Tíminn - 04.08.1962, Qupperneq 8
SVARTBAKUR
HJÁLMTÝR PÉTURSSOHs
Ef ekkert verður að gert, verður svartbakurinn innan stutts
tíma búinn að eyða mesta nytjafugli landsmanna, æðarfuglinum.
Æðardúnninn er dýrasta vara, sem' framleidd er i landinu og
sú vara, sem lítið er af á heimsmarkaði’num. Nú mun allur æðar-
dúnn í landinu ekki vera meiri en tvö tonn, en var íyrir nokkr-
um áratugum fimm tonn. Það sjá allir hvert stefnir. Geirfuglin-
um var útrýmt af mannavöldum, eigum við að láta svartbakinn
taka við því hlutverki og útrýma nytsamasta fugli á íslandi?
Það er talið að svartfugl og svartbakur grandi eins miklu
af fiskiseyðum og ungfiski og allur islenzki fiskiflotinn, það er
að segja að tölu til, en ekki magni. Vitað er, að við ósa laxánna
situr svartbakurinn í hundraðatali og gæðir sér á laxasílum. Á
leirunum fyrir framan Laxá á Leirársveit hafa menn séð hann
drepa fullorðna laxa, setjast á bakið á þeim og höggva úr þeim
augun. Oft hafa laxahræ fundizt þar illa útleikin eftir svartbak,
og svo mun víðar.
Við allar verstöðvar hefur þessi vargur fengið tilvaldar upp-
eldisstöðvar í fiskúrgangi frá frystihúsum og á haustin frá slátur-
húsum. Yfir þessum stöðum sveimar þessi ófögnuður eins og ský,
og víða er hann svo spakur, að það minnir á hænsnabú. í fræg-
asta varphéraðj landsins, Breiðafirði, er ástandið ■ þannig, að í
Stykkishólmi, sem er höfuðborg Breiðafjarðar, eru kilir húsþak-
anna hvítir af svartbaki og þeim afurðum, sem hann skilur eftir.
Vonandi er, að Sigurður Ágústsson, sem er héraðshöfðingi qg
þingmaður Snæfellinga, auk þess að vera yfirmaður yfir mestu
af fiskútflutningi landsmanna, láti eyða þessum vargi í hlað-
varpanum
Ég er nýkominn af Snæfelsnesi, alls staðar var sama sagan,
á söndunum fyrir vestan „jökul“ voru stórar breiður af fugli. í
sumum hópum skiptu þeir þúsundum. Kringum Ólafsvík og Graf-
arnes var allt hvítt af vargi. í eyjunum fyrir innan Stykkishólm
sást varla æðaiungi, að því er varpeigendur sögðu mér. Eyjar.
sem gáfu 14 pund, eru nú komnar í 7 pund. Fyrir nökkrum ára
tugum hafði Brokey 80 punda varp; gott ef það er 10—20 pnd nú
Þannig er þetta [ Suðureyjum Breiðafjarðar.
Ég átti tal við Sæmund Stefánsson, stórkaupmann, sem er
áhuga-maður um æðarvarp, hann á part af Ilrísey á Eyjafirði
Hjá honum var varpið 2 kg. Hann hóf stríð gegi svarlbaknum, öll
egg voru tekin eða eyðilögð, og skothríðin var látin dynja á
honum.
Árangurinn lét ekki standa á sér. Nú gefur þetta varpsvæði
8 kg af dún eða hefur fjórfaldazt.
Löggjöfin um eyðingu svartbaks frá síðasta alþingi er lítils
virði; hér dugar ekkert nema að skipta landinu í svæði og launa
vana veiðimenn til þess að ráðast gegn þessum vargi. Það er t.d.
Framhalc a 13 síðu
ÆÐARHJÓN
an w B aSS morgni. A
inni hérna fyrir ofan túnið hsf
ur einrt hinna aóðkunnu Sisiti-
staSabíla numiS staSar. ViS
hröðum för okkar upp á vea-
inn. Sem betur fór vorum vi5
tilbúin. ÞaS er alltaf leiSinlegt
að láta biða eftir sér og þess
utan alveg ótaskt úr bví að
ætlunin er að vera kominn yf-
ir í Varmahlíð kl. 9.
Og hvert er svo förinni heitið
þennan sólskinsbjarta mánudags-
morgun? Hvar mun okkur bera
að landi í kvöld? Ekki efa ég, að
náttstaðurinn hefur þegar verið
ákveðinn, þótt ég hafi ekki hug-
mynd um hver hann er. Og ég brýt
heldur ekkert um það heilann.
Hvað bíður síns tíma. En skrefin
hér upp túnið eru byrjun ferða-
lags, sem áætlað er að standi yfir
í 8 daga. Það er skagfirzk bænda-
för, sem hér með er hafin, hin önn
ur í röðinni. Fyrri förin var farin
fyrir allmörgum árum og þá haldið
, suður á land og allt austur í Vestur,
Skaftafellssýslu. Nú skal för snúið
í aðra átt: Farið austur til Eyja-
fjarðar, Þingeyjarsýslna, Múla-
sýslna og svo langt vestur Auslur-
Skaftafellssýslu sem komizt verður
á venjulegum bílum.
