Tíminn - 11.11.1962, Qupperneq 14

Tíminn - 11.11.1962, Qupperneq 14
■ .. _ ■/! -'v;;; ; ' ' > ...■ ; .. ' ; " Rosemarie Nitribitt Erici DÝRASTA KONA HEIMS m<53 og tveimur sítrónusneiðum á dislri. Það var glerplata ofan á bakkanum og undir henni blóma- myndir. Hún sá, að gestur henn- ar sat í sófanum að tala í sím- ann. Hann nefndi tölur og var að ræða um verðlagningu; hún heyrði hann segja „f.o.b. Hamborg“, og þegar hann lagði tólið á, spurði hún, hvort hann hefði hringt til Hamborgar. — Nei, þetta var bara innan- bæjarsímtal, sagði hann og lagði um leið eit.t mark á símaborðið. Það kunni Rosemarie að meta. Hún helltl vermóð í glösin. Hann (Irakk úr glasinu sínu, áð- ur en hónni gafst tími til að lyfta sínu að vörunum og skála. — Já, þetta er meira að segja ískalt, sagði hann með viðurkenningar- hreim i röddinni. Fram að þessu hafði hann látið sem hann kynni von bráðar að standa upp, setja upp hattinn sinn og fara. En nú fór hann að gera sig heimakominn. Hann hallaði sér afturábak í stólnum, teygði út höndina í átt til hennar og sagði: — Komdu nú og tylltu -þér hérna. Hún settist hjá honum mótþróa laust. — Eg vil hafa allt á hreinu, sagði hann. — Ef okkur líkar vel hvoru við annað, kem ég áreiðan- lega oftar. En ég verð að vita, hver er potturinn og pannan í þessu. — Þú veizt hvað ég heiti, svar- aði hún. — Það eru ekki nema tíu mín- útur síðan ég komst að því. Það stendur á hurðinni, en það segir ekki neitt. — Hvað áttu við? sagði hún. — Láttu ekki eins og þú sért mállaus, kjáninn þinn! Eg þori að veðja við þig, að þú varst ekki komin í þessa íbúð, þegar ég sá þig fyrir framan hótelið. Hvað er nú aftur langt síðan? Hann dró fram minnisbókina sína. — Mánuður? — Fimm vikur, sagði hún. ■ — Já, fimm vikur. Þetta er allt spánnýtt hér í kringum þig. Þetta er eintómt bölvað skran, ef þú vilt vita mitt álit, en allt um það, hefur það kostað eitthvað. — Það er mitt einkamál, sagði Rosemarie. — Auðvitað, auðvitað, Ijúfan. En mér er ekkert gefið um neina vafninga. Einhver hefur borgað þetta, — það er enginn vafi á því. Þú hefur reyndar komið þér vel áfxam. Því er ekki að neita. Hvar áttirðu heima áður? Hún yppti öxlum. — Datt mér ekki í hug, sagði hann. — Hér í gær og þar á morg- un, og svo hefurðu einhvers stað- ar örugga holu, svo að lögreglan getur ekkert sagt. Og nú ertu allt í einu búin að eignast þak yfir höfuðið. Þú hefur sannarlega haft heppnina með þér.“ Þangað til þessi feiti maður kom til sögunnar, hafði Rosemarie ver ið svo einmana í íbúðinni sinni, að hún hafði aldrei þekkt annað eins. Þeir einu, sem hún hafði átt orðaskipti við vikum saman voru afgreiðslumennimir í búðunum, þar sem hún verzlaði. Hún var hætt að reika leitandi um strætin og eini maðurinn, sem hún hafði átt eitthvað saman við að sælda, stæðisvörðurinn hjá Palace Hotel, hafi ekki hugmynd um, hvað af henni var orðið. Hún hafði aldrei verið mjög skrafhreifin. en haft nóg að gera, meðan dagur var við að vinna fyrir sér, þó að það hrykki varla. Henni hafi ailtaf verið illa borgað, þangað til hún hittj Hartog. Það var erfiðast að leita uppi menn, sem voru fúsi• til að borga fyrir að sofa hj henni og það hefði eytt tíma henn ar og kröftum (oft hafði hún ekk einu sinni rúm heldur varð að gera sór að góðu bekk eða dimm- an stiga). Hún