Tíminn - 04.08.1962, Page 13
„Við hlustum ekki ..
Framhald af 9. sí5u
er friðarsinni orðið hálfgert
skammaryrð heima.
Stefnubreyting
Þegar horfið er frá hlutleys-
isstefnunni frá 1918 var verið
að uppræta eitt höfuðatriðið í
lífshugsun íslendinga. Það er
til dæmis athyglisvert, hversu
sárafáir fslendingar gengu í
danska herinn fyrr á tímum
og var það þó auðveld leið fé-
lausum og fátækum. Á hinn
bóginn gekk fjöldi íra í enska
herinn, heilar hersveitir börð-
ust fyrir Englendinga. Það var
atvinnugrein, vafin dýrðar-
ljóma, í augum íra var hermað
ur hetja, hvort sem hann var
uppi á 14. eða 19. öld. — Aft-
ur á. móti féllu fáir íslending-
ar í þá freistni að gerast her-
menn, dáti hefur meira segja
verið skammaryrði hjá okkur
alla tíð. — Þetta viðhorf var
almennt með íslendingum allt
fram til 1940, síðan hefur ver-
ið unnið að því skipulega að
brjóta það niður- Nú er okk-
ur innrætt að hernaður sé góð
ur, ef hann 'sé rekinn af rétt-
um þjóðum, það er ræktuð
hernaðardýrkun með þjóðinni.
Kirkjan brugðizt
í þessum efnum hafa ýmsar
stofnanir og aðilar brugðizt
sem sízt skyldi. íslenzka kirkj
an hefur t. d. ekki reynzt vand-
anum vaxin. Hún á að vera ó-
pólitískur leiðbeinandi um and
lega heill þjóðarinnar. Hún
verður að taka afstöðu gegn
manndrápum og með hlutleysi.
Það eru bókstaflega svik við
þjóðina sjálfa, ef hún bregst
þessu hlutverki. Og fyrir ís-
lenzku kirkjuna ætti þessi bar
átta að vera greið. Þjóðin hef-
ur alltaf lifað eftir því boðorði
að ekki skuli mann deyða, á
íslandi hefur því aldrei orðið
sá tvískinnungur og óheilindi
í andlegu lífi þjóðarinnar, sem
algengur er í öðrum löndum,
þar sem fólki er kennt að lifa
eftir boðorðunum jafnframt
því sem prestar eru sendir á
vígvellina til að blessa morð-
tólin. fslenzka kirkjan þarf ekki
að svara til saka fyrir slíkan
misbrest og gæti því beitt sér
af öllu afli.
Efnahagur og rómantík
f stað þess að rækta með sér
þau einkenni, sem gert hafa
þjóðina sjálfstæða og blásið
henni í brjóst trú á mátt sinn
og megin, er nú sífellt urniið
að því að gera íslendinga sem
líkasta öðrum þjóðum, þeir
vilja nú vera eins og hinir,
taka þátt í átökunum, láta
ginna sig til að leigja hluta af
landi sínu undir herstöðvar og
hlíta öllu sem þeim er fyrir-
skipað.
Margir vina minna hér, sem
eru ákafir fylgismenn NATO
og trúir sinum málstað; taka
það mjög nærri sér, að áíslandi
skuli vera amerísk herstöð og
hermannasjónvarp skuli leyft
þar. Það, sem ómenntuðum
Breta finnst hlægilegt að við
skulum ekki hafa her og kóng,
þá finnst þessum mönnum
hörmulegt að vita islenzka
menningu í hættu.
Hins vegar hafa nokkrir fs-
lendingar haldið því fram við
að það borgaði sig ekki fyrir
okkur að vera sjálfstæð þjóð,
íslenzk tunga væri okkur að-
eins til trafala og við værum
betur settir á allan hátt sem
hluti af stórþjóð.
Jafnvel þessir menn hafa
rangt fyrir sér Þeir sem end-
urheimtu íslenzkt sjálfstæði
eftir tvísýna baráttu við Dani
voru ekki aðeins að bjarga
landslagi okkar og fornsögum.
TÍMINN, laugardagiun 4. ágúst
Þeir gerðu sér ijóst að efna-
hagur landsmanna yrði aldrei
viðunandi meðan vinnuaflið
væri þaulnýtt í landinu en arð-
urinn af því færi allur úr landi.
