Tíminn - 16.10.1962, Qupperneq 3

Tíminn - 16.10.1962, Qupperneq 3
Frá hægri: Gunnar, Kristbjörg og Róbert. Furðulegt sig á léreftinu (Ljósm.: TÍMINN, RE) sjá Tíminn hringdi í aðal- leikarana í kvikmyndinni „79 af stöðinni" til að spyrja þá, 'hvernig þeim hefði orðið við að horfa á frumsýninguna í fyrra kvöld. Róbert Arnfinnsson svaraSi: Ég var gripinn undarlegri til- finningu við að sjá sjálfan mig í fyrsta skipti á léreftinu. Eig- inlega gat ég ekki notið mynd- arinnar á sama hátt og venju- lega, þegar ég horfi á kvikmynd ir. Fyrst og fremst starði ég gagnrýnandi og tortryggnum augum á sjálfan mig. En ég er samt alls ekki dómbær um mfna eigin frammistöðu, það er af og frá, eins og hver hlýtur að skilja. Ég varð fyrir svipuð um‘áhrifum að sjá sjálfan mig og þegar ég heyrði rödd mína í fyrsta sinn af segulbandi. Ég þekkti ekki mína eigin rödd. Þó varð ég samt enn skelkaðri, þeg ar ég sá sjálfan mig á léreft- inU í fyrrakvöld. Það var furðu lega skrýtið. En hvað kvikmynd ina sjálfa snertir, þá fannst mér heildaráhrifin góð, ég fæ ekki betur séð en þeim kvik- myndatökumönnunum hafi tek- izt að skapa listrænt verk. Þeir þurfa alls ekki ag fyrirverða sig. Ég held, að myndin stand- ist samanburð við góðar erlend ar kvikmyndir. Það var góð stemning meðal bíógesta, frum sýningin lofar góðu. Gunnar Eyjólfsson svaraði: Mér varð álíka innanbrjósts og þegar ég heyrði fyrst rödd mína í útvarpsleikriti, flutt af segulbandi. Satt að segja varð ég steinhissa þetta kvöld á frumsýningu „79“ í Háskóla- bíói. Hvað hafði undrag mig mest. Jú, ætli það hafi ekki einna helzt verið munnsvipur- inn, sem ég sá, að ég hef. Ósköp er hann skrítinn. Svo fór ég að skoða hina aðalleikarana, Krist björgu og Róbert, og ég fann ekkert torkennilegt í fari þeirra, fannst þau vera eins og þau ættu að sér. Mér þótti ekki ástæða til að ég væri með neinn sparisvip í myndinni og því dró ég Þá ályktun, að þessi furðu- legi munnsvipur minn væri hversdagslegt fyrirbæri í allra augum nema minna. Ósköp er ég þakklátur, ef aðrir geta um- borig þennan skrítna svip. En myndin í heild þykir mér ann- ars góð miðað við aðstæður. — Hún e'r dálítið sérstæð að þvi leyti, að þetta er tæknileg heim ildarmynd með leikurum þó. Út frá því verður að dæma hana. Því miður tókst ekki að ná símasambandi vig Kristbjörgu Kjeld, aðalleikkonu myndarinn ar, og því getum við ekki að sinni haft neitt eftir henni um áhrif myndarinnar á hana. SENDI NASSER OG HUSSEIN SKEYTI NTB-Cairo, 15. okt. Allt frá því uppreisnin var gerS í Jemen fyrir nokkrum vikum hafa gengið um það sögur, að konungur landsins, Imam Mohammed el Badr hafi komizt lífs af, þegar höll hans var sprengd, og nú síðast skýr ir fréttastofan í löndunum við botn Miðjarðarhafs frá því, að konungurinn sé kominn til Saudi Arabíu. Imaminn særðist hættulega á fæti í uppreisninni, en að öllum líkindum var hann fluttur til bandaríska sjúkrahússins í D'ahr- an með bandarískri flugvél, segir í frétt frá höfuðborg Jemen, Sanaa. Hvað eftir annað hafa hin nýju stjórnarvöld í Jemen tilkynnt, að konungurinn hafi látið lífið, þeg- ar uppreisnarmenn gerðu árás á höll hans, en þrátt fyrir þetta hef- ur aldrei verið hægt að kveða að fullu niður orðróm um hið