Tíminn - 04.08.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURiNN
Franikvœmdastjóri: Tómas Arnason Ritstiórar: Þórarinn
Þórarinsson (ábi Andrés Kristjánsson. Jón Hrlgason og Indriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjóri: Sigurjón Davíðsson Ritstjórnarskrifstofur í Eddu-
húsinu: afgreiðsla. auglýsingar og aðrar skrifstofur i Banka-
stræti 7 Símar: 18300—18305 Auglýsingasimi 19523 Af.
greiðslusimi 12323 - Áskriftargjald kr 55 á mánuði ínnan-
lands. í lausasölu kr. 3 eintakið. — Prentsmiðjan Edda h.f. —
■ Kjör bænda og
„viðreisnin“
i
Mbl. birti í gær viðtal við sunnlenzkan bónda, sem
segir það ekki aðeins nauðsynlegt, að bændur fái lánsfé
með hagstæðari kjörum en nú á sér stað heldur verði
einnig að skapa landbúnaðinum þann rekstursgrundvöll,
að hann geti staðið undir lánunum.
Þetta er hverju orði sannara. En hvernig hefur „við-
reisnin“, sem sami bóndi virðist svo hrifinn af, búið að
landbúnaðinum í þessum efnum?
Ágúst Þorvaldsson brá upp nokkrum myndum af því
í eldhúsumræðunum á síðastl. vetri. Hann gerði annars
vegar samanburð á verðlagi nokkurra rekstrarvara land-
búnaðarins og hins vegar nokkurra framleiðsluvara hans
fyrir og eftir „viðreisn“. Samanburð þennan byggði hann
á tölum úr verðlagsgrundvelli landbúnaðarvara haustið
1958 og 1961. Þessi samanburður leit þannig út:
Árið 1958, hinn 1. september, var meðalverð fóður-
bætis kr. 3,61 pr. kg. 1961 er meðalverð fóðurbætis
kr. 4.58 pr. kg., hefur hækkað um 27%.
Árið 1958 er meðalverð áburðar kr. 5.17 pr. kg.
miðað við hrein áburðarefni. 1961 er það kr. 7.04.
Hækkun 36%. 4
Árið 1958 er kostnaður véla á meðalbúinu kr. 4.527.
1961 er þessi sami kostnaðarliður á meðalbúinu, sem
þá hefur að vísu stækkað um hálfa kú og 17 kindur,
orðinn kr. 8.923.00 — hefur hækkað um 97%.
Árið 1958 er lítri mjólkur reiknaður á kr. 3,92, en
1961 kr. 4,71 pr. lítri, hefur hækkað um aðeins 20%.
Árið 1958 er fyrsti verðflokkur dilkakjöts reiknað-
ur á kr. 22,20 pr. kg., en 1961 á kr, 23,05 pr. kg., hefur
hækkað um 4%.
Árið 1958 voru kartöflur reiknaðar á kr. 3,10 pr.
kg„ en 1961 á kr. 3,62 pr. kg. Höfðu hækkað um 17%.
Þessi dæmi sýna, að á sama tíma og „viðreisnin11 hef-
ur hækkað helztu rekstrarvörur landbúnaðarins í verði
frá 27—90%, hafa helztu framleiðsluvörur landbúnaðar-
ins aðeins hækkað í verði frá 4—20%.
Þannig hefur ,,viðreisnin“ styrkt rekstrargrundvöll
iandbúnaðarins til þess að standa undir lánum!
Það bætir lítið að heimta betri rekstrarkjör land-
búnaðinum til handa og halda svo áfram að styðja Sjálf-
stæðisflokkinn, eins og bóndinn, sem Mbl. talar við. Það
er skollaleikur, sem hefnir sín.
Bændurnir og lánin
„Viðreisnin“ hefur ekki aðeins gert rekstrargrund-
völl landbúnaðarins miklu óhagstæðari en áður. Hún
hefur gert lánskjör hans miklu lakari. Lánstíminn á öllum
helztu lánum til landbúnaðarins hefur verið styttur um
lA og vextirnir hækkaðir um Vz. Þetta verkar þannig,
að bóndinn, sem eftir „viðreisn“ hefur tekið 200 þús. kr.
ræktunarsjóðslán og 100 þús. kr. byggingarsjóðslán, verð-
ur nú að greiða 44% hærra árgjald en bóndinn, sem fékk
hliðstæð lán fyrir „viðreisn“.
Við þetta hefur svo verið bætt, að bændur eru látnir
greiða skatt í lánasjóði, er nemur 1700 kr. á meðalbú.
Það er engin furða, þótt Sigurður í Langholti sjái nauð-
syn þess, að lánakjör landbúnaðarins séu bætt, þótt hann
sé hins vegar í reynd svo óraunhæfur að styðja þá menn
til þingsetu, er hafa haft forgöngu um að gera lánskjörin
miklu óhagstæðari en áður.
Það er vissulega ekki rétta leiðin til úrbóta.
acmillan getur ekki snúið við
Btann er pólifískt dauður, ef ekkí verður úr inngöngu Breflands í EBE
SEINUSTU dagana hefur
það verið talið öllu tvísýnna
en áður, hvort Bretland gengi
í Efnahagsbandalag Evrópu.
Ástæðan er sú, að þátt-
tökuríki Efnahagsbandalagsins,
aðallega þó Frakkland, hafa
ekki viljað fallast á óskir Breta
um sérréttindi fyrir nánustu
samveldislönd þeirra, þ.e.Ástra
liu, Nýja-Sjáland og Kanada,
varðandi innflutning á land-
búnaðarvörum frá þeim til
landa Efnahagsbandalagsins í
framtíðinni. Bretar hafa hingað
til látið uppi, að þeir gætu
ekki gengið í Efnahagsbanda-
lagið, nema fallizt yrði á þess-
ar óskir þeirra.
