Tíminn - 16.10.1962, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.10.1962, Blaðsíða 9
SUNDKAP YZTAFELLI ii ninBWi mi' infiin :«*« Þjóðin hefur ekki gleymt Sigurði Þingeyingi, sem árum saman var bezti sundmaður okkar íslendinga og vann margan góðan sigur, bæði hérlendis og erlendis. Hitt vita kannski færri, hvað af honum varð eftir að hann dró sig í hlé frá keppni og sigur- fréttirnar hættu að birtast í blöðunum. Auðvitað hlaut leið Sigurðar Þingeyings að liggja norður í Þingeyjar- sýslu, þegar hann kvaddi Reykjavík, og þar er hann nú að finna, sem Sigurð Jónsson bónda i Yztafelli og kennara Ljósavatnshrepps. Siguröur i Yztafelli er maður sjálfstæður i skoðunum og brýtur eins og fleiri hugann um vandamál sveitanna. Við skulum vita hvað hann vill okkur segja um þau mál: —Hvað' vilt þú segja Sigurður, um ástandið í íslenzkum landbún- affarmálum í dag? — Við skulum byrja á því að skoða verðiagsgrundvöllinn. Þar vil ég byrja á að benda á það at- riði, að aukin heildarframleiðsla á landbúnaðarafurffum kemur stéttinni sem slíkri ekkert til góða, heldur aðeins þeim einstöku, sem forskot fá í bili. Tali ma^uj; ^jðan um vei'ðlags- grundvöllinn í heild, þá vil ég benda á vaxtaliðinn. Sá sem legg- ur fé í búskap, fær ekkert - Vandamál landlíónaSariiis eru mörg og mikil, segir Sigurður Jónsson, Þingeyingur, í viðtali viS Tímann fyrir það. Sá sem leggur hálfa milljón á banka fær hins vegar 40 þúsund á ári í vexti. Það er j lágmark að maffur þurfi hálfa milljón til að reka bú. Það er hins vegar ekki gott að segja hvað maður hefur mikið upp úr bú- rekstri, en mér er næst að halda að nettótekjur af slíku búi yrðu ekki meiri en 40 þúsund. Það má segja, að bú sem byggt var fyrir einum fimmtán árum, búið er að borga niður, og að mestu leyti er orðið skuldlaust sé hægt að reka. En nýbygging er gersamlega óhugsandi eins og nú árar, þó slíkt ástand geti hins vegar alls ekki gengið til lengdar. — Þú ert sem sé þeirrar skoð- unar, að hagur bændastéttaiinn- ar sé fvrir borff borinn í þjóðfélagi okkar í dag? — Já, spursmálslaust. Sérstak- lega þannig, að það er útilokað fyrir menn að byrja — útilokað nema fyrir þá, sem standa á göml- um merg. Styrkveitingar rangtúlkaðar — Hvað álítur þú helzt unnt að gera til bóta? — Nú, verð landbúnaðarvara þarf náttúrlega að hækka. Elg álít að stöðugar rangtúlkanir á styrkveitingum hins opinbera til landbúnaðarins hafi gert honum mikla bölvun. Túlkunin hefur ver- ið á þá leið, að þetta væru beinir styrkir til bænda til að þeir gætu lifað, í stað þess að þetta er til þess veitt, að bændur geti fram- leitt meira, og orðiff með þvi þjóð- arbúinu til meira gagns. — Marg- ar tungur vilja líka gjarnan láta í það skína, að landbúnaður sé hvergi styrktur nema á íslandi. Þetta er hins vegar reginfjar- stæða. Á Bretlandi eru til dæmis styrkir til bænda margfaldir á borð við það sem hér er. Hér getum við skotið því inn, aff það er alltaf spurning hvort svo eigi að hækka verð landbúnaðar- vara, að hið opinbera þurfi ekk- ert að styrkja landbúnaðinn, effa hvort þjóðin vilji fremur lækka útsöluverð framleiðsluvaranna Þessi mynd var tekin, þegar SigurSur hlaut verSlaun fyrir sigur sinn í 200 m. bringusundi á Norðurlandamótinu 1949, en hann er eini íslend- ingurinn, sem orðið hefur NorSurlandameistari í sundi. SigurSur Jónsson með því að greiða það niður meff opinberum framlögum. Fjármagn flytur úr sveitum í þéttbýlið — Það heíur verið mikill fólks- fiutningur úr sveitunum í þéttbýl- ið, og hver einstaklingur hefur flutt með sér svo og svo mikið fjármasn, þanpjg .,að það hefur verið stoSúgur’’fjárstraumur úr sveitunum T kauptúnin staðina. Einmitt þess vegna eru lögin um Stofnlánadeild landbún- aðarins ákaflega óréttlát. Þessi loggjöf veitir ekki nýju fé inn í landbúnaðinn, eins og menn höfðu vonað, heldur má segja með full- um rökum, að eftir sem áður hafi landbúnaffurinn jafnlitla hlutdeild í yfirráðunum yfir þjóðarauðnum. Eg er óánægður með það, hvað bændur eru í rauninni áhugalitl- ir og skeyta þessu litlu. Eru menn í rauninni haldn- ir slíkri minnimáttarkennd, að þeir telji sjálfsagt að þeirra mál séu fyrir borð borin? En það er engin ástæða til minnimáttar- kenndar, landbúnaðurinn leggur j það mikinn skerf til þjóðarbús- j ins, sennilega meiri en nokkurn grunar, að þjóðin getur engan veg- inn án hans verið. En það verffur j þjóðin að sjá og skilja, að með því ástandi sem nú ríkir leggjast sveitirnar smám saman í eyði. Sú mun verða raunin á, ef ekki breyt- ist til batnaðar. Þeir sem standa á gömlum merg, þeir búa meðan þeir hjara, en svo smáfjarar þetta út. Svona yrði þetta að óbreyttri stefnu, en hún verður og hlýtur a.