Tíminn - 22.09.1962, Blaðsíða 16
Laugardagur 22. sept. 1962
210. tbl. 46. árg.
„Flaggskipið" er
að fara á veiðar
Vélsmiðir og verkamenn Ijúka „yfirhalningu" á risatogaranum Sigurði.
(Ljósmynd: TÍMINN, — RE).
ASETNINGIN HELDUR
MINNI EN í FYRRA
Ólga
meðal
flug-
manna
Allmikil ólga er nú meðal
íslenzkra atvinnuflugmanna
vegna þess, að einum hinna
kunnustu úr þeirra hópi,
Sverri Jónssyni flugstjóra,
hefur verið sagt upp starfi
sínu hjá Flugfélagi íslands,
án þess nokkur ástæða sé
tilgreind í uppsögninni.
Blaðið sneri sér í gær til
Sverrís og spurði hann um
þetta mál. Hann sagði: Það
er rétt, að mér hefur verið
sagt upp starfi mínu um
næstu áramót og engin á
stæða var tilgreind í upp-
sögninni, Eg hef verið starf
andi hjá Flugfélagi íslands
í 15 íjr. Annað vil ég ekki
um þetta mál segja og tel
þetta stéttarmál, sem ekki
eigi að verða bitbein dag-
blaða, en úr því sum blöð
hafa fitjað upp á þessu máli
sé ég ekki ástæðu til ann-
ars en að staðfesta það, sem
ég hefi þegar sagt.
Blaðið sneri sér til Svein-
björns Dagfinnssonar, sem
er lögftæðingur Félags ís-
lenzkra atvinnuflugmanna
og Sveins Sæmundssonar,
blaðafulltrúa Flugfélags ís-
lands, en þeir vildu hvorug-
ur láta hafa neitt eftir sér
í málinu.
Slátrun er nú víðast
hafin, og hefur blaðið
reynt að afla sér nokk-
urra upplýsinga um áætl-
aðar tölur sláturfjár I
haust. Eftir þvi, sem næst
verður komizt, mun tala
sláfurfjár verða llk því
sem hún var I fyrra víð-
ast hvar, en þó hærri á
sumum stöðum, þar sem
menn setja víða minna á
en þá.
Samtals virðist áætlað að slátra
hátt á áttunda hundrað þúsund
fjár, en sú tala á ef til vill eftir að
breytast nokkuð, þegar til kast-
anna kemur.
Langsamlega mestu er áætlað
að slátra hjá Sláturfélagi Suður-
lands, eða um eitt hundrað og
fimmtíu þúsund fjár. Félagssvæði
félagsins er líka mikið flæmi, þar
eð það nær yfir Suðurland allt frá
Skeiðarársandi og allt að Hvítá í
Borgarfirði, þótt fleiri aðilar slátri
raunar á svæðinu.
Aðrir aðilar, sem miklu er slátr- j
að hjá, eru t. d. Kaupfélag Héraðs
búa, en á þess vegum mun slátrað
lúmlega fimmtíu þúsund fjár. Á
vegum KEA mun slátrað álíka
miklu, eða um 52 þúsund.
Hjá Kaupfélagi Þingeyinga er i
áætlað að slátra um fjörutíu þús-
und fjár og er það um þrem þús-
undum fleira en i fyrra. Hjá Kaup-
félagi Skagfirðinga er áætlað að
slátra um þrjátíu og sex þúsund
fjár og hjá Sölufélagi Austur-
Ilúnvetninga um fjörutíu og fjög-
ur þúsund.
Ekki er enn þá hægt að segja til
um það með neinni vissu, hvernig
dilkar muni reynast, en eitthvað
er það misjafnt, eins og við má
búast. Á Norðausturlandi og Aust
fjörðum búast menn víða við því,
að dilkar verði rýrari en í fyrra,
vegna mikillá vorkulda og kalds
sumars. Þar er einnig búizt við,
að menn setji talsvert minna á en
þeir gerðu síðastliðið haust, kem-
ur þar hvort tveggja til að gras-
spretta var léleg og svo voru sem
sagt engar fyrningar til.
Hins vegar eru menn bjartsýn-
ir á dilkana á vestanverðu Norð-
urlandi og Vesturlandi, en eins og
áður segir er slátrun svo stutt
komið, að ekki er hæg^t að segja
um slíkt með vissu.
Flaggskip íslenzka tog-
araflotans, margnefndur
Siguröur, leggur í dag af
stað I sína þriðju veiði-
ferð en skipið er nú 2ja
ára gamalt; það var af-
hent kaupanda, Einari
(ríka) Sigurðssyni, 21.
september 1960.
Sigurður er nú skráður á Flat-
eyri. Þetta skip, sem að mestu hef-
ur legið í tvö ár, kostaði um 40
milljónir. Ríkissjóður hefur lánað
ófáar milljónir í fyrirtækið og er
nú hinn raunverulegi eigandi tog-
arans.
Mánaðar yfirhalning
Sigurður hefur farið tvær veiði-
ferðir um dagana, skömmu eftir
að hann kom hingað, og eina ferð
með síld til Þýzkalands, en farm-
urinn skemmdist á leiðinni. í sum-
ar var Sigurður í síldarflutning-
um að austan til Reykjavíkur, en
síldarlýsið smó gegn um alúmíní-
umklæðninguna innan á lestinni
og skemmdi einangrunina þar fyr-
ir innan. Togarinn hefur nú verið
í mánaðar „yfirhalningu" eftir þá
útreið, sem hann fékk af síldinni,
og er búið að rífa klæðninguna og
einangrun úr lestinni og skipta um
hvort tveggja. Þá hafa verið smíð-
aðar rennur fyrir bobbingana eins
og á Fylki og tveir pallar settir á
dekkið til hægðarauka við að taka
trollið og bæta netin. Þetta er
fyrst og fremst gert vegna þess
hve lunningin á togaranum er há.
Stálsmiðjan, Slippurinn og Héð-
inn hafa séð um þessar lagfæring-
ar.
Aflamað'ur skipstjóri
Nýr en velþekktur skipstjóri,
Auðunn Auðunsson, hefur verið
ráðinn á Sigurð. Auðunn var skip-
Framhald á 15. síðu.
Þorvaldur Skúlason opnar málverkasýningu í dag í Listamannaskálanum
og sýnir þar 26 olíumyndir og 10 vatnslitamyndir. — Siðast hélt Þor.
valdur sýningu tyrir réttum þrem árum á sama stað og nú, og eru mynd
irnar, sem hann sýnlr nú allar gerðar síðan, Eftir sýninguna haustið
1959 fór Þorvaldur tll Parísar og var þar vetrarlangt. Þar gerði hann
vatnslitamyndlrnar, sem hann sýnir í Skálanum, en olíumálverkn eru öll
unnin hér heima. — Sýningin verður opnuð kl. 14 í dag og opin [ tvær
vlkur, dag hvern kl. 14—22.