Tíminn - 13.07.1962, Page 9

Tíminn - 13.07.1962, Page 9
HEIMSSÝNINGIN Seattle, 17. júní. Loksins birtist áfangastað- urinn, Seattle, eftir 24 klst. keyrslu frá San Fransiskó. Far þegarnir í bílnum glenna upp skjáina, því að margt nýstár- legt ber fyrir augu. Enda þótt flestar stórborgir séu mjög á- líka úr fjarlægð, hefur Seattle eitthvað .sérstakt við sig. í út- hverfum borgarinn^r hafa að- setur sín mörg heimsfræg stór fyrirtæki. Meðal annars má þar sjá Boeing-flugvélaverk- smiðjurnar og fleiri fyrirtæki þeim lík. þegar geimnálin (Spade Needle) birtist svo í allri sinni dýrð, ráku farþegar upp fagn- aðar- og undrunaróp. Geirrinál þessi gnæfir yfir öllum öðrum byggingum, enda er hún hvorki meira né minna en tæpir 200 metrar á hæð. Er þessj geim- nál helzta einkenni þessarar sýningar, og eru litlar eftirlik- ingar hennar seldar sem minja gripir í stórum stíl. Fyrsta verk mitt, er til Se- attle kom, var að fá mér her- bergi. Gekk það mun betur en ég hafði gert ráð fyrir. Hefur Seattle-búum greinilega tekizt að greiða úr húsnæðisvandræð- vun þeim, sem ávallt fylgja heimssýningum sem þessum, því að flest hótel höfðu her- bergi laus til næturgistingar Verðið var aftur á móti ekki skorið við nögl, þar eð ekki var óalgengt, að herbergi fyrir einn kostaði allt að 10 dollur- um fyrir nóttina. Ég var heppinn og náði i au sæmilegt herbergi í miðbæn- um, ekki langt frá heimssýn- ingunni sjálfri. Er ég hafði komið mér fyrir, hélt ég ti! sýningarinnar. Úr miðbænum tók ég farar tæki nokkuð, er „Monorajl“ eða „einteinungur" er kallað Er það ekki ósvipað járnbraut að útliti við fyrstu sýn, en þeg ar lagt er af stað, finnst mis munurinn. Líður þetta farar tæki áfram svo til hljóðlau og er það nokkujj frábrugði? ískri og hávaða þeim, er venjulegar járnbrautarlestir gefa frá sér, öllum til ama. Ein teinungur þessi rennur eftir eins konar ási, og verða menn lítið varir við hristing. Hrað inn kemst upp í um 100 km. á klst. og tekur um 1% mín. að komast út á sýningarsvæðið frá endastöðinni í miðborg- inni. Heimssýningin sjálf er svo staðsett um tvo kílómetra frá miðborginni, því að ætlunin ag byggingar þær, sem reist ar hafa verið, muni mynda nýja menningarmiðstöð Se- attle-borgar. Fyrst út í fram- tíð bygginganna er komið, er ekki úr vegi að rekja uppruna þessarar sýningar að nokkru. Fyrir um það bil 10 ár- um, komu íbúar Seattle sér saman um að reisa ný menn- ingarmiðsvæði, þ.e. nýja óperu, leikhús, listasafn o.s.frv. Þeg- ar menn sáu hve vel var í þetta tekið, var ákveðið að gera þetta sem bezt úr garði, úr því að á annað borð var í þetta lagt. Kom þá fram sú hugmynd að hafa um leið Vest urstrandarsýningu, sem yrði eins konar minningarsýning um sýningu af því tagi, sem haldin var 1909. Stórhuga framkvæmdamenn borgarinnar létu sig þó dreyma um enn hærra takmark og sóttu um leyfi til að halda heimssýn- 1960 og var þá tekið til ó- ingu. Það leyfi fékkst loks spllllrá ináiarina við fram- kvæmdir. Seattleborg byggði sjálf óperu, leikhús, listasafn