ð breytast. Bændur eiga ekki að búa við lakari kjör, en aðrar stéttir bjóðfélagsins Stéttarsamband bænda og aðrir, sem hafa átt að standa í fyrirrúmi fyrir baráttu bændastéttarinnar hafa ekki staðið sig nógu vel. Það j er engin ástæða til að bændur lifi j við lakari kjör en aðrar stéttir i þjóðfélagsins, en það gera þeir j flestir. Stéttin má bara alls ekki missa kjarkinn, þótt dökkt sé i álinn. j Hitt er annað, að því leng- j ur, sem steínubreytingin dregst, þeim mun dýraii hlýtur endur- reisn landbúnaðarins að verða, I þegar að henni kemur. Það er alla vega dýrara að reisa upp frá grunni, en að láta þróunina færa hlutina smátt og smátt í rétta átt. — En þarf ekkeit að koma til utan verðhækkunin ein til að gera lifið í sveitunum bærilegt? —Jú efalaust Hvaða vit er til dæmis i því að vera að tolla vélar ti! landbúnaffar Þessir tollar hljóta að þýða hærra verð á land- búnaðarafurðum og óhagkvæmari framleiðslu, því þeir tefja fyrir vélvæðingunni. Það má margt til tína, sem við getum ekki gert skil hér, að svo komnu máli, til dæmis búnaffarhættirnir, á þeim hlýtur að verða breyting. í framtíðinni mun búskapur æ meir rekinn á félagsgrund- velli. Eg held að það hljóti að verða breyting á því hvernig búskap- ur er rekinn. Eg held að þróunin verði sú, að einyrkjabúskapur sem siíkur leggist æ meir niður og menn fari að vinna að búskapnum á félagsgrundvelli. Hvernig það form endanlega verður vil ég ekki spá um nú — hvort það verður sameignar- eða hlutdeildarfyrir- komulag. Eg held að það væri rétt að Landnám ríkisins tæki upp að styrkja tilraunir með nokkur rekstrarform í búskap. Þá mundi koma í ljós. hvaff bezt hentar. Það er eðlilega mjög erfitt að fá gamla einyrkja til að rugla saman reytum sínum. Eg vil leyfa mér að segja, að það sé ekki sjálf vinnan, sem sé bóndanum erfiðust, heldur hversu mjög hann er bundinn heima við búið. Þetta álít ég að ætti aff geta lagazt með öðru fyrirkomu lagi, þar sem menn ynnu saman. Við gætum rætt endalaust um vandamál landbúnaðarins, svo mörg og mikil sem þau eru. Hitt vildi ég segja, áður en við Ijúkum þessu rabbi: Þaff var verk kynslóðarinnar fyrir og um aldamótin að koma lagi á verzlunarmál okkar, sem í dag erum að vaxa upp í bændastétt, að finna hið verðandi búrekstrar- form og stýra með því bændastétt- inni út úr þeim þrengingum, sem hún á við aff stríða í dag. K.I. I fyrstu sundkeppni Islendinga og Dana, sem háð var í Sundhöllinni 1946, sló Sigurður Þingeyingur fyrst verulega í gegn sem sundmaður. Setti hann þá íslenzkt met bæði í 100 og 200 m. bringusundi og varð sigurveg- ari í báðum þessum greinum. Sigurður er fyrir miðju, en til vinstri er alnafni hans, Sigurður Jónsson, KR, sem um árabil var harðasti keppi- nautur hans. Mikilvægir fundir í Evrópuráðinu Ráðgjafarþing Evrópuráðs- ins sat á fundum í Strasbourg síðari hluta september. Af ís- lands hálfu sótti þingið að þessu sinni Þorvaldur Garðar Kristjánsson, og er hann ný- kominn heim aftur. Þingstörfin mótuðusi; mjög af umræðum um stjórnmálaþróunina í Vestur-Evrópu og efnahagssam- vinnu Evrópuríkjanna. Umræðurn ar hófust á sameiginlegum fund- um ráðgjafarþingsins og Evrópu- þingsins svonefnda en á því ejga sæt; þjngmenn frá þeim sex ríkj- um, sem aðild eiga að Efnahags- bandalaginu. Meðal þeirra, sem þátt tóku í þessum umræðum, voru Hallstein, forseti framkvæmda- stjórnar Efnahagsbandalagsins, og Malvestiti, forseti stjómar Kola- og stálsamsteypunnar — svo einn af framkvæmdastjórum Atómstofn unar Evrópu, Umræður um þessi efni voru siðar aftur upp teknar á ráðgjafarþingjnu. Framsögu- menn af halfu nefnda þingsins voru Pflimlin, fyrrverandi forsæt- isráðherra Frakka, og hollenzki þingmaðurinn Vos Schröder, utan ríkisráðherra Vestur-Þýzkalands, og J. R. Marshall, aðstoðarforsæt- isráðherra Nýja-Sjálands, voru meðal þeirra, sem þátt tóku í um- ræðunum. Meðal annarra mála, sem voru á dagskrá ráðgjafarþings Evrópu- raðsins að þessu sinnj, má nefna ástandið í Albaníu, sveitarstjórn- armál, lögfræðilega og menning- arlcga starfsemi Evrópuráffsins, mál flóttafóiks, efnahagssamvinnu Framhald á bls. 13 TÍMINN, þriðjudagurinn 16. okt. 1962. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.