Tíminn - 27.07.1962, Side 8
/
BRÝN NAUÐ-
SYN AÐ KOMA
SKIPULAGI Á
ÚTGÁFU VÍS-
INDARITA í
HEIMINUM -
HÁUM VERÐ-
LAUNUM HEIT-
IÐFYRIRLAUSN
VANDANS!
i I ÉÉK
|| ||
MM
jjÉÉ
&s§ s
Vísindamenn al drukkna
í vísindaritum sínum
„Þaðer
síld frá
Papey
að
Langa-
nesi”
— segír Þorsteinn
Gíslason, skipstjóri á
Guðrúnu Þorkelsdóttur
Þegar fréttamaður Tím-
ans skrapp með Guðrúnu
Þorkelsdóttur á síldveiðar í
Reyðarf jörðinn fyrir
skömmu, notaði hann tæki-
færið á innsiglingunni og
spjallaði við Þorstein
Gíslason, skipstjóra. Auk
þess að vera skipstjóri er
Þorsteinn líka kennari við
Þér hafið auðvitað komizt yfir
að lesa allt það í blaðinu yðar s.l.
viku, er yður langaði til. Og þér
hafið vafalaust haft tíma til að
glugga í allar þær bækur, er þér
heyrðuð auglýstar og yður langaði
til að kynnast nokkuð. Nú og
sömuleiðis hafið þér að sjálfsögðu
lesið spjaldanna á milli öll hugs-
anleg tímarit a.m.k. þau, sem þér
erum áskrifandi að. Eða hvað?
Þér höfðuð engan tíma til þess
arna? Það er gamla sagan. Það
liggur við, að við séum farin að
fá samvizkubit yfir öllum þeim
ósköpum, sem við höfum engan
tíma til að lesa.
Nú skuluð þér ekki fara að
halda, lesandi góður, að ætlunin
sé hér, að leysa vandræði yðar.
við getum aftur á móti huggað
yður með því, að þeir eru til, sem
hafa það miklu bágara í þessum
efnum en þér s.s. vísindamenn-
imir. Það er nefnilega svo komið
fyrir þeim, að þeir eru blátt á-
fram að drukkna í öllum þeim
grúa greina, tímarita og bóka,
sem þeir ekki aðeins vildu lesa
heldur þurfa að* lesa. Þetta er
miklð farg á visindamönnunum
og eilíft samvizkubit og ekki sízt
stöðug heilabrot út af því, hvern
ig þeir geti náð í öll /vísindaskrif
in hvað sem svo annars líður tím
anum til þess að lesa þau.
Starfsemi vísindanna er orðin
mjög umfangsmikil og sú hætta,
sem nú er ískyggilegust liggur
í því, að svo getur farið, að allt
eðlilegt samband og samhengi
rofni. Því það er nú einu sinni
svo, að því viðfeðmari sem ein-
hver starfsemi er, því erfiðara er
að láta alla þræði koma saman.
Vísindalegar niðurstöður eru orðn
ar sem straumþung elfur og það
ei^ ekki lengur aðalvandi vísinda-
mannanna að fá fram einhverja,
niðurstöður heldur að halda þeim
saman.
Þetta er mjög alvarlegt vanda-
mál, og finnist ekki á því 'einhver
lausn, er sú hætta yfirvofandi, að
menn beinlínis drukkni í flóðinu
og að auki verði starfsemi þeirra
ekki eins árangursrik og ella
myndi. Á síðasta ári munu hafa
birzt sem næst 1.250.000 vísinda-
legar greinar, stórar og smáar, en
þær innihalda ekki allar nýjan
fróðleik heldur gamlan, sem gerð
ur skal aðgengilegri.
Við skulum annars taka ein-
hver dæmi s.s, efnafræðingana.
Stórt efnafræðirit Chemical
Abstracts, sem birtir útdrátt úr
flestum efnafræðiritgerðum, kom
út 3svar á ári 1930 og mátti finna
í því 32.000 greinar. Nú eru sam
svarandi tölur: 7 bindi á ári með
150.000 greinum. Auðvitað kemst
enginn efnafræðingur yfir að lesa
öll þessi ósköp og það gerir kann
ske mi; i=t til, því þeir hafa svo
sem ekki gagn af nema broti af
þessu öllu. Hitt er efnafræðing-
unum áreiðanlega miklu meira á-
hyggjuefni, að þeir komast ekki
yfir að lesa það, sem þeir þó nauð
synlega þyrftu.
