Tíminn - 27.06.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.06.1962, Blaðsíða 9
ÓLAFUR ÓLAFSSON það kemur meðal annars til af því að við höfum alltaf verið heppnir og aldrei orðið fyrir nokkrum óhöppum. Hitt veit ég með vissu að þau skip, sem ekki fiska meira en í með'allagi, þau eiga í erfið- leikum. Vaxtahækkunin hefur síð- ur en svo bætt aðstöðu til útgerð- ar. Seldu síldarverksmiðjuna þegar síldin kom — Og nú er Seyðisfjaitiarbær búinn að selja rikinu sildarbræðsl una, sem Seyðfirðingar sveittust við að koma upp á kreppuárun- um? — Já, ég var á móti þeirri sölu, ákveðið. Á sama tíma og allir sækjast eftir því að eiga hér að- stöðu, þá sá ég enga ástæðu til að afhenda rikinu síldarverksmiðj una. Og svo, hvernig að þessu máli er ekki traustur 'grund- völlur hells bæjarfélags - segir Ólaíur Ólafsson, útgerðarmaður á SeyðisfirSi í viðtali viS tíðindamann blaðsins á Austurlandi Hugur Seyðfirðinga snýst um síld og aftur síld } Jæja, Ólafur, hugur Seyðfirðinga snýst um síld og aftur síld þessa ' stundina. — Já, það er náttúrlega ekki nema von. Hér hafði verið deyfð- armók í atvinnumálum þegar síldin fór að koma í þessar stór- heimsóknir og það hefur gjörsam- lega breytt öllu bæjarlífinu. Nú vantar alltaf fólk, alltaf of fáar hendur. Þetta er gleðilegt, það er bara ekki eins traust eins og æskilegt væri. Ef til vill heldur þó síldin áfram göngu sinni á Austursvæðig sumar eftir sumar og þá fjölgar hér vafalaust fólki og bærinn dafnar verulega. En þá er lfka hætta á því að margir bæir i á Héraði hreinlega fari í auðn Bændurnir hópast hingað til að vinna sér inn peninga meðan á síldinni stendur — um háslátt- inn. — f>að er miklu meira upp úr þvi að hafa að vinna á síldar- plani en vera bóndi. er staðið, það er undarlegast. Sjáðu, 15 til 20 milljón króna mannvirkjum er rutt í sjóinn eða þau brotin niður — gamla verk- smiðjan. Hún bjó alltaf við skriðu hættu. Hvað gera þeir svo? Jú, á sama hættulega staðnum byggja fyrir það land, sem þær fá til þeir nýja verksmiðju, á rústum afnota. hinnar. Og svo mikill er hama- gangurinn við ag koma henni upp, að hún verður miklu dýrari en hún hefði þurft að verða. Fyr- ir sama fé og þessi nýja verk- smiðja kemur til meg að kosta, hefði verið hægt að byggja miklu stærri verksmiðju ef byggingin hefði mátt fara frarn með mann- Jegum hraða. — Já, það er nú svo, en segðu mér, Ólafur, hefur bærinn ekki miklar tekjur af síldarsöltunar- stöðvunum? — Þær tekjur eru fyrst og fremst óbeinar, það eru vinnu- laun. Svo auðvitag útsvör. Stöðv- arnar greiða ekkert stofngjald, en hins vegar "Venjulega lóðaleigu Góð og reglusöm áhöfn er undirstaðan — Ag síðustu, Ólafur? — Útgerð verður að vaxa héð- an frá Seyðisfirði, hún er nauð- synleg undirstaða atvinnuvega í hverju sjávarplássi og enginn veit hvenær síldin kveður. Gull- versútgerðin er stofnug árig 1959 og rekstur hennar hefur gengið óvenjulega vel. Það á ég fyrst og fremst að þakka því að hafa úr- valsskipstjóra, Jón Pálsson, sömu vélstjóra og sömu áhöfn yfirleitt allan tímann, Það að hafa reglu- sama og samþjálfaða áhöfn er undirstöðuatriði fyrir velgengni útgerðanna. K.I. Hin fengsæla áhöfn Gullvers 1960. reisnarinnar. Þormóður kolbrúnar- skáld og Steinar í Steinahliðum hljóta að selja gaefu sína fyrir fá- nýti; lífsvon Álfgrims í Brekkukots annál er að söngur hans lýtúr öðr- um rökum en Garðars Hólms, hann stendur nær hinu upprunalega, jarðbundna, ósvikna lifi, sem skáld- inu hefur ævinlega verið hugstætt og sem í