Tíminn - 01.09.1962, Qupperneq 6

Tíminn - 01.09.1962, Qupperneq 6
MINNING: Vilborg Jónsdóttir Hierúif Hinn 16. ágúst s. 1. lézt á Sjúkra húsi Hafnarfjarðar ekkjan Vilborg Jónsdóttir Kjerúlf, hálftíræð að aldri. Fer útfðr hennar fram kl. 2 í dag. Vilborg var fædd á Kleif í Fljóts- dal 24. apríl 1867, dóttir Jóns bónda þar Magnússonar og konu hans, Sigríðar Sveinsdóttur frá Götu (nú Holti) f Fellum, — og ólst upp í foreldraranni til full- tíða aldurs. í árslok (16/12) 1889 giftist hún Guðmundi Kjerúlf- Andréssyni frá Melum, sem þá var ráðsmaður á búi Þorvarðar læknis Kjerúlf á Ormarsstöðum, bróður síns. Vorið 1891 byrjuðu þau bú- skap á Refsmýri, næsta bæ við Ormarsstaði, en fluttu þaðan eftir ár að Fljótsbakka í Eiðaþinghá. Þorvarður læknir dó 26. júlí 1893. Vorið eftir fengu þau ábúð á Ormarsstöðum og bjuggu þar 5 árin næstu. Þá var jörðin seld og þau urðu að víkja fyrir kaup- andanum. Fengu þau þá ábúð í Sauðhaga í Vallahreppi, og bjuggu þar 10 ár. Vorið 1909 fengu þau ábúð á Hafursá í Skógum og bjuggu til vors 1946 — brugðu þá búi og fluttu að Hábæ í Vogum til dóttur sinnar, Önnu, og tengda- sonar Sveins Pálssonar prests í Þingmúla, Pálssonar, og áttu hjá þeim athvarf til æviloka. Guð- mundur dó ári síðar, 24. maí 1947, áttatíu og fjögra ára að aldri. Vilborg var fríðleikskona, virðu- leg og prúð í fasi og framkomu og viðmótsþýð, — öllum þekk og eft- irminnileg, sem henni kynntust. Hún var greind kona og stálminn- ug, og hélt líkams- og sálarkröft- um vel fram til hinztu stundar. Ég kynntist Vilborgu og Guð- mundi ijyrst árið 1895, er þau bjuggu á Ormarsstöðum — var kaupamaður hjá þeim um tíma sumarið áður en ég fór á Möðru- vallaskólann. Minnist ég þess hvað þau voru samvalin í hátt- prýði og alúðlegu viðmóti. Svo lágu leiðir ekki saman fyrr en eftir 1909, er þau voru komin að Hafurs á en ég farinn að búa í Hamborg. Á búskaparárum mínum þar átti ég oft leið um á Hafursá og hafði þar viðdvöl mörgum sinnum. Al- faraleið lá þar fyrir neðan garð, en stutt heimreiðargata til bæjar ins frá báðum hliðum og þess neyttu margir, enda ánægjulegt að njóta alúðlegrar gestrisni þeirra hjóna. Og fyrir mig hentaði vel að hvíla þar hesta mína. Hafursá er í ýmsu tilliti vildar- jörð og fagurt aðsetur. Þaðan er ein fegursta yfirlitssýn á Upp- Héraði. Byggðin vestan Lagar- fljóts blasir þaðan við sjónum og til suðvesturs gnæfir fjallkóngur Austurlands, Snæfell, upp af há- SEXTUGUR: OLI BJARNASON, útvegsbóndi í Grímsey Óli Bjarnason, útvegsbóndi á Sveinsstöðum í Grímsey varð sex- tugur þ. 29. þ.m. Fæddur var hann að Steindyrum á Látraströnd við Eyjafjörð, 29. ágúst 1902. Foreldrar hans voru I hjónin Bjarni Gunnarsson og j Inga Jóhannesdóttir, er þar skarandi dugnaðar- og sæmdar- konu, Elínu Þóru Sigurbjömsdótt- ur, fyrrum bónda á Sveinsstöðum. Heimili þeirra hjóna er að verð- leikum rómað fyrir rausn og mynd arskap, eigi aðeins innan sveitar- innar, heldur einnig víðs vegar um land, því ferðamenn er hingað bjuggu, voru þau bæði komin af! lsita, koma flestir í Sveinsstaði, traustum og tápmiklum bændaætt- um. Föður sinn missti Óli er hann var 5 ára gamall, drukknaði hann í fiskiróðri. Tók ekkjan sér þá ráðsmann, Óla Hjálmarsson, er svo varð seinni maður hennar. Ellefu ára gamall fluttist Óli hingað til Grímseyjar með móður sinni og fóstra og hefur dvalið hér síðan, að einum vetrí undan skildum, sem hann var í Færeyj- j um. Óli Hjálmarsson er látinn fyr- j ir nokkrum árum, en Inga lifir enn, í hárri elli. Það kom brátt í ljós, að sveinn- inn Óli mundi bera hátt merki ættar sinnar um dugnað og á- huga í starfi, enda hlaut hann gott uppeldi hjá móður sinni, mikil- hæfri sæmdarkonu og fóstra sín- um, er var hinn mesti ágætismað- ur í hvívetna, starfsamur, forsjáll i og ráðhollur, reyndist hann og nafna sínum hollvinur og ráðgjafi, meðan hans naut við. Óli Bjarnason gerðist snemma öðrum fremrj um sjósókn og hvers