Tíminn - 11.11.1962, Page 15

Tíminn - 11.11.1962, Page 15
Sinfóníutónleikar Þriðju tónleikar hljómsveitar- innar undir stjórn William Strick- land, voru haldnir í Samkomusal Háskólans þ. 8, nóv. s.l. Niður- röðun og efnisval var að þessu sinni nokkuð frábrugðið því, sem venjulegt er, og frumflutningur, á verkum tveggja ungra tónskálda, vakti bæði athygli og fom'itni. Inngangur tónleikanna hófst á „Le Carneval Romain“ op. 9., eftir Berlioz , alger andstæða við þau verk, sem á eftir fylgdu. Háróm- antískt verk síns tíma, sem höf. samdi sem forleik að óperu sinni „Benvenuto Cellini“. Verkið er bæði kröftugt og þétt og flutningur hljómsveitarinnar var þar yfirleitt góður. Konsert fyrir píanó, hörpu og blásara eftir P. Hindemith, er ger- ólíkt fyrra verkinu á efnisskránni. Höfundur þess stendur vissuiega föstum fótum niðri á jörðunni og hefur hlustandinn stundum á til- finningunni, að hann sniðgangi alla rómatík og tilfinningasemi af ráðnum hug, en hið mikla vald hans og kunnátta á viðfangsefn- um sínum, gerir það að verkum, að hann nær oft mjög föstum tökum á áheyrendum. Svo fór og um þetta verk, sem var að vísu nokkuð þurrt í upphafi, en er á leið, glæddist allt og lifnaði við. Túlkun Gísla Magnússonar á píanó hlutverkinu var skýrt mótuð; hef- ur hann vaxið að styrk og þrótti og sýndi talsverð tilþrif. Hörpu- leikinn hafði Jude Mollenhauer á hendi, og gerði hún það með mikl- um þokka. Samleikur Gísla með blásuram og hörpu var í heild ágætur. Þá var röðin komin að ungu tón- skáldunum. Punktar Magnúsar Bl. Jóhannssonar, standa vel undir HÓTEL BORG OKKAR VINSÆLA Kalda borð kl. 12, einnig alls konar heitir réttir •fr HádegisverSarmúsik ■fr EftirmiSdagsmúsik •fr KvöldverSarmúsik ir Dansmúsik kl. 20. Elly syngur meS hljómsveit Páls sínu nafni, nema hvað mikið skorti á samhengi þeirra á milli. Höfundurinn aðhyllist auðheyri- lega þau elektronisku áhrif, sem nú hertaka yngri kynslóðina. Er þarna um að ræða samsetningu — hljóma — hljóða og óhljóða, þar sem segulbandið gegnir feikn- arhlutverki „og það eitt, að stjóma því, jaðrar við „virtuos- eri“. Píanóið hefur nú orðið allt öðru hlutverki að gegna, á það er yfirleitt ekki spilað, heldur er það barið. Fyrir verðandi píanó- leikara, er það eiginlega áhyggju- efni, hver verður þeirra hlutur í tónlist framtíðarinnar, ef þetta er það sem koma skal. Handleggur- inn allur (ekki fingumir) er að- allega notaður til að knýja fram áhrifameira „forte“, o.s.frv. Það virðist því liggja beinna við, að standa ofan á strengjum og „tang- entum“ til þess að engin orka fari til ónýtis. í heild er varla of sterkt að orði kveðið, þótt sagt sé að varla þoli þessi verk nánari kynni, þau virð- ast frekar glata sínu eðli, en auka við það, og vinnubrögðum mætti frekar líkja við leiðindahandverk en list. Þorkell Sigurbjörnsson átti þama lítið „Flökt“, han ner svip- að stefndur og kollega hans með punktana. Verkið er heldur andlítið, en þó örlar þar á þeim vonarneista, að maður býst fastlega við að Þor- kell eigi eftir að láta frá sér fara fastmótaðri og persónulegri hluti en þetta. — Moldá eftir Smetana, marglitt og hugmynda'ríkt hljómsveitar- verk, var eins og balsam á sálar- tetrið fyrir hlustandann, eftir hörkulega meðferð eyma og höf- uðs konsertgesta, sem telja sig eflaust þess umkomna að hlusta á og heyra allflest. Hinar mjúku boglínur í upp- hafi verksins, voru tæplega eins sveigjanlegar og verða mátti, en hljómsveitin færðist öll í aukana er á verkið leið og