Tíminn - 01.09.1962, Page 12

Tíminn - 01.09.1962, Page 12
' . \ " . - ^ * ' ( —• □ r |;§pTj~| R' .. IÞRDTTiR • RITSTJÓRI HALLUR SIMONARSON KEFLVÍKINGARNIR, sem slgruSu í 2. deild. Lengst til vinstri er þjálfari liíSsins, GuSbjörn Jónsson. (Ljósm.: Sveinn ÞormóSsson). Keflvíkingar leika i 1. deild næsta sumar Keflvíkingar unnu aftur sæti sitt í 1. deild í fyrarkvöld þegar þeir sigruðu Þrótt á Laugardalsvellinum með 3-1. Þegar keppninni í 2. deild var lokið voru Keflvíkingar og Þróttur í efsta sæti í deildinni, höfðu unnið alla leiki sína nema einn. Þróttur sigraði Keflvíkinga þá á Melavellin- um, en Keflvíkingar sigruðu Þrótt með miklum yfirburð- um á heimavelli sínum. Áhugi var mikill fyrir úrslita- leiknum og var fjölmenni á vell- inum. Margir áhorfenda komu frá, Keflavík til að sjá leikinn. Rign- ingarúði gerði vöUinn erfiðan, hál- an og þungan, og kom sér þetta illa fyrir leikmenn beggja liða, sem því miður eru alltof óvanir því að leika á grasvelli Keflvíkingar voru miklu ákveðn ari í fyrri hálfleik, sem segja má, að hafi farið fram á vallarhelm- ingi Þróttar. Þó gaf þessi mikla pressa litla uppskeru, því Kefl- víkingar skoruðu aðeins eitt mark í fyrri hálfleiknum. Innherjinn Hólmbert Friðjónsson skoraði eft- ir sendingu frá miðherjanum Jóni Jóhannssyni. Marlc Þróttar komst oft í milka hsettu — en markvörS- ur liðsins, Þórður Ásgeirsson, átti ágætan leik og bjargaði oft vel. I síðari hálfleik jafnaðist leik- urinn og Þróttur kom meir og meir í spilið. Þegar um stundar- fjórðungur var af hálfleiknum tókst Jens Karlssyni að jafna fyr- ir Þrótt eftir nokkur mistök í vörn Keflvíkinga. Hleypti þetta miklu fjöri í leikinn og voru þeir víst fleiri, sem hölluðust á þá skoðun, að Þróttur myndi vinna, þar sem liðið hafði náð undirtök- unum. En það fór á aðra leið. Um miðj an hálfleikinn tófcst Keflvíkingum að ná forustunni aftur með ágætu marki miðherjans Jóns og hleypti þetta svo miklu fjöri í Keflvíkinga að eftir það var aldrei neinn vafi á því hvort liðið myndi sigra Og Jón tryggði sigurinn öru.eglega með öðru marki nokkru á eftir. Við þennan sigur færast Kefl- víkingar aftur upp í 1. deild og taka þar sæti ísfirðinga. Ekki er 12 Sigruðu Þrótt í aukaleik í 2. deild með 3—1 og taka því sæti ísfirðinga í 1. deild gott að segja um hvernig þeim tekst upp í keppni við okkar beztu lið, en sennilega verður erfiður HOROUR FELIXSON róðurinn við að halda sætinu í deildinni. Framlina Keflvíkinga og framvarðalínan er nokkuð sæmileg, en vörnin ekki að sama skapi sterk og er það hættulegt þegar mætt er sókndjörfum lið- um. En Keflvíkingar hafa áður leikið í I. deild og þó nokkrir ung- ir menn sé.u í liðinu, eru þar marg ir leikmenn með mikla leik- reynslu, eins og t. d. Högni Gunn- laugsson, Sigurður Albertsson og Pá,ll Jónsson. Liðið sýndi oft sæmi leg tilþrif gegn Þrótti og hinn á- gæti fyrri hálfleikur átti að gefa mun fleiri mörk. í úrslitaleiknum var lið Kefl- víkinga þannig skipað: Kjartan Sig tryggsson, Ólafur Marteinsson, Magnús Haraldsson, Gísli Ellerup, Sigurvin Ólafsson Sigurður Al- bertsson, Páll Jónsson, Hólmbert Friðjónsson, Jón Jóhannsson, Högni Gunnlaugsspn og Karl Her mannsson. Eftir leikinn afhenti Sveinn Zoega fyrirliða liðsins, Högna Gunnlaugssyni, verðlaunagrip og hverjum leikmanni verðlaunapen- ing. Á miðvikudaginn lauk í Osló landskeppni í frjólsum íþróttum milli Norðmanna og Dana. Úrslit