Tíminn - 12.10.1962, Page 3
Eigendur
á móti
banni
NTB—Lundúnir, 11. okt.
Félag skipaeigcnda í Bretlandi
hefur lýst sig mótfallið siglinga-
banni á Kúbu, og hefur félagið
scnt út frá sér yfirlýsingu þess efn
is, að það telji ekki rétt, að al-
þjóðlega siglingastofnunin lýsi sig
samþykka tillögu Bandaríkja-
manna urn siglingabann, þar eð
stofnunin sé ekki stjórnmálalegs
eðlis.
Brezka skipaeigendafélagið seg-
ir einnig í yfirlýsingu sinni, að
ekki sé rétt að ætla, að stjórnir
hinna ýmsu landa geti blandað sér
í siglingar þarlendra skipa. Á-
herzla er lögð á það, að ekki liggi
fyrir neinar skýrslur um það, að
brezk skip hafi fram til þessa
stundað vopna- eða hergagnaflutn-
inga til Kúbu.
Mörg hinna brezku félaga hafa
nú langvarandi samninga um leigu
s-lglingar og hafa leigutakar leyfi
Framh. á 15. síðu
,Synda
gjöld'
Þrír töglærðir áhrifa-
menn á Akureyri
höföu lagt blessun
sína yfir útsvarslög-
in á@ur en þau tóku
gildi.
Dagur á Akureyri gerir
deilurnar milli Akureyrar
og Reykjavíkur um útsvar
SÍS að umtalsefni í síðasta
tölublaði. Upplýsir Dagur
m.a., að þrír löglasrðir Ak-
ureyringar höfðu fjallað
um frumvarpið um tekju-
stofna sveitarfélaga, áður
en það varð að lögum.
Fyrstur var þar að verki
sjálfur bæjarstjórinn á Ak-
ureyri, Magnús Guðjónsson,
sem fjallaði um málið á-
samt með starfsbræðrum
sínum, áður en það var lagt
fyrir Alþingi og síðan tveir
lögfræðingar og alþingis-
menn stjórnarflokkanna,
þeir Friðjón Skarphéðins-
son, bæjarfógeti og alþing-
ismaður á Akureyri og Jón-
as G. Rafnar, lögfræðingur
og alþingismaður á Akur-
eyri.
Segir Dagur, að „þessir
menn virðast hafa hugsað
um annað meira en bæjar-
sjóð Akureyrar er þeir
lögðu blessun sína yfir
hina nýju tegund „fjárdrátt
ar“, eða verið jafn fávísir
um hvað var að gerast á
Alþingi og baksvipinn á
;unglinu.“
Ennfremur segir Dagur:
„Tveir þessara manna eru
nú að taka út „syndagjöld-
in“ fyrir glópsku sína. Bæj-
arstjórinn hefur látið hafa
það eftir sér, að aukaniður-
jöfnun væri nauðsynlég, ef
Akureyri tapaði nefndu út-
svari. Bæjarfógeti úrskurð-
aði á föstudaginn, sem lög-
lærður maður, að Reykja-
víkurborg ætti útsvarið.
Hvorugt er ánægjulegt fyr-
ir þessa mætu menn.“
BEN BELLA forsætisráherra Alsír hefur nú haldi'ð sína fyrstu ræðu
í Alsherjarþinginu, sem fulltrúi lands síns, en Þag hefur verið tekið
inn í Sameinuðu Þjóðirnar sem 109. aðildarríkið. Myndin var tekin
á Orly-flugvellinum í París fyrir nokkrum dögum, þegar Bella fór þar
um á leið sinni til New York til þess að sitja fundi Allsherjarþingsins.
FERÐASKRFSTORR
SLÁST UM LEIGUNA
TK-Reykjavík, 9. okt.
Eins og kunnugt er af frétt-
um hér í blaðinu hefur náma-
félagið Nordisk Mineselskab
ákveðið að hætta rekstri blý-
námanna í Meistaravík í Norð-
austur-Grænlandi. En nú bend
ir ýmislegt til þess, að
„Draugabærinn" — eins og
dönsk blöð nú kalla Meistara-
vík — verði miðstöð ferða-
mannastraumsins til Austur-
Grænlands.