seinni verkunum virðist eitt óbrigðul staðfesta i hverfulum heimi blekkinga og gervimennsku. Blekkingar og gervimennska, — þar öt bakgrunnur leikritanna beggja. í samfélagi þeirra er hinn falsaði steðji allsráður og allsvald- andi, en raunverulegt lifandi líf á sér litið svigrúm og enga lífsvon. Samféiagslýsingin er einlit svört, öfgafull, hæðin; en þótt hún sé samfeUdari og einræktaðri en fyrr- um, er margt hér af sama toga og í skáldsögunum. Pótintátar'Sviðins- víkur í Heimsljósi eru af sama sala og höfðingjar þessa samfélags, sams kónar peningabarbarismi er allsráðandi í þjóðfélagi Atómstöðv- arinnar. En í sögunum er samfélags iýsingin færð út í æsar, heilt þjóð- félagskerfi sett á svið; í leikritun- um er kastljósi brugðið á miklu þrengri og afmarkaðri flöt, og veld ur þetta því m.a., að „ádeila” þeirra nær miklu minni áhrifum en sagnanna. Siifurtúnglið stendur að sumu leyti nærri Atómstöðinni, og þar er þjóðfélagsádeilan opin- skárri og berorðari en í Stromp. leiknum; það er vel hugsanlegt að túlka verkið á þjóðernislegum grundvelli, líta á það sem allegór- iskt innlegg í „landssölumálin”, þótt mér virðist slík túlkun raunar ekki sannfærandi og sizt verða til' að auka verkinu reisn. Strompleik urinn stendur á hinn bóginn næo: Brekkukotsannál, og margt er líka af sama toga í Silfurtúnglinu. „Saltfiskurinn verður að hafa slaufft”, segir kaupmaður Gúðmún- sen, og í ræðum þeirra Feilans Ó. Feilans í Silfurtúnglinu og Útflytj- andans í Strompleiknum kveður við sama tón; fyrir útflytjandanum er Ljóna „nokkurskonar menníng- arleg forhlið á þessu pakkhúsi gagnvart alheiminum”, Lóa á að vera ,,okkar litli skerfur til heims- menníngarinnar . . . okkar veiki feimnistónn í samhljómi þjóðanna”. Auglýsing út á við, — aðra þörf hefur siðblint og listsnautt sam- félag ekki fyrir sönglist. Lóa í Silf- urtúnglinu og Ljóna í Strompleikn- um eru um margt sama persónan: nokkurs konar. tilbrigði við það stef, sem er lýsing Garðars Hólm í Brekkukotsannál. Silfurtúngl'ið er misheppnað verk, m.a. vegna þess hversu ósam- stæð, öfgaful! og ósannfærandi lýs- ing höfuðpersónunnar er. Lóa er öðrum þræði kjarngóð alþýðukona, „hundrað prósent sólíd”, móðurást hennar ósvikin og hún veit með sjálfri sér, að hennar rétti staður er hjá Óla sínum í litlum bæ við lítinn fjörð. Á hinu leiti er listæð hennar, upprunaleg og ósvikin á sínum rétta stað, sem leiðir hana á villigötur í heimi, sem ekki er annað en blöff og svindill. Saga hennar er — eða á að vera — harm leikur hins upprunalega og ósvikna á öngstigum gervilífs, sem ekki býður annað en bitran ósigur í / leikslok, — hvort sem sá ósigur birt ist I gervi „heimskonunnar” ísu eða útkastaðrar skækju í hótelfordyri. En harmleikurinn bregzt. Lóa, sem er þolandi alls leiksins, nær aldrei tragískri reisn, klofningurinn í fari hennar milli móðurástar og frama drauma verður aldrei sannfærandi, klif hennar um bamið og Óla og hamingju sina þreytandi en ekki átakanlegt, ,,átök” hennar við Feil- an og Mr. Peacock nánast skopleg og laus við að höfða til samúðar eða skilnings áhorfanda eða les- anda. Vandfundin mun sú leik- kona, sem megni að veita þessu hlutverki heillega og sannfærandi túlkun; og þegar við bætist van- máttur leiksins að öðru l'eyti, verð- ur framgangsleysi hans á sviðinu cðlilegt. Miklu nær þvi að takast kemst Laxness í lýsingu Ljónu í Stromp- leiknum. Ljóna er um margt sömu ættar og Lóa, en „list” hennar er tæpast meir en tóm uppgerð: hér er sönglistin aðeins ytraborð