Tíminn - 01.09.1962, Blaðsíða 15
Humar-
veiSin
Leyfi til humarveiSa rann
út á miðnætti í gærkvöldi,
hálfum mánuði síðar en gert
hafði verið ráð fyrir. Enn er
þó talsverðan humar að fá,
en hann er afar smár og mik-
ið magn aflans, sem fer til
ónýtis vegna smæðar.
Yfir 100 ieyfi voru veitt til hum
arveið'anna, en bátarnir munu þó
ekki hafa verið fleiri en 70—80,
þegar flest var. Leyfi voru veitt
bátum á svæðinu frá Hornafirði
til Akraness, en mest var veitt á
Eldeyjarbanka.
Ekki er enn fengin vitneskja um
aflabrögð humarbátanna í heild,
er, talið er, að aflamagn hafi verið
allmikið. Síðasta kastið var hum-
arinn þó orðinn svo smár, að sjáv-
arútvegsmálaráðuneytið sá sér
ekki annað fært en banna veið-
arnar. Bannið, sem gekk í gildi
miðnætti s.l., er almennt, þó að
göghin, sem liggja fyrir um smæð
humarsins, séu aðeins fengin af
svæðinu frá Vestmannaeyjum og
vestur fyrir.
Aðalsteinn Sigurðsson, fiskifræð
ingur, sagð'i Tímanum í gær, að
úr síðustu prufu, sem hann hefði
fengið til rannsóknar, hefði
smæsti humarinn verið rétt eins
og væn rækja. Sagði hann, að
þetta hlyti að vera ungur stofn,
og væri óvarlegt að leyfa honum
ekki að vaxa upp í friði, enda
færi þessi smái humar bara í úr-
kast. Ekki sagði Aðalsteinn, að
til væru neinar reglur um, hve
humarinn ætti að vera stór, en
fyrir nokkru munu Svíar hafa
bannað að fluttur væri á land
humar, sem væri minni en 13—15
sm frá hala að trjónu. Allt að 70
% þess humars, sem veiddur hef-
ur verið hér við land síðasta kast-
ið, hefur verig minni en 14 sm.,
og má af þessum samanburði sjá,
hvernig veiðin var orðin.
Preniaraverkfall <
Framhaia .ii ols 1.
stunda vinnuviku. Þá voru ákvæði
um, að fleiri laugardagar en áður
yrðu hálfir vinnudagar, veikinda-
dagar færðust með mönnum milli
vinnustaða og auk þess ýms atriði
í sambandi við aðbúð prentara á
vinnustað.
Vinnuveitendur voru samþykkir
fjórtán prósent kauphækkun,
ákvæðinu urn veikindadaga og
lýstu sig fúsa til að taka upp við-
ræður á samningstímabilinu, yrðu
fjarsetjarar teknir í notkun, og
jafnframt, að stuðzt yrði í því efni
við hliðstæða samninga á Norður-
löndum.
| Fundur prentara í gærkveldi
hafnaði þessu, en sendi vinnuveit-
endum gagntilboð. í því tilboði
voru m. a. ákvæði um að laugardag
ar í janúar yrðu unnir hálfir og
eftirvinnukaup yrði reiknað út
frá 44 stunda vinnuviku. Fundur-
inn samþykkti að þetta skyldi vera
úrslitatillaga frá félaginu. Það,
sem vinnuveitendur , svöruðu ekki
gagntilboðinu, hófst verkfallið
klukkan 12 í nótt.
Haustsýnircg
Framhald aí 16. síðu.
verða sýningu að ræða. Sér-
stök ástæða er til að geta
um þrjú málverk eftir Svav-
ar Guðnason, sem hefur slak
að á formspennunni og birt-
ir mjög ferskar, hálf natúr-
aliskar myndir. Þá munu
verk Eiríks Smith vekja at-
hygli, en hjá honum er frek-
ar um þróun en skyndibreyt
ingar að ræða. Steinþór Sig-
urðssop á tvö athyglisverð
verk á sýningunni. Þeim
hefur verið komið fyrir á
gaflvegg skálans. Scheving
kemur á óvart fyrir þá sök,
að margur hefði ætlað þær
myndir gamlar, er hann sýn
ir nú, en þær eru flestar nýj
ar af nálinni.
Sýningin er opnuð kl. 2 í
dag og verður opin á venju-
legum sýningartíma fram
til 16. þ. m. — Það verður
góður tími fyrir myndlist-
arunnendur.