gagn- stæða. Fyrrnefnd fréttastofa sagði sið- ar. frá því í dag, að reyndar hefði konungurinn verið hætt kominn, það er að segja, þegar flugvél lýð- veldissinnanna gerði loftárás á eyðimerkurvirki, þar sem hann hafðist við meðal hliðhollra manna af Mohabcha-þjóð'flokkinum. Eft- ir þcssa árás hafi Mohammed el Badr farið yfir eyðimerkursvæðið Robh A1 Khali og flúið inn til Saudi Arabíu. Liðsforingi í lýðveldissinnahern um, Hussein el Sukkari að nafni, skýrði Caihedagblaðinu frá því fyr ir 10 dögum, hvernig hann hefði drepið Imaninn í höll hans, en í dag lagði hann fram nýja útgáfu af sögu sinní, um hvað gerðist á hinu mikilvæga augnabliki bylting arinnar. Segist hann nú ekki hafa drepið konunginn með byssu sinni, vegna þess að vopnið hafi brugðist, hins vegar hafi hann sært konunginn hættulega. Hafi hann síðan verið fluttur á brott af hliðhollum fylg- ismönnum sínum. Abdullah el Sallal forsætisráð- | herra í Jemen sagði í ræðu í gær, eð komið hefði í ljós, að jarð- sprengjur hefðu verið lagðar með- fram landamærum Jemens og Saudi Arabíu, og væri þetta sönn- un þess, að konungar Saudi Arabíu og Jórdaníu væru að reyna að hindra framgang byltingarinnar í landinu. Þá sagði hann einnig, að her- foringjaráð landsins hefði vissu fyrir því, að 16 jórdanskir liðsfor- ingjar hefðu farið inn yfir norð- austurlandamæri Jemens. Auk þess sagði hann, að hermenn frá Saudi Arabíu væru komnir inn til brezka verndarsvæðisins Aden. Væru þeir vel vopnum búnir, og reyndu að koma af stað óeirðum á lándamærunum. Formælandi brezka utanríkis- Eramh á 15 síðu Verður Frakkland án forseta þings og stjórnar 29. oktdber? Róttæk öfl í Frakklandi, svo sem OAS og Andspyrnu- ráðið hafa nú tekið opinber- lega afstöðu gegn de Gaulle Frakklandsforseta varðandi kosningarnar, sem fram eiga að fara seint í þessum mánuði. Frönsku fréttastofunni AFP hef ur borizt bréf fná Antoine Argoud ofursta, sem var einn af foringj- um OAS, en í því segir, að And- spyrnuráðið í Frakklandi, sem stjórnað hefur neðanjarðarhreyf- ingunni þar, hafi ákveðið að fresta öllum tilraunum til þess að ráða de Gaulle forseta af dögum Þar til eftir að þjóðaratkvæðagreiðsl- an hefur farið fram. Samtökin ætla að gefa þjóðinni tækifæri til þess að greiða atkvæði gegn tillögu de Gaulles, þar sem hann fer fram á að forseti landsins verði framvegis kosinn með Þjóð aratkvæði. Öryggislögreglan hefur þrátt fyrir þetta á engan bátt slakað á eftirliti sínu. f dag flaug for- setinn til þess að líta á herstöð í Mið-Frakklandi, og var hafður mjög strangur vörður um hann, auk þess sem hann flaug strax til Parísar aftur eftir að hersýning- in hafði farið fram. Af þeim 6 stjórnmálaflokkum, Bjarga fornleifum vii Asuan NTB—Oslo, 15. okt. Fornleifafræðingar frá Norður- löndunum eru nú í þann veginn að leggja af stað til Uubiu, þar sem þeir munu vinna við að bjarga fornleifum. Einnig eru fornleifafræðingar að undirbúa ferð til Egyptalands varðandi flutning á frægasta klettahofj landsins Abu Simbel. Áætlun hefur verið gerð vegna flutnings á hofinu, og er talið að það muni kosta um 84 milljónir dollara, og er þá innifalinn flutn- ingur þess, og einnig það að koma því fyrir á öðrum stað. Vegna þessa mikla kostnaðar hefur önnur áætlun verið