Það borgar sig ekki fjárhags
lega að vera ósjálfstæður. Fjá.r
magnið flvzt í hendur útlend-
inga, auðlindirnar verða lands-
mönnum sjálfum að minnsta
gagni.
Það ætti að vera hlutverk
íslenzka ríkisins, skóla, kirkju
og blaða að halda lifandi þeim
hugsjónum, sem íslendingar
hafa varðveitt um langar ald-
ir, hu.gsjón bókmennta, friðar
og sjálfstæðis. Það er einmitt
þetta, sem gerir okkur að þjóð
í augum sjálfra okkar og um-
heimsins.
Hetja eða skáld
Hermann Pálsson hefur
kynnt sér rækilega írska menn
ingu og tungu, dvalið lengi í
írlandi og er því kunnugur
sögu þeirrar þjóðar. Við spyrj-
um hann um sjálfstæðisbaráttu
íra.
— Veikasti punkturinn í
allri sjálfstæðisbaráttu íra var
það, að þeir lögðu mikla á-
herzlu á hernað og manndráp,
svarar Hermann Pálsson, þessu
var öfugt farið með íslendinga.
Ég efast um að Jón Sigurðs-
son hafi nokkru sinni hand-
leikið byssu. íslenzk þjóðern-
isbarátta var háð með heilan-
um, með pennann að vopni,
hugsun. Munurinn á Jóni Sig-
urðssyni og leiðtogum íra er
geysilegur. Þeir lögðu megin-
áherzlu á tilfinningarnar, skír-
skotuðu til hjartans. Bará.tta
þeirra var háð af tilfinninga-
hita fyrst og fremst, þeir geyst
ust fram á vígvöllinn og var
mest í mun að deyja eins og
hetjur fyrir föðurlandið.
Einn af leiðtogum íra i þjóð
frelsisbaráttunni á 20. öld var
skáld gott, Pearse að nafni og
minnir talsvert á Jónas Hall-
grímsson. Hann tekur þátt í
uppreisninni 1916, er handtek-
inn, dæmdur til dauða og skot-
inn. Hann var þá enn ungur
að árum en hafði ort mörg
prýðileg Ijóð!
Ég fór eitt sinn með írskum
kunningja mínum vestur í
Kunnaktir, þar sem þetta skáld
hafði haft aðsetur sitt.
Ég talaði um það við þennan
írska kunningja minn, hvaðþað
hefði veri hryllilegur glæpur
að taka þennan mann af lífi.
fyrir bragðið hefðum við farið
á mis við öll þau indælu Ijóð,
sem hann hefi átt óort. — En
írinn var ekki aldeilis á sama
máli: „Hugsaðu þér bara“,
sagði hann „hvað það er dá-
samlegt að fá að deyja fyrir
föðurlandið svona í blóma lífs-
ins og verða þjóðardýrlingur
fyrir. Hvað er það á móts við
nokkur kvæði?“
Ég tel sennilegt, að þetta við
horf íranna eigi sinn þátt í
því hversu báglega þeim tókst.
Við gætum hugsað okkur hvern
ig farið hefði, ef íslendingar
hefðu komið sér. upp her og
gripði til vopna gegn Dönum
á 19. öld. Nokkur herskip
hefðu verið send til landsins
og lífið murkað úr blóma þjóð
arinnar, þá hefði íslenzkri sögu
verið lokið. Það er ekki vegna
þess að Danir hafi verið ófús-
ari til vopna en Bretar að við
erum sjálfstæð þjóð i dag,
heldur vegna þess, að ekki er
hægt að berjast við vopnlausa
þjóð.
