Tíminn - 27.07.1962, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.07.1962, Blaðsíða 14
 Og hún notaði myndavélina sína óspart, þegar hún reikaði, um hverfi innfæddra. Hún fylgdist með því, þegar konurnar fléttuðu margs konar fallegar körfur og fékk eina til að kenna sér þessa iðju. Hún fléttaði tvær í ótelj- andi litum eftir ráðum konunnar og ætlaði ag taka þær meg sér heim. Hún dáðist að haglega gerð um tréskurðarmyndum, armbönd- um og keðjum úr gulli og hún keypti fegurstu blóm, sem hún bafði á ævi sinni séð og fylltj her- bergið sitt með þeim. Fáir bílar voru á Santa Felice. Það voru fæstir, sem höfðu ráð á að eiga slíkan farkost, og auk þess voru vegirnir utan við borg- ina svo slæmir, að bílar áttu í mestu brösum að komast eftir þeim. En þetta hafði þann kost, að það var nokkurn veginn hættu- laust að reika um allar götumar í bænum, sem ætíð var náma af alls kyns skrautlega klæddu fólki og kátum börnum. Flestar inn- fæddu konurnar voru fallegar og grannar, en þeim hætti til að fitna meir en góðu hófi gegndi með aldrinum. Karlmennirnir voru yfirleitt glæsilegir og sterk- legir, hörundið ýmist svart eða kaffibrúnt. En þó heilluðu börn- in, sem léku sér hálfnakin, hvar sem farið var, hana mest. Ailir voru vingjarnlegir og brosandi, og alltaf var Mario við hlið hennar, reiðubúinn að útskýra fyrir henni allt, sem hana fýsti að vita, halda yfir henni langa fyrirlestra um sögu eyjarinnar og merka staði Hann var skemmtilegur og glað vær og aldrei fór hinn yfir tak- mörkin í kumpánskapnum. Elen- or var þvj mjög fegin. að hafa valið hann sem b.íón sinn úr öll- um hópnum. hún hafði alveg gleymt því, að það var Mario, sem mjög ákveðið hafði útnefnt sig sem þræl hennar. En allan tímann, hvar, sem hún fór, hafði hún á tilfinningunni, að fylgzt væri með ferðum hennar. en þar sem hún aðhafðist ekkert tor- tryggilegt, hafði hótelstjórinn ekk ert sérstakt ag segja, þegar hann hvert hvöld hrjngdi upp f forseta- höllina. Fjórða daginn kom hann, eld- rauður af geðshræringu, út á ver öndina, þar sem Elenor sat og talaði við hr. Robertson. — Hvað viljig þér? spurðj hr. Robertson stuttaralega. Gistihúseigandinn hneigði sig djúpt. — Skilaboð til yðar, senorita. Frá forsetahöllinni. Yðu- er sýnd ur stórkostlegur heiður. Hans há- tign, forsetinn, óskar eftir að sjá yður klukkan ellefu stundvíslega. Og hótelstjórinn hneigði sig aft ur. Elenor fannst sem köld hönd læsti sig um hjarta hennar, Hún hrukkaði ennið og tókst að leyna skelfjngu sinni bak við undrunar- svip. Hr. Robertson horfði hissa og spyrjandi á hana —r Ó'Skar forsetinn að hitta MIG? En hvers vesna? Þetta hlýt- ur þó að vera ákaflega óveniulegt — ég á við. ég er bara venjuleg- ur skemmtiferðamaður í leyfi og ég hef ekki verið hér nema fáa daga Eruð þér viss ara. a* yður ha-fi ekki misheyrzt? Hóte'st.iórinn hristi höfuðið — Skilaboðin áttu við senoritu Penny. Það hlýtur að vera þér Hann yppti öxlum — Þér verðig að fara Yður er sýndur mikill sómi, sem fáir verða aðnjótandi að fá að hitt.a hans há- tign, forsetann — Er hinum boðið með'? — Nei, senorita. Hún varg vör við, að ým"ur þeirra, sem næstir sátu. ho-fðu forvitnislega á hana. og hún beit á vör sér. Hún hafði aldrei rejkn að með heimboði frá Don Manuel, og víst gerðj það hana nokkuð tortryggilega i augum hinna Þau hlutu að minnsta kosti ag ígrunda. hvers vegna hún væri sú útvalda. en ekkert skeytt um að bjóða hin- um. — Eg skil þetta ekki. Eruð þér alveg viss um, að hr. Roberfson g vmi hans hafi ekki ver.