Tíminn - 22.09.1962, Blaðsíða 8
ÚTGEFANDI: SAMBAND UNGRA FRAMSÓKNARMANN A
RITSTJÓRI: HÖRÐUR GUNNARSSON
Tolla- og viðskiptasamningur
eðlilegustu tengslin við EBE
Sennilega sömu ágallarnir á aukaaðild og fullri aðild - sagði Þórarinn Þórarinsson í ræðu
um stjórnmálaviðhorfið á fundi FUF í Reykjavík
120 nýir félagar í F.U.F. í Reykjavík
Félag ungra Framsóknar-
manna í Reykjavík efndi til
almenns félagsfundar mið-
vikudaginn 12. þ.m. Var fund-
urinn vel sóttur og gengu 120
nýir félagsmenn í félagið á
fundinum. Þórarinn Þórarins-
son, alþingismaður, var frum-
mælandi og ræddi stjórnmála-
viðhorfið með tilliti til síðustu
viðburða. Umræður urðu
mjög miklar og kom glögg-
lega í Ijós hinn mikli og vax-
andi baráttuvilji, sem ein-
kennt hefur allt starf Fram-
sóknarflokksins undanfarin
misseri. '
F.U.F. í Reykjavík hélt almenn-
an félagsfund fyrra miðvikudags-
kvöld og var hann fjölsóttur. í for-
föllum formanns, Matthíasar Andr
éssonar, setti Ingi B. Ársælsson,
varaformaður, fundinn og bauð
fundarmenn velkomna á þennan
fyrsta fund starfsársins. Tilnefndi
hann Jón A. Ólafsson, fundarstjóra
og Hörð Gunnarsson fundarritara.
120 nýir félagsmenn
Fundarstjóri las síðan upp inn-
tökubeiðnir 120 manna, sem bor-
izt höfðu félagsstjórn frá því síð-
asti fundur var halidinn. Voru inn-
tökubeiðnirnar allar samþykktar.
Fögnuðu fundarmenn hinum nýju
félögum innilega með langvinnu
lófaklappi. Hafa þá tæplega tvö
hundruð nýir félagsmenn verið
teknir í félagið frá áramótum, en
á starfsárinu 1960—1961 gengu
um 300 manns í það. Með þessari
fjölgun félagsmanna síðustu tvö
árin er FUF í Reykjavík orðið
annað stærsta, ef ekki stærsta
stjórnmálafélag ungs fólks í land-
inu. Lýsir þetta betur en mörg
orð,,hvað stefna Framsóknarflokks
ins á aukin ítök í huga æskufólks,
jafnt í þéttbýli og dreifbýli.
Stjórnmálasigur
Framsóknarflokksins
Þórarinn Þórarinsson, alþingis-
maður, var frummælandi á fund-
inum og flutti ýtarlega og glögga
ræðu um stjórnmálaviðhorfið. —
Hann hóf mál sitt á því, að ræða
um síðasta og stærsta stjórnmála-
sigur Framsóknarflokksins, sem
vannst í bæjar-og sveitarstjórnar-
kosningunum siðastliðið vor. Þessi
stjórnmálasigur sýndi betur en
allt annað, hvað fólkið í landinu
er orðið langþreytt á íhaldsöflun-
um í ríkisstjórninni og treystir
Framsóknarflokknum, sem fram-
farasinnuðum umbótaflokki, bezt
til þess að færa stjórnarhættina í
hagfelldara horf.
Þórarinn Þórarinsson ræddi
þessu næst um kosningar til Al-
þýðusambandsþings, sem háð verð
ur í haust. Hann sagði að samtök-
in væru fyrst og fremst hagsmuna-
samtök alþýðunnar, og ættu kosn-
ingarnar til Alþýðusambandsþings
því að snúast um kjaramálin, en
ekki óviðkomandi mál, eins og
utanríkis- og varnaím'ál.‘U;' ‘
Samstarf Framsóknarflóksins i
alþýðusamtökunum hlyti að bein-
ast í þá átt að tryggja sem bezt
hagsmuni launþega og að vinna
að því, að aflétt verði þeirri kjara
skerðingárstefnu, sem ríkisvaldið
hefur fylgt að undanförnu.
Ræðumaður vék síðan að Efna-
hagsbandalagsmálunum. Hann
kvað bæði kosti og galla fylgja
aðild að bandalaginu og eins að
standa utan þess, en lagði þó gegn
því, að um aðild yrði að ræða af ís
lands hálfu vegna sjálfstæðisskerð
ingar þeirrar, sem slíkt myndi
hafa í för með sér fyrir þjóðina.
Minnti hann í þessu sambandi á
á skerðingu á valdi Alþingis, sam-
eiginlega efnahagsstefnu, frjálsan
tilflutning vinnuafls, fjármagns-
hreyfingar, fiskveiðiréttindi o. fl.
Um aukaaðild væri það að segja,
að ákvæði um hana væru mjög ó-
Ijós, en líkur bentu til, að flestir
sömu gallarnir myndu fylgja
aukaaðild og aðild og kæmi hún
þá ekki heldur til greina, hvað
fsl. snerti. í þriðja algi væru mögu
leikar á tolla samningi við Efna-
hagsbandal.. Að öllu athuguðu
væri það sennilega slík samvinna,
sem íslendingar ættu helzt að
leita eftir við Efnahagsbandalagið.