Söltunarmet
F-a -<h^iri a, i síðu.
Síldarbræðslan var á fimmtu-
dagskvöldið sem hér segir: Rauðka
102.681 mál, SR Siglufirði 431.527,
Raufarhöfn 278.669, Húsavík 12.
403, Skagaströnd 29.987 og Reyð-
arfirði 1221 mál.
Frá Ægisslóðum í gær.
Jakob Jakobsson sagði í gær-
kvöldi, að góð veiði hefði verið á
svæðinu út af Hvalbak allt fram
á morgun í gær, og þar sást mikil
vaðandi síld fram undir hádegi.
Iíann sagðist ekki vita, hversu
lengi mætti enn búast við að síld-
veiðar héldu áfram, en vel mætti
veiða síld fram undir jól, ef hún
væri sótt nógu djúpt út. Líklegt
væri að síldin væri að búa sig und
ir langa göngu núna, þar eð hún
safnað'ist yfirleitt aldr'ei saman í
eins stórar torfur og hún hefur
gert fyrir austan síðustu dagana,
r.ema hún væri að leggja upp í
langa göngu.
Fanney var að leita síldar á
Vestursvæðinu, og fann síld norð-
ur af Langanesi. Þetta var milli-
síld, og ekki eins góð, og sú, sem
veiðzt hefur við sunnanverða Aust
firði undanfarna daga. Pétur
Thorsteinsson leitar sildar á Húna
flóa, en hefur ekki orðið neins var
þar.
Heybruni
Mýrdal
Milil kl. 10 og 11 á fimmtudags-
morguninn kom upp eldur í hlöðu
að Höfðabrekku við Vík í Mýrdal.
Illa gekk að slökkva eldinn og eyði
lagðist meiri hluti þess heys, sem
í hlöðunj var.
Um sjálfsíkveikju mun hafa
verið að ræða, og réðist ekkert
vig eldinn, sem magnaðist fljótt.
Þakið var rifið af hlöðunni, og
reynt að moka einhverju af heyinu
út úr henni, en meiri hluti þess
eyðilagðist, en í hlöðuni voru um
150 hestar. Menn úr nágrenninu
og frá Vík í Mýrdal komu til þess
að aðstoða við slökkvistarfið, en
ekkert dugði. Þegar við áttum tal
við fréttaritara blaðsins í Vík í
gær hélt hann, að enn logaði í
heyinu en það hafði verið þakið
með torfi til þess að reyna að
kæfa eldinn.
Bóndinn á Höfðabrekku heitir
Ragnar Þorsteinsson, og hafði
hann tryggt hlöðu sina í sumar,
svo tjónið varð ekki eins tilfinn-
anelgt og hefði annars getað verið.
7-8 þús. kr.
þjófnaðurí
Kaffí Höl!
f fyrrinótt var brotizt inn í
Kaffi Höll í Austurstræti og stol-
ig þar 7—8 þúsund krónum. Lög-
reglan sagði, að ekki hefði verið
fulljóst, hvernig þjófurinn komst
inn. Þá var framið innbrot hjá
Gefjun-Iðunni, en engu stolið. —
f fyrrakvöld, milli kl. 9 og 11, var
stolið bílgrammófón eða plötu-
spilara af gerðinni Philips, úr bíl
við Háskólabíó.
Félagsheimili
á Blönduósi
Blönduósi, 31. ágúst.
ANNAÐ kvöld verður haldinn
dansleikur í nýja félagsheimilinu
hérna, en vígsluathöfnin fer ekki
fram fyrr en lokið hefur verið við
báðar álmurnar. f þéirri álmu,
sem tekin hefur verið í notkun,
er dans- og veitingasalur, snyrting
ar og fundarherbergi. Dans- og
veitingasalurinn tekur 360 manns
við borð. — S.A.
GRECO famir
Ballett flokkur Jose Greco fór
utan s.l. miðvikudag eftir að);
hafa sýnt níu sinnum í Þjóðleik-1
húsinu fyrir troðfullum húsum. |
Óhætt ei að fullyrða að sýningar
, hefðu getað orðið miklu fleiri, en
af því gat ekkj orðið sökum anna
ballettdansaranna. Guðlaugur I
Rósinkranz þjóðleikhússtjóri, fór,
utan með ballettflokknum og mun
hann verða erlendis næsta hálfa
mánuðinn.
Dagur ungmenna-
félaganna.
