Tíminn - 01.09.1962, Blaðsíða 8

Tíminn - 01.09.1962, Blaðsíða 8
„Aftur sérðu komna á kreik Kálfager3isbræður.“ Þessar hendingar Elivoga-Sveins flugu mér í hug, er ég hafði af því spurnir að þrir Sauðkrækling- ar höfðu geystst inn í lönd okkar Húníetninga, handsamað tvo stóð- hesta okkar Þorsteins í Enni og þrjá í eigu Skarphéðins í Vatns- hlíð og þeyst með þá norður í Skarðshrepp, þar sem þeir voru afhentir hreppstjóra til sölu. Menn þessir voru Sveinn Guð- mundsson, kjörbúðarstjóri, kimn- ur maður, og tveir verkamenn. Er Sveinn frægur af svipaðri reisu, Haraldur Eyjólfsson í Gautsdal: Stóðhestar og vandræðame er hann ásamt fleiri mönnum fór í í leiðangur á Eyvindarstaðaheiði og sótti þangað nokkra hesta til sölu fyrir tveimur árum. Ekki má gleyma „höfuðpaurnum". Bar Sveinn fyrir rétti á Sauðárkróki, að Egill Bjarnason, héraðsráðu- nautur, hefði og hvatt Svein og þá félaga til þessarar herferðar. Óneitanlega skortir þá menn ekki karlmennsku né stórhug. sem vað'a heim að túnum okkar Hún- vetninga, hvort heldur á nótt eða degi og grípa þar hesta, þótt ó- vanaðir séu, sem vitað er að aldrei hafa hreyft sig af þeim slóðum, sem þeir eiga að vera á. Segir þó í Fjallskilareglugerð Hún- vetninga, sem byggð er á lögum, á þessa leið: „Eigi má ónáða fénað á afrétti og eigi heldur, nema með leyfi hreppsnefndar, taka það an fé eða hross, nema málnytju- peningur sé, tamin hross, eða sölu- hross.“ Þegar í lögum stendur hins veg- ar að taka megi hesta og selja, mun átt við óvandaða slangurs- hesta og er það mál óskylt því, I sem hér um ræðir. Löngum hefur þótt illt að búa, i þar sem bitvargur liggur í landi. i Höfum við Laxdælingar sannað i það fyrr og síðar. Lágfóta hefur j áreiðanlega valdið okkur þungum búsifjum og margur lambsskrokk- urinn fundizt á grenjum hennar. En ekki höfum við þurft að leita þangað stóðhrossa. Nú er hins veg | ar svo komið, að svo má að orði kveða að við verðum að draga þá út úr „grenjum" þessara Sauð- kræklinga og það með ærinni fyr- irhöfn og stórfelldum kostnaði. Skyldi maður þó sízt ætla að Sveinn kjörbúðarstjóri væri svo illa haldinn, að hann þyrfti að afla sér aukatekna með því að leggjast svo lágt að fara ránshendi um eigur húnvetnskra bænda — en illt að sjá að þessi leikur sé til annars gerður. Óneitanlega minna þeir kumpánar, Sveinn og Egill, óþægilega mikið á Skamm- kef og Þjó'itóif, er illræmdir eru af Njálu, því að annar vildj öllu sundra, en hinn gekk um með reidda öx’ og lét alldólgslega. Húnvetningar og Skagfirðingar eru nágrannar og eiga mörg sam- eiginleg viðskipti, einkum í afrétt- ar- og fjallskilamálum. Hefur að jafnaði farið vel á með þeim og ekki hlaupig snuðra á þráðinn, svo mig reki minni til, þar til fyr- ir tveim árum, að þessir félagar, sem hér hafa nefndir verið, tóku sér fyrir hendur að kveikja úlfúð- arelda á milli þessara sáttu sýslu- búa. Verður hvorki viti þeirra né dyggð fyrir að þakka, þótt svo kunni að fara, að betur rætist úr málunum en nú horfir. Hitt kem ur þá til, að spakari menn og góð- gjarnari í Skagafirði taka í taum ana og draga þá úr höndum þess- ara angurgapa. Eg skrifaði greinarkorn í Tím- ann um stóðhestatökuna 1960. — Litlu síðar átti ég og viðræður við þá alþingismennina Björn Pálsson á Löngumýri og séra Gunnar Gísla son í Glaumbæ. Fór ég þess á leit Þáttur kirkjunnar Páll postuli talar um eldmóð og að vera brennandi 1 andan- um. Kristur verður frá sér numinn og ummyndast j skín- andi veru ójarðneska að