Á þessu stigi er erfitt að spá
nokkru um, hvernig þessum
ágreiningi Efnahagsbandalags-
ins og Breta muni ljúka. Ef til
vill leysist hann fljótlega og
þá er sennilega innganga Breta
í bandalagið tryggð. Ef til vill
veldur hann líka þófi, sem get
ur tekið nokkrar vikur. Lík-
legustu endalokin eru þó þau,
að fyrr en síðan láti Bretar
undan og beygi sig fyrir skil-
yrðum Efnahagsbandalagsins.
Fari svo, sem líklegt er, mun
það þó ekki stafa af því, að
Bretar séu nauðbeygðir til þess,
því að eins og Gaitskell hefur
sýnt svo ljóslega fram á, má
mjög um það deila, hvort betra
er fyrir Breta að vera innan
eða utan bandalagsins. Það,
sem kemur til að ráða úrslit-
um, er það, að Macmillan hef-
ur bundið pólitíska framtíð
sína og flokks sins við það,
að Bretland gangi í bandalag-
ið. Ef honum mistekst það, hef
ur bæðj hann og íhaldsflokk-
urinn beðið hinn stórfelldasta
ósigur. Því má telja víst, að
Macmillan muni beita flokks-
aga til hins ítrasta til að
tryggja inngöngu Bretlands ,í
Efnahagsbandalagið.
ÞAÐ er hins vegar ljóst, að
þetta mun reynast Maemillan
stórum erfiðara nú en_ fyrir
fáum vikum síðan.' í fhalds-
flokknum láta þeir, sem eru
andstæðir aðild að Efnahags-
bandalaginu, nú miklu meira
taka til sín nú en áöur. Hinir
40 þingmenn flokksins hafa
lá.tið í ljós, að þeir séu andvíg-
ir aðildinni, nema hagsmunir
nánustu samveldislandanna
verði vel tryggðir. Þeim hefur
nýlega borizt mikill liðs-
mAumiuuAN neiaur ræou
AVON, lávarður
auki utan þingflokksins, þar
sem er Anthony Eden, er nú
heitir reyndar Avon lávarður,
en hann hefur í ræðu, sem hann
hélt á fundi ungraíhaldsmanna,
tekið eindregið í þennan
streng.
Innan Verkamannaflokksins
ber nú líka miklu meira á
þeim, sem lýsa sig andvíga að-
ild, en áður. Meiri hluti þing-
nefndar flokksins hefur nú
lýst sig andvígan aðild, nema
hagsmuna samveldisins verði
sérlega vel gætt. Fyrir þá er
það mikill styrkur, að Attlee,
fyrrverandi íorsætisráðherra
hefur lýst sig mótfallinn aðild
Breta að Efnahagsbandalaginu.
Það verður því ekki sagt, að
vinstri armur flokksins sé hér
einn að verki.
SKOÐANAKANNANIR, sem
fram hafa farið í Bretlandi,
undanfarið, benda eindregið
til þess, að andstaðan gegn að-
ild fari mjög vaxandi meðal
almennings og séu andstæðing-
ar aðildar nú orðnir í meiri
hluta meðal þeirra, sem láta í
ljós ákveðna afstöðu. Áður
voru þeir í nokkrum minni-
hluta.
Það er einnig nokkur vís-
bending um afstöðu almenn-
ings, afS Frjálslyndi flokkurinn
lætur nú bera talsvert minna á
því en áður, að hann sé fylgj-
andi aðild, en hann er talinn
fvlgjast vel með viðhorfi al-
Tiennings. Hann leggur nú á
bað aðaláherzlu í áróðri sínum.
ráðið úrslitum í allmörgum
tækifæri Breta, er hann hafn-
aði því að vera með strax í
upphafi. Þess vegna verði Bret
ar nú að sæta miklu verri skil-
yrða en áður.
Nú í vikunni hefur það svo
bætzt við, að helztu samtök
bænda hafa mjög lagzt gegn
inngöngu í Efnahagsbandalag
ið. Þetta getur haft verulega
þýðingu, því að bændur geta
ráðið úrslitum í allmörgum
kjördæmum.
ÞESSI mál hafa þannig
teflzt á þann veg, að Macmill-
an er í miklum vanda stádd-
ur. Ef ’nonum mistekst að
koma Bretlandi inn í Efnahags
bandalagið eftir það, sem á
undan er gengið, hefur hann
orðið fyrir hinu stórfeldasta
ósýni og getur þá ekki annað
beðið hans en að hætta stjórn-
arforustunni. Slík uppgjöf gæti
reynzt íhaldsflokknum einnig
skaðleg í kosningum. Úr því
sem komið er, mun það senni-
lega tryggja íhaldsflokkum
skárstu kosningaaðstöðu, að
víkja ekki frá núverandi stefnu
sinni, heldur halda því til
streitu að láta Bretland ganga
í Efnahagsbandalagið og láta
kjósendur standa frammi fyrir
gerðum hlut í næstu kosning-
um. Þessi kostur er vissulega
ekki góður, þótt frá flokks-
pólitísku sjónarmiði kunni
hann að reynast skástur. En
samkvæmt þessu, benda líkur
nú helzt til þess, að það verði
pólitískur metnaðurMacmillans
og pólitískir hagsmunir flokks
hans, sem endanlega munu
ráða mestu um það, hvort Brrt
land gengur i Efnahagsbanda-
lagið eða ekki. Þ. Þ
TÍMINN, laugardaginn 4. ágúst 1962
2
i