Tíminn - 13.07.1962, Qupperneq 3

Tíminn - 13.07.1962, Qupperneq 3
50 METRA SKOTFÆRI LANDAMÆRUNUM í dag hélt indverska stjórnin skyndifund, þar sem rætt var hvað gera skyldi út af ágreiningi þeim, sem risinn er upp miill Indverja og Kín- verja, vegna indversku herstöðvarinnar í Galwan dalnum í Ladakh-héraði í Kasmír, en um 400 kínverskir hermenn um- kringdu herstöðina í gær. Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að indverska stjómin ræði nú leiðir til að tryggja varn- ir stöðvarinnar, ef Kínverjar gerðu árás á hana. i ' Síðustu fréttir frá Galwan- dalnum herma, að þar sé á- standið óbreytt frá því í gær. Báðir aðilar halda kyrru fyrir í stöðvum sínum, sem eru um 50 metra hvor frá annarri. Steingrímur Pálsson frá Páfastöðum, nú bóndi að Sökk u í Svarfaðardal; Magnús Jónsson, lögregluþjónn á Akur- eyri og Þorsteinn Jónsson (sonur Jóns frá Mýrarlóní) í einu tjaldi Norðlendinga á Þingvöllum í gær, Þorsteinn kom ríðandi norðan Kjöl, en hlnir komu með bflum. Landsmót hestamanna hefst í dag á Þingvollum Á leiðinni til Þingvalla mátti f gær sjá margt ríðandi manna á ferð, en landsmót Landssam- Réðust á landamæra verðina NTB—Oran, 12. júlí. Fréttastofan í Marokkó skýrði frá því í dag, að tií árekstra hefði komið milli marokkónskra landa- mæravarða og hermanna frá Sa- hara og Saoura. Marokkómönn- unum tókst að stökkva árásar- mönnunum á flótta. Ben Bella, varaforsætisráðherra útlagastjórnarinnar í Alsír kom í dag til Oran og fékk þar innilpg- ar móttökur, enda á hann þar í borg mestu fylgi að fagna. — Bella ók um göturnar, en á undan fóru þjóðfrelsishermenn á bifhjól um. Fólkið stóð í þéttum fylking- um á gangstéttunum og hrópaði: Lengi lifi Ben Bella. Græn-hviti fáninn blakti hvar vetna við hún og Bella bar sjálf- ur um hálsinn, borða með sömu litum. Belia stóð upp i bílnum og veifaði til mannfjöldans, en við hlið Bella var Khider, innanríkis- ráðherra. bands hestamannafélaga er nú að hefjast við Skógarhóla í Þingvallasveit. Var farið að fjölga allmikið þar eystra í gærdag, bæði að mönnum og hrossum en mikið mun þó enn ókomið. Er búizt við, að mótið verði afar fjölsótt, ekki sízt ef veður verður jafngott fram yfir helgi og verið hefur síð-: ustu dagana. í gærkvöldi seint kom á móts-j staðinn flokkur nórðlenzkra hesta-; manna, sem hafði farið ííðandi ] frá Akureyn til mótsins. Voru þeir | þrettán saman og höfðu meðferðis | 110 hesta. Flestir voru þessir menn j frá Akureyri og nærsveitum, en þó sumir lengra að t. d. var þarna i Pétur Jónsson á Egilsstöðum, en: hann hafði flutt hesta sína bílleið-! is til Akureyrar, en fór þaðan ríð-! andi suður. Blaðið átti í gær tal við nokkra ferðalangana. Létu þeir vel yfir ferðinni, sögðu að hún hefði geng- ið vel og veður hið fegursta. Þeir lögðu upp frá Akureyri sl. fimmtu dag, fóru vestur Öxnadalsheiði, en upp úr Skagafirði héldu þeir Kjal- veg milli byggða. Lögðu þeir af stað úr Skagafirði suður síðdegis á laugardag og voru komnir suður að Geysi á mánudagskvöld. Róm- uðu þeir mjög allar móttökur syðra einkum báðu þeir blaðið að flytja þakkir sínar til heimilisfólksins að Efri-Reykjum í Biskíipstungum, en þar var komið í veg fyrir þá og þeim boðið upp á kaffi. Fleiri en þessi hópur munu og hafa komið ríðandi milli lands- hluta eða vera væntanlegir, en rnargir þátttakendur í mótinu hafa flutt hesta sína bílleiðis suður. Hafa þeir flutningar yfirleitt geng- ið vel, og er ekki talið að hestarn- ir séu á nokkum hátt eftir sig eft- ir ferðalagið. í dag munu dómnefndir skoða sýningarhross, en dómar verða ekki