Skipt liði
Á tilsettum tíma er komið í
Varmahlíð. Þar er margt um mann
pí* alltqf í mfiirí og minni lífsháska,
■■■'ic :'.s þetta 'i’.ipt: skki s'.c niklu
málí. Og Valdi spjarar sig. sagði
sb þriðþ og átti þar við bílstjór-
ann. Og það kom líka á daginn.
va]di s'vel fvrir öllu og stýrði
Orminum langa af hinni stökustu
prýð'i. Annars var mér sagt, að í
förinni væru 113 manns með farar-
stjóranum Og héðan af, er von-
laust að reyna að telja mér trú um
að það sé ekki happatala.
Nú mun mál til komið að kynna
fararstjóra leiðangursins, en hann
jp :
bæ og lágreistum í okkar 1000 ára
gamla byggingarstíl. Af veginum
sunnan við Silfrastaðatúnið sér of-
an á þak Sumarhúsa en skarpa at-
hygli þarf til þess að koma auga
á bæinn. viti menn ekki nákvæm-
lega hvar hann er, svo er hann sam
gróinn umhverfinu Norðurárdal-
urinn tekur við. Þarna eru Fremri-
Kot, næstur bær Öxnadalsheiðinni.
Fremri-Kot voru mjög umrædd fyr
ir nokkrum árum. er skriðuföllin
miklu urðu þar, og ekki munaði
nema hársbreidd að þau skyllu á
I íbúðarhúsinu. Nú sér orðið furðu
> lítil merki þeirra máttugu ham-
fara. Mannshöndin og náttúran
i hafa hjálpazt að við að græða sár-
| in. Norðar Valagilsár tekur við
i Silfrastaðaafrétt. Alloft heyrist um
það rætt, að hún sé haglítil og
Blönduhlíðingum jafnvel ámælt
fyrir að hafa þar búfénað sinn, sem
hljóti að eigr þar illa vist. Rétt
er það, að gjaman mætti ferðamað
urinn, sem ekur yfir landið og
Öxnadalsheiðina, sjá þar meira
1 gras. En enginn skaði skeði, þótt
sá sami ferðalangur gætti þá einn-
ig hins, að hann sér minnst af
Silfrastaðaafrétt út um bílglugg-
ann sinn, — og aðeins þann hlut-
ann, sem sneggstur er. Það er álika
gáfulegt að dæma alla Silfrastaða-
afrétt eftir þeim hluta hennar, sem
af veginum sést og ef maður, sem
Magnús Gíslason á Frostastöðum
segir frá bændaför Skagfirðinga
Hinn fyrsti af
inn. Fjórir föngulegir bílar standa
á hlaðinu, allir frá Sleitustöðum
og úrvals bílstjórar við stýrin,
enda mun víst ekki af veita, því
að sagt er, að sums staðar sé veg-
ur varasamur á þeirri óraleið, sem
við eigum nú fyrir höndum. Ein-
hver tilkynnir að allir eigi að
mæta inni í „sal“, greiða fargjöld
sín og fá upplýsingar um það í
hvaða bíl þeir eigi að láta fyrirber
ast meðan á ferðalaginu stendur.
— Já, þetta er aumi fjandinn,
segir Jón í Djúpadal, — við fáum
víst ekki að vera í sama bílnum.
Eg vildi nú helzt ráða því sjálfur
hvar ég hola mér niður.
Eg skil Jón. Hann er vanur frjáls
ræði og olnbogarými af Dalsdal.
En hér segja þeir fyrir verkum,
sem meira mega sín en við Jón.
Og ef til vill skiptir það ekki miklu
máli með hvaða fólki maður lend-
ir } bíl, því að þegar ég lít yfir
hópinn þarna á Varmahlíðarhlaði,
sé ég ekki betur en þar sé hver
maðurinn öðrum ágætari.
Inni í „sal“ situr Egill Bjarna-
son, ráðunautur, og tekur við far-
gjöldum, sem greidd eru fyrirfram,
svo sem sjálfsagt er. Egill er mað-
ur ekki ýkja hár í loftinu, en það
sér líka naumast í hann fyrir pen-
ingahrúgum. Og þó er farið með
fádæmum ódýrt, einar 600 krónur
á mann fyrir 8 daga ferðalag. Og
svo eru menn að tala um dýrtíð í
landinu.
