Tíminn - 28.06.1962, Qupperneq 14
Fyrrí hluti: Undanhald, eftir
Arthur Bryant. Heimildir eru
hann bætir við nokkrum dögurn
síðar.
„Mjög heitar deilur á herfor-
ingjaráðsfundinum, við Mountbatt
en, sem enn kom með uppástung-
ur, sem bæði voru fráleitar og
vanhugsaðar . . . Okkur lá báðum
við sturlun, mér og Portal“.
Jafnvel einn af eftirlætis-her-
foringjunum hans, Browning,
fékk harða gagnrýni fyrir að
„valda vandræðum með því að
skrifa stjórnmálamönnum bréf“.
Dagana milli 14. og 24. marz lá
Brooke rúmfastur í inflúenzu.
Þann 24. marz, þegar hann kom
aftur til vinnu, sendi forsætisráð
herrann eftir honum ug var „mjög
alúðlegur", bað hann um að of-
þreyta sig ekki á vinnu og fara
sér rólega í nokkra daga Tveim-
ur dögum síðar, föstudaginn 26.
marz, skrifaði Brooke í dagbók
sína:
„Meðan fundurinn stóg yfir
gerði forsætisráðherrann boð
eftir mér. Þegar ég kom til hans,
var hann í baði. Hann tók samt
þegar í stað á mófe mér, líkastur
rómverskum hundraðshöfðingja,
með enga flík utan á sér, nema
stórt baðhandklæði vafið um sig
miðjan. Hann þrýsti hönd mína
hlýlega og bauð mér sæti, meðan
hann klæddi sig. Fyrst fór hann
í hvíta silkinærtreyju, því næst
í hvítar silkinærbuxur og gekk
aftur og fram um herbergið í
þessum búningi, líkastur kryppl-
ing með stóran líkama og stutta,
granpa fótleggi. Því næst klæddi
hann sig í hvíta skyrtu, sem var
alltof þröng um hálsinn og varð
því með engu móti hneppt sam-
an í hálsmálið. Svo var röðin kom
in ag hárinu (eða því litla sem
eftir var af því). Klútur var vætt
ur í iln*/atni og síðan var höfuðið
nuddað og strok'ig með honum
Hin fáu hár voru svo burstuð og
greidd. Loks fór hann svo í bux-
ur, vesti og jakka, en rausaði
allan tímann á meðan um orrustur
Monjys og fyrirhugaða ferð okk-
ar til Norður-Afríku. Það, se.n
hann vildi þó fyrst og fremst
segja var, að ég hefði verið þreytu
legur á fundinum kvöldið áður
og að ég ætti að taka mér lauga
og góða hvíld . . . “
Hið hernaðarlega þrístjóra-
veldi, sem Broke réð fyrir, hafði
raunverulega í þrjú horn að líta
þetta vor! í fyrsta lagi var það
hin tvíhliða árás á Túnis, í ögru
lagi undirbúningur innrásarinnar
á Sikiley, og í þriðja lagi árás á
vesturvegg Hitlers yfir sundið.
Vig þetta bættist svo skorturinn
á innrásarskipum og hinar sí-
felldu kafbátaárásir á siglingaleið'
ir Atlantshafsins. í marz nam
skipatjón Bandaríkjanna hálfri
milljón smálesta. Þrátt fyrir sí-i
vaxandi afköst bandarískra skipa.
smíðastöðva, var ekki hægt að,
halda uppi neinum verulegum
árásum á Evrópuvirki Hitlers,
fyrr en búið var ag binda enda á
þessa ægilegu skipsskaða.
Þegar Brooke tók aftur til
starfa þann 24. marz, biðu hans
ný áhyggjuefni. í lok febrúar
hafði Alexander kunngert forsæt-
isráðherranum það, að sigur í
Túnis væri ekki á næstu grösum.