gerði því góð skil, og var á fallegur heildar- svipur. William Strickland, stjórnandi sveitarinnar, á hrós skilið fyrir góða stjórn, svo og þolinmæði og dugnað, við æfingar verka hinna ungu manna, sem sannarlega þurfa og eiga að koma fyrir eyru hlust- enda, svo menn kynnist af eigin raun þeirra vinnubrögðum. Unnur Arnórsdóttir. VarSskip vanbúin Framhaid at 1. síðu. gömul Korson ratsjá, sem er ó- nothæf við togaratökur. í honum er einnig gömul og úr sér gengin Decca-ratsjá, sem blaðið hefur frétt að sýni aðeins land og stór skip. í Albert er Decca-ratsjá af ódýr- ustu gerð fyrir fiskibáta, og er hún strandgóss úr brezkum togara. Þar er einnig nokkuð gömul Kel- vin Hughes ratsjá, sem getur þó mælt fjarlægðir að 10 mílum. ,í Maríu Júlíu er mjög gömul Decca ratsjá og í Sæbjörgu er elzta rat- sjá landsins, þótt Korson-ratsjáin í Ægi sé meðtalinn, og er hún næsta gagnslítil. Allar þessar rat- sjár eru mjög háðar veðri og sjó. Pétur sagði, að þeirri venju hefði verið fylgt ag hafa tvær ratsjár í öllum stærri varðskipunum, og önnur þá venjulega nýleg en hin gömul. Pétur kvað þær gömlu vera að ýmsu leyti góðar til upp- fyllingar, því þær eru oft á öðr- um bylgjulengdum en nýjar gerð- ir og truflast því síður af þeim. Hann sagði, að ratsjár yrðu gaml ar og úr sér gengnar á fimm-sex árum, en með góðu, daglegu við- haldi og stöðugum endurbótum mætti halda þeim sæmilega virk- um. Aðalatriðin við ratsjár væru hár og góður skermur og gott eft- ’rlit og viðhald á ratsjánum. Nú hefur Landhelgisgæzlan boð- ið út tvær ratsjár, og er einmitt þessa dagana að fá svör vitf út- boðinu. Gert er rág fyrir, að þær verði afhentar í janúar. Ratsjár, eins og Landhelgisgæzlan er að liugsa um, eru mjög vandaðar, en kosta samt ekki nema 200—250 þúsund krónur hingað komnar. Fallbyssa til sölu (Framhald ai 3. síðu). hans upp frá því. Fallbyssur hinnar spænsku arm- ödu eru mjög sjaldgæfar, og t. d. er aei’ns ein slík í brezku safni, þ. e. a. s. í brezka sjóminjasafninu í Greenwich. Spænska Armadan sigldi af stag til Bretlands 1588 og voru þá í henni 130 skip. Þau voru búin 2500 fallbyssum og alls voru um 30 þúsund manns um borð í skipun- um. Takmarkið var að hertaka Bretland, en þessi leiðangur hafði hræðilegar afleiðingar fyrir flota- deildina. Brezki flotinn var miklu minni, en betur æfður, og því sigraðist hann á spænsku flota- deildinni, en veðnr og vlndar gerðu út af við það, sem Bretarn- ir höfðu látið eiga sig. Nokkur skipanna sukku meðfram strönd- um Skotlands og írlands og fáein- um tókst að komast til Sogn- fjarðar í Noregi, og að því er sögur segja skyldu þar eftir sig varan- legar minjar. kdtUanÍAÍcó H ERRA PE I LO HAFNFIRÐINGAR HÖFUM OPNAÐ nýja verzlun að Strandgötu 35, með blóm og gjafavörur Önnumst alls konar skreytingar: Körfur, skálar, kransar og kistuskreytingar. Áherzla lögð á góða þjónustu ■— Sendum heim — Sími 50941 Blómaverzlunin BURKNI Vísnasafn - nýtt hefti Út er komin á vegum bókaútgáf unar Helgafells safn lausavísna, er ber nafnið „Höldum gleði hátt á loft“. Jóhann Sveibsson frá Flögu safnaði. Höldum gleði hátt á loft er annar hluti vísnasafns, sem Jóhann hefur safnað. Fyrri hluti safnsins er nefndist: „Eg skal kveða við þig vel“, kom út árið 1947 og er það bundið með hinu nýrra hefti. f formála fyrir fyrra heftinu segir höfundur meðal annars: „Á háskólaárum mínum hóf Ólafur Marteinsson mag. art. vísnasöfn- un og fékk til þess styrk nokkurn af alþingi, en hans naut skemur við en skyldi. Nokkru síðar tók ég, ag nokkru leyti eftir áeggjan og uppörvun læriföður míns, Sig- urðar Nordals prófessors, að safna vísum í hjáverkum mínum.