Tíminn - 13.07.1962, Síða 8

Tíminn - 13.07.1962, Síða 8
Það er tekið að bræla úti fyr- ir, þegar við komum .á Seyðis- fjörð. Skipin eru farin að tín- ast inn, einkum þó þau útlendu. Meirihlutinn, sem kominn er, er norskur. Leiðin liggur „út að bræð'slu", eins og það heit- ir á máli Seyðfirðinga, þangað, sem gamla verksmiðjan * stóð, og þar sem nú er verið að reisa þá nýju á rústum hennar. Þarna er skriðustaður, það vita all- ir Seyð'firðingar, hættustaður. Fjallið gæti átt það til einn góðan veðurdag, að renna nið- ur í sjó, ef svo mætti að orði kveða. Fyrir hefur það komið, að skriður hafa fyllt síldar- þrærnar, og ekki hefur náttúra Strandatindsins, sem gnæfir þarna yfir breytzt svo, að enn geti slíkt ekki skeð. En allt um það, þeir vísu menn, sem þess- um málum stjórna, gátu nú ekki komið auga á neinn hag- kvæmari stað, en þarna undir hæðinni í miðju skriðuhlaup- inu, og með gífurlegum nýsköp unaranda var nú hlaupið upp til handa og fóta, gamla bræðsl an rifin í smátt, og nú rís óð- um ný og voldug verksmiðja, þar sem gamla SBS þeirra Seyð firðinga áður stóð. Allt á sína sögu, og þá ekki hvað sízt sú síldarverksmiðja, Það sakar ekki að geta þess, að það sem einmitt bjargar á- standinu í vandamálum síld- veið'iflotans fyrir Austurlandi núna eru tvær verksmiðjur, sem á sínum tíma voru kallaðar „pólitísk fjárfesting", en þar er átt við Vopnafjarðar- og Norð- f j arðarverksmiðj urnar. Gulliver í Risalandi Lögreglulið Seyðisfjarðar- samanstendur af tveimur heima- mönnum, þeim Birni í Firði og Jóhanni Sveinbjörnssyni. Und- anfarin sumur hefur svo bætzt í hópinn lögreglumaður úr Reykjavík og svo mun enn verða í sumar. Þetta þriggja manna lögreglulið hefur engan lögreglubíl, og enga fanga- geymslu, en það hefur hins veg- ar síldarflotann við að eiga, þegar brælir, og allir þekkja hvað skeð getur í slíkum hópi. þar sem þúsundir sjómanna op hin ólíkustu þjóðerni blandast saman í einn hrærigraut. Við slík skilyi’ði er þriggja manna lögreglulið, sem þar á ofan hef- ur engan útbúnað, annan en sínar trékylfur, meir til að sýn- ast en hitt. Litlu breytir það, þó hægt sé að fá tvo eða þrjá heimamenn til aðstoðar, ef í harðbakkann slær. Á stað eins bara ekki einkennisbúningar lengur milli heimamanna og að- komumanna og ókunnugur sem ekkert vissi fyrir mundi ef- laust halda að í bænum byggju allt að 3000 manns, ef hann mið aði við umferðina eina í land- legu. „Þetta er eins og í Klondyke“ hér fýrr á dögum“, sagði annar gamall Seyðfirðingur, „bara gullæði, tómt gullæði“. Nú hvað er svo sem keppnin um síldina annað en gullæði, og hvað er mannlífið sjálft að miklum þræði, annað en keppni um gullið. Og hér á Seyðisfirði ætla allir sér að græða mikið, já mjög mikið. í sjálfu sér geng ur nú Seyðisfjörður í endur- nýjun lífdaganna. Gömlu Liver poolshúsin, sem höfðu sofið sleitulaust, eiginlega í nokkra áratugi, hafa nú vaknað af vær- um blundi, og nú heitir þar „Hafaldan“ ein mektar söltun- arstöð, víst sú hæsta yfir land- ið allt i