Tíminn - 27.07.1962, Side 13
Full aSild a« EBE
óhugsandi
Framhald af 7. síðu.
háskaleikur að gefa útlendingum
þannig kost á jafnri aðstöðu við
heimamenn um réttindi til at-
vinnureksturs. Slíkir viðskipta-
risar eiga áreiðanlega erfitt með
að umgangast okkar dvergsmáa
ativinnurekstur ám þess að
gleypa hann að meira eða minna
leyti.
Innan EBE verður stofnað til
frjáls vinnumarkaðs. Með þessu
er átt við það, að afnema allan
mismun milli fólks frá aðildar-
ríkjum EBE. ftalir myndu skv.
þessu geta hrúgazt til íslands í
atvinnuleit, ásamt öðru fólki
þeirra landa, sem verða innan
EBE. Ættu þeir jafnan rétt á
við íslendinga um vinnu hér í
landinu og með sömu kjörum. Á
þessu verða aðeins takmarkanir
vegna almennrar reglu, öryggis
og heilsufars, svo og varðandi
opinben-a starfsmanna. Eg hefi
nefnt ftalíu sem dæmi, vegna
þess að þar hefur verið landlægt
atvinnuleysi og útstreymi fólks.
Ip.nan EBE á einnig að koma á
frjálsræði viðvíkjandi rétti til
pjónustusíarfsemi hliðstætt því
sem gildir um atvinnu og rekst-
ur fyrirtækja. Ýmislegt fleira
mætti nefna af svipuðu tagi, en
ég læt þetta nægja.
Stofnanir EBE
Stjórn EBE er í höndum ým-
issa valdamikilla stofnana. Ber
fyrst að nefna þingið, en þar
skulu eiga sæti kjörnir fulltrúar
frá þjóðþingum aðildarlandanna.
Hlutverk þingsins er fyrst og
fremst að hafa eftirlit með fram
kvæmdastjórninni, sem hefur
framkvæmdastjórn EBE með
höndum. Þá er ráðið svonefnda,
en í því situr einn meðlimur frá
hverri ríkisstjórn aðildarríkj-
anna. Hlutverk þess er að
tryggja samræmingu á sviði
efnahagsmála og að taka ákvarð
anir samkvæmt Rómarsamningn
um í nánu samráði við fram-
ktfæ.mdastjórnina. Þá er sérstak
ur dómstóll, sem dæmir um mál
EBE. Auk þessa eru starfandi
nefndir á vegum EBE.
Þessar stofnanir hafa mikil
völd. Ákvarðanir ráðsins eða
framkvæmdastjórnarinnar geta
t.d. haft sama gildi og lög, er
þær hafa verið birtar. En aðild-
arríkin eru skuldbundin til að
framfylgja slíkum ákvörðunum
sem eigin lögum. Þetta hlýtur
þvi að takmarka valdsvið þ]Óð*
þinganna. Af þessu leiðir það
fyrir okkur íslendinga, að full
aðild að EBE hlýtur að þýða
breytingu á núgildandi stjórnar-
skrá landsins, þar sem hún fel-
ur Alþingi og forseta að fara
saman með löggjafarvaldið.
Svo að dæmi sé tekið um vald-
svig þessara stofnana, má nefna,
að þær hafa úrslitaráð um alla
framkvæmd við að koma á frjáls
um vinnumarkaði innan EBE.
Er nú líklegt, að ráðandi öfl inn-
an stofnana EBE hafi nógu næm-
an skilning á félagslegum vanda-
málum okkar íslendinga? Er
hægt að trúa hinum alþjóðlegu
stofnunum EBE fyrir ákvörðun-
um, sem nú eru teknar sam-
kvæmt íslenzkum lýðræðisregl-
um? Hve lengi myndi íslenzk
þjóðmenning þola fulla aðild að
EBE? Hætt er við, að hún sykki
í þjóðahafið, sem flæddi yfir
okkur, fyrr en varði.
