Tíminn - 17.10.1962, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.10.1962, Blaðsíða 6
TÓMAS KARLSSON RITAR ÞINGFRÉTTI m OLL HE FENGI RAFMAGN IÁRSLOK 1968 Allir þingmenn Framsókn- arflokksins 17 að tölu flytja þingsályktunartillögu um raf- orkumál. Kveður tillagan á um, að öll heimili landsins skuli hafa fengið rafmagn í síðasta lagi fyrir árslok 1968. Fyrsti flutningsmaður er Skúli Guðmundsson. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að skora á ríkisstjórnina að láta hraða á- ætlunum um áframhaldandi framkvæmdir við rafvæðingu landsins, er miðist við það, að öll heimili hafi fengið raf- magn í síðasta lagi fyrir árs- lok 1968. Séu gerðar áætlan- ir um ný orkuver, aðalorku- veitur og dreifilínur um sveit- ir, ásamt áætlunum um aðstoð við að koma upp einkastöðv- um fyrir einstök heimili, sem eru svo afskekkt, að ekki þyk- ir fært að leggja raflínur til þeirra frá samveitum, og sé aðstoðin ákveðin með hlið- sjón af þeim stuðningi, sem veittur er íbúum samveitu- svæðanna. Áætlunum þess- um verði lokið fyrir 1. janúar 1963". í greinargerð með tillögunni segir: Þingsályktunartillaga þingmanna Framsóknarflokksins í byrjun febrúar 1960 fluttu 7 | þingmenn Framsóknarflokksins; tillögu á Aiþingi um raforkumál. J Var þar lagt til, að ríkisstjórninni j yrði falið að láta hraða áætlunum | um áframhaldandi framkvæmdir í við rafvæð'ingu landsins, og skyldi! þar að því stefnt, að öll heimili! gætu fengið rafmagn svo fljótt sem tök væru á. Tillaga þessi hlaut ekki fulln- aðarafgreiðsu á þinginu, og var málið því flutt í annað sinn á síð- asta þingi, í marz 1962. Það var óafgreitt í þinglokin. f umræffum um mál þetta á Al- þingi 2. marz 1960 skýrði ráð- herra frá því, að ráðstafanir hefðu verið gerðar til að hraða áætlun-! um, eftir því sem unnt væri. Þrátt fyrir þá yfirlýsingu hefur enn ekki; verið gengið frá áætlunum um áframhald rafvæðingarinnar, eft-! ir' að lokið ,er framkvæmd 10 ára áætlunarinnar, sem á að verða inn an skamms, eftir því sem upphaf- lega var ákveðið Er því hér enn borin fram tillaga um að skora á ríkisstjórnina að láta ljúka á þessu ári áætlunum um raforkufram- kvæmdir, þ. e. ný orkuver, að'al- crkuveitur og dreifilínur, og séu' þær áætlanir miðaðar við það, að öll heimili á landinu hafi fengið rafmagn í síðasta lagi fyrir lok ársins 1968. Raforkuframkvæmdirnar hafa að miklu leyti verið unnar fyrir lansfé. En íjárveitingar úr ríkis- sjóð'i til þeirra hafa verið sam- kvæmt ríkisreikningum á árunum 1954—1961: 1. Til nýrra raforkufram- kvæmda: 1954 1955 1956 1957 1958 1959 1960 1961 kr. Alls kr. 5,860,000,00 5.770,000,00 9,860,000,00 12.023,649,00 12.000,000,00 0,00 10.000,000,00 10,000,000,00 65.513,649,60 2. Til raforkusjóðs: ............... kr. 5.000,000,00 5,000.000,00 5,150,000,00 15.000,000,00 | 17,000.000,00 — 14.250,000,00 — 14.250,000,00; 1954 .... 1955 .... 1956 ...; 1957 .... 1958 .... 1959 .... 1960 .... 1961 ......."i-p T4.25«000,Q0; Alls kr. 89,90*000,00 I JM f -.:! i í fjárlögum fyrir árið 1962 eru ! ætlaðar 10 millj. kr. til nýrra raf- orkuframkvæmda og kr. 14,250,00- 00 til raforkusjóðs. Samkvæmt framansögðu hafa íjárframlög úr ríkissjóði til raf-1 væðingarinnar verið allmiklu minni næstliðin 3 ár og á þessu ári heldur en á árunum 1957 og 1958. Hefur þó framkvæmdakostn aður hækkað mjög síðustu árin og fjárþörfin vaxið. Er því nauð- synlegt að auka ríkisframlögin, og svo þarf að sjálfsögðu að útvega lánsfé til áframhaldandi