðinn sem mest á fáar hendur. Þannig
eykur hún stéttaékiptingu og stéttadeilur.
Það var samkvæmt þessari stefnu, að gengi íslenzkrar
krónu var fellt langt úr hófi fram veturinn 1960 og aft-
ur algerlega að óþörfu á síðastliðnu sumri. Engin leið
er öruggari til þess en gengisfelling að gera þá fátækn
fátækari og ríku ríkari.
Það var í samræmi við þessa stefnu, að ríkisstjórnin
beitti sér gegn réttmætum kauphækkunum á síðastliðnu
sumri og ógilti þær síðan með gengislækkuninni eftir
að atvinnurekendur höfðu fallizt á þær.
Það var í anda þessarar stefnu, að stjórnarblöðin risu
í fyrstu öndverð gegn hinni hóflegu kauphækkun, sem
verkamenn fengu á Akureyri og á Húsavík í vor, og
kölluðu hana „áhlaup kommúnista á hendur hinu ís-
lenzka þjóðfélagi“!
Það er afleiðing þessarar stefnu, að hér hefur alltai
verið meira og minna af verkföllum og kaupdeilum síð-
an núverandi ríkisstjórn kom til valda. Fyrstu mánuð;
ársins 1961 var útgerðin meira og minna stöðvuð vegna
verkbanna og verkfalla. í fyrrasumar voru hér lengri
og almennari verkföll en nokkru sinni fyrr og hefðu
alveg getað stöðvað síldveiðarnar nyðra og eystra, ef
samvinnufélögin hefðu ekki leyst þau. f kjölfar gengis-
lækkunarinnar í fyrrasumar hafa fylgt stöðugar kaup-
deilur, og meiri og minni verkföll. Togaraverkfallið er
nú búið að standa á fjórða mánuð. JárnsmiðaverkfalT
stóð á annan mánuð. Síldveiðiflotinn er búinn að verp
stöðvaður á þriðju viku vegna verkbanns
Við þetta bætist svo einstætt ráðleysi og fálm ríkis-
stjórnarinar, þegar út í deilur er komið Stjórnin stóð
uppi eins og þvara í fyrrasumar og vissi hvorki upp né
niður, þegar til verkfallanna kom. Stjórnin hefur staðið
algerlega ráðalaus frammi fyrir togaraverkfallinu. Stjórn-
in sjálf hratt af stað járnsmiðaverkfallinu, því að járn-
smiðir og atvinnurekendur voru búnir að ná samkomu-
lagi, er stjórnin hindraði á seinustu stundu. Afleiðingin
var sú, að verkfall stóð á annan mánuð, en þá lét stjórn-
in semja um mun meiri kauphækkun en áður hafði verið
búið að ná samkomulagi um. Uppskeran af afskiptum
ríkisstjórnarinnar varð þannig meiri kauphækkun og
miklar tafir á ýmsum framkvæmdum í sambandi við
síldveiðarnar. Þær tafir geta átt eftir að valda tugmilljóna
króna tjóni.
Það er allt á sömu bókina lært hjá þessari ríkisstjórn
Stefna hennar er sundrungarstefna. Afskipti hennar af
deilumálum, einkennaðt síðan af fálmi og ráðaleysi. Hún
er sannkölluð sundrungarstjórn.
Hvað tefur?
Langflestir láglaunamenn eru nú búnir að fá nokkr:
launahækkun, — auk fjögra prósentanna — áður en lág
launaðir opinberir starfsmenn og skrifstofu- og verzlun
arfólk. Hvað stendur í vegi þess, að þetta fólk fái einnig
hliðstæðar bætur?
UPPFYLLING draums de
Gaulle um Evrópu — þ.e. vest-
urhluta meginlandsins undir
forustu Frakka, án þess að hin-
ar enskumælandi þjóð'ir komi
þar nærri, — væri gersamlega
óhugsandi án varanlegs stuðn-
ings Vestur-Þjóðverja. Það
eina, sem getur gert hana hugs
anlega, eru tengslin milli de
Gaulle og Adenauers, samfara
velgengni Efnahagsbandalags
Evrópu.
Ég lít svo á, að fransk-þýzk
E'vrópa, undir forustu Frakka,
sé sjónhverfing, sem hverfi við
fráfall öldunganna tveggja,
sem hafa brugðið henni upp.