Til Akureyrar
Innan skamms er hver maður
kominn á sinn bás og bílarnir fjór-
ir renna af stað austur yfir Hólm-
inn. Mér "ar ákvar’ðaðui staður
í stærsta bílnum ásamt rúmlega
40 ferðafélögum. Einhver hefur
orð á því, að svona langur bíli sé
miður heppilegur á viðsjálum veg-
um. Líklega verðum við alltaf öðru
hvoru í yfirvofandi lífshættu Ann-
ar bætir því við', að við séum hvort
var enginn annar en hinn góð-
kunni leiðsögumaður flestra
í bændaferða undanfarinna ára,
I Ragnar Ásgeir sson. Og ef ég man
rétt, þá var Ragnar nú að leggja
upp í sína 29. bændaför. Og það
er engin tilviljun, að Ragnar hefur
svo oft valizt til þessa starfa. Hann
j er flestum mönnum nákunnugri
! landinu. Hann þekkir ótölulegan
' grúa manna um gervallt land.
I Flesta bæi kannast hann við og
! örnefni þekkir hann alls staðar.
Allt eru þetta ómetanlegir kostir
á fararstjóra. En fleira kemur til.
Ragnar er lifandi safn af hinum
margbreytiiegustu sögum og sögn-
um, vísum og kveðlingum og sú
kunnátta kemur sér vel a. m. k.
þegar svo vill til, að veður er ekki
gott á ferðalögunum. Og loks er
hann maður traustur og úrræða-
góður, þegar til þeirra eiginleika
þarf að taka. Sér til aðstoðar hefur
svo Ragnar tvo menn úr stjórn
Búnaðarsambands Skagfirðinga. þá
Jón Jónsson á Hofi á Höfðaströnd
i og Björn Jónsson í Bæ. en búnaðar
! sambandið gengst fyrir þessu ferða
lagi.
Hólmurinn hýri er að baki.
Blönduhlíðin tekur við. Eg er hér
á kunnum slóðum. En því fer
fjarri, að svo sé um alla ferðalang-
ana, þótt Skagfirðingar séu. Ýmsir
þurfa að spyrja um hvar vígvellirn-
ir Haugsnes og Örlygsstaðir séu.
Svona eru menn, þrátt fyrir allt,
ókunnugir í eigin héraði. Bænda-
fólk gerir yfir höfuð ekki víðreist
utan eigir sveitar Það hefur að
jafnaði öðrum hnöppum að
hneppa En fyrir bragðið nýtur það
þess þeim mun betur þá sjaldan
það getur hieypt heimdraganum.
Þess vegna verða bændaferðirnar
þátttakendun ógleymanlegar há-
tíðarstundir
Við förum fram hjá Silfrastöð-
um með sinni áttstrendu kirkju og
Sumarhúsum dr. Brodda, litlum
séð' hefði Jóhann Svarfdæling, mið-
aði meðalhæð íslendinga við
líkamsvöxt hans.
Bakkasel, þessi gamli og góði
greiðasölustaður, er nú í eyði og
hlerar fyrir gluggum. Þar urðu
margir fegnir að koma og fá sér
hressingu meðan „norðurleiðin"
var í eins konar frumbernsku, en
þar fæst sjáanlega ekkert kaffi í
dag. Og Bakkasel er ekki eina eyð'i-
býlið í þessari sumarfögru sveit,
Öxnadalnum. Gil, Varmavatnshól-
ar. Gloppa, Bessahlaðir, Fagranes,
Geirhildargarðar, Þverbrekka, all-
ir þessir bæir eru í eyði. En eftir
að niður kemur hjá Engimýri og
Hálsi, sem nú eru fremstu byggð
býli í Öxnadal tekur hver bærinn
við af öðrum og er þéttsetinn bekk
urinn niður Þelamörkina og þó
kastar fyfst tólfunum, er kemur
inn í Kræklingahlíðina, því að
þar er hvert býlið við annað, en
ekki ber þó á því, að þröngbýlið
hái efnahag manna. því að sagt er
mér, að afkoma bænda sé þar
ágæt.
Og þá erum við stödd í höfuð-
stað Norðurlands, Akureyri, „feg-
ursta bæ í heimi“. eins og ég
heyrði einn ágætan Akufeyring
einu sinni segja. Eg er nú ekki svo
kunnugur í veröldinni, að ég geti
dæmt um réttmæti þessa úrskurð-
ar, enda fegurðin afstætt hugtak.
En fáir hygg ég að neiti því, að
Akureyri sé fagur bær. Akureyr-
ingum þykir líka vænt um bæinn
sinn og svo má og á að vera og
þeir sýna það i verki. í hótei KEA
beið okkar matur í boði Kaupfé-
lagsins. Framkvæmdastjóri félags-
ins og stjórn pess ásamt fleiri ráða
mönnum um þarm rekstur stóðu
fyrir dyrum úti og tóku á móti
hópnum Jakob Frímannsson bauð
gesti velkqmna. en auk hans töl-
uðu undir borðum Brynjólfur
Sveinsson menntaskólakennari,
Framh. á 15. síðu.
8
t f m t 'w i\r laiiEfardíiC!!:
áíúst 1962
I