fram- kvæmda. ' Enn er eftir að koma upp orku verum og aðalorkuveitum fyrir allmörg byggðarlög samkvæmt 10 ára áætluninni, og þarf að vinda bráðan bug að því. Raforkumalaskrifstofan mun hafa unnið að athugunum á vega- lengdum milli býla í sveitum, sem hafa ekki enn fengið rafmagn. Þessu verki þarf að Ijúka, og er þá hægt að gera áætlanir um raf- línur um þau svæði. Við dreifingu raforkunnar um sveitirnar er nú fylgt þeirri reglu, að rafmagnið er lagt um þau svæði, þar sem línulengd frá aðalveitu er ekki meiri en ca. 1 km að meðaltali á hvert býli. En í síðari áfanga þarf að ganga lengraJog leggja raflín- ur um by^gðir, þó að meðallínu- ilpngdurpíllii.býla sé miklu meiri, því að sjálfsagt er að fullnægja fafmagnsþörfinni með samveitum, að svo miklu leyti sem frekast þyk ir fært, eða með byggingu vatns- aflsstöðva fyrir einstök býli, þar sem skilyrði eru til þess. En þar sem einstök heimili eru svo mjög afskekkt, að ekki þykir fært að leggja raflínur til þeirra, og ekki eru heldur skilyrði til vatnsafls- virkjunar, barf að grípa til ann- arra úrræða og koma þá helzt til SKULI GUÐMUNDSSON — fyrsti flutningsmaSur tillögunnar. greina dísilstöðvar, þó að miklu óhagkvæman séu en vatnsafls- stöðvar og raflínur fr'á samveit- um. Réttmætt er, að aukin aðstoð af opinberri hálfu verð'i veitt þeim sem verða utan samveit'úsvæðanna og þurfa að koma upp smástöðvum til framleiðslu á rafmagni. Þar ætti að hafa til hliðsjónar þá fjár- hagslegu aðstoð, sem ríkið hefur lagt fram í þágu þeirra, er njóta rafmagns frá rafveitum í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Mikill meiri hluti landsmanna hefur þegar fengið raforku til heimilisþarfa og annarra nota, að Framh. á 15. síðu 222% 5KATTA- HÆKKUN VIDREISN AÐ VERKI Tollar, innflutningsgjöld og sölu skaftur á 5 manna fjölskyldu: 1963 1958 kr. 42,200,00 kr. 13.100,00 Hækkun: kr. 29,100,— eða 222% Morgunblaðinu herfur lengi verið munntamt að ræða um „skattaáþján" vinstri stjórnarinnar. Hef- ur blaðið sérstaklega sakað Eystein Jónsson um þá skatta, er þá voru í gildi. Hins vegar hefur Morg- unblaðið hælt mjög skatt- stefnu viðreisnarstjórnar- innar og lofsungið Gunnar Thoroddsen fyrir „tolla- og skattalækkanir". Nú er það fremur ein- falt dæmi að bera saman skattastefnu þessara tveggja ríkisstjórna og sjá af þeim samanburði, hvor skattastefnan er léttbær- ari þeim, sem marga hafa að fæða og klæða. Þungbærastir allra skatta eru tollar, innflutn- ingsgjöld og söluskattar, því að þeir eru ekki á lagð- ir eftir efnum og ástæðum manna, heldur greiða þeir tiltölulega mest, sem stærsta fjölskylduna hafa. Ef fjárlagafrumvarp rík- isstjórnarinnar fyrir 1963 er borið saman við fjárlög- in 1958, hvað snertir inn- flutningsgjöld og sölu- skatt, fær maður glögga mynd af „sköttunum hans Eysteins" og „sköttunum hans Gunnars", en hún er þannig: Tollar, innflutningsgjöld og söluskattur. Skv. fjárlaaafrumv. 1963 kr. 1519 milljónir Skv. f járlögum 1958 kr. 446 milljónir Skattahækkun: kr. 1073 milljónir Þetta samsvarar því, að skattar og tollar eigi að verða sem svarar kr. 42,200,— á fimm manna fjölskyldu á næsta ári en voru kr. 13,100,— á árinu 1958. Hafa því þessar álögur vaxið, sem svarar kr. 29,100,— á hverja 5 manna fjölskyldu síðan 1958 eða um 222%. Þetta eru nú „skatta- og tollalækkanir" núverandi ríkisstjórnar. mwiiwrag.". xgKaa&mitmm 6 T f M I N N, miðvikudagurinn 17. okt. 1962

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.