ð boðið líka? Þau komu með mér inngað. H Robert on hló háit smit- andi hlátn, sem oft hafði fengið Elenor til að hlæ.ia með En núna brosti hún ekki efnu sinni - Ef þafi er ekki voðalegur glæpur að segja það. tísti í hon- um, þá er ég feginn mér er ■'kki boðið með. — En þér eruð þó varLs hrædd ir við forsetann? hrópaði Elenor ! og reyndi að leyna því, að hún var sjálf óttaslegin _ Jæja, ég býst við að ég verði að fara. Þetta hlýtur að iafngild i konunglegri tilskipun Rose var kornin að borðinu, bún og El.enor höfðu vingazt vel ■ipp á síðkastið. — Ertu viss um, að það sé ör- uggt að þú farir ein? hvíslaði bún lágt, — Eg hef ekki gert neitt af mér, sagði Elenor utan við sig og hjartað ba-rðist í brjóst. hennar. — Og ég fer ekki ein Mario verð ur að korna með mér — En senorjta, ég er ekki þess verður, ég er fátækur maður, ég get ómöguiega gengið mn i höli forsetans byrjað' hann andmæl- andi _ Þú kemur með mér, sagði hún hvasst. — Og ekki meira að tala um það. Það er betra að hafa Mario með en fara alein. hugsaði hún með sér. — Eg or ekk. að rífast, seno- “ita, en — Uss, forsetinn kemur ekki til með að veita þé- nokkra at- hygli. sagði Terry bughreystandi Hann var einnig kominn tii þeirra — Hann tekur skki einu sinni eftir að þú ert með. ef þú bara gætir þes-s að þegja. — Nei, ég vona sannarlega ekki, sagði Mario hálfvegis við 12 sjálfan sig, þegar, hann fylgdist á eftir Elenor, Hún hraðaði sér upp á herbergi itt til að skipta um föt, og þega-r hún kom njður aftur, stóð afgam- ail bílskrjóður — sennilega sá einj á Santa Felice — fyrir fram- an hótelið og Mario var setztur við hlið bílstjórans. Elenor sett- ist j aftursætið, hún braut heil- ann ákaft um, hvað hún ætti að segja við hans hátign. Hún hafði hugboð um, að hann myndi fljót- lega nefna nafn föður hennar. Og hún vissi ekki, hvað hún átti að segja. En hún vissi, að erfið stund var framundan og hún varð að íhuga hvert orð, sem út af henn ar munni gengi. 4 KAFLI. Það var stóreygð, ung stúlka, sem steig út úr bílskriflinu, þeg- ar það nam staðar fyrir framan breiðar tröppurnar, sem lágu upp ag húsi forsetans. Mario leit snöggt á hana, svo rétti hann úr sér. Fyrst senoritan hans gat virzt svona óttalaus, þá hlaut hann að geta það líka. og hann gekk virðu lega á eftir henni 'upp tröppurn- ar. Hún horfði full a-ðdáunar á blómaskrúðið og marmarastytturn ar í garðinum Allt þetta fékk hana til að minnast safna, scm hún hafði skoðað heima í Eng- landi. Hér — eins og á hótelinu — var greinilegt, að allt hafði séð betri daga. Don Manuel horfði forviða á grönnu, lágvöxnu _stúlkuna, sem kom móts vig hann, þegar dyr- um hafði verið lokið upp og þjónn tilkynnt komu senoritu Penny. Hann hafði ekki búizt við ljós- hærðri stúlku, því að Harold Penny var hávaxinn, þrekinn og dökkhærður maður. Hann