Tíminn - 27.09.1962, Qupperneq 14

Tíminn - 27.09.1962, Qupperneq 14
Eg vissi ekki þá, hvílik uppspretta rósemi og styrktar þú áttir eftir að verSa mér, en ég held, ag ég hafi ftmdið, að við yrðum vinir. Þrátt fyrir ákveðið fótatak þitt þeg ar þú komst til mín, greinilegt valdsmannsfas, rannsakandi augna ráð grárra augna þinna, var eitt- hvað móðurlegt yfir þér. En þú varst „varðhundur“ Oli- vers um leið og þú varst ráðs- kona hans, og þú sagðir dálítið strengilega: — Eg er því miður hrædd um, að gestir geti ekki fengið að skoða húsið án þess að panta tíma, og of- urstinn er ekki heima. — Eg veit það . . . Eg hef víst brosað. Hanna sagði, að ég hefði brosag eins og feimið barn, sem veit, að það hefur þrengt sér inn á bannsvæði. Eg fann aftur til feimni, ég var uppáþrengjandi, ókunnug manneskja með slæma samvizku. Það verk, sem ég hafði tekizt á hendur, viitist bjánalegra en nokkru sinni fyrr — Eg hitti hann rétt fyrir utan hligið. Hann var mjög vingjarnlegur og sagði, að ég . . . að ég mætti fá að sjá húsið og að ég ætti að biðja yður . . . að gefa mér te . . . ég kom með lestinni frá London og ég hafði ekki tíma . . . Hún hlustaði þolinmóð á mig. Eg sá, að hún horfði á einken.nis-1 búninginn minn. Hún brosti og yppti öxlum. — Það er ekki líkt ofurstanum, hann kærir sig ekk- ert um, að fólk skoði húsið, þeg- ar hann er ekki heima, en ef hann hefur sagt þetta, þá gerið svo vel að koma inn. Vatnið sýður eftir stundarkorn. Hún veik til hliðar, svo að ég gæti gengið inn um dyrnar og inn í geysistóran forsal. Herbergið var langt og baðað sólargeislum, eig- inlega hu]ið gullinni þoku, sem náði alveg að bjálkunum í loft- inu. Þag voru ekki mótg húsgögn þarna. Nokkur snjáð teppi, fáeinir stólar með góbelínísaumi, tveir stórir, útskornir armstólar og mat- borð i hinum endanum. Á þeirri stundu, sem ég gekk þarna inn, mætti mér þessi óútskýranlega lykt, sem má finna í gömlum hús- um. Það er alls ekki safnlykt, held- ur húslykt, lykt, sem stafar af því, að í þeim hefur verið búið árum saman. Það er ekki unnt að líkja þessari lykt við neitt. Aftur stóð ég grafkyrr, full- ánægð með að virða fyrir mér allt sem fyrir augun bar, og á ný óskaði ég, að faðir minn hefði verið með mér. Eg stóð þama, böðuð í gullinni þoku eins og töfr- að, heillað og frá sér numið barn. „Eins og prinsessa í ævintýr- inu, þú varst heilluð", sagði Hanna mér löngu síðar. „Við erum vön, að fólk ói og æi yfir Mullions og kalli það fullkominn gimstein og eilthvað í þá átt, en þú sagðir: „Upphækkunin hefur verið tekin verið tekin burt“, á svo dreym- andi hátt, að maður gat ætlað, að þú hefðir lifað hér fyrir heilli öld. Eg gat ekki útskýrt fyrir Hönnu, hvorki þá né síðar, þá óskiljan- legu tilfinningu, sem fyllti huga minn, eíns og ég hefði' komið heim eftir langan langan tíma. Fjölskylda mín hafði aldrei búið í Cornwall, svo að það hlaut bók- siaflega að vera af áhrifunum af þessum fagra og frjðsæla stað. Eg vissi ekki neitt að ég hefði sagt, að upphækkunin hefði verið tekin burt á hásætjnu, þar sem óðals- herrann neytti máitíða sinna. Hanna lokaði dyrunum að baki sér og leit forvitnislega á mig. — Já, hún var tekin burtu í