Tíminn - 28.06.1962, Qupperneq 8

Tíminn - 28.06.1962, Qupperneq 8
HRINGA- BRJÓTUR LÁTINN Hinn 73 ára gamli óvinur hringanna nr. t, Gottlieb Duttweii- er, er nýlátinn í Zur- ieh og hefur skilið eftir lærdómsríka erfðaskrá. í byrjun þessa mánaðar andaðist í Zurieh í Sviss, 73 ára að aldri, mesti einokunarbrjótur nútímans, Gottlieb Duttweiler. Meðal óvina sinna taldi hann voldugustu við- skiptajöfra heims. Duttweiler stjórnaði í ævilokin heilu heimsveldi. Þar má nefna 300 stórverzlanir, hótelkeðju, leigubíla- og vörubílaflota, olíuhreinsunar- stöðvar og benzínstöðvar, 17 mat- vælaverksmiðjur og kvöldskóla, þar sem 800 kennarar kenndu 100. 000 nemendum á ári. Duttweiler byrjaði með hug- mynd, sem hann hafði mótað í Brazilíu fyrir 40 árum. Hann hafði farið þangað til þess að stunda kaffirækt. Þar komst hann að raun um, að verðlagið á kaffi í Sviss var helmingi hærra en það þurfti að vera. Það var stolið svívirðilega bæði af framleiðandanum í Brazi- líu og kajjpandanum í Evrópu. Dómstólasfrió Duttweiler var sannfærður um mátt frjálsrar samkeppni og hóf stríð gegn „þjófunum". Hann keypti fimm gamla Forda, sem hann breytti í verzlanir á hjólum, og fór að selja kryddvörur í verka- mannahverfum Zurich fyrir 30—40 % lægra verð en tíðkaðist annars staðar í heiminum. íbúar Zurich rifu út vörur hans. Duttweiler færði út starfsemi sína til Bale og Bernar. Vörubílar hans voru gerðir upptækir og bílstjór- arnir fangelsaðir. Duttweiler fór með mál sitt fyrir dómstólana og vann. En hann rak sig líka á aðra volduga óvini. Matvælaframleiðend ur og lyfsalar neituðu að selja hon um vörur. Sviss hafði engin iög yfir sölu- bann. Til þess að bjarga hinum ak- andi verzlunum sínum og þeim, er hann hafði stofnað jarðfastar, kaus Duttweiler að flýja fram á við. Hann framleiddi sjálfur það, sem þeir neituðu að selja honum. Við það uppgötvaði hann, að vörurnar á markaðinum voru alltof dýrar. > Lög gegn verðlækkunum Duttweiler framleiddi þvotta- efni, sem var alveg eins gott og hin þekktu merki og seldi það með ágóða á mjög lágu verði. Hann flutti inn beint frá Bandaríkjun- um ilmsápuna „Lux“, skírði hana „Hollywood" og seldi hana á 50 centímur í stað 80 centíma, sem aðrar sápur kostuðu. Hann frani- leiddi ræstiduftið „Vim“, kailaði það „Wim“ og seldi það á 25 cent- ímur í stað 75 centíma. Og eins var það með aðrar vörur. Árið 1933 höfðu „Migros“, verzl- anir Duttweilers, náð slíkum ár- angri, að í hinu þýzkum.ælandi Sviss var honum bannað með lög- um að fjölga þeim eða stækka þær. Það var ekki fyrr en 1946, að Gcn- eve-héraðið afnam þessi lög, svo að hann gat haldið áfram að þenja verzlanirnar út. Duttweiler notaði þessi 20 ár til að gera .starfsemi sína fjölbreytt- ari. Hann fór að framleiða sauma- vélar, kom á fót keðju hótela, sem hæfðu peningaveskjum almenn- ings. Hann skellti sér í hljómplötu útgáfu (50% afsláttur) og bókaút- gáfu, gaf út merka nútímahöfunda í ódýrum útgáfum. Hann stofnaði samvinnufélag um útgáfuna og fé- lagsmenn urðu 200 þúsund. Lúxusvörur aö almenningseign Og 1940, er hann stjórnaði 20 milljóna svissneskra franka fyrir- tæki, breytti hann því í samvinnu- félag. Hann hélt sjálfur tuttugasta hluta fyrirtækisins en afsalaði af- ganginum 120 þúsund fjölskyldum. í byrjun sjötta tugs aldannnar var stórverzlanakeðjan orðin hiii bezt rekna í heiminum. Innkaupa- skrifstofur voru stofnaðar i frain- leiðslumiðstöðvum heimsins jg þær voru reknar af vísindalegri n‘- kvæmni. Þetta gerði honum kleift að ráða smásöluverði, og vegna þess, hve keðjan var stór, hafði það áhrif á verðlagningu um allan heim. Vörur, sem hingað til höfðu verið lúxusvörur, þar sem gróða- sjónarmið viðskiptaheimsins höfðu haldið verðinu uppi, urðu nú al- menningseign, þar á meðal frysti- vöru.. Enn fremur komu „Migros“-verzl anirnar því um kring, að farið var að selja vörur í verðeiningum í staðinn- fyrir þyngdareiningar. Það sparaði mikla