Tíminn - 11.11.1962, Qupperneq 9

Tíminn - 11.11.1962, Qupperneq 9
■ SKRIFSTOFUSTJORINN ORTIASTA- LJOÐ, OG SETJARINN SAMDILAG Til iþín ung ég orti ljóð, en árin fyrna hverja glóð. Nú vegi skilja fönn og fjöll og fölnuð sumarblómin öll. Þó má enn :hin kyrru kveld kanna minninganna eld. Þegar birta dagsins dvín í draumsins vin ég leita þín. Það er töluvert nýstárlegt ljóða- og sagnakver, sem hefst á þessum hendingum — kver, sem er að koma út. Höfundur- inn, Valborg Bentsdóttir, skrif- stofustjóri, hefur ekki sent frá sér bók áður, en hún er þjóð- kunn fyrir þátttöku í þjóðmál- um og öðrum féalgsmálum og fyrir ýmis ritstörf, — og hafa greinar, sögur og ljóð birzt eftir hana í blöðum og tíma- ritum. í þrengri kunningja- hóp er Valborg líka kunn að snjöllum ferskeytlum, sem hún hefur kastað fram á góðri stund. En þessi bók, sem ber 'nafnið Tvisvar átján ástarljóð ásamt sjö sögukomum mun einnig vekja forvitni fyrir útlit sitt og efnisskipan, svo og bráðfagrar teikningar eftir Valgerði Bri- em. Það vekur strax athygli, þeg- ar litið er á bókina, að framan á henni er ekkert bókarheiti — aðeins margslungin teikn- ing, en nafn bókarinnar stend- ur aftan á henni. Sé bókin opn- uð kemur fyrst í Ijós teikning á saurblaði og orðin „Til þín“ á rauðum fleti. Svo kemur tit- ilsíða, en síðan teikning með heiti fyrsta hluta bókar — 18 Ijó'ð uni þig — og hina. — Og svo koma Ijóðin — ástaljóð til þín: Óskanna blær, lífsþorstans lag, leikur á glaða strengi. Ég sá þig í gær, þá skín sólin í dag, og sólskinið varir lengi. Þá koma Sögukornin — kynn tmeð tveim dulræðum teikningum. Og sögurnar heita: Perlan — Klafinn — Bamið — Náttkjóllinn — Stúlkan — Tár- in — og Krossinn á þakinu. Síðasti kaflinn heitir: Önnur 18 ljóð um hina — og þig, og fylgja enn teikningar eftir Val- gerði: Þarna eru m. a. man- söngvar með nýtízkulegum kenningum: Gleymast flokka gömul rök, gleðin okkar verður, og þinn plokkfisk eldar spök eymalokkagerður. Áköf löngun illa ber Amors þröngu flíkur. Þessa söngva þiggðu af mér, þú ert öngvum líkur. En þetta er annars orðið of mikið um bókina á þessu stigi málsins. Skiptumst heldur á nokkrum orðum við höfundinn. — Hefur þú lengi ort, Val- borg? — Ja, eigum við að kalla það að yrkja? Ég hef sett sam- an vísur síðan ég var krakki. Og fólk var oft að hvetja mig til þess að hglda áfram, sumir töldu jafnvel, að ég gæti orð- ið rithöfundur. En ég hef sjálf sagt ekki trúað því alltof vel sjálf, fyrst ég fórnaði ekki meiru af ævistundum mínum til ritverka. — Þó hefur nú sézt ýmislegt eftir þig á prenti áður? — Já, Ijóð, smásögur og vís- ur hingað og þangað. Það er nánast tilviijun, hvað hefur lent á prenti. — En mér sýnist þessi Ijóð . dálítið óvenjuleg — þag er að segja þegar þess er gætt, að höfundurinn er kona. Þetta eru ástarljóð eingöngu. — Er nokkuð við það ag at- huga? Það var einu sinni verið að segja mér, að það væri nú enn eitt dæmið um það, hve konur væru eftirbátar karla um allt, að þær hefðu algerlega lát- ið undir höfuð leggjast að yrkja ástarljóð um karlmennina, þar væru illa goldin öll þau