konar aflabrögð og aflakóngur eyj arinnar var hann lengi. Djarfsæk- inn þótti hann, en jafnan aðgætinn og hefur aldrei hlekkzt á, þó oft hafi verið við ómild veður og úfinn sjó að etja. Bjargmaður var hann bæði fim- ur og áræðinn, og ekki eru nema fá ár síðan hann kleif Miðgarða- bjarg, ásamt syni sínum, til að bjarga sjómönnum, sem brotið höfðu skip sitt undir bjarginu, í illviðri og náttmyrkri. Og enn munu hvorki björg né bárur buga þrek og áræði Óla Bjarnasonar, Gæfumaður hefur Óli alla tíð verið. Kvæntur er hann framúr- og mikill fjöldi sjómanna, bæði innlendra og erlendra, hefur kom Óli er maður greindur vel, at- hugull og úrræðagóður, er einatt til hans leitað, þegar skjótra úr- ræða þarf við. Greiðvikinn er hann með afbrigðum og vill hvers manns vanda leysa. Hreins'kilinn 'og drenglyndur og vill jafnan hafa það er réttást reynist, hvort sem honum sjálfum kemur vel eða ekki. . Enn er Óli þéttur, á velli og léttur í spori, og lítt mun hann kvíða glímunni við elli. Og þó hann að sjálfsögðu verði, sem aðrir, í sporum Þórs í þeirri við- ureign að lokum, þá eru sigur- horfurnar engu minni hans megin, enn sem komið er. Á þessum merku tímamótum í ævi Óla munu margir renna til ið þar og borið heim til sín bjart- hans hlýjum huga. Og þakkir og ar minningar um gestrisni og blessunaróskir hinna fjölmörgu hjartahlýju húsbændanna. Þeim vina, nær og fjær, fylgja honum hjónum hefur oiðið sjö barna auð og heimili hans inn á sjöunda á- ið, sem öll eru tápmikið myndar- i fangann. fólk, eins og þau eiga kyn til. Einar Einarsson Óli Bjarnason og kona hans Elín Þóra Sigurbiörnsdóttir lendinu, sem turnbygging fyrir botni Norðurdals—Fljótsdals. Guðmundur Kjerúlf var hygginn og eljusamur búmaður, sem aldrei féll verk úr hendi, nema þegar gestum varð að sinna. Við þá var hann ræðinn og alúðlegur. Hann var fastlyndur maður, gjörathug- ull og spakur að viti. Það var ætíð ávinningur og lærdómsríkt að eiga samræður við hann. Svo kom hin fasprúða glæsilega húsfreyja, bar krásir á borð og lagði sinn skerf til samræðunnar. Eitt leiftrið í gullakistu minn- inganna er að hafa kynnzt þeim Hafursárhjónum, Vilborgu og Guð 'mundi. Guðmundur og Vilborg eignuð- ust átta börn. Tvær dætur misstu þau á æskuskeiði. Hin sem kom- ust til fulltíðaaldurs, voru þessi: Jón bóndi fyrst á Hafursá, síðar verðgæzlustjóri fyrir Austurland, búsettur á Reyðarfirði, kvæntur Guðlaugu Pétursdóttur frá Eski- firði. Anna, húsfreyja í Hábæ, fyrr- nefnd. Sigríður, gift Guðmundi Guð- mundssyni frá Freyshólum, dáin 1931. Sólveig, gift Gunnari Jónssyni frá Halloimsstað, fyrrum lengi gjaldkera sjúkrahússins á Akur- eyri, nú starfsmanni við dagblað- ið Tíminn. Andrés, bóndi á Akri í Reyk- holtsdal, kvæntur Halldóru Jóns- dóttur úr Reykjavík. Útför Vilborgar fer fram í dag frá Kálfatjarnarkirkju. Halldór Stefánsson VEB Globus-Werk Leipzig Rspublik Útboð Tilboð óskast um smíði innréttinga í handavinnu- stofur í Réttarholtsskóla. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu vorri Tjarn- argötu 12, m. hæð gegn 300 króna skilatryggingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar Utböð um hitaveitulagnir í Hlíðarhverfi, 5. áfanga Tilboð óskast í hitaveitulagnir utanhúss í eftirtald- ar götur í Hlíðarhverfi: Hluta af Bólstaðarhlíð, Háaleitisvegi, Skipholti, Grænuhlíð og Stigahlíð svo og Vatnsholt og Hjálm- holt. Útboðsgögn verða afhent í skrifstofu vorri, Tjarn- argötu 12, 3. hæð gegn 3.000,— kr. skilatrygg- ingu. Innkaupastofnun Reykjavíkurborgar TILKYNNING Nr. 16/1962 Verðlagsnefnd hefur ákveðið að framlengja um óákveðinn tíma gildi tilkynningar verðlagsstjóra nr. 16 frá 31. ágúst 1961 en samkvæmt henni voru tilteknar vörutegundir undanskildar ákvæð- um um hámarksálagningu til l.'sept. 1962. Reykjavík, 31. ágúst 1962. Verðlagsstjórinn. ( ■ N' N, laugardagurinn 1. sept. 1962. — 6

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.