Tíminn - 27.06.1962, Page 8

Tíminn - 27.06.1962, Page 8
 Það gengur mikið á á Seyðisfirði þessa dagana og reyndar nætur líka. Bílar þjóta um götur og stræti, jarðýtur þenja sig, steypu- Vélar drynja og hamrar dynja. Það er mikið um að vera og menn njóta vart svefns eða matar. Síld- in er að koma. Og mitt í öllum þessum hávaða og látum rekumst við einmitt á Ólaf Ólafsson útgerðarmann og hann gefur sér tíma til að spjalla svolítið við okkur. Margir Austfirðingar kannast við Ólaf Ólafsson. Árum saman var hann í hópi fremstu íþrótta- manna þeirra, átti m.a. íslenzkt drengjamet í þrístökki. Síðan stundaði hann nám á íþróttakenn- araskólanum á Laugarvatni og kenndi fyrst á Eiðum og síðar nokkur ár á Seyðisfirði. En árið 1959 kvaddi Ólafur kennarastöð- una og keypti til landsins bátinn Gullver NS 11. Gullversútgerðin fyrir margra hluta sakir til mik- illar fyrirmyndar. Vetrarúígerð mundi byggj- ast á stórum skipum — Hvaða bátar eru gerðir héð- an út um þessar mundir, ólafur? — Af stærri bátum eru það Gull- ver og Dalaröst. Að vísu er hvor- ugur þeirra gerður út á vetrar- vertíð héðan heldur frá Vest- mannaeyjum. Nú þá er það Svan- ur 29 tonna, Vingþór, einn af gömlu samvinnubátunum frá 1934, 15 tonn og svo nokkrar trillur. — Vetrarútgerð? — Um hana er ekki að ræða héð an um þessar mundir, þrátt fyrir mjög göða aðstöðu í landi, — Og hvað veldur? — Fyrst og fremst það, hve langt er á miðin. Þýðingarlaust að halda út minni skipum á vetrarver tið en 250 smálesta útileguskip- um. Þau yrðu að tilheyra sama hefur gengið mjög vel og þykir fyrirtæki eða a.m.k. vera öll und- ir sömu stjórn. Ekki er heldur ólíklegt að þessi skip gætu stund- að síldveiðar eftir að síldin er komin frá landinu og út í haf á haustin. Ef hér gæti þannig skap- azt lengri síldarvertíð, þá yrði það bænum til mikils atvinnulegs ágóða. En á þessum 70 tonna bátum eins og þeir eru Gullver og Dalaröst er ómögulegt að stunda héðan á vetrarvertíð. Trillunum lagt — Hvað um trilluútgetð héðan? — Jú þær eru hér nokkrar, en sjáðu — trilluútvegurinn koðnar niður vegna þess að það vantar mannskap. Hér eru tveir 7—9 tonna bátar, sem hreinlega liggja; vegna mannleysis. Fyrir tveimur árum, áður en aðalsíldarhrotan kom þá var hér mikill áhugi fyiir trilluútgerð, og það er eins og ég segi síldinni að kenna að hún drabbast niður. Annars er trilluútgerðin miklu] álít að margar útgerðir þessara árstíðabundnari en rekstur stæiri svokölluðu stórútgerðarmanna séu skipa. Það þýðir hins vegar ekki! alls ekki nógu vel rekin fyrirtæki. að tala um trilluútgerð nema á Ekki sízt ef eigendurnir eru nú tímabilinu apríl—september. Síldin er hverflynd — Mér heyrist eins og þú sért hálfnapur út í síldina, hvað veld- ur? — Það er algjör misskilningur. Hitt er annað mál, að ég loka ekki augunum fyrir því að síldarsölt- un er valtur atvinnurekstur og síldin er eins og við báðir vitum kynjaskepna, sem enginn veit hvað gerir. Einn góðan veðurdag er Góð útgerðaraðstaða — Þú segir að það sé góð að- staða hér i landi til að taka á móti fiski? — Já mjög góð meira að segja. Hér er stórt fiskiðjuver og hafn- araðstaða næg. Hér er líka starf- andi Fisksölufélag Seyðisfjarðar og það á bryggju og beitingaað stöðu fyrir sex báta. Þau hús eru við hliðina á fiskiðjuverinu og er það mikill kostur. Nei hér vantar ekki landaðstöðu fyrir útgerð. — Hvað viltu annars segja um útgerðarmál á íslandi í dag? — Það er nú margt hægt að segja um þau. — Eins