Tíminn - 27.06.1962, Blaðsíða 15

Tíminn - 27.06.1962, Blaðsíða 15
Miðvikudagsgreinin • Framfaald af 9. síðu. skiljanlegur hluti hans. En þetta ,.gaman“ er engan veginn græsku- laust, og undir yfirborði þess leyn- ist bitur dregg efagirni og bölsýni; ,,gaman” er engan veginn græsku- tragískan vanmátt og takmarkan- ir mannsins. Þetta verður engu síð- ur ijóst af Strompleiknum en Para dísarheimt enda verkin náskyld. En Laxness hefur öll tök á söguform- inu, iþar nær hann að skapa djúp- stætt og áhrifárikt listaverk, til- breytilegt, margþrætt, fágað. í leik húsinu er hann a.m.k. enn sem komið er meira einhliða og fá- breyttari, á sviðinu er heimur hans þrengri og einlitari, fólk hans ein- faldara að gerð og sett fram í öfga fyliri stílfæringu en í sögunum; og þa.r með brestur leikritin hið djúpa og ríka mannlega gildi sagnanna, þá sveiflu stílsins, sem ella er eitt af aðalsmerkjum Laxness. En það er hin sama heimssýn, sem hann freistar að gæða lífi og iit á svið- inu og í sögunum, sama tragíska innsýn í þann sorgfulla skopleik, sem kallast mannlegt lif. Þannig er Strompleikurinn að sínu leyti jafn lokað verk og Para- dísarheimt, gangur leiksins örlaga- bundinn og óumflýjanlegur ekki síður en sögunnar. Ljóna hefur eitt hvað til að bera af sama uppruna- leik og Steinar Steinsson; en hún hefur hrakizt fyrir fulit og allt út a öngstigu gervimennskunnar með- an hann á afturkvæmt til þess jarð- bundna frumstæða lífs, sem virðist geyma allrar hamingju að viti skáldsins. Afturhvarf Steinars bónda í sögulok Páradísarheimtar er ekki tóm uppgjöf, eða öllu held- ur: það er uppgjöf á vald hins lif- andi l£fs. í leikslok Strompleiksins er bölsýnin á hinn bóginn fullkom- in, þau eru að sínu leyti uppgjöf. Kúnstner Hansen, fulltrúi fains „l'ága” Ufs í verkinu liverfur á brott með „fulltrúa andans úr Jap- an”, Ljóna, hún sem kann að vera „sú sem á eftir að finna manígim- , ateÍTyijnn” hverfur inn í strompinn. „Taóismi” Halldórs Laxness er að visu verður allrar athygli, bæði hér • og í fyrri verkum hans, en í lok Strompleiksins eru hin búddísku tákn, dha.rmalampinn og manígim- steinninn, aðfenginn og ósannfær- andi. Zen-ex-machina, það er allt og sumt. Þetta um bölsýnina; hún er að vísu ekkert nýjabrum í verki skáldsins þótt hún hafi sjaldan ver- ið jafn einlit og hér, vonarneistinn aldrei jafn fjarri, — nema þá kann ski í leikslokum Silifurtúnglsins. En þar hafnaði leikurinn í skeifi- legu melódrama, hér eru tökin hóf-. stilltari, áhrifin þrátt fyrir állt rik- ari. Strompleikurinn kemst miklu nær því að lifa á sviðinu en Silfur- túnglið; vankantar fyrsta þáttar eru að vísu til lýta, en sum síðari atriði l'eiksins lánast miklu betur: hið tilþreytUega og farsakynjaða atriði í fiskskemmunni og sum at- riði lokaþáttarins. Og jafnframt þessu er persónusköpun verksins leikrænni, fyllri og fjölskrúðug.ri en í Silfurtúnglinu, og um leið ný- stárlegri. Forsaga leiksins rúmast að vísu ekki til fulls í sjálfri gerð persónanna; upprifjun her.nar verð ur sums staðar