var ekki búin a' vera lengi { borginni. Enn sem komið var hafði Haítog aldrei hugsað um, hvað hún gerði þega hann var ekki hjá henni. Anna? slagið spurði hann hana í sím- ann: — Hvað hefurðu verið að ge*r og þá svaraði hún gjarnan: — Eg var í hárgreiðslu, eða: Eg var í sundi, eða: Eg fór í bíó. Hann var ánægður með þessi svör. Hún var svo hagsýn, að. hejini fannst það hrein eyðslusemi að fara oftar en tvisvar í viku í hár- greiðslu. Hún fór alltaf í sund við og við, því að Hartog hafði sagt henni, að það væri hreinasta und- ur, hvað hún gæti haldíð vextinum við með því. í bíó fór hún ekki oft; það þreytti hana í augunum, og oftast nær átti hún erfitt með að halda þræðinum. í raun og veru veittist henni erfitt að beina athyglinni að öllu, sem ekki snerti hana sjálfa. Þess vegna hafði hún eytt svo miklum tíma í íbúðinni sinni við að þurrka ryk, sem ekki var til, laga til þar sejn allt var í stakasta lagi hlusta á útvarpið gjörsamlega áhugalaus og velta vöngum undrandi yfir þeirri breyt ingu sem orðin var á iífi hennar. Nú þegar Bruster sagði við hana: — Þú hefur sannarlega haft heppnina með þér, var það eins og talað út úr hennar hjarta. — Þarna sat ríkur maður, kannski ríkari <en Hartog, — næsta hálfan mánuðinn átti hún heilmikið eftir að læra og komst þá að raun um, að það var ekki rétt, og þegar þessj ríki maður sagði, að hún hefði verið heppin, fannst henni hún hafa höndlað hamngjuna, og hún væri hennar eigin í raun og sannleika. Og það var j fullri ein- lægnj að hún svaraði: — Já, það er alveg satt. Bruster vildi helzt eiga sam- skipti við fólk sem hafði heppnina með sér. Það var ein af ástæðun- um fyrir því, hve vel honum gek í viðskiptum. í hans augum va' gæfan persónulegur eiginleiki i líkingu við blá augu eitthvað stað- fast og óumbreytanlegt. Á áhma hátt leit hann á óheppni eða ó hamingju og í hvert skipti ser hann þóltist finna hennar vott hjá vinum sínum eða samstarfs- fólki sleit hann við það öll bönd eins fljótt og hann gat. Þessi stúlka var hamiugjusöm og þó að hann hefði ekki séð hana síð- an hún ók brott í bílnum hans Hartogs, var hann ekki í neinum vafa um hvaðan hamingja henn- ar var runnin. Auðvitað vjssi hann að fjárhagsins vegna mun- aði Hartog ekkert um að búa svo um hana. En Bruster leit ekkj á heppni og hamingju stúlkunnar frá þvf sjónarmiði. Hann leit á hana með augum Rosemarie og fannst sagan um Öskubusku hafa endurtekið sig, þó að allt, sem hún hafði að státa af, væri eins herbergis íbúð full af skrani. — Keypti hann þétta allt sam- an? — Nei, ég gerði það. — Aha, — og hvað sagði hann um það? Hartog, sem talið var, að hefði ekkert annað en ósvikin, gömul húsgögn á heimilj sínu, hafði ekki sagt nokkurn skapaðan hlut um þetta allt saman. Það gat vel ver- ið, að hann liti á þetta ósmekk- lega dót sem nauðsynlegt atriði í máli, sem í raun og veru virtist langt fyrir neðan virðingu hans að skipta sér af. f raun og veru gat Bruster vel hugsað sér, að hann segði systur sinni, — ef hún vissi þá nokkuð um þetta, — að íbúð stúlkunnar vaeri að vissu leyti töfrandi. Bruster leið ágætlega. Hann var ekki smekkmaður að eðlisfari, en var gæddur næmri tilfinningu fyrir verðmætum og hafði þess 2 sagði ég, og ef eitthvert slys yrði hér oftar, skyldi ég fara beint til dómarans, jafnvel