DAGUR ungmennafélaganna í
Möðruvallaklaustursprestakalli
verður að þessu sinni haldinn
sunnudaginn 2. sept. í boði ung-
mennafélagsins Dagsbrún í Glæsi-
bæjarhreppi og hefjast hátíðahöld
in með guðsþjónustu í Glæsibæ kl.
?, síðd. — Ágúst Sigurðsson stud.
theol prédikar, en sóknarprestur
inn séra Sigurður Stefánsson,
vígslubiskup, þjónar fyrir altari.
*?íílvsið Í Tímanum
Framleiðslan
heldur áfram
Eftir að gert hafði verið við
spenni þann sem bilaði í verk-
smiðjunni í sumar, og hann verið
notaður siðan í einn mánuð, bil-
aði hann aftur hinn 28. þ.m. Næsta
dag var nýr spennir tekinn í notk-
un, sem verksmiðjan hefur fengið
að láni hjá Rafveitu Hafnarfjarð-
ar. Framleiðsla verksmiðjunnar
heldur því áfram, þó eitthvað
skorti á, að fullum afköstum sé
náð. v
Sérfræðingur frá framleiðanda
spennisins, sem einnig annaðist
viðgerð'ipa í sumar, er kominn til
landsis og rannsakar nú hina síð-
ari bilun.
Frá áburðarverksmiðjuni h.f,
Varð undir bílhræi, sem
drengur kom af stað
í gær mjaðmargrindarbrotnaði
fjögra ára drengur, Lárus Ingi
Kristjánsson, B-götu 17 í Blesu-
gróf, er hann var með fleiri börn- i
um að leik við gamla mannlausa
vörubifreið þar í hverfinu. Lárus:
hafð'i farið inn í bifreiðina, sem i
stóð í halla, skorðuð með steinum |
við hjólin. 11 ára drengur hafði
tekið steinana frá, en í þvi rann
hifreiðin af stað. Drengurinn ætl-
aði þá að kippa Lárusi litla út, en
svo illa tókst til, að Lárus varð
undir hjóli bíls'krjóðsins. Hann
var íluttur á Hvítabandið. — Það
er að sjálfsögð'u vítavert að geyma
slík bílhra> í halla, þar sem alltaf
er hugsanlegt, að börn geti komið
þeim af stað.
Formaimaskipti
Á kjördæmisþingi Framsóknar-
manna í Austurlandskjördæmi,
sem haldið var á Reyðarfirði um
síðustu helgi, baðst Stefán Einars-
son á Egilsstöðum undan endur-
kosningu sem formaður kjördæm-
issambandsins, þar sem hann er að
flytja úr héraðinu. Þingið þakk-
Mikið ógert
aði Stefáni mikil óg farsæl störf
í þágu Framsóknarflokksins, en
hann hefur um langt skeið verið
með'al fremstu forustumanna
Framsóknarmanna á Austurlandi,
m.a. formaður Framsóknarfélags
Suður-Múlasýslu og formaður kjör
dæmissambandsins frá upphafi.
Núverandi formaðúr er Vilhjálm-
ur Hjálmarsson, fyrrverandi al-
þingismaður.
Strákavegur
Framhald ai l síðu.
gili, og svo að sjálfsögðu í
gegnum Strákana sjálfa.
Jarðgöngin í gegnum
Stráka verða 900 metra
löng. Ekkert hefur enn ver-
ið byrjað á þeim að vestan-
verðu, en grafið hefur verið
30 m. inn í bergið að austan.
Fjárveiting til vegarins á
síðustu fjárlögum var 700
þúsund krónur, en auk þess
voru veittar 300 þús. krón-
ur upp í fjárveitingu næsta
árs, en eins og áður hefur
verið skýrt frá, var aðeins
mögulegt að leggja á þriðja
kílómetra fyrir þessa fjár-
veitingu. Þess má einnig
geta, að végalagningin verð
ur þeim mun erfiðari, sem
nær dregur Strákunum, og
um leið fjárfrekari, og er
því óvíst, hvenær henni get-
ur lokið.
Tvö til þrjú ár eru síðan
vegur var ruddur frá Siglu-
firði að Strákunum, til þess
að hægt væri að koma þang-
að verkfærum. Vegur þessi
er ekki fullgerðum ennþá,
en þó fær flestum bílum, —
enda hefur verig borið lítils-
háttar ofan í hann. Hann er
2 til 3 km. á lengd.
Framhald af 16. síðu.
vinnunáms bóknámsdeildanna og
æfingadeildanna.