urðu þau að A- lið Noregs — en Norðmenn stilltu upp tveimur liðum — vann Dani með 136 stigum gegn 76, en norska B-liðið vann Ðani með 112,5 stigum qegn 99,5 og sést af því að Danir hafa fengið heldur slæma útreið í keppninni. Aðalviðburðurinn síðari daginn var 10000 metra hlaupið. Þar sigr- aði hinn ágæti danski hlaupari Thyge Tögersen eftir geysilegan endasprett og fékk bezta tíma si'nn í ár, 29:53.2 mín. Tögersen mun keppa á Evrópumeistaramót- inu í Belgrad í maraþonhlaupimx. Annar í hlaupinu varð Pál Benn- um, Noregi, á 29:54.2 mfn. Hann var fyrstur í hlaupinu lengi vel og var talsvert á urndan Tögersen, þegar 300 m. voru eftir, en réði hins vegar ekkert við endasprett maraþonhlauparans. Þriðji varð Reidar Hjermstad á 30:02.0 mín, í 200 m. hlaupinu sigraði Bunæs Noregi, á 21.7 og var langt á und- an keppinautum sínum; í 800 m. hlaupinu var keppnin mjög hörð. Sigurvegari varð Thor Solberg, Noregi, á 1:51,5 mín. 2. landi hans Berge á 1:52,2 og þriðji Kurt Christiansen, Danmörku, á 1:52,3 mín. og fjórði Helge Pharo, Nor- egi, á 1:52,4 mín. Jan Guldbrand- sen, Noregi, sigraði f 400 m. grhl. Tito setur E.M. Belgrad, 31. ágúst. (NTB). FORSETI Júgóslavíu, Tito, mun setja sjöunda Evrópumeistaramót- I ið í frjálsum íþróttum við hátíð- J Iega athöfn í Belgrad. íþróttafólk 1 frá 28 löndum mun taka þátt í opnunarhátíðinni. Júgóslávneski íþróttamaðurinn Franjo Mihalic mun sverja ábugamannaeiðinn fyr ir Iiönd allra þátttakenda. á 52,5 mín. og í 3000 m. hindnrnar- hlaupi sigraði Ole Ellefsæter, Nor egi, á 9:03,4 mín. Prarnnald a 13 siðu London, 31. ágúst. (NTB). FYRIRLIÐI enska landsliðsins í knattspyrnu, Johnny Haynes, Ful- ham, sem slasaðist í bflslysi í síð- ustu viku, mun ekki geta leikið knattspyrnu í þrjá mánuði eftir því, sem framkvæmdastjóri Ful- liam, Frank Osborne hefur sagt. Beinbrotið á vinstra fæti er ekki alvarlegt, en hægri fóturinn er slæmur, öklinn brotinn og eyði- Iagt hné, sem erfitt verður að fást við. JÓN STEFÁNSSON Hörður Feiixson getur ekki leikið á morgun Jón Stefánsson frá Akureyri tekur stöfu hans sem miðvörður íslenzka landsliðsins íslenzka landsliðiS í knatt- spyrnu æfði á Valsveilinum í fyrrakvöld og á æfingunni kom í Ijós, að Hörður Felix- son, KR. getur ekki tekið þátt í landsleiknum við íra á sunnu daginn. Hörður meiddist í leilcnum við Akureyringa ný- lega og eru meiðslin það al- varleg, að Hörður stakk strax við fæti á æfingunni. Ákvað hann þá, að taka ekki þátt í leiknum, þar sem ekki má skipta um varamenn. Hörður Felixson stóð sig mjög vel í landsleiknum við Ira í Dublin hinn 12. ágúst s.l. og var þá betzi maður ís- fenzka liðsins ásamt Helga Daníelssyni. Er þvi mikið áfall fyrir landsliðið að Hörð- ur skuli ekki geta leikið. Þegar Hörður tilkynnti iandsliðsnefnd ákvörðun sína kom hún strax saman og valdi Jón Stefánsson, miðvörð Ak- ureyrarliðsins í stað Harðar. Jón er traustur leikmaður og hefur átt ágæta leiki að und- anförnu og hefur alveg náð sér eftir viðbeinsbrotið frá’ í vor. Jón hefur einu sinni áð- ur leikið í landsliðinu gegn enska áhugamannaliðinu i Lundúnum í fyrrahaust, . Aðeins einn varamaður hef- ur verið valinn fyrir liðið og er það Geir Kristjánsson, markvörður Fram. LandsUðF- nefnd hefur ekki þótt ástæða til að velja fleiri leikmenn, Framhald á bls 13 T í M I N hj, laugardagurinn 1. sept. 1962. —

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.