Nordisk Mineselskap hefur
fengið mörg tilboð frá ferðaskrif-
stofum um leígu á stöðvum og
mannvirkjum félagsins í Meistara-
vík eftir að „blýævintýrinu“ lauk.
Ein dönsk ferðaskrifstofa, Aero-
Lloyd, hefur óskað eftir samn-
ingum um leigu óg er Aero Lloyd
talin sigurstranglegust í keppni
ferðaskrifstofa um stöðina í
Meistaravík.
í Meistaravík eru mikil mann-
virki, stórar og traustar bygging-
ar. Þar er rafstöð, kyndimiðstöð
fyrir bæinn, vatnsveita og fl. svo
unnt er þar að veita hina full-
komnustu þjónustu og nú þegar
mætti með góðu móti koma þar
fyrir rúmlega 50 ferðamönnum til
langrar dvalar. z z z z
Á undanförnum árum hefur
Flugfélaðg íslands haft mikla
flutninga með höndum fyrir Nor-
disk Mineselskab til og frá Meist-
aravík. En nú er hún Snorrabúð
s.tekkur, þa^ hljóðnar óðum yfir
námabænum í ísnum. Að sögn
Sveins Sæmundssonar, blaðafull-
trúa Flugfélags íslands, flutti
Flugfélagið 42 menn frá Meistara
vík s.l. sunnudag og er þar nú
fátt manna eftir og í vetur verða
það aðeins 2 vaktmenn við gæzlu
mannvirkja.
Aero-Lloyd, sem sótt hefur um
leigu á stöðvunum í Meistaravík,
hóf skipulagðar Grænlandsferðir
fyrir 2 árum og hafa ferðir þessar
orðið mjög vinsælar og fjölsóttar
og er það ekki sízt að þakka öt-
ulli stjórn hinnar kunnu Ninu
Holm, forstjóra Aero-Lloyd. —
Einkum hafa ferðir þessar verið
til Arsarsuaq í Eiríksfirði — eins
og ferðir Ferðaskrifstofu rikisins
o.g Flugfélagsins á fornar slóðir
fslendinga í Grænlandi.
Ef að ráði verður að gera Meist
aravík að ferðamannamiðstöð mun
astaða til ferðalaga til Austur-
Grænlands g.iörbreytast.
r ■ ■■ ■ -■
Lange og Ohira
ræSast við í Tokyo
NTB-Tokyo, 11. okt.
í dag ræddi Harvard
Lange utanríkisráðherra
Noregs við Ohira utanríkis-
ráðherra Japans. Ræddu
þeir um öll helztu vanda-
málin í dag, svo sem af-
vopnun, tilraunir með kjarn
orkuvopn og Berlínardeil-
una. Einnig ræddu þeir um
aukin viðskipti milli land-
anna tveggja. Eins og kunn
ugt er, er Lange nú í viku
opinberri heimsókn £ Jap-
an.
Ánægóir með
stjórnina
NTB-Llandudno, 11. okt.
Yfirgnæfandi meirihluti
fundarmanna á landsfundi
íhaldsmanna í Bretlandi
samþykkti í dag ályktun
þess efnis, að þeir væru á-
nægðir með stefnu stjórnar-
innar í efnahagsbandalags-
málunum.
Mannfall hjá
báóum
NTB-New Delhi, 11. okt.
Fregnir herma, að Ind-
verjar hafi misst 17 menn
í bardögunum, sem urðu í
gær við landamæri Ind-
lands og Tíbets, og munu
33 hafa fallið úr liði Kín-
verja.