Nemendur Kennaraskólans
verða í vetur nálægt 200. I. og II.
bekkur eru fjölmennastir, og
starfa þeir báðir í tveimur deild-
um. Um 40 hafa sótt um sæti í
stúdentadeild, en allmiklir örð-
ugleikar eru áað veita þeim öll-
um viðtöku.
Breytingar á kennaraliði skól-
ans verða ekki aðrar en þær, að
bætt verður við stundakennurum
eftir þörfum.
Útsvarsskráin
Framhald af 16 síðu.
Svavar Gests meS um
200 þúsund
Eftirtaldir einstaklingar greiða
yfir 100.000 krónur í útsvar og
aðstöðugjald. Fyrri talan er út-
svar og aðstöðugjald samanlagt,
■síðari talan er tekjuskattur.
’ Þorvaldur Guðmundsson, veit-
ingamaður, kr. 299.900; 33.946.
Þorsteinn Sch. Thorsteinsson lyf-
sali kr. 253.100; ' 227.805. Ottó
Kornerup Hansen stórkaupm., kr.
164.400; 89.879. Þorsteinn J. Jóns-
son verkstjóri kr. 150.400; 72.215.
Jóhann Ólafsson kaupm. kr. 139.
600; 110.968. Magnús Vigfússon
trésm. kr. 136.600; 37.703. Friðrik
Jörgensen stórkrn. kr. 133.800;
56.337. Lárus G. Lúðvíksson kpm.
kr. 124.900; 17.614. Svavar Gests
hljómsveitarm. kr. 115.900; 78-365.
Herbert Jósef Jósefsson gler-
augnas. kr. 114.900; 101.969. Stef-
án Thorarensen lyfs. kr. 113.000;
67.397. Haraldur Ágústsson skip-
stjóri á Guðmundi Þórðarsyni kr.
110.300; 120.149. Þóroddur E.
Jónsson heilds. kr. 104.500; 33.946.
Karl Lúðvíksson lyfs. kr. 103.200;
68.760. Ragnar Þórðarson í Mark-
aðnum kr. 100.000; 49.762.
Félög, sem greiða útsvar og að-
stöðugjald og hafa yfir 500 þúsurid
eru:
SÍS kr. 4.312.600. Loftleiðir hf.
3.282.500. Eimskipafélag íslands
h.f. 2.876.100. Slippfélagið h.f.
1.349.300. Eggert Kristjánsson &
Co. h.f. 1.046.800. Olíuverzlun ís-
lands h.f. 1.012.900. Olíufélagið hf.
999.900. Jöklar M. 814.900. Heild-
verzlunin Hekla b.f. 77L400. O.
Johnsön & Kaaber ih.f. 686.400.
Kassagerð Reykjavíkur !hí. 684.
300. Ræsir h.f. 614.800. Sláturfélag
Suðurlands svf. 644.700. Flugfélag
fslands h.f. 555.600.
Útsvarsskráin muri liggja
frammi næstu daga á' Skattstof-
unni og í Gagnfræðaskólanum vig
Vonarstræti.
ÞAKKARAVÖRP
Öllum þeim er sýndu mér ógleymanlega vináttu á
sjötíu ára afmælisdaginn, þakka ég hjartanlega og sendi
mínar beztu kveðjur.
________.___________Ágústa Ingjaldsdóttir frá AuSsholti
Hjartans þakkir sendi ég öllum þeim er sýndu mér
hlýhug á áttræðis afmæli mínu 20. ágúst sl. með heim-
sóknum, gjöfum, kveðjum og skeytum.
Guð blessi ykkur öll. ;;KirK
GuSrún Sigurjónsdóttir,, Lóni Kelduhvarfi
Maðurinn minn,
JÓN MAGNÚSSON
Hvassaleiii 26,
sem lézt 26. ágúst, verður jarðsunginn frá Fossvogskapellunni mánu-
daginn 3. sept. kl. 10,30. Athöfninni verður útvarpað. Blóm vin.
samlega afþökkuð. _ Þeim, sem vildu minnast hins látna, er bent
á Krabbameinsfélagið.
Aðalbjörg Óladáffir.
Bróðir okkar, , ■:
\ Jón M. Jónsson
frá Mófellsstöðum, Skorradal, andaðlst ( Landakctsspitalanum
31. ágúst.
Ólína Jónsdv'tir og systur.
T í M I N N, laugardagurinn 1. sept. 1962.
15
%