fyrirhöfn að geta vegið og pakkað vörur með hálf- sjálfvirkum vélum, er ekki þurfti að selja í nákvæmum þyngdarein- ingum. „Migros“ seldu i ein, tveggja og fimm franka umbúðum en ekki í kílóa eða pundatali. Slík um verzlunum hefur nú fjölgað í um helming allra verzlana. Nú hafði Duttweiler sigrað í smá sölustríðinu, þannig að hann gat selt vörur sínar í hinum fjarlng- ustu þorpum án nokkurrar viðbót- argreiðslu, svo að hann færði sig inn á ný svið. Gegn olíuhringunum Fyrir tíu árum keypti hann leigu bílaflota og setti upp stöð í Zur- ich og síðan í öðrum svissneskum borgúm. Taxti þeirra var 40% lægri en hinna, sem fyrir voru. | Þeir vöruðu sig á því og lækkuðu ! líka gjald sitt, en leigubilum fjölg- ■ aði um helming á þremur árum.' Fólk fór nefnilega að nota leij’ bíla miklu meira. Duttweiler hafði sérstaklega iU- an bifur á olíufélögunum. Það var talið, að þau hefðu um 46% Jagn- ingu enda græddu þau í Sviss einu saman um 60 milljónir svissneskra franka, Duttweiler fór að selja oli’.i með 20% afslætti. Olíufélögin tóku höndum saman gegn honum., en þ fór hann að selja benzín líka. Hann komst að raun um, að benzinstöðv- • arnar gátu selt benzínið á 49 cent- ímur í stað 55 og haft samt hagn- að af. E.. benzínstöðvarnar neituðu að hafa samvmnu við hann. Duttweiler stofnaði þá „Migrol“-1 félag, sem stofnaði sínar eigin benz ínstöðvar, og þar voru brátt lang- ar biðraðir bílaeigenda. Olíuhring- arnir voru fljótir að svara: Þeir lækkuðu verðið niður í 47 centím- ur meðan „Migros" seldi það á 49. En bílaeigendur féllu ekki í gildr- una; þeir skildu, að olíuhringarnir gerðu þetta aðeins til þess að kæfa „Migrol" í fæðingunni og geta selt benzínið áfram á 55 centímur. — Duttweiler víkkaði síðan starfsemi „Migros“ út fyrir landsteinana. Benzínstöðvar olíuhringanna selja enn í dag benzínið á 50 centímur, sem „Migrol" selja á 49 centímur. Duttweiler endurtók sömu tilraun í Vestur-Þýzkalandi, þar sem olíu- hringarnir hófu heilagt stríð gegn honum. Duttweiler hafði sigur eftir mikla baráttu, og bæði Þjóðverjar og Svisslendingar geta þakkað hon um fyrir lægsta benzínverð í heimi (að frádregnum skatti). 10—11% álagning Menn lærðu fleira af „Migros“- verzlununum. Stórfyrirtækin sviss- nesku þreyttust aldrei á því að kalla aðferð Duttweilers afturhald. Að áliti andstæðinga hans mundu lífskjör landsins batna því meira sem almenningur skipti sér minna af dreifingu og smásöluverði. Það væri vönduð þjónusta, dýrar um- búðir og fræg merki, sem mundu auka neyzluna. Duttweiler þreyttist áldrei á að halda fram 'andstæðri skoðun. í stað frægra og dýrra tegunda og dýrrar lúxusiþjónustu, bauð hann auðugustu þjóð Evrópu 2500 teg- undir matvæla af sönnuðum gæð- um og án þess að auglýsa þær upp. Hann seldi þessar vörur í vel skipu lögðum verzlunum fyrir minnstu á- lagningu, sem þekktist, 10—11%. Að áliti hans var þáð neytand- inn, sem á af frjálsum vilja að ráða því,'hvað er framleitt og dreift, en ekki öfugt. Og neytendurnir völdu. í „Migros“-kaupfélögunum eru nú 560 þúsund skráðir meðlimir, eða þriðja hver svissnesk fjölskylda. Velta þeirra eykst um 17% á ári og hefur náð 1000 milljónum sviss- neskra franka. Og menn verða að athuga, að þetta er í auðugasta og eyðslusamasta landi Evróp’-. Það er ein svo augljós lexía, að það er undarlegt, að hinir stóru framleiðslu- og dreifingarhringir Vestur-Evrópu skuli ekki hafa lært hana. En Duttweiler, fylgismaður frjálsrar verzlunar, hægri sinninn, sem átti aðeins hægri sinnaða ó- vini, hefur sýnt fram á, eftir 40; ára styrjöld, að bæði hjá nýjum | og gomlum hringum er aðalmark-1 miðið leitin að sem mestum gróða, jafnvel þegar þáð að öllu saman-. lögðu er hemill á efnahagsþróun- ina. (Lauslega endursögg grein úr Parísarblaðinu l’Express, skrif uð af efnahags- og atvinnu- málasérfræðingi blaðsins Mic- hel Bosquet). t' WEILSR — fi.ufn gamlir fordar í fyrstu , Fjðlskyidu- fræðin getur bætt