stríð- inu, þá var húsið notað sem hress- ingarheimili fyrir særða flófta- menn. Þessi forsalur var þá borð- salur og gamli hr. Trevallion sagði, að það væri bezt að fjar- lægja hana, svo að þeir, sem áttu erfitt með gan.g, þyrftu ekki að auka sér erfiði að príla upp eitt óþarfa þrep, Hún brosti eins og hún minnt- ist þess tímabils með gleði. — Það er nóg af tröppum og stigum í þessu húsi samt, en þér eruð of ungar til að hafa verið hér þá, ungfrú . . . ? Eg sagði nafn mitt og að ég væri fóstra. Svo b-ættj ég hlýlega við og meinti það: — Það var sannarlega fallegt af Trevallion- fjölskyldunni að opna heimili sitt fyrir særða menn . . . þeir hefðu kannski fundið upp á að rista nöfn sin í bjálkana eða eitthvað svoleiðis. Hanna hló. — Ó, já, þeir fundu upp á ýmsu, en gamli hr T-evallion átti sjálf- ur son í striðinu, svo að hann sagði ekki mikið við því. Og hann sagði alltaf: Mullions ætti að vera nógu traust til að þola «itt af hverju, það var byggt sem hejm- ili, ekki safn eða kastali, þar sem fjársjóðirnir eru læstir bak við lás og slé. — Hann hefur venð mjkill sómamaður!, hrópaði ég upp yfir mig og roðnaði, því að Hanna ]ejt aftur forviða á mig — Hann var góður maður og elcki veikgeðja, svaraði hún rólega. Og ofurstinn er líkur honum. Fjöl- skyldan Trevallion hefur verið óðal'seigendur og dómarar í marg- ar aldir, og þeir eru réttlátir menn, en þeir geta verjð harðir við þann, sem reynjr að leika á þá! Þelta var vitanlega ekki meint sem viðvörun, en í sakbitnum eyr um mínum hljómaði það svo. — Og frú Trevallion ? spurðj ég hikandi. — Haldið þér, að hún sé andvig því, að ég skoði húsið núna . . ? Hreinskilnislegt andlit Hönnu myrkvaðist þegar, eins og hana iðraði að hafa verið svona opinská við bláókunnuga manneskju: — Það er engin frú Trevallion, sagði hún stuttaralega, — hún dó fyrir tveimur árum. En komið nú og drekkið te, áður en þér skoðið meira. Hún leiddi mig gegnum her- bergi, sem var dagstofa, en gaf mér ekki tíma til að virða það neitt nánar fyrir mér. Síðan leiddi hún mig inn f litla stofu, þar sem eldur skíðlogaði á arni og vasar með krókusblómum lýstu af bjarm anum frá eldinum. — Þetta er einkadagstofan mín, sagði hún — Setjizt nú niður og hvílið yður, góða mín. svo skal ég koma með teið. Seinleg rödd hennar bar allar greinilegar áherzlur vesturstrand- í arinnar. Eg var heilluð af Hönnu, | sem skyndilega hrópaði upp yfir sig: — Æ, finnið nú bara! Litlu laukarnir hafa soðið of lengi — | og svo hvarf hún eftir ganginum. | Eg áti eftir að komast að raun um það. að röddin var það eina leti- , lega við Hdnnu Nesbitt — hún | eldaði mat, skúraði, fágaði og i söng frá morgni til kvöids. Hún fyjgdjst vandlega með aðstoðar- stúlkunni, Polly Penworth, og verkamönnunum á óðalinu líka. Hún hafðj verið Oliver Trevallion sem sönn móðir og hún var miklu, miklu meira en bara ráðskona. Þetta var starfssvið hennar, ævi- starf hennar, stolt og gleði. Eg fylgdist -með henni fram * stóra eldhúsið og stóð kyrr andar- tak í opnum dyrunum, svo hrifin var ég af því, sem fyrir augun bar. Þetta var ekki lítið, skínandt, nýtízku eldhús með ryðfríu stáli. Þetta var stórt, férhyrnt herbergi með bjálkum i