gerð, og er þar stungið upp á að hofinu verði lyft upp til að byrja með, svo það verði fyrir ofan vatnsborð ið, sem myndast þegar Asuan- stfflan hefur verið gerð. Síðar verður ákveðið hvað gert verður við hofið eftir það. Alls verða 12 menn í leiðangr- inum, og mun hann verða fram í marzmánuð. sam þátt taka í kosningabarátt- unni eru það aðeins gaullistar sem eru fylgjandi tillögu forsetans. Eru stjórnarmeðlmir þess fullviss ir, að flokkurinn muni bera sigur úr býtum, bæði í kosningunum um forsetakjörið 28. okt. og einnig í kosningunum til þjóðþingsins, sem fara eiga fram 18. og 25. okt. Blöð í París ræddu í dag við Gmy Mollet, forlngja sósíalista, um hi'nar væntanlegu kosningar. Sagði hann, að forsetinn hefði komið því svo fyrir, að ag morgni hins 29. okt. gæti Frakkland ver ið orðið forsetalaust, Þar eð hann hefði sagt af sér; stjórnarlaust, því stjórnin er fallin, og þinglaust, af því að þingig hefur verið leyst upp, vegna hinna nýju kosninga. — De Gaulle reiknar með að hræðslan yfir Því, ag þetta geti gerzt, sé nægileg til þess, að kjós endurnir, þrátt fyrir allt, greiði honum atkvæði. Ég veit ekki hvernig þetta fer, en jafnvel þó de Gaulle fái meirihluta, verður Framh. á 15. síðu Alsír fær aðstoð NTB—Alsír, 15. okt. Málgagn alsírsku stjórnarinnar segir frá því í dag, að Bandaríkin muni að öllum líkindum veita Al- sír fjárhagsaðstoð, sem nemi 40 milljónum dollara. Blaðið hefur þessa frétt eftir fréttaritara sín- um í New York, sem sagðist hafa fengið uplýsingarnar hjá ábyrgum stjórnmálamönnum vestanhafs. Ben Bella forsætisráðherra Alsír er nú í heimsókn í Washington, og ræðir þar við ýmsa stjórnmála- menn. Viðræður munu fara fram milli landanna áður en aðstoðin kemur til framkvæmda, og er þess vænzt, að bandarísk sendinefnd komi til Alsír til þess að ræða málin. Talið er líklegt, að ákvörðun hafi verið tekin varðandi þessa fjárhagsaðstoð nú, á meðan Ben Bella hefur verig í Bandaríkjun- um. Blaðið segir einnig, að Ben Bella sé líklegux til þess að ræða þar um vandamálið, sem skapazt hefur vegna þeirra 250 þúsund flóttamanna, sem nú eru í Alsír, og sem búa þar í tjöldum. Einnig mun hann ræða um þær 2 millj- ónir manna, sem flutt hafa frá heimilum sínum, og um þær tvær milljónir, sem nú eru atvinnulaus- ar. Auk alls þessa er gífurlegur fjöldi barna, sem ekki hafa tæki- færi til þess að hljóta nokkra menntun. Allt þetta hefur orðið til þess, að Alsír þarfnast mjög ofangreindrar hjálpar, segir blað- ið. Að lokum segir það, að Alsír muni ekki taka við aðstoðinni, nema því aðeins að Bandaríkin veiti hana án nokkurra sérstakra stjórnmálalegra skilyrða. Telur blaðið stjórn Kennedys hafa tek- ið jákvæða afstöðu varðandi lánið. Ben Bella kom í heimsókn til Hvíta hússins í dag, og var þar tekið á móti honum með 21 fall- byssuskoti og skrúðgöngu her- manna. Þeir Kennedy forseti og Ben Bella ræddust við, og lét for- setinn í ljós þá von, að Alsír myndi taka á móti vináttu Banda- ríkjanna, og gera það, sem í þess valdi stæði til þess að varðveita friðinn. Síðan þakkaði Bella þá aðstoð, sem forsetinn hefur veitt þjóðfrelsishreyfingunni i Alsír. T f M I N N, Þriðjudagurinn 16. okt. 1962. — 3

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.