og til dæmis? — Eins og til dæmis það, að ég líka frystihússeigendur. Sjáðu til, þetta stafar af því að fyrirtækin eru svo stór að sjálfir útgerðar- ■mennirnir ná ekki yfirsýn yfir allt báknið og verða að sjá allt með annarra augum. Það er slæmt. Eg hefi miklu meiri trú á útgerð þar sem útgerðarmaðurinn sjálfur tek- ur þátt í starfinu. Þá fær hgnn möguleika til að fylgjast vel með þessu öllu og veit hvar skórinn kreppir að. Svo finnst mér fleira að, sjáðu Seyðisfjörður kannski ekki lengurJ “ df.mis stefnu að segja við síldarbær og hvað á þá til bragð/ skipstjorana: Dragið sem mest ur að taka? Fólkig þarf eftir sem áð- ur vinnu, það þarf mat, ekki satt? Það, er af þessum orsökum, sem ég segi að Seyðfirðingar megi ekki einblína á síldina, heldur verði þeir að reyna að byggja upp eigin útgerð og þess vegna megi t. d. trilluútgerð héðan alls ekki detta niður. sjónum, hugsið ekkert um veiðar- færin. Hún er röng. Þetta er bruðl stefna. Eg skal segja þér að við á Gullver höfum samtals á þrem- ur vetrarvertíðum farið með um 400 netaslöngur. Dæmi er hins vegar um það að bátar eyði á einni vertíð 3 til 400 slöngum án þess að fá þó nokkru meiri afla. Þetta kemur meðal annars til af því að við gerum við net, sem farin eru að verð'a léleg, en aðrir henda. Jón Pálsson, sem er skipstjóri á bátn- um hjá mér, segir slíkar bæting- ar dragi alls ekki úr afla fyrri part netavertíðar. Já, það er að mörgu að gæta, það er geysimikið undir því komið hjá einni útgerð að vélstjórar séu starfi sínu vaxnir. Þetta eru oiðin dýr tæki, sem þeir fást við. Vaxtahækkunin ekki bætt fyrir — Hvað um efnahagsmál útgerð arinnar? — Eg á nú dálítið bágt með að segja um það, því ég hef aldrei nokkurn tíma tapað á útgerð. En ÓLAFUR JÓNSS0N, fil. kand. Kríngum Strompleikinn Parísarblaðið Le Monde birti í vetur viðtal við Halldór Kiljan Lax ness þar sem hann virðist ræða af óvenjulegri hreinskilni um viðhorf sín við skóldsagnagerð og við skáld sögunni sem listformi. í viðtalinu kveðst hann vera orðinn þreyttur á skáldsögunni: „Eg er þreyttur á því að eiga alltaf í skiptum við sömu persónuna, aðalpersónuna, sem er rithöfundurinn, þar sem allt er séð með hans augum og fer í gegnum hans.penna. Eg hef ekki lengur áhuga á öðru en leikritun. Án efa er rithöfundurinn alltaf til staðar, en hann er — hvernig á að orða það . . . fjarlægari og aldr ei einn”. Að sjálfsögðu ber að taka lausleg ummæli í blaðaviðtali sem þessi cum grano salis, ekki sízt þeg ar þau berast eftir krókaleiðum. (Hér höfð eftir Morgunblaðinu 10. jan. þ.á.). En mér virðast hin til- færðu ummæli með sínum hætti góð lýsing á vandkvæðum Laxness í sagnagerð hin síðari ár, og um leið vitnisburður um viðleitni hans í leikritun, sem — ef marka má lausafregnir — verður meginvið- fangsefni hans á sjöunda á-ratugi ævinnar. Hið „hlutiæga” stílfærða söguform, sem hann hefur stund- að eftir í öllum siðari verkum sín- um (með fullkomnustum hætti kanr,;ki 1 Paradísarheimt) fullnæg- ir honum ekki; sagan verður of mikið einkamál höfundar síns, al- fullkomnuð, aleinangruð og kemst engan veginn öll til skila til les- andans. Hér endar hin epíska að- ferð Laxness i blindgötu og „þreyta” hans verður skiljanleg; viðleitni hans til leikritagerðar virðist manni fyrst og fremst eftir- sókn eftir nýju og lifandi formi. Hann leitast við að skapa á svið- inu eins og áður í sögunum „heil- an, óháðan og sjálfbjarga heim, sjáifstæðan verul'eika þess umkom inn að bergnema hlustandann”, eins og hann á sínum tíma orðaði hlutlægniskröfuna í Minnisgrein- um um fornsöguir. En leikritahöf- undurinn er fjarlægari viðfangs- efni sinu en sagnaskáldið „og aldr ei einn”; m.