lofti og gluggaröð vjð á annarri hliðinni. Þetta her- bergi var skapað til skrafs og hlátra. Stórt, hvítskúrag tréborð var á miðju gólfinu. Indælis mat- arilmur og bökunarlykt barst að vitum mínum. Og þá fór ég enn að hugsa um Carolyn. Þetta var ekki aðeinS yfirlitsferð hjá mér, ég var næst- um búin að gleyma erindi mínu hingað, Nú, þegar ég vissi, að móðir hennar var látin, var meiri 162 aðalmannfallinu. Winston var samt í ágætu skapi og fús til að rökræða málin með fyllstu sanngirni. Hann sagði jafn vel, að í öllum hernaðarlegum mál um væri ég hans „alter égo“. Að lokum bauð hann mér að koma til miðdegisverðar á morgun, þar sem einnig yrðu þeir- Eisenhower og Bedell Smith. Klukkan 6 e.h. langur ráðherra- fundur, sem stóð yfir til klukkan 8,45 e.h. og þar sem ekki var tek- in endanleg ákvörðun í neinu . . ■ 27. júlí. Með allra annasömustu dögum. Byrjaði með því að kynna mér margvíslegustu skeyti í eina klukkustund. Fór á herráðsfor- ingjafund klukkan 10,30, þar sem rætt var um mörg þýðingarmikil áform og athyglisverðar tillögur. Þaðan aftur til hermálaráðuneyt- isinS, til að ræða um stjórnarstefn- una eftir stríð í Evxrópu. Átti að sundyrlima Þýzkaland, eða gera það smátt og smátt að sambands- ríki? Eg mælti með hinu síðara og er sannfærður um, ag hér eftir verðum við að skoða Þýzkaland í mjög breyttu ljósi. Þýzkaland er ekki lengur hið drottnandi vald í Evrópu — það er Rússland. Því miður er RúSsland ekki algert Evrópuríki. En það hefur hins vegar óteljandi ráð og úrræði og hjá því fer ekki, að það verður orðið höfuðógnunin innan fimmt- án næstu ára. Þess vegna verður að ala Þýzkaland upp, byggja það smátt og smátt upp að nýju og koma því { vestul-evrópskt banda- lag. Því miður verður þetta allt að gerast undir yfirskini heilags bandalags Englands, Rússlands og Ameríku. Ekki auðveld stefna og krefst mikilhæfs utanríkismáð- herra. Langur fundur eftir hádegisverð með þeim Weeks og Kennedy. Klukkan 6 e.h. ráðherrafundur, þar sem fjallað var um þýzkar eld-1 flaugar og fljúgandi sprengjur. Fundurinn stóð yfir til klukkan 8 e. h. Því næst miðdegisverður með forsætisráðherranum, Ike og Be- ell Smith, { þeim tilgangi að færa mig nær Ike og stuðla að betra samkomulagi milli þeirra Ike og Monty. Það bar mikinn og góðan árangur. Eg hef boðizt til að ganga j í lið með Ike, ef nauðsyn krefst, j til þess að'verða honum til aðstoð- ar í viðskiptum hans við Monty. Það er enginn vafi á því, að Ike vill gera allt sem f hans valdi stendur til að viðhalda hinu bezta •sambandi milli Breta og Banda- ríkjamanná. En hitt er alvég jafn augljóst, að Ike þekkir ekkert til herlistar. Bedell Smith hefur hins vegar heila, en enga hernaðarlega menntun, í sönnustu merkingu þess orðs. Hann er vissulega einn af beztu liðsforingjum Bandaríkj' anna. Með þann yfirhershöfðingja er ekki að furða þótt menn geri sér ekki alltaf fulla grein fyrir hinum miklu hæfileikum Montys.