dauður punktur í leiknum, þar má enn sjá leifar skáldsögin.nar. En þessi lýti standa til bóta, þeirra gætir miklu minna en fyrr. Og með persónum eins ogv Ljónu, frú Ólfer, Kúnstner Hansen Iánast Laxness í fyrsta skipti að skapa fólk sem getur náð þv£ að iifa 1 leik, sem e>r sannur á svið- inu. Áður var vikið að Ljónu, og hinn vegvillti „miljóner, sjómaður og barnakennari” Lambi er verð- ugra mótvægi hennar en Ólafur maður Lóu í Silfurtúnglinu, sam- leikur þeirra veitir ve.rkinu fyllingu og dýpt sem SilfurtúnglifS skorti vegna þess að hjónabandshamingja Ólafs og Lóu arð aldrei trúverð- ug. Á sama hátt er Kúnstner Han- sen hinn lifa'ndi maður í leiknum, sviðslegri persóna en þeir Róri - T í M IN N, miðvikudaginn 27. jún: glæpamaður og Laugi gamli i Silf- u.rtúnglinu, hinn fyrrtaldi ævinlega utangarna, hlutverk hans óljóst og bundið forsögu, sem aldrei fékk líf á sviðinu, hinn síðarnefndi varla meir en sviðsetning gamalkunnrar manngerðar úr sögum skáldsins. Og útflytjandinn og innflytjandinn með fylgiTiði: þetta fólk er af sama gerviheimi og leikhússfólk Silfur- túnglsins, en mynd þessi dregin fleiri og fjölbreytilegri dráttum; þó hún sé að sinu leyti jafn öfga- full ér hún meira sannfærandi, ekki eins bókleg og £ Silfurtúngl- inu. Silfurtúnglið var einfaldlega mis heppnað verk, — af sökum, sem hér hefur verið reynt að benda á. í samanburði við það virðist Strompleikurinn Tánast a.m.k. til hálfs og kannski rúmlega það; sums staða.r virðist manni ekki vanta nema herzlumun til að allt takist. Þessi herzlumunur er trú- lega sá, að £ heild skortir leikinn samfellt lif hins talaða orðs á svið- inu: það sem gerist milli orðanna, bak við setningarnar. Þar skilur mllK leikskálds og sagna. Og takist Laxness að yfirstíga þennan þrösk- uld virðist honum fullur og fræg- ur sigur vis í leikhúsinu. n Sextugur að aldri virðist Halldór Kiljan Laxness ætla sér nýja fram- tíð á nýjum skáldskaparvettvangi. Leikrit hans hingað til eru við- lei-tni, tilraunir, leit að formi við hæfi. Þau eru, eins og ég hef leit- azt við að lýsa, sömu ættar og sög- u-r hans; eins og £ sögunum glimir hann þar við hinstu rök lifs og list- ar og ætlar sér ekki af. Laxness kann að mistakast á stundum, en markið setur hann ævinlega hátt og engu af verkum hans verður vis- að á bug sem léttmeti, hégóma; leik ritunum ekki heldur. Hingað til hef ur hann haft lítinn framgang í leik- ritagerð; og kannski er of mikið að vænta þess, að leikrit hans komist að s:nu leyti nokkurn tíma jafnfæt- is sögunum. Um þessar mundir virðist meginvandi hans sá að efla með .sér lifandi tungutak leik- skáídsins, leggja af viðhorf hins epíska sögumanns. Slik hamskipti hljóta að vera ærin raun á fullorð- insaldri, en íslenzkir lesendur mega vita, að skáld þeirra er til alls vis, og í Strompleiknum virðist hann a.m.k. kominn vel á veg í áttina til lifandi leikhúss. Hvað valdi frá- livarfi hans frá skáldsagnagerð Verður víst ekki svarað af öðrum en honum sjálfum: hann er „þreytt ur” á skáldsögum. Það kann að vera skiljanlegt eins og bent var á í upphafi, en hitt er ljóst, að leik- ritun hans er samkynja og £ fram- haldi af stílþróun hans og stílvið- Teitni í sagnagerðinni. Hér er freist andi að sjá samband við þá.