til sjálfrar drottningarinnar, já, það skal ég gera svo sannarlega sem ég heiti Jeremías Smallbones sagði ég. Og þá sagði hann, að ég væri þorpari og ræksni og lygari . . . og það skipti raunar ekki máli, hvað hann sagði, en hann lauk máli sínu með því að skipa mér að hypja mig héðan fyrir morguninn. — Q, Jerry! Þú hefðir ekki átt að segja þetta! Það var vitleysa af þér að lenda í deilu við frænda. Þetta er gamalt hús, og slík slys geta alltaf orðið í gömlum húsum . . . án þess að nokkur geti við því gert . . . og steinninn lenti ekki á mfe., — Það mimam fáeinum senti- metrum, Jeremías leit athugull á hana. — Og ég datt ekki niður í gang- inn, þegar handriðið brast, mér tókst að bjarga mér. — Og það var ekki óðalseigand- anum að þakka! — En . . . hvað á ég að gera, þegar þú hefur verið rekinn — og ég verð alein. Eg get ekki reikn- að með frú Turney hún lokar sig bara inni á herberginu sínu til að forðast dragsúginn í húsinu. Horatia þreifaði niður í vasa sinn og tók upp gullpening og rétti Jeremíasi: — Lukkupening- ur, Jerry, sagði hún, og varir henn ar skulfu. Hann tók við honum, spýtti á hann og stakk honum í vasann. — Eg sagði dálítið meira við hann, áður en ég tók laun mín og fór, öagði Jeremías — ég sagði: „Yður finnst kannski þér vera af- skap’ega klókur, Rathby óðalseig- andi. En ef þér blakið við hári á höfði ungfrú Horatiu, skal ég sjá til þess, að allir verði sannfærðir um sekt yðar — jafnvel þótt eitt- hvað kæmi fyrir hana, sem þér væruð saklaus af.“ Svo fór ég. Kannski athugar hann sinn gang — kannski ekki. Eg held að yður sé óhætt hérna á Newcross á næstunni, en ef fleiri steinar losna, þá farið yðar leið, ungfrú Horatia. Þá skiljið þér, að ég hef haft rétt fyrir mér og hann reyn- ir að komast yfir peningana yðar, áður en þér fáið umráð yfir þeim. Það era aðeins fjórir mánuðir þangað til þér verðið tuttugu og eins árs, svo að frændi yðar hef- ur ekki langan tíma til stefnu. Horatia skalf og leit yfir hlaðið í átt að húsinu. Það var satt, að brjóstvörnin um þakið virtist ekki sérlega traust og gat hranið á hverri stundu. En henni varð kalt að standa í opnum dyr- unum, og hún kvaddi Jerry og bætti við hálfkæfðri röddu „Guð blessi þig“. Svo hljóp hún aftur heim að húsinu. Og þegar hún kom inn í napurlegan forsalinn og leit upp stigann fór hrollur um hana, þegar hún leit eyðilagt hand- riðið, og hugsaði, hversu mjóu hafði munað að hún biði bana, þegar það hrundi fáeinum dögum áður. Samt sem áður gat hún ekki hugs að til þess að gamli ekillinn hyrfi á braut orðalaust og hún talaði við frændann um það sama kvöld, þegar þau snæddu kvöldverðinn — Jeremias sagði mér, að hann væri á förum, sagði húh og leit á þrútið andlit frændans — Hvað hefur hann gert af sér, fyrst þú hefur rekið hann eftir öll þessi ár? Skásett blóðhlaupin augun pírðu á hana og hann var gremjulegur á svip: — Eg held að þú ættir að láta •mi.g um að ráða og reka þjónustu MARY ANN GIBBS: SKALDSAGA ERFINCINN fólk hér, Horatia, sagði hann. — Þér er sjálfsagt Ijóst, að ég hefði ekki sagt Smallbones upp nema af því að ég hafði góða og gilda ástæðu til þess. — En hvað hafði hann gert? spurði hún þrjózkulega og vonaði, að þaö vært eitthvað, sem Jere- mías hefði ekki sagt henni, sem réttlætti ákvörðun frænda hennar. — Hann var