útliti fyrir augum lærisveina sinna. Spámenn og spekingar komast í annarlegt hugarástand, sem ljómar og sindrar út frá aug- um þeirra og svip. Allt þetta mundi í sálarfræð- inni færast undir * hugtakið hrifning — ekstase — það á- stand vitundar að gleyma öllu, jafnvel sjálfum sér öllu, nema þeirri hugsjón eða árejti — gæti verið listaverk, sem verk- ar svona sterkt á skynjun eða hugsun — en þó umfram allt tilfinningu. Margir snjllingar og stór- menni mannkyns og þjóða fyrr og síðar, hafa verið gæddir þessum hæfileika til hrifning- ar og eflt hann með sér. Á frumstigi er hann sennilega það, sem forfeður okkar nefndu, berserksgang, en svo er unnt að göfga þennan kraft til þess sjálfgleymis og almættis í speki, kærleika eða fram- kvæmdum, sem kallast guð- móður. Margir, og þar á meðal sér- fræðingar á sviði sálvísinda telja, að þessi hæfileiki til að hrífast, sé að dvína á okkar dög- um. Áreitin eru ef til vill of mörg, við erum orðin vön svo mörgum undrum og áhrifum svo að segja samtímis, nútím- inn er svo gagnrýninn og kröfu- frekur, uppfinningar svo marg- ar að fyrirbrigðin verka ekki lengur, hugsunin grynnri. Allt þetta og margt fleira eru taldar orsakir fyrir hrifningar- skorti nútímamannsjns. Og að lokum segja sumir: „Það er ekkert framar til að verða hrifinn af. Veröldin er ag verða svo gömul.“ Þetta síðasta er þó fjarstæð- ast. Daglega gerast alls konar undur til að hrífast af. En nú- tímamaður fjöldans og hraðans, hávaðans og tækninnar sljógv- ast meira bæði að ytri og innri skynjun, og viðtöku en þeir, sem nutu kyrrðar og friðar í faðmi einveru og einangrunar. Þess vegna þarf nútímamann- HRIFNING eskjan að gæta þessa dásam- lega hæfileika til æðstu lífs- nautnar — en það mun hrifn- ingin vera — miklu betur en áður þurfti, efla hann og rækta með sér. Mörgum mun finnast lífið lítilsvirði án hrifningar. Og eitt af því, sem Kristur hefur í huga, þegar hann talar um börnin og hæfni þeirra til guðs- ríkis, er einmitt það, hve auð- veldlega þau hrífast til gleði, aðdáunar og innsæis. En um þá, sem hafa ekki varðveitt þessa hæfni hinnar hreinu barnssalar, segir Jónas Hall- grímsson: „Hvað er skammlífi?, skortur lífsnautnar svartrar svefnhettu síruglag mók“. En hins vegar eru áhrif þeirra, sem hafa varðveitt hæfni sína til hrifningar líkt og vekjandi og hressandi fjalla- blær. Margt af því, sem mesta blessun hefur veitt bæði sam- tíð og fortið, mundi aldrei hafa séð dagsljósið án hrifningar einhvers, þannig er um flest listaverk, uppgötvanir og hug- sjónir í félags- og menningar- máLum. Hindranir, skortur og erfið- leikar virðast lítt eða ekki geta stöðvað þá, sem eru hrifnir af vjðfangsefnum sínum og verk- efnum. Þar gerast sífellt und ur og kraftaverk og eldur áhug- ans og hugsjónanna brennir burtu allar skorður og þrösk- ulda, svo að bönd og fjötrar hrökkva sundur. Hvað væri tilveran án þessa krafts, sem getur gefið ein- staklingnum afl á við tugi eöa tugþúsundir eftir atvikum. Hig ómögulega verður kleift og undrin gerast. Hrifin manneskja ljómar af einhverri innri birtu, augun geisla, andlitið blikar af undur- samlegu brosi. Umræðuefnið er ekki einungis um hversdags- leg atvik og annarra ávirðing ar. Hún á hugsanir og orð, sem varpa nýju ljósi yfir menn og málefni og gefa öllu, sem talað er um, nýtt gildi. Nokkur orð, nokkur augnablik í nærveru slíkrar manneskju gleymast varla, geta oft haft ævilöng á hrif, svo að tilveran öll verði önnur upp frá því. Það er eins og