sambúðina Frú Sígríður Thorlacius rsðir við frú Ingrid Holten Paulsen, cand. jur. Hússtjórn, félag húsmæðra- kennara, efnir til námskeiðs fyrir meðlimi sína vestur á ísafirði næstu daga og hefur sýnt það virðingarverða fram- tak, ag fá kennara frá hús- mæðrafræðsludeild Árósahá- skóla til að fjalla um þá ungu námsgrein, sem kölluð er fjöl skyldufræði. Þessi kennari er frú Ingrid Holten Paulsen, cand. jur., fyrsti kennarinn, sem skipaður hefur verig í þessari grein í Árósum. Hún mun fyrst og fremst flytja er- indi á fjögurra daga nám- skeiði á ísafirði, en fimmtu- daginn 5. júlí mun hún flytja erindi fyrir almenning á veg- um Bandalags kvenna í Reykja vík. Verður það f Tjarnarbæ klukkan 9 um kvöldið. — Þar sem þér erug lög- fræðingur, byggið þér þá kennslu yðar fyrst og fremst á þeiim atriðum fjölskyldufræð- innar, sem lögfræðin snertir, frú Paulson? — Nei, alls ekki, svarar frú in, sem er smávaxin kona og ungleg. í kennslu í fjölskyldu fræðum verður að samræma margt og þó ag hin lagalega hlið hafi mikið gildi, má hún ekki verða tímafrekari en ýms ar aðrar greinar málsins. Fjöl skyldufræði grípa yfir svo mörg svið. Þar mætist sálar- fræði, hagfræði, heilsufræði og sitthvag fleira, auk margs, sem naumast verður flokkað undir ákveðnar kennslugreinar Eins og kunnugt er, hefur æði lengi verið starfandi vi?í Árósaháskóla sérstök deild fyrir húsmæðrafræðslu. Ekk er krafizt stúdentsmenntunar. heldur húsmæðrakennara- menntunar til ag fá aðgang að deildinni og þaðan eru ekki tekin nein próf, heldur fá nem endurnir vottorð um námsdvö) ina. í einni af þremur grein- um deildarinnar eru kennd saman hejmilishagfræði os fjölskyldufræði. — Viljið þér gera svo vel a út'Skýra nánar fyrir okkur hver eru aðalatriðin í þessari náms grein? — Segja má, ag fjölskyldu- fræði hafi orðið til í Banda- ríkjunum og Svíþjóð sem námsgrein Tilgangurmn ér ag reyna að skilgreina fyrir nem- endunum hver sé staða f.iöl- skyldunnar í þjóðfélaginu og tilgangur fjölskyldulífsins vfir leitt. og svo stiklað sé á stóru hvernig hægt sé ag treysta og bæta fjölskyldulífið með því m. a. að gera sér grein fyrir grundvelli þess f Bandaríkjunum þróaðist fjölskyldufræði sem sérstök grein út frá barnasálarfræði. í Svíþjóð aftur á móti hófst hún fyrir nokkrum áratugum. er barnsfæðjngum fór svo mjög fækkandi þar, að ráða- menn urðu áhyggjufullir um vöxt og viðgang þjóðarinnar. Þar var hafin fræðsla um stöðu fjölskyldunnar, eðli hennar og eigindir í þeim tilgangi að hvetja fólk til heimilisstofnun ar og auka húsmæðrafræðslu. Svíar tóku nefnilega fólks- fækkunina sem tákn þess, ag ekki væri allt með felldu í fjöl skyldulífi borgaranna og vildu reyna að ráða bót á hvoru tveggja. í ýmsum öðrum námsgrein- um er kennt allt það, sem við- kemur líkamlegum þörfum ein- staklingsins og þá um leið fjöl- skyldunnar, en óvíða er gripið á þeim andlegu verðmætum, sem skapa þarf til að einstakl- ingamir geti búið saman sem fjölskylda og fundið í sína lífs hamingju. Þag er ekki auðvelt en samt ætti að mega kenna fólki sum* undirstöðuatriði góðrar sambúðar. Þetta er svið, sem hefur verið vanrækt á Norðurlöndum fram að þessu. Slík kennsla verður að ná til allra fjölskyldumeðlima, bæði foreldra og bama. Sem fyrsta spor má spyrja þeirrar spurningar, hvernig fjölskyld- an hafi orðig til og reyna síð- an að gera sér ljósa hina sögu- legu — eða menningarsögu- legu — þróun, sem skapað hef ur fjölskylduna. Næst má spyrja, hvort og hvers vegna halda eigi áfram fjölskyldu- lífi, hverju hlutverki sú eining gegni nú í samfélaginu. Það má benda á ýmis undirstöðu- atriði, sem nauðsynleg eru traustu fjölskyldulifi og það má einnig benda á hin ólíku stig, sem fjölskyldan hlýtur ag ganga í gegnum á mismunandi æviskeiðum meðlimanna. Ný- gift hjón verða að ganga út frá (Framhald á 15 síðu) u J T f MIN N, fimmtudaginn 28. júní 1962

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.