ósvífinn, svaraði frændinn kuldalega. — Og það er nóg. En það var ekki nóg. Horatia leitaði að annarrí skýringu en Jeremías hafði gefið henni, og hún sagði biðjandi: — En frændi, Jeremías hefur ekki ætlað sér að vera frekur. Hann hefur verið hér svo lengi að hann telur sig með réttu geta talað um ýmislegt og tekið sér forréttindi eftir öll þessi ár. Eg veit að honum þykir vænt um okkur. Og hvernig komumst við af án hans? Frændinn helltj sér í glas og hönd hans skalf, svo öskureiður var hann við hana og Jeremías. Það var nógu slæmt að þurfa að hafa þessa ólánlegu stelpukind hér í húsinu, en ef hún ætlaði að fara að standa uppi j hárinu á honum og setja út á gerðir hans,' >var honum nóg boðið Hann org- aði: — Ætlar þú kannski að farg að leiðbeina mér um reksturinn? Hann var feginn því. að þetta þaggaði niður í henni. En hún hélt áfram að horfa á hann þess- um stóru bláu augum — eins og hún væri að horfa inn í sál hans. Og hann kærði sig ekkert um'að sýna, hvernig þar var umhorfs. Hann var dauðfeginn þegar hún reis upp frá borðum og lét hann drekka sig fullan í einrúmi. Sjálf gekk hún inn í kuldalega dagstof- una, þar sem eldur snarkaði á arni. Venjulega var hún kvíðalaus. Jeremías hafði kennt hennj að hleypa hestum yfir hæstu hindr- anir — en hún vissi ekki, hvernig hún átti að kömast yfir þessa hindrun. Jeremías hafði gefið henni bezta ráðið, sem hann kunni, hann hafði varað hana við og nú átti hann að fara. Jereimías fór frá Newcross árla næsta morgun, og hún sá hann ekki fyrir brottförina. Þegar hún vaknaði, sagði herbergisþernan, Betty, að mikill hluti brjóstvarn- arinnar á þakinu hefði hrunið um nó'tina Hún minntist orða Jeremíasar, og jafnskjótt og hún var klædd, hljóp hún út j kalt morgunloftið til að skoða vegsummerki, og hún óttaðist að sjá Jeremías liggja undir hrúgunni. En sem betur fór, var ekki svo Horatia gekk unn til að snæða morgunverð og settist niður and spænis fýlubólgnu andliti frænda síns án þess að mæla orð af vör um. Eftir morgunverðinn ók hann — þrátt fyrir hálkuna á vegunum — inn til Brighton að hitta vin •sinn, sem hann kom með heim á óðalið daginn eftir. Það var ungur maður, mjög glæsilegur og háttprúður, og hann var svo kátur og hýr, að Horatia skemmtj sér og það var alveg ný tilfinning fyrir hana. Auk þess kunni að beita brúnum, dá- lítið frekjulegum augunum, og aðlaðandi brosinu og þegar hún gekk til svefns um kvöldið, hafði hún á tilfinningunni, að þótt hún hefði misst Jeremías, hefði hún eignast nýjan vin, þar sem var Arthur Rankin kapteinn Hann var — þegar öllu var á botninn hvolft — miklu nær henn ar eigin aldri en Jeremías hafði verið, og svo virtist sem hann hefði vit á hestum, þótt sú vitn- eskja værj aðallega fengin á veð- reiðahlaupabrautunum. Morguninn eftir beið hann hennar brosandi Hvítstjarnj hafði náð sér í fætinum og þau fóru í útreiðartúr. Hún gat ekki annað en tekið eftir því, að hann sat hestinn ekki sérlega vel og notaði sporana alltof mikið. En þegar hún lék á píanó fyrir hann um kvöldið. var leikni hennar a það heldur ekkj fullkomin, en hann lofaði leik hennar hástöf uni, svo að hun sárskammaðist sín fyrir að hafa dæmt hann svo hart um morguninn 14 T I M I N N, sunnudagurinn 11. nóv. 1962. —

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.