Fyrir einni og hálfri öld gat
vísindamaðurinn fylgzt með á
mörgum sviðum ná.ttúruvísind-
anna — og hann gerði það. Sam-
kvæmt upplýsingum UNESCO
voru gefin út u.þ.b. 100 vísinda-
leg tímarit um aldamótin 1800 —
í dag hefur þessi tala þúsundfald
ast. Það hafa svo sannarlega ekki
allir rúm fyrir slík ósköp.
En auðvitað er það svo, að nú-
tíma vísindamaður hefur markað
sér sitt sérsvið og það, sem hon-
um ber að lesa er aðeins brot af
öllu því, sem birtist í 100 þús.
vísindatímaritum á ári hverju. En
það sýnir sig hins vegar að vís-
indamaðurinn verður brátt anzi
aðkrepptur, ef hann víkur ekk-
ert út fyrir sitt svið. Örvandi á-
hrif koma oft utan hans eigin
sviðs. Og vísindamaðurinn verður
að fylgjast vel með á tæknisvið-
inu. Það gera margs konar tækj,
sem stöðugt er verið að finna upp
eða betrumbæta og honum eru
nauðsynleg til betri árangurs eða
yfirleitt nokkurs árangurs í sínu
starfi.
Sitthvað fleira verður uppi á
teningnum. Það er t.d. erfitt að
fletta upþ í öllum þessum ritum
til þess t.d. að ganga úr skugga
um, hvort eitthvað það, er menn
telja sig hafa fundið upp, er ekki
þegar fyrir hendi. Menn hafa sagt
í gamni, að uppflettingin geti
stundum verið erfiðari en upp-
finningin. Og það er hreint ekk-
ert einsdæmi, að menn átti sig á
því, að „uppfiniHnBýfUfeeltfa; er;
annars. Þetta skeði-i t.dm .fyrir.
60 árum, þegar þrír líffræðingar
töldu sig hafa fundið erfðalög-
mál, sem austurríski munkurinn
Gregor Mendel hafði þá uppgötv
að 35 árum fyrr.
Allt það, sem hér er nefnt hef-
ur leitt til þess, að miðstöð
franskrar vísindastarfsemi hefur
séð sig knúna til að bjóða há verð
laun þeim manni, er gæti fundið
einhverja lausn á vandanum og
komið skipan á alla vísindalega
útgáfustarfsemi. Segja má, að
menn séu farnir að hyggja að því
sama í Bandaríkjunum.
Eitt af því, sem menn hafa lá.tið
sér detta í hug er' það, að hver
vísindamaður fái sitt vísindarit.
Gömlu vísindaritin skulu hverfa
en ritgerðir hvers einstaklings
gefnar út sér í staðinn. Sérstök
stofnun í hverju landi skal sjá
um þetta og gefa af og til út skrá
yfir ritgerðir hvers vísindamanns.
Þetta telja menn að gæti tak- í
markað nokkuð greinaflóðið. Það
er nefnilega nokkur tilhneiging
hjá vísindamönnunum að skrifa
of mikið. Því það er nú svo, að
vísindamaðurinn er ekki alveg
eins og við sjáum hann í skáld-
sögum og kvikmyndum, hæglátur
maður á sinni vinnustofu og hæfi-
lega viðutan. Hann er einnig
ósköp venjulegur maður, er vill
vinna sér nafn. Slíkt getur auð-
vitað stundum orðið honum nauð-
synleg hjálp og sums staðar virð-
ast hæfileikar manna nokkuð
metnir eftir því, hversu miklu
þeir koma frá sér af ritgerðum
Meðal vísindamanna er til orð-
tækið: Að skrifa eða deyja —
og talar það nokkuð sínu máli.
En afleiðingin verður hins vagar
ekki ósjaldan sú, að ógrynni af
hálfgerðri þynnku eru látin á
brykk út ganga.
Og sem dæmi um óþarfa prent-
svertueyðslu má nefna, að sumir
Stýrimannaskólann. Und-
vísindamenn láta prenta smá frá-
sagnir af einhverri athugun sinnij!