“ Næsta morgun skrifaði Brooke Montgomery um viðtal sitt við Eisenhower. „Ágreiningurinn milli yðar og forsætisráðherrans hefur nú verið jafnaður að mestu, en ósamkomu- lag ykkar Eisenhowers fer ískyggi lega versnandi og krefst ýtrustu varkárni ykkar beggja, ef ekki á illa að fara. Ike borðaði aftur hádegisverð með forsætisráðherranum í þess- ari viku, og sem afleiðingu þess sendi forsætisráðherrann eftir mér og sagði mér, að Ike væri á- hyggjufullur vegna þess sjónar- miðs amerísku dagblaðanna, að Bretar bæru ekki sinn hluta bar- daganna og mannfallsins. Ike sjálf ur virtist líka vera þeirrar skoð- unar ag brezki herinn ætti og gæti verið sóknharðari. Svo bað forsætisráðherrann mig að snæða i miðdegisverð með Ike» og sér, sem ég gerði í gærkvöld. Bedell var þar einnig. Það er augljóst, að Ike telur að Dempsey ætti að gera meira en hann gerir. Hitt er jafn augljóst, að Ike hefur mjög takmarkaða þekkingu á styrjöld. Eg reyndi að beina athygli hans að því hver grundvallarstefna yðar hefði ver- ið. Hann gat ekki afsannað gildi hennar, en spurði mig þá, hvort ég teldi ekki að við værum í þeim kringumstæðum að við gætum hafið stórsókn á báðum vígstöðv- unum samtímis. Eg reyndi að sýna honum fram á allt sem mælti á móti því, en svo illa vill til, að forsætisráðherrann er einmitt hlynntur þessari hugmynd, og því kynni Ike að fá einhvern stuðn- ing frá honum. Ég sagði Ike, að ef hann hefði einhvern grun um að þér höguðuð framkvæmdum yðar ögruvísi, en hann vildi sjálfur, þá ætti hann tvímælalaust að skýra yður frá því og útskýra sjónarmið sitt. Að það væri langtum betra fyrir hann, að leggja öll spil sín á borð- ið og að hann ætti að segja þér nákvæmlega sitt álit. Hann er auðsjáanlega dálitið feiminn við að gera það. Eg sagði einnig, að ef ég gæti á einhvern hátt orðið honum ag liði, með því að tala við yður, þá skyldi ég gera það með mestu ánægju. Hann sagði, að hann myndi kannski biðja mig að koma meg sér i heimsóknarferð til yðar. Svo að ef vig skjótum einhvern tíma upp kollinum þarna hjá yður, þá vitið þér hvernig í öllu liggur. Af fréttum og hinum raunveru- legu kringumstæðum á vígstöðv- um yðar, dreg ég þá ályktun, og er persónulega sannfærður um, að Dempsey verði að hefja stórárás, eins fljótt og mögulegt reynist. „Við megum ekki leyfa þýzkum her að flytja sig frá vígstöðvum hans, til vígstöðva Bradleys, ef við viljum ekki verða enn meiri skotspónn alls konar gagnrýni, en orðið er “ Þessu svaraði Montgomery þá um kvöldið. „Þakka bréf yðpr, sem ég fékk klukkan 18,30 . . . Gaf Dempsey skipun í morgun um ag hefja á- rás með öllu tiltækilegu afli, láta alla varasemi sigla sinn sjó og taka ekkert tillit til mannfalls, og að hann verði að hraða sér sem mest til Vire . . . “ Þann 28. júlí heldur Brooke á- fram dagbókarinnfærslu sinni. „28. júlí. Herráðsforingjafund- ur eins og venjulega með sínum marvíslegu viðfangsefnum og vandamálum. Því næst viðræður við forsætisráðherrann. Annar ráð herrafundur klukkan 3 e. h., sem stóð yfir í tvær klukkustundir, og litið annað tekið til umræðu en eldflaugar og fljúgandi-sprengj- ur, Öllu þessu hefði átt að vera lokið í gær. Winston skýrði frá öllum sínum gömlu endurminn- ingurrí í sambandi við margvíslega róðherrafundi, sem hann hefur haldið, en sem enginn kom þó neitt því máli við, er hér var til 14 T í M I N N. fimrntiiflaonrinn 27. sept. 19G2.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.