þróun sem heimssýn hans tekur á sama tíma og fylgt verður í verkunum: samfara æ ríkari efagirni, dýpri bölsýni stöðugt áleitnari krafa um hlutlægni, — um ríkari hlutlægni og beinni skírskotun en hið epíska söguform leyfir. f viðtali því, sem vitnað va.r til í upphafi kveðst Lax-; ness vinna að tveimur nýjum leik- j ritum, tveimur „ógnvænlegum” gamanl'eikjum. Á afmæli skáldsins kom annað þessara verka, Prjóna- stofan Sólin, að nokkru i dagsljós í Kaupmannahöfn og mun nú vænt anlegt á bók hvað líðu.r. Fróðlegt verður að sjá þá bók, og þó miklu fróðlegast að sjá leikinn kominn á svio. Maður hlýtur að ætla að þar sjáist nokkur deili þess hverja raun verulega framtíð skáldið á sér í leikhúsinu. Ó. J. Mi'ða'ð við útlbreitJslu og auglýsingaverð er hagkvæmast að aug- lýsa í Tímanum Tíminn . 1962 Þriðja jafnfeflið Framhald af 12. síðu. þó virðist helzt, sem hann sé lík- legastur til að leysa miðherja- vandamálið' hjá KR, en, það er nauðsynlegt ef KR-ingar ætla sér að verja titil sinn frá í fyrra. Framliðið sýndi ágætan leik með an úthaldið entist, og hraði leik- manna kom KR-ingum á óvart. — Framvarða- og innherja stöður Fram eru vel skipaðar. Hrannar og Ragnar drýgstu menn liðsins, og Ásgeir og Guðmundur leikn- astir. Ásgeir sýndi mjög skemmti- legan leik í fyrri hálfleik, en hvarf nær alveg í þeim síðari — enda erfitt fyrir þessa ungu drengi, sem leika bæði í meistara- og 2. flokki. Schevingarnir — Hallgrímur og Baldur eru harðskeyttir útherjar, og sama er að segja um Grétar sem miðherja — en harkan er þó oft fullmikil í Ieik þeirra Baldurs og Grétars. Vörn Fram er aðal- vandamál liðsins. Geir átti ágæt- an leik í marki, eftir nokkuð tauga óstyrka byrjun, og Guðjón er all- sæmilegur bakvörður, Hins vegar er Birgir nokkuð seinn, og Hall- dóri urðu á dýr mistök í leiknum, sem urðu orsrök beggja marka KR. KR-vörnin komst einnig oft í vanda í þessum leik, sem mest or- sakaðist af hve framherjar Fram fengu að leika lausir. Hörður er þó undanskilinn, en hann hafði að venju góð tök a Gretari, en var hins vegar ónákvæmari í spyrnum en oftast áður. Bjami og Hreiðar voru duglegir — en framverðirn- ir Garðar og Sveinn náðu ekki þeim tökum á miðjunni og þeir gera venjulega, en Sveinn sýndi þo ovenjulegan dugnað. Framlína liðsms nær enn ekki saman. Sigur þor virðist hættulegastur — en fær úr langminnstu að vinna — og þessi ótamdi kraftur nýtist því liðinu ekki sem skyldi. Gunnar Felixson er miklu betri en í fyrstu leikjunufn — en Ellert og einkum Orn langt frá sínu bezta, hverju sem um er að kenna. Gunnar Guð- mannsson sýndi lítinn baráttuvilja —- og hin mikla leikni hans kom ao litlum notum. i Dómari var Haukur Os'karsson, Vikingi, og línuverðir Einar Hjart arson og Baldur Þórðarson, sá er hætti á línunni hjá Hauk í Reykja vikurmótinu. — Höfðu áhorfendur