Þrátt fyrir óskaplegt skipa- og
flugvélatjón, hélt Hjtler enn
áfram að flytja menn og birgðir
þangag frá Sikiley. Öxulveldin
höfðu nú næstum 250000 manna
herlið þar og voru röskur helm-
ingur þess Þjóðverjar. Þann 6.
marz hélt Rommel meg lig sitt í
suður og gerði árás á hersveitir
Montgomerys við Medenine, sex-
tíu mílur frá landamærum Tri-
polis. En Montgomery hafði átt
von á þessu. „Rommel gerðj árás
á okkur í dögun“, skrifaði hann
Brooke um kvöldið. „Það var
mjög heimskulegt af honum. Eg
hef fimm hundruð 6-pdr. fallbyss
ur inngrafnar á svæðinu, ég hef
fjögur hundrug skrlðdreka og ég
hef gott fótgöngulið og öflugt
stórskotalið, svo ag maðurinn hlýt
ur að vera genginn af vitinu“. Við
Alam Halfa hratt áttundj herinn
hverri árás og eyðilagði meira en
fimmtíu skriðdreka. Fáum dögum
síðar yfirgaf Rommel Norður-
Afríku fyrir fullt og allt, þá sjúk-
ur maður og sigraður, en von
Arnim tók'Við af honum. En nú
voru valdhafarnir í Kreml orðnir
óánægðir. í lok febrúar hafði sókn
Rússa verið stöðvuð og Þjóðverj-
ar höfgu með gagnárásum aftur
náð Kharkov á sitt vald og styrkt
aðstöðu sína í suðri. „Það er aug-
Ijóst af orsendingu yðar“, skrif-
aði Stalin Churchill þann 16. marz
— „að gagnstætt fyrri áætlunum
yðar, er þess nú vænzt að hern-
aðaraðgerðum í Túnis ljúki í
apríl, en ekki í febrúar. Eg þarf
naumast ag lýsa því hversu mikl-
um vonbrigðum þessi töf veldur
. . . til þess að veita óvinunum
enga hvíld er nauðsynlegt að þess
ar aðgerðir séu framkvæmdar í
vor, eða snemma í sumar, en ekki
dregnar á langinn fram á síðari
hluta ársins . . . Það er einungis
vegna vanrækslu á hernaðarleg-
um aðgerðum í Túnis, sem Hitler
tókst að senda nokkurn liðsauka
til Rússlands ..." Ekki bætti
það heldur úr skák, að brezku og
bandarísku hernaðaryfirvöldin
höfðu tekig þá ákvörgun að
leggja niður allar skipasiglingar
| til Murmansk, þangað til hernámi
Sikileyjar væri lokið.
Meðan Brooke var enn að ná
sér eftir inflúenzu hóf Montgo-
mery áhlaup sitt á Mareth-línuna.
Áður en meginher hans gerði árás
á vinstri fylkingarhlig óvinanna,
milli Miðjarðarhafs og fjalla, hélt
27000 manna herlið og tvö hundr-
uð skriðdrekar, — þar á meðal
hin ný-sjálenzka herdeild Frey-
bergs, 8. brynvagnastórfylkið og
herdeild frjáisra Frakka undir
stjórn Leclercs — leynilega af
stað í tvö hundruð mílna eyði-
merkurferð umhverfis fjöllin —
leið, sem til þessa hefur verið
talin ófær öllum herflutninga-
tækjum. En framvarðaráhlaupinu
sem Montgomery hafði bundið
allar vonir sínar við, var hrundið,
og daginn eftir — eða þann 23.
marz — var brezka fótgönguliðið
aftur statt þar sem það hafði ver-
ið í byrjun.
Þegar Brooke settist við skrif-
borðig sitt morguninn eftir, biðu
hans þær fréttir, að árás Mont-
gomerys hefði misheppnazt.
En Montgomery lét ekki þar
við sitja. Hann sendi 1. brynvagna
herdeildina og hluta af 10. hern-
um þegar í stað til að aðstoða
Freyberg við árás hans á vinstri
varnarhlig óvinanna, hinum meg
in við fjöllin. Síðdegis þann 26.
marz voru þeir í hraðri sókn á
leiðinni til E1 Hamina og eftir
eins dags harða bardaga, knúðu
þeir óvinaherinn til að hörfa frá
Marethlínunni til þess ag verða
ekki umkringdir og skilja eftir
7000 fanga. Tíu dögum siðar, þann
6. apríl, hafði áttundi herinn tek-
ið Gabes og gerði leifturárás á
Wadj Akarit. Þann 10. apríl féll
svo hafnarborgin Sfox og Sousse
tveimur dögum síðar. Hinn 250,-
000 manna her von Armins var
umkringdur í fjöllunum milli En-
fidaville og Beja.
MEÐ VORINU varg réttlæting
hernaðaraðgerða Breta á Miðjarð
82
árum ævinnar og fáir stóðust,
voru að mestu horfin. Þó gat
hann einstaka ^sinnum brugðið
því fyrir, þegar mikig lá við, að
hans dómi.