í siðfræði encjin
i"nHantekning
En með írum var hernaður
frá fornu fari þjóðarþáttur —
frskur piltur fór í herinn á
sama hátt og íslenzkur sveita-
piltar fóru til sjós. íslenzkt
sveitafólk náði töluverðri full-
komnun í kristilegum hu.gsun
arhætti af því að í hugum þess
vor.u engin á.tök milii boðorða
og verknaðar. þú skalt ekki
mann deyða var tekið bókstaf-
lega og breytt eftir því. Aftur
á móti með öðrum þjóðum hef
ur sífellt verið þarna um tví-
skinnung að ræða, fólk hefur
játað boðorðin í munni, hins
vegar hefur jafnvei þótt sjálf-
Bergþórugötu 3. Símar 19032, 20070
Hefur ávallt ti) sölu allar teg
undir htfreiða
Tökum Diireiðir i umboðssölu
Öruggasta þjónustan
teilaaalm
Bergþórugötu 3. Símaj- 19032, 20070.
sagt að taka af lífi njósnara og
hermenri í styrjöld. En í sið-
fræði er ekki til nein undan-
tekning. Ahdúð íslendinga á
manndrápum var svo rótgróin,
að senda þurfti afbrotamenn
til útlanda undir böðulsöxi.
Trúlofunarhringar
Fljót afgreiðsla '
GUÐM bORSTEINSSON
ouNsmiíur
BanKasTrm*’ 12
Sinv 1400'?
Sendum eepn nootu-rnfn
Svart bakurinn
Framhald af ö siðu
mjög auðvelt að veiða hann i gildrur, sem eru að stærg eins og
rneðal herbergi, veggirnir væru úr þéttriðnu vírneti. Á botninn
sé settur úrgangur úr sláturhúsum eða fiskúrgangur. Ofan í
þessar gildrur steypir fuglinn sér, en nær ekki flugtaki, þar er
auðvelt að skjóta hann. Svartbaksungar eru gæðamatur, e.t.v.
■mætti selja kjötið af honum á innlendum eða erlendum markaði,
því að ekki virðist hið landfræga andabú í Álfsnesi hafa full-
nægt eftirspurninni enn sem komið er. A.m.k. mætti hirða af
honum fiðrið svo a$ við losnuðum vig að flytja inn danskt
hænsnafiður í tonnatali.
Það er næsta furðulegt það tómlæti, sem varpbændur sýna,
ag ekki skuli heyrast frá þeim stunda eða hósti, þó að þeir horfi
á eftir æðarungunum I gi.n svartbaksins. Sama er að segja um
þá, sem hafa laxveiði; þeir horfa á varginn við alla árósa tína
upp í sig ungviðið. Stjórnarvöld landsins, klúðruðu Svartbaks-
frumvarpinu í gegnum síðasta Alþingþ en sjáanlega kemur það í
því formi að engu gagni.
Ef til vill verða örlög æðarfuglsins þau sömu og geirfuglsins,
ef ekkert er að gert. Á þeim tíma var hér hungruð þjóð, þá gat
hver málsverður bjargað mannslifum, en nú er þekkingin á þess-
um málum önnur. Það er auðvelt að bjarga þessum arðsama
fuglstofni og auka hann og margfalda.
Eaugavegi 146 — Sími 11025
Höfum til sölu í dag og næstu
daga:
Volkswagen af öllum árgerðum
með alls konar greiðsluskilmál-
um.
4ra og 5 manna bíla í mjög fjöl-
breyttu úrvali með afborgunar-
skilmálum og í mörgum tilfell-
um mjög góðum kjörum.
6 manna bíla nýja og eldri með
alls konar greiðsluskilmálum.
Bifreiðir við allra hæfi og
greiðslugetu.
Auk þess bendum við yður sér-
staklega á:
Opel Rekord 1962, ekinn 16000
km.
Volkswagen 1962 sem nýjan.
Ford Taunus 1962, ekinn 14000
km.
Opel Caravan 1959.
RÖST hefur áreiðanlega réttu
bifreiðina fyrir yður.
Við leggjum áherzlu á góða
þjónustu, fullkomna fyrir-
greiðslu og örugga samninga.
Leitið upplýsinga hjá okkur um
bílana.
Skoðið hjá okkur bílana.
Þér ratið leiðina til RASTAR.
RÖST s/f
Laugavegi 146 — Sími 11025
Ódýrir hjólbarðai
Stærð 560x15
— 640x15
— 670x15
— 650x16
— 750x20
— 825x20
— 1100x20
Hjólbarðaviðgerðin
v/ Rauðará.
Skúlagötu 55.
«S
GASFERÐATÆKI
margar stærðir og gerðir
FERÐAÁHÖLD
töskum
VEIÐISTENGUR
veiðihjói, úrvais enskar laxaflugur
SÆNSK VEIÐISTlGVÉL
Austurstræti
1962
13