Sem stendur eiga aðrar þjóðir í
viðræðum við bandalagið um þessi
mál og að þeim loknum myndu
auðveldari viðræður íslendinga við
það.
Þórarinn Þórarinsson kvað það
vera skoðun sína í Efnahagsbanda
lagsmálinu, að það ætti að fara
að öllu með gát, því að þeim væri
falls von, er flasar. Sú samvinna,
sem til greina kæmi, yrði helzt
Þórarinn Þórarinsson
að vera í formi tolla- og viðskipta
samninga.. Hver svo sem endirinn
verður, ætti tvímælalaust að
leggja málið undir þjóðaratkvæða-
greiðslu áður en því væri ráðið
til lykta. Framsóknarflokkurinn
myndi aldrei standa að e<5a styðja
í málinu neitt það, sem hann
treysti sér ekki til að verja fyrir
þjóðinni, sem það bezta fyrir fram
tíðarhag hennar.
Þórarinn Þórarinsson ræddi að
lokum um nauðsyn mikils og
góðs undirbúningsstarfs fyrir al-
þingiskosningarnar næsta vor. —
Hann kvað þin,gmeirihluta stjórn-
arflokkanna vera svo nauman að
breyting tveggja til þriggja þing-
sæta kollvarpi ríkisstjórninni og
kjaraskerðingarstefnu hennar. —-
Því verður hver og einn að vinna
að sigri Framsóknarflokksins af
fremsta megni, þar sem sigur hans
mun m. a. tryggja það, að ekki
yrði farið ógætilega í Efnahags-
b.l.málinu. Þórarinn lagði í því,
sem öðru áherzlu á að vinna mik-
ið og vinna vel, svo árangur starfs
ins yrði ekki síðri í alþingiskosn-
ingunum en í bæjar- og sveitar-
stjórnarkosnngunum á síðastliðnu
vori.
Eftir ræðu Þórarins Þórarins-
Framhald á bls. 13.
Aöalfundur FUF á Snæfellsnesi
LEIFUR JÓHANNESS0N endurkjörinn formaður
Föstudaginn 17. ágúst var
haldinn aðalfundur FUF á
Snæfellsnesi. Fundurinn var
a3 Vegamótum og hófst klukk
an 9 e.h. Auk félagsmanna
voru mæftir á fundinum þeir
Gunnar GuSbjartsson, HjarS-
arfelli, og Örlygur Hálfdánar-
son, formaður Sambands
ungra Framsóknarmanna.
Leifur Jóhannesson, formaður
félagsins, setti fundinn og bauð
fundarmenn og gesti velkomna;
Rakti hann starfsemi félagsins á
liðnu ári og skýrði reikninga þess.
Kom glögglega í ljós að starfflokkanna gæfu þeim tækifæri til
ungra Framsóknarmanna er vax-
andi í héraðinu, og hyggja þeir á
margar nýjungar á næstunni.
Gunnar Guðbjartsson ávarpaði
fundinn og ræddi um íhöndfar-
andi alþingiskosningar. Hvað hann
allan árangur fyrst og fremst
byggjast á því að æskan skipaði,
sér þétt í raðir flokksins og bæri
hitann og þungann af starfinu.
Hennar væri framtíðin.
Örlygur Hálfdanarson flutti
kveðjur frá Sambandi Ungra
Framsóknarmanna og hvatti unga
menn til aukinna afskipta af
stjórnmálum. Sagði hann að félög
yngri manna innan stjórnmála-
Örlygur Hátfdánarson
Leifur Jóhannesson
pólitískra afskipta og rödd þeirra
væri hin eiginlega samvizka hvers
flokks.
í stjórn félagsins voru kosnir:
Formaður Leifur Jóhannesson,
Stykkishólmi.
Aðrir í stjórn:
Vigfús Vigfússon, Ólafsvík,
Njáll Gunnarsson, Búr, Eyrar-
sveit
Erlendur Halldórsson Dal,
Miklaholtshreppi,
Haukur Sveinbjörnsson Snorra-
stöðum, Kolbeinsstaðahreppi.
1 Að loknum fundi var efnt til
sameiginlegrar kaffidrykkju.
Gunnar Guðbjartsson,
9. þing S.U.F.
í Borgarnesi
2. fii 4. nÓ¥.
Ákveðið er að 9. þing Sambands ungra Framsóknar-
manna verði haldið í Borgarnesi dagana 2., 3. og 4.
nóvember næstkomandi.
Tilkynning um þingdagana og þingstaðinn hefur þeg-
ar verið send formönnum félaganna út um land. Bréf
um nánari tilhögun og dagskrá þingsins verður bráð-
lega sent til sömu aðila. Sambandsstjórn hvetur öll sam-
bandsfélögin til að senda fulltrúa til þingsins og minnir
þau á að halda aðalfundi í tæka tíð og senda hið fyrsta
félagsskrár til sambandsstjórnar.
Þing S.U.F. var síðast haldið i Reykjavík 18. og 19.
júní 1960 og skal haldið á tveggja ára fresti samkvæmt
lögum sambandsins. Á aðalfundi sambandsstjórnar 13.
— 15. apríl 1961 var ákveðið að næsta þing samtak-
anna yrði haldið að hausti til og með tilliti til þess hafa
óðurnefndir daoar verið valdir.
8
T f MI N N , Iaugardaginn 22. sept. 1962 —