ljúf- lingsljóð og mansöngvar, sem til væru um konur. Ég and- mælti þessu og benti á Ólöfu frá Hlöðum. Skálda-Rósu, Her- dísi, Ólínu o. fl. En ég komst þó að raun um að maðurinn hafði nokkuð til síns máls. Það var furðu lítið til af slíkum ljóðum. Ég sagði þá að úr þessu ætti að vera auðvelt að bæta. Og svo fór ég að gamni mínu að fást við að yrkja ástarljóð og mansöngva um karla. Þetta týndi ég svo saman í bók. — Þú yrkir allt rímað? — Já, flest er rímað í þess- ari bók, en mér þykir líka mjög gaman að fást vig órímað, þó að svo vilji til, að lítið sé af því tagi í þessari bók. Það féll einhvern veginn ekki í þann stakk, sem henni var skor inn. — En þarna eru fáar stökur — þú hefur þó stundum kastað þeim fram. — Já, það kemur oft fyrir, en þær glatast flestar jafnóð- um, en maður rekst á eina og eina hingað og þangað á laus- um blöðum. — En hvað um tilefni þess- ara Ijóða? — Ja, tilefni — hver eru þau? Auðvitað eru tilefni tii alls. en ekki ætíð svo auðvelt að muna eftir þeim eftir á. Maður getur svo sem sagt, að það sé gömul æskusynd — nú, eða þá ný freisting. — En víkjum svolítið að sög unum. Þær eru nokkuð sam- stæðar sýnist mér? —Já, þær eru líka allar nema ein skrifaðar á einum vetri, veturinn 1956—1957, þá tók ég mig til og skrifaði eina á mánuði, nema tvær einn mánuðinn og þær kallaði ég tvi bura, enda hét önnur barnið. Þær eru allar örstuttar, smá myndir og hugdettur. — Hafa þær birzt áður? — Ekki nema ein. Hún kom í tímaritinu Emblu. Ég hafði raunar ekki bók í huga, þegar ég skrifaði þessar sögur. — Bókin er falleg og óvenju leg í búningi. —Já, ég held það. Útgefandi bókarinnar, Gunnar Einarsson, forstjóri Leifturs, lét það eftir mér, að fá Valgerði Briem, til þess að teikna í hana nokkrar myndir. Þær hafa tekizt mjög vel. Og svo setti listamaðurinn Óliver Guðmundsson bókina af mikilli smekkvísi. Hann er gott tónskáld, eins og menn vita, og ’ég tel mér það til við- urkenningar, að meðan hann var að setja eitt Ijóðið, kom andinn yfir hann, og hann samdi við það mjög gott lag. — Hvaða ljóð var það? — Það var Sumarást í Kaup- inhafn? — Eigum við að taka það með? — Þú ræður því. í glöðum garði rósa mér gullið aftur skín. Við sindur silfurljósa fannst sumarástin mín. Ef þrengja þröngir skór við þig ég skála í bjór. Mitt angur gerði einskis virði ástin til þín Dór. Og þig ég fer að finna á Friðriksbergi í maí. Sem Ethel ungra kynna og ástarlútu slæ. Við göngum gamla slóð. Nú geymir eld mitt blóð. Ófætt vor í örmum þínum er mitt sumarljóð. f draumi dveljum lengi við Drachmanns hljóða lag. Á lútu Ijósa strengi ég lei'k ei annan dag. Á Bergi bergi ég vín, ég ber mitt glas til þín. Til botns ef drekkum bikar þann hann brotnar, ástin mín. — Þú bregður fyrir þig ný- stárlegum kenningum í man- söngvunum, Valborg. — Já, ég var að leika mér að því að búa til kenningar í stíi við nútímann. Kenningar voru börn síns tíma. og þær eiga að vera það í nýjum vísum. Og þetta er ekki eins erfitt op margur hvggur að óreyndu. — Kenningarnar voru margar hverjar .gamanmál og njóta sír enn bezt þannig. Kímniskáld