Tíminn - 27.09.1962, Síða 13

Tíminn - 27.09.1962, Síða 13
Loksins! r Gu&i&wjC- Litblær svo eðlilegur að öllum sýnist hann ekta Stórkostleg uppgötvun frá Noxzema! Hressandi Cover Girl smjnrst svo eílilega og fullkomlega. ÞatS inniheldur sérstök sóttvarnarefni, sem Hæta húÖina og hjálpa a<$ koma í veg fyrir húÖtruflanir. Hið nýja Cover Girl er svo létt og fer svo yndislega vel á andlitinu ... og þar að auki dásamlega gott fyrir húðina. Ólíkt mörgum ,,Make-ups“, sem bæta húðina ekki neitt (oft jafnvel skaða hana) fær húðin með notkun Cover Girl, sérstök bætandi efni. Berið á yður „Cover Girl Make- upp“ á hverjum morgni. — Strjúkið yfir með Covér Girl steinpúðri á daginn. Með þvi fá- ið þér ekki aðeins fegurra útlit, heldur verður húðin fallegri. Það er því ekki að undra þótt Cover Girl sé uppáhalds fegurðarlyf milljóna stúlkna. NÝTT COVER GIRL með sérstakri efnasamsetningu frá Noxzema. Heildsölubirgðir: FRIÐRIK RERTELSEN & CO. Sími 36620 — Laugavegi 178 H.F. Kjördæmisþing Framhald af 8 síðu. flokksstarfi í Framsóknarfélögum kjördæmisins óg raunhæfri fræðslu um stjóriimálaástandið í Iandinu. Kjördæmisþingig telur núver- andi stjórnarstefnu íhalds og aft- urhalds leið til öfugþróunar. Hún stofnar m. a. til ranglátrar skipt- ingar á þjóðartekjum, lamar fram- tak almennings, torveldar æskunni að hefja nýliðastörf sín og upp- byggingu, sýnir landnámsstarfi þjóðarinnar í heild hið mesta tóm læti, tekur ekki tillit til nauðsynj- ar á jafnvægi í byggð landsins og fer gálauslega með fjöregg þjóðar- innar, sjálfstæð'ið, í samskiptum við erlendar þjóðir. Kjördæmisþingið bendir á þau augljósu sannindi, að eina trygga leiðin til að breyta stjórnarstefn- unni, er að veita stjórnarflokkun- um áminningu með fylgistapi í næstu Alþingiskosningum, svo að þeir missi meirihluta sinn á Al- þingi. En hins vegar auka styrk Framsóknarflokksins — eins og m.iðaði mjög vel áleiðis í nýaf- sl öðnum sveitarstj órnarkosningum — svo að ekki verði fram hjá hon- um komizt,. þegar stefnan verði mörkuð að alþingiskosningunum loknum. b) Framsögumað'ur fjárhags- og skipulagsnefndar, Hólmsteinn Helgason hafði ýmis innanfélags- mál til umræðu og voru gerðar álvktanir um þau efni. c) Framsögumaður allsherjar- r.efndar var Óli Halldórsson. Sam- þykkt var m. a. svohljóðandi álykt- anir: „Kjördæmisþingið beinir því til sýslunefnda • og búnaðarsambanda á sambandssvæðinu að beita sér fyrir skipun nefndar til þess að leggja á ráð um, hvernig komið verði í veg fyrir fólksfækkun i þeim hreppsfélögum á sambands- svæðinu, þar sem mest brögð eru að því að jarðir fari í eyði og byggð dragist saman. Því öllum hlýtur að vera ljóst það fjárhags- lega tjón, er af því leiðir, bæði fyrir einstaklinga og þjóðarbúið sem heild. Að því er sveitir varðar, telur þingið, að sérstaklega beri að at- huga möguleika á að auka og tryggja fóðuröflun með ræktun og auknum vélakosti og bættum hey- verkunaraðferðum. Enn fremur bendir þingið á nauðsyn þess að hækka að mun verð sauðfjáraf- urða, svo að sauðfjárrækt verði samkeppnisfær atvinnugrein. , Kjördæmisþing F.F.N.E. haldið að Laugum 16. júní 1962 telur þá stefnu rétta, sem framkvæmd var fyrir forgöngu Framsóknarflokks- ins fram til ársins 1960 urn kjara- jöfnun í sjávarútvegi milli hinna ýmsu landshluta í formi verðupp- bóta á þær fisktegundir, sem dýr- astar eru i vjnnslu." Kosningar:' a. í stjórn F.F.N.E. voru kosn- ir: <, Valtýr Kristjánsson, bóndi í Nesi, Baldur Halldórsson, skrif stofumaður á Akureyri, Jón Jóns scn, kennari á Dalvik, Hreinn Þormar, iðnfræð'ingur á Akureyri Ketill Guðjónsson, bóndi á Finna stöðum, Þórhallur Björnsson, kaup félagsstjóri á Kópaskeri. Ingi rnundur Jónsson, kennari á Húsa- vík. b. í varastjórn: Sverrir Guðmundsson, Lóma t.rörn, Sigurður Jónsson, Yzta Felli, Hólmfríður Jónsdóttir, Ak ureyri, Kristján Helgi Sveinsson Akureyri, Jón Hjálpiarsson, Vill- irgadal, Jóhannes Kristjánsson Krísey, Eggert Ólafsson, Laxárdal c. Endurskoðendur: Jón Samúelsson, Akúreyri, Jó hann Helgason Akureyri. , Formaður sambandsstjórnar hej ir nú verið kjörinn Valtýr Krístjánsson bóndi í Nesi. T í M I N N, fimmtudagurinn 27. sept. 1962. 13

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.