fyrra. Það hefur birt yfir Seyðisfirði, og hönd at- vinnuleysis og eymdar er það- an víðs fjarri þessa stundina, sem betur fer. Gömlu aðstöðurn ar frá fyrra síldartímabilinu — Norðmannatímabilinu — eru aftur orðnar ungar, og farnar að taka þátt í lífinu, eins og hér ÞAR SEM SILDIN RÆÐUR RÍKJUM Skroppið á Seyðisfjörð, þar sem boöorö ríkisstjórnarinnar: AÖ vera nógu seinn, setur svip á lífiö. Pólitíska fjárfestingin skoöuö sem þarna er að rísa upp. Á fyrra ári tók ríkið þá ákvörðun að' kaupa Vestdalseyrina í Seyðisfirði, sem er geysimikið athafnasvæði, með það fyrir augum að reisa þar síldarverk- smiðju. Þetta var í fyrra haust Allir bjuggust við því, að þá og þegar yrði farið að hefjast handa á Vestdalseyrinni. En skammdegið leið og sól tók aft- ur að hækka á himni, og þá var það loksins síðla í janúar, sem „fjöllin tóku jóðsótt“, ríkisvald ið gerði það lýðum kunnugt að það hefð'i ekki lengur Vestdals- eyraráhuga, heldur vildi nú kaupa síldarbræðslu Seyðfirð- inga, 2500 mála verksmiðju, ryðja henni um koll og reisa aðra á lústum hennar. Meiri- hluti seyðfirzkra bæjarfulltrúa gekk svo inn á þetta boð, verk- smiðjan sem fyrir var, var rif- in upp með rótum og nú er þar eins og fyir segir að rísa upp ný verksmiðja. Því verður al- drei hnekkt, að margt er und- arlegt í kýrhöfðinu. Og nú dynja hamrar dag og nótt, blossar af logsuðutækj- um og drynur í vinnuvélum. Allt er geit til að flýta verkinu, eins og hægt er. En allt er löngu í eindaga, síldin er kom in á Austursvæðið og þegar orðinn stórkostlegur bagi aí verksmiðjuleysinu á Seyðisfirði Að vísu fundu hinir vísu ráða- menn upp á þeirri aðferð, að láta síldveiðiskipin, sem leit- uðu inn til Siglufjarðar „landa“ um borð í erlend flutningaskip. sem síðan hossast með síldina langa vegu til Norðurlandsverk- smiðja. En allt virðist þetta þó einbert kák — allt geymt fram á elleftu stund, það er eins og ekki gildi nema eitt boðorð í framkvæmdaheimi núverandi ríkisstjórnar: Að vera nógu seinn. og Siglufirði þarf að vera öfl- ugt lögreglulið, alls ekki færri en 8 eða 10 manns, með góðan lögreglubíl og trausta fanga- geymslu. Seyðisfjörður er orð- inn miðstöð síldarflotans, allt frá júlíbyrjun og til loka síldar- vertíðarinnar, og það ástand, sem er í lögreglumálum Síldar- Seyðisfjarðar er hættulegt. Blátt áfram hættulegt fyrir ör- yggi allra, sem þar búa eða dveljast. Til þess að allur sann- leikur sé sagður, og ekkert und andregið, þá mun vera í bígerð að innrétta eina þrjá fanga- klefa í kjallara Sundhallarinn- ar. En staðreyndin í málinu er sú, að 8. júlí var verk enn ekki hafið. Það lögreglulið, sem nú, staifar á Seyðisfirði hefur ekki ósvipaða erfiðleika við að stríða og Gúllíver heitinn í Risa landi forðum. „Maður sér ekki Seyðirðirtg nú frekar en á stríðs- árunum" Á stríðsárunum var Seyðis- fjörður hersetinn lengst ofan úr fjalli og langt út í sjó. Lík- lega veit enginn hve margir er- lendir hermenn höfðu þar þá setu, en nokkur þúsund voru þeir alla tíð, það er vitað. Auk þess