hafa ekki notfært sér þetta á seinni árum eins og vert væri En annars skal ég ekki um það dæma hvernig mér hefur tekist þetta. — það er bezt að fólk líti í kverið — ak. DÁTTUk KIRkjUNNAR Gull- skálar I Opinberunarbók Jóhannes- ar, er sagt frá gullskálunum. Þær voru í skíra gulli og fylltar reykelsi. Höfundur þessa dramatíska ritverks bætir við, að innihald þessara dýrmætu, táknrænu skála hafi verið bænir hinna trúuðu. Engin bæn, sem í skálar þessar var lögð, var til ónýtis eða einskis beðin. Guð sá þær og heyrði. Ef til vill þurfti að flytja þær aftur og aftur. En á því andartaki, sem skálin fylltist, flóði blessunin yfir barma hennar og draup yfir þann, sem bað og þann, sem beðið var fyrir. Það var þessi líking, sem varð efst í huga, þegar óskað var, að íslenzkir prestar bæðu fyrir friði og afvopnun. „Hver er sem veit, nær knéin krjúpa við kirkjuskör, hvað Guði er næst? Hver er sem veit, nær daggir drjúpa, hvar dafnar fræ, sem ná skal hæst?“ Og í þessari gullskálalíkingu höfum við einmitt skýringu þess, að oft má biðja lengi og að því er virðist árangurslaust. En dropinn holar steininn. Og að síðustu munu allar friðar- bænir skapa frið, ekkert frem- ur, og kannske ekkert annað en þær. Takist kirkju eða kristin- dómi að hafa áhrif á nógu marga til andspyrnu gegn atómvopnum, ófriði og mann- drápum, takist að magna friðar öfl mannssálna, er sigur hins góða vís á þessu sviði. Vald ákafrar hugsunar, hit- aðrar eldi heitrar þrár, sem sönn bæn er fyrst og fremst, er mikið og sefjandi afl á mannssálir, jafnt fjöldans og hina stóru, sem taldir eru ráða mestu um örlög þjóða á jörðu hér. Og hin mikla uppspretta alls lífs, sem við nefnum Guð, þarf að eignast farveg um sálir ein- staklinganna og kerfi samfélag anna til þess að blessun hans megi birtast,/líkt og svalandi dögg á hrjóstrin. Bænunum mætti því líkja vig myndun áveitukerfis í auðn eða hitakerfis í borg. Án sam- bandsins, áveituæðanna eða hitalagnanna, verður hvorki að- streymi né frástreymi. En hafi geymarnir nóg af vatni, flóir það yfir allt kerfið og veitir yl og líf, svölun og þroska, kraft og unað. Þetta er eins og hringstreymi að og frá gullskálunum, geym- unum. Enginn má lokast, þá hættir hringstreymig að verka. ! Hver æð, hver skál, hver geym ; ir verður að leggja sitt til. En bænin verður að eiga traust og trú að bakhjarli. Og j enginn má segja, það gjörir ekkert til, þótt ég sé ekki með. Aðstreymi eða frástreymi þitt eða mitt getur haft úrslitaþýð- j ingu. Ein smáæð í hitaveitukerfinu 1 getur lokað öllu, ef hún stífl- ast. Hið sama gildir með áveitu. Stífla í einni æð líkamans getur valdið dauða. Gleymig því ekki geymunum mildu. gullskálum bænarinnar. Verig meg af lifandi áhuga, þegar begig er um blessun frið- ar og bræðralags yfir mannkyn heims. Varðveitið þá sannfæringu, að margt í okkar jarðnesku til- veru verður fyrr eða síðar sem bænarsvar, þegar flóir út af gullskálum þeim. sem þrá mannshjartans verður að fylla. Árelíus Níelsson. T í M I N N, sunnudagurinn 11. nóv. 1962. — 9

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.