gaman af! Fá heiðursmerki Framhald af 5. síðu. um við tveir félagar að flýja og flúðum 10. maí sl. til A- Berlínar. Við höfðum fengig yasapeninga fyrir vinnu okkar á vinnuheimilinu og nægðu þeir okkur til viðurværis í nokkra d. ga, þar til okkur tókst að finna leið til að flýja til V- Berlínar. — Hvernig flúðuð þið? —Við vorum þrír, sem ætl- uðum að flýja og var einn okk- ar handtekinn. Tókst okkur á ákveðnu svæð'i, þar sem er þre- föld gaddavírsgirðing, að skríða undir vírinn og klippa hann sums staðar sundur og komast þannig í gegn. Klukkan var um eitt að nóttu, þegar við gerð- um þetta. Notuðum við tæki- færið, þegar verðirnir sneru að1 okkur bakinu til að hlaupa að girðingunum yfir auða svæðið og leggjast þar niður og skríða áfram, einn og einn í einu, en áður höfðum við fylgzt með vörðunum um stund. Hér sagði einn nefndarmann anna. að mretti skýra frá þess- um flótta, því alþýðulögreglan vissi vel, að þesá konar flótti ætti sér öð'ru hverju stað. Hins vegar væru þeir fáir, sem vog- uðu sér að flýja á þennan hátt, því vitað væri um fjölda manna, sem handteknir hefðu verið við; slíkar flóttatilraunir., margir væru særðir eftir byssukúlur varð'anna og nokkrir skotnir til bana. Berlín, 19. júní Erlendur Haraldsson Fram gegn Sjálend- ingum Framhald af 12. síðu. í gærkvöldi að ekki var hægt að fá liðsskipan þess, en senni- lega munu þeir stilla upp sín- um bezfu mönnum. Annar leik ur Sjálendinga verSur á föstu- dagskvöld við gestgjafa KR, sem styrkja lið sitt með Þór- ólfi Beck. Ófrúlegt, a3 700 komizt Framhald af 16. síðu. geta þau valið um ýmsar tegundir skóla, svo sem menntaskóla, tækni skóla, verklegan skóla, verzlunar- skóla og atvinnu- og félagslegan skóla. Þrenns konar verkfræðingar Menntaskólakennurunpm var tíð rætt um sænska fyrirkomulagið með verkfræðilega menntun. Þar eru til þrenns konar tækni- og verkfræðingar, í fyrsta lagi þeir, sem mennta sig áfram upp úr iðn- skóla, svo þeir, sem taka verkfræði deild menntaskóla, on þar taka menn nokkurs konar stúdentspróf, sem veitir mönnum rétt til að kalla sig verkfræðinga. Loks eru svo hinjr háskólamenntuðu verkfræð- ingar. Mikill munur á kjörum í tilefni af tuttugu ára afmæli Félags menntaskólakennara færðu hinir erlendu gestir félaginu gjaf- ir frá samtökum sínum. Norðmenn gáfu áletraða silfurskál. Danir postulínsvasa og Svíar 'þrjá tré- stjaka fyrir kerti, og var þetta allt saman mikil listasmíði. Gestirnir fluttu athyglisverð er- indi um skóla- og kjaramál í lönd um sínum, og varð ljóst af orðum þeirra, að kjör menntaskólakenn- ara, skólahyggingar og öll aðstaða til kennslu eru stórum betri hjá frændþjóðum okkar á Norðurlönd- um en hér. Hafa stjórnarvöld í löndum þessum á síðari árum sýnt mikinn skilning á na „ðsyn þess að bæta aðstöðu og kjör á þessu skóla stigi. Fundinn sóttu alls um 30 full- trúar frá menntaskólunum þremur. Helztu mál, sem fundurinn fjallaði um, voru: húsnæðismál skólanna og kjör kennaranna, auk þess sem kennarar í hinum ýmsu greinum ræddust við á sérfundum um