og yf irvarp leiksins um svikið og ósvik ið, falslaust líf og logið. Einhvers staðar innst inni hefur Ljóna til að bera falslausan og upprunalegan kjarna, hún veit að „þó heimurinn sé blöff, þá eru kjaftshöggin ekta”, draumur hennar um fal's- laust líf birtist í skiptum henna.r við Lamba. En Ljóna er hvergi heil i afstöðu sinni, ást hennar á Lamb: byggist á ' þeirri trú að hann sé „miljóner i frjálsum gjaldeyri”, sá maður einn fær ráðið fyrir ævin týrum. ..frelsað okkur frá veruieik anum”, og Lambi sjálfur flýr hana í ofboði, þegar hann fær sýn í það víti, sem er þeirra mæðgna. Ljóna er afkvæmi þess gerviheims, sem „hálfleysist sundur á sviðinu” í leikslok og öll á valdi hans; þess vegna er hún dæmd til að hverfa í strompinn. Örlög .Ljónu komast nær sönnu harmgildi en Lóu í Silf- urtúnglinu vegna þess að hún er heillegri persóna, sjálfrl sér sam- kvæmari en Lóa Með fullgóðri túlkún á sviði ætti henni að tak- ast að sannfæra áhorfanda í sam- hengi leiksins. O Hér er ekki ætlunin að fara í föt leikdómara eftir dúk og disk og ræða í einstökum atriðum sýningu Þjóðleikhússins á Strompleiknum i vetur. Þvi fór að vísu allfjarri að iiún væri fullgild: sviðsetningu var um margt ábótavant, og virtist l'eik stjóri hafa átt að geta lagfært a.m. k suma vankanta leiksins betur en reyndist; og eins var leikur í mis- jafnasta lagi. Þannig tókst Þóru Friðriksdóttur engan veginn að túlka til hlíta.r hið vandasama hlut- verk Ljónu, þættirnir tveir í fari hennar náðu aldrei samræmi og fyliingu; og Jón Sigurbjörnsson var tvímælalaust ranglega valinn í hlut ve.k Kúnstners Hansen. En mér er til efs að úr hefði orðið áhrifarík list, minnisstætt sviðsverk, þó aldr- ei nema verkið hefði hlötið nokk- urn veginn „fullgilda” túlkun. Lax- ness hefur ekki enn náð valdi á list formi leikhússins, samtöl hans eru tæpast ennþá lifandi ræða á leik- sviði heldur samtöi í bók. á bygg- ingu verksins eru ærnir vankant- ar og viðvaningsbragur, sem dreifa áhrifum þess (sbr. t.d. þessa stöð- ugu umferð í bragganum í fyrsta þætti). í stuttu máli sagt; Laxness er enn mestallur á valdi skáldsög- unnar, leikhúsform hans er „ep- ískt” án þess að verða „epískt leik- hús”. Þar fyrir er Strompl'eikurinn miklu frambærilegra verk en Silf- urtúnglið, það ber vott um fram- farir á öllum sviðum. Silfurtúnglið var „venjulegt” verk i lakri merk- ingu orðsins, það jaðraði (og meira en jaðraði) við uppgert melódrama þegar verst lét og sótzt var eftlr „reisn” og áhrifamætti, satíran gat snúizt upp í farsa, sem ekki hafði mikið umfram ósöguleg skrípalæti. Á þessum þáttum hefur Laxness miklu betri tök í Strompleiknum; hann er djarfleg.ra verk, miklu margþættara og rlstir dýpra. Leik- form það sem Laxness virðist sækj- ast eftir, trúlega með meiri eða minni hliðsjón af Brecht, skipar sundurleitum þáttum hlið við hlið og ætlar þeim jafnhátt rúm í verk- inu, farsa, satíru, harmleik, raun- sæi og fjarstæðu; aliir þessir þætt- ir eiga að renna saman til einnar dramatískrar heildar. Það er að sínu leyti hliðstætt þvi söguformi, sem Laxness hefur náð svo meist- aralega tökum á í seinni verkum sínum, Brekkukotsannál og þó eink um Paradísarheimt. Laxness kalla.r Strompleikinn gamanleik, og í sama skilningi er t.d. Paradísar- heimt gamansaga. Kímnisyfirbragð frásagnarinnar er ríkur þáttur í Paradísarheimt, og á sama hátt er hæðnisádeila Strompleiksins óað- (Framhald á 15. síðu) TfMINN, miðvikudaginn 27. júní 1962 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.