En þar sem hann sat nú við alt-
arið, lygndi hann oftast augunum,
var stundum því líkt sem mók
hefði á hann sigið, sem þó ekki
var, því að jafnan var hann
fyrstur að rísa úr sæti, er form
guðsþjónustunnar krafðist þess.
Engum duldist ag hinn aldni hér-
aðshöfðingi var senn allur, en
virðingu sinni hélt hann enn
óskertri. Þannig nálgaðist ævi-
kvöldið, milt og rólegt. Þó var
enn gott að leita til hans, ef
vanda bar að höndum. Verður nán
ar vikið að því í næsta kafla sög-
unnar.
XLVII.
Oft hafa margþætt óhöpp herj-
að land vort og þjóð. Hallæri
margs konar sagt til sín og kvist-
að limu þjóðarinnar á ýmsa lund.
Harðæri af völdum náttúrunnar,
fsalög, jarðbönn og eldgos eru
fyrirbæri, sem engin mannleg
orka kann að stemma stigu fyrir,
ekki enn, hvað sem seinna verð-
ur. Verzlunin hafði mergsogið
þjóðina áratugum saman, jafnvel
öldum saman. Nú var hún gefin
frjáls og bjartari tímar í aðsigi.
Ungir athafnamenn horfðu út um
‘glufu þá, er opnazt hafði í múr
ófrelsisins. Og þjóðin bjó sig und
ir það, að taka virkan þátt í við
burðarás heimsbyggðarinnar. Nú
var um að gera að búast san
kvæmt kröfum^ tímans og geta
uppfyllt þær. íslenzkir bændur
hugðu á sölu lifandi fjár til Stóra-
Bretlands og gerðu sér um þa
beztu vonir, og er það þóti sý
að vaxtarlag íslenzka fjárins
skorti nokkuð á að uppfylla kröf-
ur kaupenda, þá hugðu þeir að
bæta þá vöntun með kaupum á
brezku úrvalsfé. Kaupin voru
gerð. En með úrvalsstofninum
barst húðsjúkdómur lil landsins,
sem sýkti frá sér og riáði skjótri
útbreiðslu. Mörg af beztu sauð-
fjárhéruðum landsins sýktust, og
menn stóðu uppi vonsviknir og
óvissir í meðhöndlan allri. Ýmsir
vildu niðurskurð. Hann hafði ver
ið reyndur með góðum árangri
öldina næst á undan, er spönsku
hrútarnir, sem áttu að bæta ul-
ina, komu hingað með áður
óþekktan sjúkdóm. En aðrir
byggðu nú vonir sínar á lækn-
ingu. Það var fullyrt, að til væru
baðlyf, sem dræpu sýkilinn án
þess að skaða skepnuna, sem böð-
ug var. Þeir, sem vildu niður-
skurðinn, töldu lækninguna kák.
Heil héruð kusu heldur að farga
fénu en eiga það á hættu, að dýr
lækningatilraun mistækist. Nú
vildi svo til, að í héraði því, sem
hér kemur mest við sögu, skipt-
ust menn þannig, að sveit sýslu-
mannsins valdi lækninguna og
átti hinn aldni sveitarhöfðingi,
drýgstan þátt í þeirri ákvörðun. j
En hin sveitin handan árinnar og,
fjarðarins lenti í niðurskurðinum. |
Þar hafði aðeins á einum bæ orð,
ið lítils háttar vart vig sauðfjár-l
sjúkdóminn. Mönnum var því al- ^
mennt mjög sárt um förgun fjár-
ins. En undan því varð ekki vik-
izt. Snemma vetrar fóru skoðun-
armenn um bæina og þukluðu
hverja kind. Þau heimili, þar sem
veikinnar varð ekki vart, mátti
hálda eftir ánum. En sauðir og
lömb skyldu skorin niður Eitt
heimilj skarst þó úr leik. Heimili
Guðmundar Björnssonar á Teigi
Hann gerði meg tilstyrk sýslu-
manns þann samning við amts-
ráðið, að mega halda fjárstofnin-
um, ef hann ábyrgðist það, að
féð, sem átti ag skera niður og
var i hans eign, kæmi hvorki sam
gn við heimafé, sem voru ærnar,
né annag fé unz geldfénu væri
lógað, sem aðeins mátti dragast
fram á næsta haust. Við samning
þennan naut Guðmundur Björns-
son eins og áður segir nafna sínc
sýslumannsins. Og mun óhætt að
fullyrða, að Teigsbóndinn, þrát*
fyrir dug sinn og harðfylgi, hefði
aldrei þokað neinu, ef sýslu-
manns hefði ekki notið við. '
sterkur var sýslumaður enn
hárri elli, að amtsráðið gekk til
samninga. En kjörin, sem sett
voru, voru ekkert smáræði. O
mundur Björnsson varð að fram-|
selja að veði aleigu sína, því til
tryggingar, að hann stæðist þessa
raun. Ef það sannaðist á hann,
að einhver mistök yrðu, var hann1
öreigi og tugthúslimur, ef brotið
var stærra. Hann mátti þó fá na-
granna sína með sér, ef þeir undir
gengust sömu skilmála
— En það tekst honum aldrei
— sagði sjáL'ur amtmaðurinn við
sýslumann, hann gisti í
Hvammi ei% að hafa látið birtaj
Guðmundi l '-jörnssyni skilmálana ,
— Hann drepur sig, nái hann ekki i
samstöðu við næstu nágranna.j
Þeirri samstöðu nær hann aldrei.