tilkynntir fyrr en á laugar- dag. Mun þessi skoðun hefjast ár- degis og standa yfir allan daginn. Hefur dómnefnd, sem Þorkell Bjarnason hrossaræktarráðunaut- ur veitti forstöðu, en í áttu sæti auk hans þrír menn tilnefndir af L. H., áður ferðazt um landið og valið úr þáu hross, sem á sýning- Framhald á 15 síöu Vantraust á Pompidou i i Þingmenn stjórnarand- stöðuflokkanna fjögurra í Frakklandi, iögðíi í dag fram á jsingfundi van> trauststillögu á stjórn Pompidou, foréætisráð- herra, eftir að stjérnin hafði samþykkt aukafjár> veitingu til kjarnorku- stofnunarinnar á Pierre- sléttu við Rín. ! NTB—París, 12. júlí. í greinargerð me^ vantrausts- ; tillögunni segir m.a., að stjórnar- ! andstæðingar þeir, sem að van- traustinu standi, séu ekki á móti frönskum kjarnorkuiðnaði, en að ætla sér að komaiá fót sjálfstæðu varnarkerfi atómvopna, eru skýja borgir einar, segir j greinargerð- inni. Stjórnarandstöðuf]okkarnir halda því fram, að hægt sé að isamræma slefnu Bandaríkjanna í varnarmálum og stefuu frönsku •stjórnarijinar um sjálfstæðar varnir með kjarnorkuvopnum. Við hryggjumst yfir því, að' Framhald á 15. síðu. HHAaMúffiUMUll i »5,' ss^, Grunaður um Gyð- ingaofsóknir NTB—Hamborg, 12. júlí. Vestur-þýzkum manni, Wil helm Vestring, hefur verið vísað úr embætti, sem yfir- manni eins af lögreglusvæð- um Hamborgar, meðan rann sakaður er ferill hans í síð- asta stríði, en grunur leikur á, að hann hafi tekið þátt í Gyðingaofsðknum þeirra tíma. Reknir fyrir njósnir NTB—Wellington, 12. júlí. Forsætisráðh. Nýja Sjá- lands, Keith Holyoaue, skýrði frá því í dag, að tveimur starfsmönnum við sovézka sendiráðið í Well- ington, hafi verið vísag úr embætti, sökuðum um njósnir. Churchill með iungnabólgu NTB—Lundúnum, 12. júlí. Winston Churchill, sem nú liggur á sjúkrahúsi til að jafna sig eftir lærbrot, hefur nú fengið lungna- bólgu og nokkurn hita af hennar völdum. Ekki er þó talið, að um alvarieg veik- indí sé að ræða. Öfgamenn í París handfeknir NTB—París, 12. júlí. Franska lögreglan skýrði frá því í dag, ag handteknir hefðu verið 12 öfgamenn til hægri, þar á rneðal þrjár konur, sem Öll eru sökuð um samsærrsfyrirætlanir. Lögreglan segir, að ætlun öfgamannanna hafi verið, að koma á fót þjóðernislegu andspyrnuráði, sem styðja mundi OAS-samtökin í Par- ís og næsta nágrenni. Á handtökustaðnum fann lögreglan töluvert af vopn- um og sprengiefni, og var allt gert upptækt. Símtöl yfir Atlants- hafið um Telsfar NTB—Andover, 12. júlí. Ákveðið hefur verið að freista þess í nótt að af- greiða símtöl yfir Atlants- hafið, frá Evrópu til Banda- ríkjanna, með aðstoð gervi- hnattarins Telstar. Phouma boðið til Bandaríkjanna NTB—Washington, 11. júlí. — Bandaríkin hafa boðið Souvanna Phouma, prins og forsætisráðh. Laos, að heimsækja Washington f- lok þessa mánaðar. Þeir sem standa að heimboðinu eru fulltrúar bandarísku sendinefndarinnar, sem set- ið hafa Laos-ráðstefnuna í Genf. Enn sprengja Banda- ríkjamenn í Nevada NTB—Washington, 6. júlí. Bandaríkjamenn sprengdu í dag vetnissprengju 210 m. í jörðu niðri í Nevada-eyði mörkinni. — í tilkynningu frá tilraunastöðinni segir, að tilgangurinn með spreng ingunni hafi verið að ganga úr skugga um, hvort hægt myndi vera að nota vetnis sprengjur í stað venjulegs sprengjiefnis við sprenging ar í fjöllum. — Erlendir blaðamenn fengu ekki að vera viðstaddir tilraunina, og or ástæðan til þess sögð sú, að á tilraunasvæðinu fari nú fram margar atóm- vopnatilraunir. T í M I N N. föstudagurinn 13. jiilí 1962 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.