var þá Seyðisfjörður mjög veigamikil flotahöfn fyrir Norð ur-Atlantshafsflotann, og fyrir skipalestir Bandamanna á leið til Murmansk. Þá þótti það tíð indum sæta ef innfæddur mætti innfæddum á götu. Nú er stríð ið löngu liðið, en sl. föstudags- kvöld sagði gamall og gróinn Seyð'firðingur við mig setningu. sem mér einmitt finnst einkenn andi fyrir ástandið þar í dag Hann sagði: Maður sér ekki Seyðfirðing nú frekar en á stríðsárunum. Seyðfirðingurinn hverfur í mannhafið, nú greina áður fyrr. Hús ogvJ$ðir)(. sem, var-t hefðu verið metin tu þús- unda fyrir svo sem 10 árum, éru nú verðmæti. Já, það er undar- legt mannlífið. „Þær koma blessaðar, þegar minnkar fyrir norðan" í sumar verða sjö söltunar- stöðvar á Seyðisfirði, svo búast má við að einhvern tíma verði lif í tuskunum. Þegar ég var á Seyðisfirði, föstudaginn í síð- ustu viku, var enn fátt um að- komustúikur. „Það eru þessar blessaðar stelpur, þær virðast p ekki hafa lyst á Seyðisfirði, þessa stundina, en þær koma blessaðar, þegar minnkar fyrir norðan, varð einum síldarsalt- andanum að orð'i, þegar við fór- um að spjalla um sumarið. 1 fyrra var staðið við söltunar- bjóðin á Seyðisfiiði, sólarhring inn út, þegar mesrt var, og það- an fór margur með laglega híru. Bíó og brennivín Til Seyðisfjarðar koma þús- undir aðkomusjómanna, meðan síldarvertíðin stendur sem hæst. Sjómaður í höfn þráir gjarnan að.labba eitthvað lengra upp í bæinn, en á bryggjuna. Sjó- maðurinn á Seyðisfirði ranglar upp í bæinn, en hvert? Brenni- vínsbúð er í nágrenni hafnar- innar, máske liggur leiðin þang að. Nokkru innar er norska sjómannaheimilið. stofnun ó- líkrar tegundar, en alltof lítil til að geta veitt öllum þeim ara grúa, sem þarna er á ferðinni þjónustu. Enn innar í bænum er svo Herðubreið, myndarlegt samkomuhús. Þar stendur bíó rekstur í blóma yfir sumarið allt upp í fjórar sýningar á dag — 4 — 7 — 9 og 11 bíó. (Framhald á 6. síðu) FRÉTTABRÉFI STRðNDUM BÆ, 22. júní 1962. Veturinn lagðist að með stórhrið 22. og 23. nóvember. Upp frá því hélzt nær stöðug ótíð fram í miðjan apríl. Þá hlýnaði vel og leysti allan snjó og klaka svo snjór sást ekki, nema smáskafiar í fjöllum. í janúar og febrúar var mjög breytileg veðrátta. Skipt- ust á blotar og frost. Voru mörg veður í lofti marga dagana. — Hleypti þá í óvenjulega rnikil svell á túnum og láglendi. f þíð- viðrunum í apríl leysti upp með hagstæðum hætti og voru menn að vona að það nægði til þess að forða túnunum frá kali. — Skepn- ur (sauðfé) komu á hús víðast hvar í hretinu í nóvember og máttu heita á fullri gjöf upp frá því til sumarmála, eða jafnvel fram yfir sauðburð hjá flestum. Gengu hey því til þurrðar hjá sumum bændum, en aðrir áttu næg hey og miðluðu þeim sem • uppiskroppa urðu. Hey var því ekki flutt að svo teljandi væri. Skepnur voru undantekningalítið vel framgengnar. Mikið var gefið af fóðurbæti í vor, enda kappkosta bændur að ala fé sitt vel fyrir og um burð og féð ber alls staðar á húsi. Sauðburður Sauðburður gekk yfirleitt vel, þó