ö.o. það er greiðari gangur milli leikrits og áhorfanda en sögu og lesanda, veruleiki sviðs- ins er „hlutlægari” en veruleiki sögunnar. Ekki veit ég, hvort slík fagur- fræðileg kenning fær staðizt, eða hvort hún er yfirleitt til sem „kenn ing”; en trúlegt sýnist mér, að ein- hver þessu lík viðhorf búi undir fráhvarfi Laxness frá skáldsögunni, — ef alvara verður þá úr því. Svo mikið eir víst, að ekkert djúp er staðfest miili leikritunar hans og sagnagerðarinnar. Leikrit hans eru nánast söguleg að eðli, episk frek- ar en dramatísk venjulegum skiln ingi; og íiþeim tveimur sem umtals- verðeru í þessu sambandi, Silfur- túnglinu og Strompleiknum, 'tekur hann upp og einangrar viðfangsefni, sem hann hefur áður sinnt í skáld- sögum og sem raunar virðist hon- um stöðugur vandi að leita á lausn ar og veita listrnæa túlkun: gervilif og gervilist, möguleikar mannsins að lifa einlægu, ósviknu lífi, skapj fullgilda list. Hér skal ekki farið út í þá sálma, hversu ríkur þáttur þessi vandi lífs og listar er í öll- um verkum Halldórs Kiljan Lax- ness, aðeins bent á Brekkukotsann ál til hliðsjónar. Þar er ekki sízt fjallað um líf og lífsmöguleika list- arinnar í andstæðu og rangsnúmi samfélagi: hinn hreini, tónn er dæmdur að kafna í gervilífi Gúð- múnsensbúðar. Og í leikritunu’ t-r sami vandi settur á oddinn í öfga. fullri og einræktaðri mynd; þmi standa eða falla með því, hvert lis’ rænt líf hann öðlast á fjölunum í) Sumir menn vilja telja bæði - -í- urtúnglið og Strompleikinn ádeHu- verk fyrst og fremst, aðalgildi þeirra sé fólgið í beinskeyttri þjóð- félagsádeilu, sem höfði til íslenzks þjóðfélags í dag, sé snúið gegn braskaralýð og öfugsnúnu „auð- valdi”, Ekki vH ég gera of lítið úr ÓLAFUR JÓNSSON þeinri hæðnisádeilu, sem tvímæla- laust á ríkan þátt í ytra svipmóti beggja verkanna, en á hitt er á- stæða að minna einu sinni enn, að menningargagnrýni Laxness er miktu víðtækari og algildari en svo, að hún verði að meinlausu skil in sem pólitískt innlegg, ádeila eða áróður; og á þetta jafnt við um leikritin sem önnur verk hans. Sam félagslýsingin sem slík er aldrei markmið hans, og oft virðist hin beina satíra léttvægasti þáttur verka hans þegar frá Hður. Þjóðfé- lagsgagnrýnin í verkum hans er mikilsverð, ekki sem póiitík, en sem ftrekun og staðfesting á stöðu mannsins í heimsmynd skáldsins: maðurinn er ævinlega einn í verk- um hans, samfélag og umhverfi ævinlega andsnúið; ef ekki beinlín- is fjandsamlegt þá kærulaust og skilningslaust, og lífsmöguleika sína og sigurvon á maðurjnn ein- ungis hið innra með sjálfum sér. Þessi mannskilningur e-r kannski tragískur að innsta eðli, og í síðari verkum Laxness hefur gagnrýni hans og efagirni æ meir beinzt að manninum sjálfum. Söguhetjur hans áður fyrr áttu ævinlega sigur- von í sjálfu lífi sínu þrátt fyrir and stöðu um’ -e-rfisins: niðurlag Heims ljóss er einh’-'- r-gursti vitnisburð ur Laxness n Sennan sigur lífs- ins á jarðbuntinu og vanmegna hversdagslífi, dauði Ólafs Kárason ar er upprisa hans, sigurhrós yfir iífi sínu. í síðari verkunum er hessi von næsta döpur og hverful. stef þeirra er vanmáttur mannsins gegn örlögum sínum, fánýti upp- 8 T í MIN N, miðvikudaginn 27. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.