“ Jóhann getur þess, að söfnun hans hafi farið fram í hjáverk- um, og starf hans „sé eins og dropi í hafinu við það, sem óunnið er,“ eins og hann kemst að orði. Hann tekur það einnig fram, að vísurn- ar séu alls ekki valdar eftir bók- memntagildi þeirra. heldur „að skýrt komi íram mynd af íslenzkri visnagerg að fornu og nýju.“ Tilboð Framhald af 1. síðu. og Bandalags starfsmanna ríkis og bæja tóku að sér að koma þessum boðum áleiðis. (Fréttatilkynning frá ríkisstj. 10. nóv. ’62) Ólafur ekki út Framhald aí 1 síðu. son, ambassador í Osló. For- sætisráðherrar hinna Norð- urlandanna hafa boðað komu sína á fundinn. Fund- inn sitja alls tuttugu og fimm fulltrúar, e auk for- sætisráðherranna verða for "setar Norðurlandaráðs þarna. Eldur Framhald af 3. síðu. sprengiefni hafi verið skilið eftir einhvers staðar í námugöngunum. Vakt sú, sem kom af rétt áður en sprengingin varð, segir að ekkert slíkt hafi getað átt sér sta. Búizt er við, ag sprengingin hafi annað hvort orðið í gasi í námugöngunum eða þá út af kola ryki. Mikjll fjöldi lausavísna er í safni Jóhanns og ekki allar fallegar, fremur en hið beitta vopn land- ans, lausavísan, hefur löngum ver ið. En engum mun leiðast lesn- ingin. Nokkur galli er hins ,vegar á útgáfunni, að heftin tvö, sem bundin eru í eina bók, eru ekki prentuð á samskonar pappír, og liinn þó verri, ag seina heftið, sem kemur út nú í haust, er á titilblaði talið gefið út 1961. Þá er og nokkuð um prentvillur í bókinni, þótt að vísu sé auðlesið í málið. Erhard: LEGGID SPILIN Á BORDD NTB-Frankfurt, 10. nóv. — Aðstoðarforsætisráðherra Vestur-Þýzkalands, Ludwig Erhard, sagði á fundi hjá Kristilega demókrataflokkn- um í gær, að hann væri mjög uggandi yfir því, hvaða stefnu Spigei-málið væri að taka. Erhard sagði ,að yfirvöld- in, sem aðild ættu að mál- inu, skyldu leggja spilin á borðið. Það gæti öllum orð- ið á mistök, en menn yrðu að viðurkenna þau. Strauss varnarmálaráð- herra lýsti því yfir í þinginu á föstudaginn, að hann hefði persónulega hringt til her- málafulltrúans í þýzka sendi ráðinu í Madrid og farið fram á að Ahlers, hermála- sérfræðingur Spiegels, yrði handtekinn, en hann síðan flutt spænsku lögreglunni handtökuskipunina, sem var umsvifalaust framkvæmd. Félagsmálaskólinn Fundur mánudagskvö'ld kl. 20:30 í Tjarnargötu 26. HELGI BERGS, ritari Fnamsóknarflokksins, flytur framsöguerindi um Efnahags- bandalagið. ÞAKKARÁVÖRP í tilefni af 40 ára afmæli stofnunarinnar 29. október s.l., bárust margar kveðjur og árnaðaróskir, þar á með- al frá forsetahjónunum, sem og blóm og gjafir víðs- vegar að. — Er Ijúft og skylt að þakka af alhug alla vel- vild og hlýhug, sem á svo margan hátt kom í ljós á þess- um tímamótum. Elli- og hjúkrunarheimilið Grund, Sigurbjörn Á. Gíslason, Gísli Sigurbjörnsson Hjartanlega þakka ég þeim öllum, sem minhtust mín af hlýjum hug á sextugs afmæli mínu. I Jón Eiríksson, Meiðastöðum Móöir okkar MARGRÉT BJÖRNSDÓTTIR Hvassaleiti 46, sem lést í Landsspítalanum 7. þ.m. verður jarösungin frá Foss- vogskirkju miðvikudaginn 14 þ.m. kl. 13,30. — Blóm afbeðin, en þeir, sem vildu minnast hennar er vinsamlega bent á líknarstofn. anlr. — Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna. Sólveig Guðmundsdóttlr Gunnar Guðmundsson T í M I N N, sunnudagurinn 11. nóv. 1962. 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.