og minna íþróttahúsið (Arena) ásamt fleiri byggingum, Was- hington-ríki byggði aftur á móti íþróttahöll hina meiri (Coliseum), sem rúma mun um 18.000 áhorfendur, og verður hún seld borginni að sýningu lokinni. Bandaríkjastjórn lét svo byggja Vísindahöllina og aðrar byggingar voru reistar af ýmsum aðilum. Heimssýning þessi er helguð framtíðinni og þá helzt 21. öldinni. Er mönnum gefinn kostur á að kynnast ýmsu, sem koma skal f nánustu framtíð, og hugmyndir gefnar um, hvernig líf manna á eftir að breytast og aðlagas't bættri tækni í einu og öllu. Er inn á sjálft sýningar- svæðið er komið, blasa við byggi'ngar af alls konar lögun og myndum, og er ekki erfitt að. gera sér grein fyrir, hví- lík óskapa vinna liggur á bak við þessar furðusmíðar nútíma byggingameistara. Svæði þetta var að mestu byggt upp á tveimur árum, og kostnaður er mikill. Ekki hafa þó for- ráðamenn sýningarinnar látið kostnaðarhliðina há sér of mikið, því ag til alls er vand- að, og beztu og færustu ein- staklingar hafa hér lagt hönd á plóginn. Frægustu húsateikn- arar heims, ásamt sveitum valinkunnra aðstoðarmanna, hafa teiknað og stjórnað bygg- ingum þessarar heimssýnipgar. Ekki má heldur gleyma því, að hingað liggur látlaus straum ur af dýrasta listafólki ver- aldar, og mætti gera rág fyrir, að Benny Goodman, Nat „King“ Cole, Van Cliburn og fleiri þeirra líkar, láti sér ekki nægja 25 kr. á tímann. Hin hinna hraðfara „einteinungslesta" (Monorail train), fer milli borgarinnar og sýningarsvæðisins, 1,2 enskar mílur, á aðeins 95 sekúndum. Dregur þetta ekki úr kostnaði, en þrátt fyrir allan þennan kostnað, sem alls ekki er svo lítill, eru forráðamenn sýnjng- arinnar bjartsýnir á, að tekjur af sýningunni verði hærri en kostnaðarhliðin. f byrjun sýningarinnar í vor var áætlað, að 7Vi .milljón manna þyrftu að koma og sjá sýninguna, til þess að enginn halli yrði. Um miðjan júní voru sýningargestij- orðnir um 7. grein 3 milljónir og var það meir en áætlað var, svo að allar líkur benda til þess, að allt að 10 milljónum manna eigi eftir að sjá sýninguna, áður en henni lýkur 21. október. Mun hún þá hafa staðið yfir í 6 mán- uði, en hún var opnuð 21. apríl síðastliðinn. Meðalaðsókn er um 55 þús. manns á dag, en hefur farið upp í 70 þús. á góðviðrisdög- um. Hafa sýningargestir komið frá öllum þjóðum víðs vegar um heim og þykir ekki tíðind- um sæta lengur, þótt hér sjá- ist stinga saman nefjum Hott- intotti frá Afríku og Eskimói frá Grænlandi (ekki íslandi eins og flestir Bandarikjamenn virðast halda). Sýningarsvæðinu er skipt j fimm .,heima“, ef svo mætti segja. Eru þeir: 1. Heimur vísinda, 2. Heimur 21. ald- ar, 3. Heimur verzlunar og iðn aðar. (Skiptist hann svo í tvennt, bandarískan og erlend- an), 4. Heimur lista og 5. Heimur skemmtana. Verður þessum heimum nán- ar lýst í næstu greinum. PÁLL EBRÍKSSON: Séð yfir Seattleborg. Geimnálin feygir sig til himins. T í M I N N, föstudagurinn 13. júlí 1962 ð

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.