DEILT UM AÐILD DAN-
MERKUR 0G NOREGS
NTB—Briissel — Kaupmanna-
höfn, 11. október. |
Sá orðrómur hefur komizt'
á kreik, a3 Noregur og Dan-'
mörk eigi ekki að fá fulla að-
ild að EBE ,heldur verði Bret-i
landi einu veitt aðild að banda !
laginu. Fréttaritari danska út-
varpsins í New York segir
hins vegar, að um málið hafi
verið rætt í Washington, og
verði bandaríska stjórnin
spurð um álit hennar á mál-
inu muni hún ráða ríkjunum
frá því, að verða aðeins auka-|
aðilar að bandalaginu.
Þegar í september var rætt um
það meðal stjórnmálamanna í
Evrópulöndunum, að Frakkar
væru fylgjandi því einu, að veita
Bretlandi fuila aðild að EBE. Síð-
an ætti að gera sérstaka viðskipta-
samninga við hin löndin.
Nú segir i fréttum frá frétta- t
ritara danska útvarpsins í New
York, að málið hafi verið rætt á
fundum Per Hækkerup utanríkis-
ráðherra með' fulltrúum banda-
ríska utantíkisráðuneytisins, og
hafi þeir látið þar koma skírt
fram, að verði leitað álits Banda-
ríkjanna í málinu muni þeir ráða
frá þessu. Bandaríska stjórnin
ós'ki þess, að bæði Noregur og
Danmörk fái fulla aðild að Efna-
bagsbandalagi Evrópu.
Á fundi Evrópuráðsins í Strass-
borg lét fulltrúi Danmerkur þess
getið, að stjórn hans gæti aðeins
sætt sig við fulla aðild Danmerk-
ur að EBE, og vildi að orðrómur-
inn yrði borinn til baka hið fyrsta
Utanríkisráðherra Danmerkur,
Per Hækkerup, mun að öllum lík-
indum eiga viðræður við fulltrú-
ana í Briissei um tflBild Danmerk-
ur að EBE, og nú hefur danska ut
anríkisráðuneytið lýst yfir því, að
aí hálfu Danmerkur komi ekki
annað en full aðild til greina.
Adenauer kanslari Vestur-Þýzka
iands sagði í ræðu, sem hann hélt
í dag, að hann væri hlynntur aðild
Breta að bandalaginu. Honum hef-
ur verið legið á hálsi fyrir það að
sýna málinu ekki nægilegan áhuga,
en hann bætti við, að ef svo væri,
þá væri það eingöngu vegna þess,
að hann bæri fyrst og fremst mál
Þýzkalands fyrir brjósti, mál
Bretlands yrðu að koma á eftir
Fréttamaður NTB í Briisscl
segir, að viðræðurnar þar milli
fultrúa Breta annars vegar og full
trúa EBE hins vegar gangi mjög
hægt, og í dag hafi þær einna helzt
líkzt fyrirlestrum.
Fjallað var um óskir Breta varð-
andi nokkrar vörur, sem þeir vilja
að verði toilfrjálsar, þ.á.m. blý,
sink og aluminíum, auk dagblaða-
pappírs. en engin ákvörðun var
tekin.
EBE býður Bretum að dagblaða
pappír verði tollfrjáls, en þeir
óska enn fremur eftir því, að þeir
megi að vild flytja inn pappír frá
Xanada. Vcrði fylgt stefnu band-
Mgouu i pcaou samuauui, og iai
Noregur aðild að bandalaginu verð
ui þetta ekki hægt, þar eð hin
mikla dagblaðapappírsframleiðsla
Noregs mundi breyta miklu um
markaðinn innan bandalagsins
siálfs.
Kona fyrir bíl
MB—Reykjavík, 11. okt.
Um hálfátta leytið í kvöld var
ekið' á fullorðna konu, Þorbjörgu
Ingimundardóttur, á mótum Laug-
arássvegar og Sundlaugarvegar.
kvartaði hún um eymsli í mjöðm
og var farið með hana á Slysa-
varðstofuna.
KEFLAVÍK
Fundur i Framsóknarfélagi
Keflavíkur í Ungmennafélagshús-
inu í kvöld klukkan 21,00.