á einstaka bæjum hafi nokkur lömb farizt af ýmsum orsökum. Margir Inarta um of litla frjósemi ánna. Telja arðinn lítinn af vel fóðruðum ám, ef meirihluti þeirra skilar ekki tveim lömbum. Einstaka bændur hafa reynt hormóna til frjósemisauka, en það hefur ekki gefið góða raun. Virðist þeim, sem lyf þau, sem notuð voru í þessu skyni í fyrra og nú, ekki gefa jafngóða raun og áður. Tún kalin Tún eru hér víða mjög illa farin af kali og mjög alvarlegar horfur með heyfeng þess vegna. Við þetta bætist svo að nú í nær tvær vikur hefur verið afar kalt í veðri, hiti aðeins ofan við frost- mark (2—4 gr.). f fyrri viku (12.—16. júní) snjóaði svo, að snjór lá niður að sjó og inn til fjalla suma dagana. Hélzt þessi brunakuldi enn og engin umskipti sjáanleg. í gær, sjálfan sól- stöðudaginn, gekk á með hraglanda og festi snjó í fjöllum. — Útlit um grassprettu er því mjög ískyggilegt verði ekki snögg umskipti í veðri til batnaðar. En hvað sem um það verður getur ekki hjá því farið að spretta á túnum verði mjög rýr og sláttur hefjist seint. Horfa menn fram á örðugleika af þessum sökum, ekki sízt þegar það bætist við, að hey voru víðast uppgengin í vor svo ekki verður á fyrningar sett. Svo sem venjulega eru bændur með nokkrar jarðabætur og eru þær tilbúnar undir sáningu. En þegar til skyldi taka var gras- fræ ekki til og sagt er að það sé ekki til í landinu. Standa bændur því með sáðlönd sín ósáð og þykir súrt í broti. Mikið um refi Talsvert hefur verið um refi hér í vor og nokkur refagreni unn- inn. Ekki hefur tófan gert mikinn usla í Iömbunum svo vitað sé, en nokkur lömb hafa fundizt í bælum þeirra. Nú nýlega voru tveir menn á ferð með dráttarvél eftir alfaraleið. Hafði annar þeirra með- ferðis nýkeyptan riffil. Rákust þeir þá á ref með fullan kjaft- inn af æðarungum. Skaut þá sá sem riffilinn átti á rebba af nokk- uð löngu færi. Skotið hitti ekki, en rebbi varð svo skelkaður, að hann sleppti feng sínum. Reyndist hann hafa verið með 8 unga í kjaftinum. Þótti það hafa verið ærinn fengur í einni ferð, cf tekizt hefði að koma honum heim í búið. Slapp rebbi þar með óskaddaður, en þykir líklegt að hann hafi fljótlega bætt upp skaða sinn. Minkar í vetur varð vart við mink hér um slóðir og óttuðust menn að hann mundi vitja í varplöndin, þegar fuglinn væri setztur þar að. Þetta hefur þó ekki orðið og minks hvergi vart í vor. Krían Krian kom hér óvenjulega seint í vor, eða ekki fyrr en um 20. maí. Virðist vera mjög lítið um hana og það merkilegasta er að hún hefur ekki orpið á þessu vori, svo að lieitið geti. f Ámes- eyju hefur ávallt verið mikið kríuvarp. Varpeigendur segja, að nú liafi ekki sézt nema nokkrir tugir kríueggja. Þykir nú orðið sýnt að varp hennar verði ekkert á þessu vori. Ag sjálfsögðu vita menn ekki livað þessu veldur, en getgátur liafa komið fram urn að hún hafi lent í geislavirku lofti á leið sinni um Ioftin blá. Guðm. P. Valg. 8 T í M I N N, föstudagurinn 13. júlí 1962

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.