slíkt fólk hafi varpað ein- hverjum gneistum eða glóð inn í vitundina, sem kveikja gjarn an sama áhuga, sömu lífsskoð un í huga okkar og hjarta. Þannig er oft með hrifna ræðu- menn. Þeir geta bókstaflega gosið eins og eldfjall, skapað ný fjöll og nýja dali, nýtt út- sýni, ný lönd, eða þeir verka eins og upprennandi morgun- sól, sem gefur nýjan dag með öllum hans undrum, störfum og ævintýrum. En umhverfis þann, sem ekki er hrifinn eða gagntekinn af umræðuefni sínu gerist hins vegar ekkert, skaP ast ekkert, þar veiður aðeins tóm, kalt, autt og snautt tóm. Kristinn dómur hefur alltaf lagt áherzlu á hrifninguna. Stór menni hans hafa öll vaiðveitt og eflt eldmóðinn í vitund sinni, orðum og athöfnum. Það sannar ummyndun Krists upp- hafning Páls í „þriðja himin“ sigurvinningar Jeanne d’Are, ást Franz frá Assisi til alls, sem lifir, ævistarf Zchweitzers í Afríku. Venjuleg guðsþjónusta er meira að segja þannig upp- byggð og samansett, að hún á að geta vakið hrifningu í hverju lifandi hjarta Og dyggðirnar þrjár, höfuð- dyggðir kristninnar, trú, von og ást eru frumskilyrði hrifning- ar í vitund og vild hverrar manneskju. Þess vegna mega göfugar hugsjónir ekki slokkna, eldmóður og ákafi ekki dvína í hjörtum. heimil- um og kirkjum. Án þess að afla kraft hrifningar sköpum við aldrei nýjan heim frelsis. friðar og bræðralags. Árelíus Xíelsson við þá, að þeir beittu sér fyrir breytingum á hrossaræktarlögun- um í þá átt, ag þau yrðu síður misskilin og við þau unandi af öll- um hrossaeigendum. Virtust báð- ii sömu skoðanar og ég i málum þessum og tóku vel undir erindi mitt. En hveija sögu verður að segja eins og gengur, hvorugur þeirra hefur að þessu nei't aðhafzt í málinu svo ég viti A síðasta Búnaðarþingi báru nokkrir fulltrúar upp heimildar- tillögu þess efnis að leyft væri að hafa óvanaða lausagönguhesta vestan Blöndu. Meirihluti þingsins skellti skollaeyrum við þessu, hafði ekki næga víðsýni né þekk- ingu til að sjá og viðurkenna að tvö sjónarmið eru í hrossamálum okkar íslendinga, og ber hvort tveggja að virða. Fyrst og fremst er hér um að ræða framleiðslu fyrsta flokks fæðutegundar, sem leiðir til að'alteknanna af þessari búgrein. í öðru lagi er svo „sport“ hestaræktin, sem einnig á rétt á sér að vissu marki. En hana hafa nú margir í mestum háveg- um og halda henni fram með oddi og egg á kostnað kjötframleiðsl- unar, sem er þó ólíkt þarfari. En því miður er það ekki á þessu eina sviði, sem sportið er hvað mest metið og leitt td önd- vegis í þjóðlífinu. Hitt vita allir, sem hafa hrossabúskap til kjöt- framleiðslu, að' ekki er unnt að hafa af honum fullan arð, nema hafa lausagönguhesta. Beitti því Búnaðarþing þessa bændur stór- kostlegu misrétti, ósamboðnu viið- ingu þess. Og hlýtur að vera þess að vænta, að það bæti úr því, þeg- ar það kemur saman næst. En rétt er ag geta þess, til á- réttingar málum þessum, að það er almenn skoðun, sem hægur vandi er að. rökstyðja, að nú er ekki meira af góðhestum almennt talað, en áður var. þegar hin illræmdu stóðhestalög vríru ófædd Má kalla að þau séu að mestu leyti fálm eitt og stóðbændum yfirleitt til stórtjóns. Er vil því hér með skora á Bún- aðarþing og hið háa Alþingi að breyta núgildandi hrosaræktarlög- um í það horf. að allir geti vel við unað og hiutaðeigendum verði til sem mestra nytja. Þeir sífelldu árekstiar, sem nú eiga sér stað á þessu sviði eru bæði leiðir og fjárfrekir auk þess að þeir spilla sambúð manna og vin- fengi. En ýmsar