Þegar af þeim ástæðum, sem
ég hef nú nefnt, tel ég óhugs-
andi að ísland geti gerzt fullur
aðili að EBE.
Tengsl vitS V-Evrópu
eru mjög Jjý'ÖingarmikiI
fyrir Island
Vegna legu landsins, sögulegr-
ar arfleifðar, skyldleika, menn-
ingar og stjórnaxfars, höfum við
jafnan haft mikil samskipti við
V-Evrópu. Þá höfum vig haft
geysimikil viðskipti við þau ríki,
sem sennilega verða fullgildir
aðilar að EBE. Talið er, að um
60% af útflutningsverðmæti
þjóðarinnar fari til þessara
landa. Þá er þeSs ag geta sem
dæmis, að ef ísland tengist ekki
með einhverjum hætti við Efna-
hagsbandalag Evrópu, leggst
18% tollur á íslenzkan freðfisk,
sem seldur verður til EBE-ríkj-
anna. Yfirleitt hafa viðskipti
okkar við V-Evrópu verið mjög
verðmæt fyrir okkur. Einnig
hafa önnur samskipti verig hag-
stæð og okkur til framdráttar,
þegar á allt er litið.
Af þessu er Ijóst, að við verð-
um að leita sérsamninga við
EBE til að tryggja hagsmuni
okkar. En leggja verður höfuð
áherzlu á sérstöðu okkar, sem
þegar hefur hlotið viðurkenn-
ingu og virðingu vestrænna
þjóða í samskiptum við þær. Það
eykur enn á þessa sérstöðu, að
aðalhagSmunir okkar felast í
sölu einnar vörutegundar, fisks-
ins. Á hinu leytinu eru erfiðleik
ar á þv{ að veita okkur undan-
þágu umfram önnur ríki. Ríkin,
sem stóðu að stofnun EBE, hafa
raunar gert sér Ijóst, að nauð-
synlegt væri fyrir bandalagið ag
gera sérsamninga* við þau ríki,
sem ekki geta gengið að grund-
vallaratriðum Rómarsáttmálans,
en telja sér nauðsynlegt að
tryggja viðskiptahagsmuni sína.
Er sérstakt ákvæði í sáttmálan-
um, 238. gr., sem heimilar EBE
ag gera samning um aukaaðild
ríkja. Slík tengsl ættu að geta
orðið mikil eða lítil eftir atvik-
Flýtum okkur hægt
Fyrir okkur fslendinga er
þetta mál mjög stórt og alvar-
legt, sérstaklega þar sem við
eigum á hættu að tapa sam-
keppnisaðstöðu á fiskmörkuðum
V-Evrópu. Við megum hvergi
við því að tapa mörkuðum. Nú
standa yfir samningar um aðild
Breta. Danir og Norðmenn
hafa sótt um fulla aðild.
Allt er málið enn í deiglunni og
mun ékki skýrast til fulls fyrr
en einhvern tíma á næsta ári.
Sérstaða okkar umfram allar
aðrar þjóðir, sem líklegt er að
tengist EBE, er ótvíræð. Við eig
um því ekki samleið með þeim,
nema að nokkru leyti. Gerum
okkur hins vegar ljóst þegar, að
málið er alvarlegt, Vig skulum
Póstsendum
um allt land
SkóverzBun
Féturs Andréssonar
Laugavegi 17
Framnesvegi 2.
— tegund 1101 —
VerS kr, 293,50
Svartir og brúnir
meS gúmmisólum
GataSir
Skóverzlun
Péturs Andréssonar
Sími 17345
iiiiiiiiiiiiiiiiiliiminiimiii
Karimannaskór
Franskir
karlmannasandalar
maMjggaBBHB
Tékkneskir
sandalar
— tegund 90607 —
LeSur og gúmmísólar
Teygja í rist
— tegund 2075 —
Svartir og brúnir
VandaSir og mjög þægilegir
Er ódýrast
Er sterkt og endingargott
Er auðvelt að þvo
Hefur fagra áferð
því ekki hrapa að neinu, heldur
flýta okkur hægt, og freista
samninga síðar, sem tryggi í
senn viðskiptahagsmuni ís'Lands
í V-Evrópu og þá sérstöðu, sem
nauðsynleg er verndun og við-
haldi íslenzkrar þj óðmenningar
og sjálfstæðis.