(kannske til þess að verða örugg-P
lega fyrstir) og birta svo hið samal
undir hinum og þessum titlumi
í mörgum tímaritum. Menn álíta,l
að þetta myndi breytast með til-S
komu sérstaks rits fyrir hverni
vísindamann. Þetta yrði og að-w
gengilegra. Hjá visindastofnunumS
í hverju landi gætu menn fengiðffl
yfirlit um verk hvers manns ogi
fundið þau jafnan í einum stað. «
En eitt vandamálið er þó áfram
óleyst. Það er spursmálið um tím
ann, því þótt ritgerðunum gæti
fækkað verulega og léttara yrði að
fletta upp í heimildunum þá
myndi þó auðvitað mikið magn
koma á prent. Það yrði áfram
svo, að enginn timi væri til þess
að komast yfir allt, sem menn
vildu. En þetta vandamál verður
hver og einn að leysa fyrir sig.
Síðasta spurningin, sem við
skulum velta fyrir okkur er sú,
hversu fara eigi að því að geyma
öll ósköpin á bókasöfnum og
koma svo fyrir, að aðgengilegt
sé og fljótt að finna þetta eða
hitt tímaritið. Hér er á ferðinni
nokkuð vandamál, en ekki hið erf
iðasta. Hér mun sjálfvirk tækni
koma til hjálpar. Sjálfvirk bóka-
söfn eru nefnilega skammt und-
an. Þér komið bara og Ieggið
fram ósk yðar um, hvað þér vilj-
ið fá og eftir skamma stund renn
ur í hendurnar á yður Ijósmynd-
að afrit af því, er þér voruð að
enda við að biðja um. Ómannleg-
ur heili hefur verið settur í leit
í bókasafninu eftir ákveðinni for-1
múlu, og sjá . . . .
Hér eru sem sagt mörg vanda
mál, sum leysanleg, önnur tor
leyst. En þau kalla öll á skjót við
brögð. Vísindamaðurinn er að
drukkna. Hann situr nú á bökkum
greinafljótsins og hugsar hvað
hann getur gert til þess að það
brjótist ekki út yfir bakka sína
og hrífi hann með. Honum er sem
sagt lífsspursmál að leysa þetta
vandamál. Eg vii benda yður á,
að ef þér getið hjálpað, þá er
heitið 10.000 íranka verðlaunum
þarna suður í París.
anfarin ár hefur hann vakiS
athygli, sem aflamaður,
fyrst sem skipstjóri á Jóni
Kjartanssyni og síSan á
GuSrúnu Þorkelsdóttur,
alltaf í fremstu báta röS og
aflakóngur sumariS 1960.
— Er nokkur munur á hegð-
un síldarinnar nú í sumar frá
því, sem verið hefur undan-
farin ár?
— Nei, það virðist bara meiri
síld hérna fyrir Austurland-
inu, en verið hefur, Það virð-
ist vera síld frá Papey að Langa
nesi. Það er mikið af síld á
þessu svæði, bæði djúpt og
grunnt.
— Ertu þeirrar skoðunar að
sú síldargengd sé ný tilkomin
á þesrsu svæði?
— Mitt álit er það, að það séu
árvissar göngur. Svo eru það
náttúrlega tækin. sem valda
því að hægt er að finna síldina,
þegar hún ekki veður.
— Heldurðu þá ekki að til-
koma þessarar góðu tækja komi
til með að fyrirbyggja algjör
aflaleysissumur? -
— Jú, það held ég.
Aðsta9a flotans vi3
ftustfiríi
— Hvað viltu segja um að-
stöðu síldveiðiflotans hér við
Austfirði?
— Ja. það er greinilegt að
vinda verður bráðan bug að
því að gjörbreyta henni. Hún
er mjög léleg. sérstaklega þó
bræðsluaðstaðan.
— Nú virðast hins vegar ýms
ir vera þeirrar skoðunar að
það sé þjóðhagslega réttasra
að flytja síldina með skipum
norður en byggja verksmiðjur
hér eystra Hvað finnst þér um
bað?
— Á meðan við fáum ekki
meiri afsetningarmöguleika í
skip. þá er þetta alrangt. Það
getur vel verið að þessir rrtenn
hafi rétt fyrir sér, en ef við
lítum aftur í tímann, þá hefur
sildin alltaf gengið hér upp að
Austurlandinu og mín skoðun
er sú meðan hún gengur hér
8
T í M I N N, föstudagurinn 27. júlí 1362. —
(