kennslutllhögun og námsefni. Húsbyggingum lífið sinnt Um húsnæðismál var eftirfar- andi ályktun gerð: „Fundurinn tel ur, að húsbyggingarmálum mennta skólanna hafi á undanförnum ára- tugum ekki verið sinnt til jafns við það, sem gerzt hefur á öðrum skólastigum. Þarf því hvort tveggja að gera, að bæta þegar úr þeim húsnæðisvandræðum, sem skólarnir búa nú við, og jafnframt gera áætlanir um það, hvtarnig fullnægja megi á næstu árum ört vaxandi þörfum þessa skólastigs." Háskólamenntun kennara Um kjaramál var gerð svofelld ályktun: „Fundurinn telur nauð'- synlegt, að sköpug séu skilyiði til þess, að hægt sé að framfylgja ákvæðum reglugerðar um háskóla- menntun menntaskólakennara. Höf uðskilyrði telur fundurinn það, að menntaskólakennurum séu tryggð laun til jafns við aðra með sam- bærilega háskólamenntun, og kenn arastöður vig menntaskólana með Þyí gerðar eftirsóknarverðar mönn um með háskólapróf." Þriðja deild og valgreinar Loks samþykkti fundurinn, að höfuðumræðuefni næsta aðalfund ar verði endurskoðun námsefnis og stundaskrár menntaskólann^, en ekki hefur verig talig tímá’- ■bært undanfarig að ræða um hugs anlega þriðju deild (miðdeild) eða valgreinar vegna hins ömur- lega ástands í húsnæðismálum menntaskólanna. Stjórn félagsins var endurkjör- in, er hana skipa: Gunnar Nor- Iand, formaður, Guðni Guðmunds- son, ritari, ag Guðmundur Ann- laugsson, gjaldkeri. AISí að 40 stiga iiifi Framhald af 16. síðu. ekki milli manna eins og t. d. in- flúenza, heldur hefur hún stungið sér niður hér og þar, án þess a'ð nokkuð samband fyndist í milli. Tekin hafa verið sýnishorn af drykkjarvatni, mjólk og ýmsum fleiri vörum, svo og gerðar blóð- rannsóknir á starfsliði ýmissa Cyr- irtækja í borginni, án þess að nokk uð kæmi í ljós, sem bent gæti til þess á hvern hátt veikin berst. Á meðan kvað borgarlæknir nauðsyn legt, að gætt sé fyllsta hreinlætis, einkum við meðferð matar og að matur sé soðinn eins vel og kostur er á. , Taugaveikibróðir gekk síðast á Islandi 1954, én þá tók ekki nema eina til tvær klukkustundir að finna smitunarleiðina og mjög skamman tíma að loka henni og hefta frekari úthreiðslu. Innilegt þakklæti til ykkar fjölmörgu, seir glödduð okkur með kveðjum og árnaðaróskum í fimmtíu ára hjúskaparafmæli okkar; Guð blessi alla vinina. Sólveig og Sigfúá. Eiginkona mín og móðir okkar, ÞorgerSur Árnadóttir, andaðist hinn 25. júní. — Jarðarförin auglýst síðar. Stefán Þórðarson og börn. Maðurinn minn, ÓLAFUR EINARSSON Þjótanda, andaðist mánudaginn 25. júní á|Sjúkrahúsi Salfoss. Eiginkona og börr Alúðarþakkir færum við öllum þeim, sem á einn eða anne hátf auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og jarðarför KONRÁÐS VILHJÁl.A!ISSONAR Sérstakar þakkir sendum við læknunum Pétri Jónssyni c Ólafi Sigurðssynl fyrir hlýja umhyggju í sjúklelka hans. Þórhalla Jónsdóftlr, Steinunn Konráðsdóttir, Friðþjófur Gunnlaugoso Krisfín Konráðsdóftir, Aðalsteinn Tryggvaso Sóiveig Axelsdóttir, Gísli Konráðssoi 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.