Er mjög þýðingarmikjð, að
innlend samstaða skapist um
meðferð málsins { heild, svo og
þá stefnu, sem mörkuð verður
af okkur íslendingum í þessh
stóra máli.
2. síðan
ið er af kappi að þróun gervi-
hnatta til veðurathugana, sjón-
og’ útvarpssendinga og öryggis-
ráðstafana. Bandarikjamenn
standa framar en Rússar á ýms-
um þessum sviðum, þótt þeir
hafi ekki náð upp forskoti Rússa
í sambandi við orkugjafa til knún
ingar eldflauganna. En Banda-
ríkjamenn eru bjartsýnir og telja
margt benda til þess, að geim-
kapphlaupið sé nú að taka á
sig myndir, sem sízt eru í hag
Rússum. Geimferðirnar eru álíka
dýrar í báðum löndunum, en í
Bandaríkjunum er kostnaðurinn
þrátt fyrir allt ekki nema 1%
af þjóðartekjunum. Hins vegar er
kostnaður sovézku þjóðarinnar
við geimferðirnar tiltölulega
helmingi meiri Þetta meðal ann-
ars veldur bjartsýni Bandaríkja-
manna. Þeir telja ekki undarlegt,
að Rússar muni innan skamms
senda á loít fyrstu tveggja manna
flaugina, og þeir eiga von á að
Rússar verði á undan að senda
mann kringum tunglið, en hins
vegar telja Bandaríkjamenn sér
fært að verða fyrri til að lenda
á tunglinu með mannaða geim-
flaug.
Afleiðingar geimaldarinnar
eiga eftir að koma í ljós. Ósvar-
að er enn þeirri óhemju heill-
andi spurningu, hvort við séum
einir í algeimnum. Þingmenn
vestan hafs eru jafn ófróðir og
jafn forvitnir um það efni og
aðrir dauðlegir menn, og þeir
hafa ekki getað stillt sig um að
nota aðstöðu sína til að krefja
vísindin sagna og spádóma um
þetta atriði.
Við yfirheyrslur þingnefndar
skýrði dr. Harrison Brown frá
verkfræðiháskóla Kalíforníu frá
þeirri skoðun sinni „að allt í
kringum okkur mun vera mikið
líf.“ En hann taldi ekki mikl-
ar líkur á að komast í samband
1 við þessar verur. „En því miður
hlýt ég að vera nokkuð svartsýnn
varðandi líkur á því, að löggjaf-
ar annarra hnatta muni verja fé
til að senda út boðskap, sem ef
til vill kemst til skila eftir millj.
ára“, sagði hann.
Dr. Harlew Shapley við Harv-
ardháskóla taldi, að til hlytu að
vera milljónir hnatta með há-
þróuðu lífi. „Við erum ekki ein-
ir“, sagði hann. „í geimnum eru
til fjöldi greindarvera, og flest-
ar eldri en menning vor“. Pólski
stjörnufræðingurinn dr. Jan Gad-
omski tók enn dýpra í árinni
og fullyrti, að jarðstjörnur með
háþróaðri siðmenningu væru frek
ar regla en undantekning.
Þessar vangaveltur voru nær
því búnar að ýta fjárhagshlið
málsins til hliðar, en þingdeildin
komst aftur niður á jörðina, þeg
ar einn meðlimanna lýsti sig sam
þykkan útgjöldunum með þeirri
athugasemd, að hann vonaði, að
gull fyndist á tunglinu. „Okkur
mun ekki veita af því, þegar við
verðum búnir að lenda þar með
menn,“ sagði hann.
\uglýsingasími
TÍMANS
er 19523
T í M I N N, föstudagurinn 27. júlí 1962. —
i
13