leiðir eru út úr þessu öngþveiti. sem fara má, ef sanngirnin fær að ráða, bæði á hærri og lægri stöðum. Að lokum vil ég segja þetta við þá Skagfirðinga er hér eiga hlut að máli: Skamma stund verður liönd höggi fegin og ofstopi og ó- jöfnuður hefnir sín. Við Húnvetn- ingar eigum einn kost, ef vig ná- um ekki rétti okkar og fáum ekki að halda búpeningi okkar heima við tún okkar án þess að eiga það á hættu að Skagfirðingar geri sér að leik að sækja hann og auglýsa hann til sölu á opinberu uppboði. Við getum girt á sýslumörkum og einnig ef til vill látið fara fram ítölu í heimalönd og afrétt. Allir kunnugir vita, hve gífur- legum ágangi við Laxdælingar og aðrir á sýslumörkunum, verðum fyrir af afréttarpeningi Skagfirð- inga. Ekki sízt Sauðkræklinga. Nú hafa þeir greitt hann með þessum stórmannlega hætti. Samsöngur Muntra Mnsikanter Eftir nokkurra mánaða hlé á tónleikum hér í borginni, var þögnin rofin, svo að um munaði af finnska karlakórnum „Muntra Musikanter". Þessi úrvalskór á langa menn- ingarsögu að baki, og má rekja fyrstu rætur hans allt til ársins 1838 er Pacius hinn finnski músik frömuð'ur stofnaði Akademiskt söngfélag, eitt af elztu söngsam- tökum Norðurlanda. Árið 1878 hef ur svo kórinn M. M. sína starf- semi, og skipar þá fljótlega fast- an sess í músiklífi Helsinki borg- ar og hefur gert síðan, og fram til þessa dags Enda auðheyrt strax í upphafi að þarna stendur allt á gömlum merg, þjálfun, agi, vinna, og er þar hvergi af dregið. Söngstjóri kórsins Erik Berg- man, hefur þarna öll ráð í sinni styrku hendi. er næsta ótrúlegt hversu algjört vald hann hefir yf- ir sínum mönnum Raddirnar vii'ð- ast mjög jafnar að gæðum. og yf irstígur þar enginn annan heldur fellur allt í svo jafnan og felld- an farveg að undrum sætir, hversu vel má temja mannlegan barka. Til dæmis má geta þess að „piano- pianisso“ söngur kórsins var svo ótrúlega vel útfærður. áð slíkt virðist nærri ógerlegt nema á hljóðfæri, en þarna tóku manns- raddirnar það hlutverk að sér á ótrúlegan hátt Efnisskrá þeirra kórfélaga var einkar vel og smekklega samsett. Gömlu 16. aldar meistararnir Purcell-Gibbons og Hassler voru sungnir af því látleysi, sem þeirra verk prýðir. Þrírödduð „sanso- netta“ eftir Monteverdi (1567— 1643) var yndislegt verk i flutn- ingi þeirra. Lítið lag eftir Vagn Holmberg við ljóð Per Lagerqvist var flutt af einsöngvara kórsins Rurt Klockars sem hefir mjög háa og fallega tenórrödd, var textaframburður hans mjög til fyr- irmyndar, ekki eitt orð fór for- görðum af dásamlegu ljóði. Seinni hluti viðfangsefnanna var að mestu helgaður finnskum höfund- um, svo sem Sibeliusi, Palmgren, Törnudd og var „Særingarista" hins síðastnefnda sérstætt og magnað verk, sem kórinn varð að endurtaka Að lokum voru þrjú '•erk eftir söngstjórann Erik Berg- man, sem er um margt frumlegur höfundur og sjálfum sér sam- kvæmur. lag hans við suðurbottn- iska þjóðvísu- var bæði skemmti- lcgt og áheyrilegt. Síðasta verkið & efnisskránni eftir Bergman var að vísu svo frumlegt að áheyrand- inn freistast til að hugsa, að meira garnan sé að syngja það, en á að hlýða. þar sem orðaleikur með mismunand? áherzlum án lag línu skipar öndvegi, en óneitan- lega mjög vel flutt. Hafi kórinn miklar þakkir fyrlr vandaðan og listrænan söng, og síðast en ekki sízt söngstjórinn, Erik Bergman fyrir látlausa og áhrifamikla stjórn. U. A. 8 T í M I N N, laugardagurinn 1. sent. 1962. —< l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.