horfði með illa dulinni aðdáun á skín- 117 tillits til breyttra hernaðarlegra skilyrða. Því næst varð ég að útskýra ná kvæmlega stefnu okkar í Miðjarð arhafsmálum til þess að sanna til- gang hennar, sem þeir hafa aldrei skilið til fulls og loks varð ég að tína fram óteljandi sannanir til að gera þeim ljóst hið nána sam- band milli hernaðaraðgerða yfir sundið og á Ítalíu. Að síðustu held ég að orð mín hafi haft einhver áhrif á Marshall . . . Við Lukum ráðstefnunni klukkan 5,30 e. h„ sem þá hafði staðið yfir í þrjár klukkustundir. Fréttima-r um friðarumleitanir ítala höfðu borizt á mjög viðburða ríkum tíma. Um daginn hertók sjö undi her Pattons Messina og um nóttina tóku Þjóðverjar að streyma til baka yfir snndið. Að kvöldi hins 17. ágúst höfðu Banda menn náð allri Sikiley á sitt vald. Hernám eyjarinnar hafði aðeins tekið þrjátíu og átta daga og á þeim tíma höfðu næstum 250000 óvinahermenn fallið. Bretar og Bandarí'kjamenn höfðu aðeins misst 31000 menn. Sama dag, þriðjudaginn 17. ágúst, kom Roosevelt forseti til Quebec, ásamt utanríkisráðherr- um Bretlands og Bandaríkjanna. Sama dag barst^ líka staðfesting á friðarboðum ítala frá brezka sendiherranum í Lisbon, en þang að hafði Cartellano hershöfðingi komið frá Róm, til þess að biðja um leynilega og tafarlausa áheyrn hjá sendiherranum. Og hann var ekki aðems að biðja um frið, held ur einnig að leita leyfis fyrir land sitt að ganga í lið með Vestur- veldunum. Sjö vikur voru liðnar síðan ftalir höfðu bylt ejnvalda sínum frá völdum. Stjórnmálaleið- togar Bandarxkjanna og Stóra- Bretlands höfðu krafizt skilyrðis- lausrar uppgjafar og svo uppgefin var ítalía á stríðinu, að jafnvel það hefði ekki fælt stjórn henn- ar frá að semja frið, ef Bretar og Ameríkumenn hefðu getað sett her á land og hrakig Þjóðverja í burtu. En enda þótt hinir síðar- nefndu hefðu nú ekki lengur fjöl- mennan eða öflugan her á skagan- um og þótt öll hin 1-anga strand- lengja hans væri opin og óvarin fyrir árásum af hafi, þá skorti Bandamenn árásarskip til slíkrar landtöku og þeir gátu ekki fylgt sigrum sínum eftir. Afleiðingin varð því sú, að Ítalía hélt áfram að vera aðili í stríðinu og f banda lagi vig Þjóðverja. Samt voru Þjóðverjar svo hræddir við yfirvofandi aðgerðir Bandamanna á Miðjarðarhafinu, að þeir sendu til Ítalíu fyrri part- inn í ágúst svo mikið herlið og iðnfræðinga, að ítalir urðu jafnvel enn áfjáðari í að semja frið og óskuðu enn ákafar eftir komu hinna svokölluðu óvina sinna, til að bjarga þeim undan hinum svo kölluðu vinum sínum. Af þessu stafaði sendiför Cartellanos hers- höfðingja til Lisbon og hinar áköfu bænir hans til Vesturveld- anna um að senda tafarlaust her- lið til að frelsa landið. En enda þótt yfirhershöfðing- inn á Miðjarðarhafssvæðinu hefði nú heimild til að semja um upp- gjöf og innrás, þá gat her hans ekki látið til skarar skríða fyrr en eftir a. m. k. hálfan mánuð. Jafnvel þá gátu þeir aðeins farið yfir Messinasundið og lent á ■syðsta enda skagans — tvö hundr- uð mílur frá Napoli og meira en þrjú hundrnð mílur frá höfuðborg inni. Hina fyrirhuguðu landtöku við Salerno-flóann, til þess að her- nema Napoli, var