Lokað meginlandssamfélag
| Þjóðverja og Frakka er and-
I stætt. þjóðlegum, stjórnmálaleg
Ium, hernaðarlegum og efnahags
legum hagsmunum Sambands-
lýðveldisins Þýzkalands. Heild
arhagsmunip hinnar þýzku þjóð
ar eru tengdir miklum mun víð
tækara bandalagi, þar sem At
lantshafsþjóðirnar mynda kjan-
ann
ÉG TRÚI ekki, að einstakar
persónur eða árekstrar í stjórn
málaviðskiptum hafi mikil áhrif
á megingang málsins, hvað þá
ákvarði hann. De Gaulle er
gnæfandi einstaklingur, sem
Iteflir tafl alþjóðastjórnmála
með þeim hætti, sem Machia-
vellj kenndi og aðrir hafa áður
beitt, svo sem Richelieu og
Talleyrand. Hann veit, að okk-
ur greinir ekki á við hann út
af smávægilegum misskilningi.
sem stafar af ógætilegri eða
dónalegri framkomu. Við erurn
andstæði honum vegna þess
að sá metnaður hans, að ráða
yfir Evrópu, er ósamrýmanleg
ur okkar sterku þörf á að hald'
kjarnorkuveldi okkar óskertu
Það verðum við að hafa, því að
það erum við, sem berum loka
byrðina.
De Gaulle hershöfðingi vill
hafa mikið í borði í spila-
mennsku sinni Hann virðir
okkur meira, ef við gerum það
einnig. Fagurgali, mútur eða
ógnanir hagga honum-ekki. Það
gera aðeins þeir leikir, sem
hafa áhrif á aðstöðu hans í því
tafli, sem hann hefur kosið að
tefla.
ÞAÐ ERU Þjóðverjar, sem
koma til með að leika þá leiki,
sem hafa áhrif á aðstöðu de
Gaulle. Ef þeir gerðust inn-
hverfir og snerust á sveif með
Evrópuhugmynd de Gaulle, þá
gætu þeir — og þó næsta naum
lega — gert hana að veruleika,
i ■Mnnw iw r niiT' iwtit ■ ■ -
DE GAULLE
— stefna hans samrýmist ekki
hagsmunum Þjóðverja.
með miklum fórnum og mikilli
áhættu. En með því að gera
þetta myndu þeir greiða Atlants
hafsbandalaginu hræðilegt
högg, en það er einmitt þeirra
skjól og skjöldur. Ef þeir aftur
á móti snúast á hina sveifina
^g krefjast viðhlítandi skilmála
fyrir Breta og Samveldið, þá
verður Evrópa de Gaulle draum
trinn einn og ekkert annað.
Þessi mikilvæga ákvörðun
Þjóðverja veltur ekki á persónu
legum tilfinningum Adenauers
eða því, hve kostgæfilega Was
hington skjallar hann. Að þvi
er okkur varðar, þá megum við
ekki frýja til metnaðar Þjóð
verja og stolts, heldur heil
brigðrar skynsemi. Við verðurr
að minnast þess, að Adenauer
er orðinn rnjög gamall maður.
, sem hafði verið að heiman
mjög lengi, þegar hann
.,sprakk“ 7. maí. Og hann er
ekki i beinni, náinni og sam-
felldri snertingu við þróun
þýzkra utanríkismála. Við verð-
um einnig að minnast þess, að
endalok valdaskeiðs hans eru
svo nálæg, að baráttan um Við
takandann er hafin. Vald hans
til þess að skuldbinda Þýzka-
larid til frambúðar er ámóta
mikið og vald Bandaríkjafor-
seta síðuslu 'mánuði kjörtíma-
bils hans.
ENGIN ÁSTÆÐA er U1 að
halda að Adenauer—de Gaulle
öxullimn gegn „Engil-Söxum“
verði þungamiðjan í stefnu þess
eða þeirra, sem við völdunum
taka af Adenauer. Schroeder ut
anríkisráðherra hefur þegar
iýst yfir, að Þjóðverjar muni
berjast fyrir því, að Bretum
verði veitt innganga í Efnahags
bandalag Evrópii.