Eg hef þær spurnir af vinfengt:
hans í sveitinni. En kjarkur er í'
karlinum, meiri kjarkur og mann
dáð en ég hélt ag byggi með ís-
lenzkum bónda. Það er eftirsjá í
slíkum náunga. En hann drepur
sig, ef hann guggnar ekki við
afarkostina.
En Guðmundur Björnsson
BJARNI ÚR FIRÐh
Stúdentinn
i Hvammi
guggnaði ekki, og drap sig ekki
heldur. Hann reyndi að fá ná-
granna sína til samstöðu meg sér.
Þeir höfðu látið líklega í fyrstu.
En er þeir vissu skilmálana,
fannst þeim áhættan svo mikil, að
allir hurfu frá. Og þeir sögðu líkt
og amtmaðurinn: — Haijn drepur
sig, fer til fjandans með allt sam-
an. — Og var engin hryggð i
rómnum, sem þann úrskurð gaf
Og er sýslumaður vissi, að Guð-
mundur ásTeigi mátti ekki vænta
neinnar liðsemdar í nágrenninu,
sagði hann við nafna sinn:
—- Treystir þú þér enn þá,
nafni minn? Það sem cr illkleift
fyrir nokkra, er einum manni of-
raun.
— Já, sýslumaður. Nú er fyrst
gaman að lifa, sagði Guðmundur
Björnsson.
Allan veturinn lét Guðmundur
son sinn Björn fylgja sauðunum
í haga og úr. Lét þá aldrei vera
eina nokkra stund. Lömbunum
gaf hann inni í sérstöku húsi við
túnjaðarinn. Slátraði hann lambi
vikulega. hafði þvi nýmeti á
borðum meira en venjulega
Eins slátraði hann mánaðarlega
nokkrum sauðum og reykti kjötið.
Bannféð þynntist því nokkuð vetr
armánuðina. Þegar snjóa leysti
um vorið, flutti hann hópinn á
beitarhúsin. Og þar var geldfjár-
ins gætt allt sumarið, önnuðust
það þrjár manneskjur: Bjöm
Guðmundsson, drengur á sextánda
ára og eiri ung stúlka, vinnukona
á Teigi. Matreiddi hún fyrir smal
ana, þvoði plögg og bætti skó.
— Þú veizt, strákur, hvað okk-
ar bíður, ef illa tekst til, sagði
Teigsbóndinn, er hann skildi við
son sinn í hjásetunni.
— Sofðu, karl. Við förum þá
báðir í tugthúsið, svaraði sonur-
inn.
Með það skildu þeir.
XLVIII.
Þetta snmar var eitt hið eril-
samasta sumar, sem Björn lifði,
og komst hann þó á áttræðisald-
ur. Aldrei gekk hann til sængur
allt sumarið. Þegar nóttin færð-
ist yfir, vakti hann einn.
Sveinninn og unga stúlkan
hvíldu sitt í hvoru rúmi í gamla
beitarhúskofanum. En Bjöm
vakti yfir hjörð sinni. Með morg
unsárinu kom pilturinn og tók
við vörzlunni. Hvarf þá Björn
heim í selið. Ekki til að sofa og
hvílast, heldur fá sér bita og
skipta uin plögg. Er hvoru tveggja
14
TÍMÍNN, fimmt'idaginn 28. júní 1902