ekki hægt að framkvæma fyrr en í annarri viku september. Þar sem nú voru þrettán þýzkar herdeildir í land- inu, gátu ítalir ekki hreyft sig. Tafarlausar skipanir voru gefnar unj það, að tvær herdeildir úr átt- unda her Montgomerys skyldu Fyrrí hlutí: Undanhald, étír Arthur Bryant. Heimildir eru ALANBR00KE sendar yfir Messinasundið { byrj- un mánaðarins og tvær amerískar og tvær brezkar herdeildir undir stjórn Ma-rk Clark hershöfðingja skyldu taka land við Salemo viku síðar, meðan aðrar herdeildir skyldu vera viðbúnar til að her- taka Korsíku og Sardiniu. Einnig var talað um að varpa fallhlífar- herdeild niður á Róm, með sam- þykki ítala. En þangað til var ekk ert hægt ag gera. Dagbók Brookes heldur áfram. „17. ágúst. Quebec. Mestur hluti herráðsfundarins í morgun fór í það að undirbúa svaT við nýjustu friðarboðum Badoglios. Við sömd um orðsendingu til Ejsenhowers, þar 'Sem honum var fyrirskipag að senda herráðsforingja til Lishon. til fundar við ítalska hershöfðing.i ann. Málið er mjög erfitt viður eignar vegna þess, að ef Badoglio gerir of mikið til að hjálpa okkur áður ,en her okkar kemst þangað þá er hætt við að Þjóðverjar losi sig við hann og skipi einhvern ' Quisling í hans stað Klukkan 2,30 e. h. sátum við fund með Ameríku mönnunum og byrjuðum með lok- uðum fundi, þar sem aðeins voru herráðsforingjarnir viðstaddir. Mér til mikils hugarléttis féllust þeir á tillögur ókkar í Evrópumál unum, svo að allar okkar deilur og rökræður hafa borið ávöxt og við höfum náð alveg viðunanleg- um árangri. Við héldum því næst áfram að ræða um aðgerðirnar á Burma og Kyrrahafssvæðinu. Loks kvnnti ée Wingate fyrir fundar- ’nönnum og hann hélt fyrsta nokk" nr'ndi ura hugmyndir sítv-| ar nc sjónarm'ð viðvíkjandi P’irma TJ allra, óhamingjui hafa tórflóðir fyir vestan Calcutta j '•"gla* allar áætlanir okkar og| áform Klukkan 6 e h fór ég með þeim D11 og Somerville til Cita-del í '•ocktail-boð hjá Athlene távarði • tilefni' af komu forsetans Jafn kjótt og ég kom greip forsætis- >-áðherranTi mig tii að ræða við sig o? forsetann og Leahv lávarð um skeyti. sem senda áttj til Ejs °nhower viðvíkjandi unpásHingum og tilboðum Badoglios Forsetinn breytti einni setningu viðvíkjandi sprengjuvarpi, en annars var hann alveg samþykkur því og skeyti'ð var sent. 18. ágúst. Tiltölulega rólegur og árekstralaus herráðsfundur, þar sem aðallega var rætt um lönd- unarskip. Fórum því næst til Citadel að borða hádegisverð . . . Við urðum a'ð hraða okkur til baka á síðdegisfund okkar, Þar urðu talsverðar umræður um Stilweil og það, hvernig hann ætti að framkvæma öll þau mörgu skyldustörf, sem honum höfðu ver ið falin . . . Fundurinn var allur hinn vinsamlegasti og tók ekki langa-n tíma . . . Um kvöldið sátum vjð allir mið degisverðarbog hjá Mackenzie King, þar sem hann hélt stutta ræðu og þeir forsetinn og forsæt- isráðherrann svöruðu. Kvöldinu lauk með daufum og leiðinlegum kvjkmyndum ... Þessir sífelldu hádegisverðir, miðdegisverðir og cocktailboð í Quebec töfðu og trufluðu mjög alvariega störf okkar, þar sem T I M I N N, föstudagxirinn 27. júlí 1962. — J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.