Hinn fransk-þýzki möndull er
andstæður hagsmunum Þýzka-
lands. í fyrsta lagi teflir hann
hernaðarlegum skuldbinding-
um Bandaríkjanna á meginland
inu í mikla tvísýnu. Þegar Aden
auer varð ljóst, hvaða afleiðing
ar reiðikast hans í viðtalinu
sæla í Berlín ætlaði að hafa,
og hann hafði lesið fréttir af
blaðamannafundi de Gaulle, þá
sagði hann í öðru viðtali: „Við
megum með engu móti leysa
Bandaríkin frá varnarbandalag
inu. Við erum bjargarlausir án
beirra.“
í öðru lagi munu Þjóðverjar
gera sér ljóst, að Evrópuhug-
mynd de Gaulle gerir ráð fyrir
áframhaldandi skiptingu Þýzka
lands. Evrópa de Gaulle myndi
snúast gegn öllum þeim sam-
komulagsleiðum í austurátt,
sem gætu með tímanum leitt
til endursameiningar Þýzka-
lands. Við verðum að gera okk-
ur það ljóst, að „harðlína“ sú,
sem de Gautle aðhyllist í Berlín
armálinu og gagnvart Sovétríkj
unum, er byggð á grunni þeirr-
ar þjóðlegu ákvörðunar Frakka
að komast hjá því að búa við
hlið stórs, endursameinaðs
Þýzkaiands. „Harðlínunni” er
ekki fyrst og fremst beint gegn
Rússum, heldur þeim Þjóðverj-
um, sem vilja leita samkomu-
lags i austurátt. Tilgangur henn
ar er að láta líta út fyrir að
allt fráhvarf frá núverandi á-
standi sé óþýzkt og andstætt
býzkri föðurlandsást.
UPPHEFÐ de Gaulle er ekki
hluti af raunverulegum hags-
munum Þýzkalands. Hagsmunir
þess eru tengdir samtökum At- |
lantshafsþjóðanna og víðtæku S
samfélagi Evrópuþjóða, nægi- S
lega víðtæku til þess, að laða H
að' sér Evrópuþjóðirnar hand- W
an járntjaldsins. Að koma á 0
þessu víðtækara samfélagi er tt
einmitt leiðin til sameiningar B
Þýzkajands, sameiningar Evr- 1
ópu. Það er ileiðin til þess( að S
nálgast Sovétríkin í friði og I
með árangri.
—...................■nniwxwi..iif
Laugardagskvöldið 2. júní s.l.:
öng Karlakórinn Svanir frá j
ikranesi í Aratungu, við mikinn,
ögnuð áheyrenda. Söngstjóri
órsins er Haukur Guðlaugsson,
rganleikari frá Eyrarbakka, vel
lenntaður tónlistarmaður, og set
r hann svip sinn á tónlistarmál
Lkurnesinga um.þessar mundir.
Haukur beitti valdi sínu, sem
öngstjóri, vel og af smekkvísi.
taddgæði kórsins eru í góðu lagi
g hafa söngmenn notið radd-
ennslu Magnúsar Jónssonar. Sér-
taka athygli vakti fylling og mýkt
. bássa. Allur var söngur kórsins
reg ágætum og bar öruggt vilni
m lærdóm os. smekkvísi, alúð og
Karlakórinn Svanir í Aratunp
x -
öryggi söngstjórans, ásamt góðri
getu söngmannanna, sem nær þó
skammt, nema miklum tima sé|
fórnag fyrir svona starf. Og það^
gera þeir Akurnesingarnir áreið-:
anlega, það har söngúr þeirra'
vit.ni um.
Söngskráin var myndarleg. Þar
var t.d. Söngur prestanna, úr
töfraflautunni eftir Mozart; Man-
uela eftir Ernst Fischer: Bátssöng
urinn eftir A Boito; rússneska
lagið: Söngur Plaíoffs; Gullnu
vængir, úr óperunni Nabucco efL1
ir Verdi; Pílagrímskór Wagners
og Gesturinn. eftir Karl Ó. Run-
ólfseon, mikið 'ng, en varla við
alþýðuskap til að byrja með. —
Smálögum var sk.otið inn á milli,
eins og t d.: Nú hr.ígur sól, og
Smávinir fagrir,' eftir Jón Nordal.
ljúft lag og ír.i’.cgt
Margt ifíerra crj.rm Svaiur eiga
í fórum sí/.um, þsr á meðal kirkju
lega tónilaí, sorc. 'otlu'5 er hcinia-
högum Hau‘í-3, á samsöEg i kirkj-
uoii á F.yrjarLsk't-a.
(FramhaM á 15. eíðu)
T í M I N N, þriðjudagurinn 19. júní 1962.
2