Tíminn - 23.11.1962, Blaðsíða 9
Fréttamaður Tímans átti ný-
lega tal við Paul Michelsen,
garðyrkjumann í Hveragerði,
og innti hann frétta af garð-
yrkjusýningunni í Forum í
Kaupmannahöfn á dögunum.
En hann tók ásamt Lauritz
Christiansen sem einnig er
garðyrkjumaður í Hveragerði,
þátt í þessari sýningu á vegum
Garðyrkjubændafélags Hvera-
gerðis. Sýningin, sem halcvn
var í tilefni 75 ára afmælis
danska garðyrkjufélagsins,
var hin stærsta og fegursta
sem haldin hefur verið á Norð
urlöndum, og var til hennar
vandað svo sem unnt var.
Landbúnaðarráðherra Dana, Karl
Skytte opnaði sýninguna með' ræðu
og kom víða við. M. a. þakkaði j
hann okkur þann áhuga er íslend- j
ingar sýndu með því að mæta og
sýna við hlið hinna Norðurland-,
anna, og óskaði hann okkur til
hamingju með hinn góða árangur.1
Drottning Dana var verndari sýn-
ingarinnar.
Vakti þessi íslandsdeild ein-
hverja athygli?
Já, það birtist sérstakur þáttur
írá henni í sjónvarpinu og samtal
í útvarpinu. Eitthvað var einnig
skrifað um hana í blöðunum, m. a.
var sagt í sænskum blöðum að
litir okkar blóma væru mun skær-
ari en hinna landanna og fegurri.
íslenzku sendiherrahjónin, er voru
viðstödd opnunina, töldu þetta
h'na beztu landkynningu, og lýstu
ónægju sinni yfir þátttöku okkar.
Hvernig var deildinni fyiirkom-
ið?
Mynduð var brekka með rauða-
grjóti og mosa, og í henni var kom
ið fyrir 3 goshverum og lögð
leiðsia frá einni þeirra að litlu
gróðurhúsi niðri á flatlendinu.
Blómunum síðan raðað í smá-
hnappa í hlíðinni. Fengum við
danskan blómaskreytingarmann
okkur til aðstoðar og þótti þetta
takast mjög vel. Já, svo vel og
eðlilega var þetta gert, að einu
sinni héldu gestir, er sáu gufuna
að kviknað væri í og kallað var
: slökkviiiðið, en okkur var
ssemmt. Við hjónin vorum
meira og minna á sýningunni þessa
10 daga og höfðum meira en nóg
aö gera við að svaia spurningum
gesta um ísland, og margir vildu
fá blómin okkar keypt.
Telur þú þig hafa haft gagn af
þessari för?
Já, tvímælalaust. Eg sá margt
af nýjum plöntum, og tók sumar
Michelsen-hjónin taka á móti Ingrid drottningu á sýningunni.
ineð mér heim, og vona að þær
verðj kærkomnar blómaunnend-
um Þá ferðaðist ég nokkuð um
landið eftir sýninguna, og kynnti
mér það helzfa er fram hefur kom-
ið á síðari árum. Þá sá ég og nokkr
ar garðyrkjusýningar úti um lands
byggðina. í þeim leiðangri kom ég
til Fourschov, þess sem fékk ís-
lenzka verðlaunagripinn. En þau
voru stór silfurskeið með gamla
spónlaginu, og á skaftinu nafn ís-
lands með höfðaletri, en á endan-
um var greyptur fagurlitur íslenzk
ur ópalsteinn. Skeiðina smíðaði
ilreinn Jóhannsson, en Björn Hall-
dórsson gróf á hana letrið. Var
skeiðin talin vera sjöundi bezti
gripurinn af um 130 verðlaunum
er veitt voru. ,
Fenguð þið einhver verðlaun á
sýningunni?
Já, við íengum tvenn heiðurs-
verðlaun og nokkur silfurverðlaun,
svo segja má að við höfum ekki
íarið neina fýluferð út. En mig
langar til að biðja ykkur að færa
Eimskip og skipshöfn Gullfoss
beztu þakkir fyrir ágæta umönnun
og meðferft blómanna á leið út.
Ekki ástæða tii að ótt-
ast strontium 90 í mjólk
Kári Guðmundsson segir frá 16. alþjóðaþingi
mjólkuriðnaðar, sem haldið var i Kaupm.höfn
Vísindi, tækni og hagfræði
mjólkuriðnaðar um heim allan
voru rædd á þeim 29 fundum,
sem fylltu starfskrá sextánda
alþjóðaþings mjólkuriðnaðar,
sem haldið var í Kaupmanna-
höfn í septembermánuði s.l.
Hans liátign Danakonungur
setti þingið.
Tuttugu flokkaðar umræður
voru hafðar urn tiltekin atriði
iðnaðarins, en fyrir þingið
höfðu fyrirfram verið lögð 371
erindi frá alþjóðlega viður-
kenndum fróðleiksmönnum um
iðnaðinn, og flutti hópur rann-
sóknarmanna skýrslur um þau.
Tveir málshefjendur reifuðu
starf þessara skýrslugjafa, en
síðan var hverjum einstökum
fulltrúa heimilt að segja sina
skoðun. Sex umræðuflokkar
tóku til meðferðar almennari
efni, og var eitt þeirra gamla
spurningin um það, hvort hent
ugra sé að nota flöskur eða
pappaumbúðir. Og enn voru
fluttir þrír almennir. fyrirlestr-
ar um nýjar breytingar og við
fangsefni í mjólkuriðnaði.
Alls voru skráðir til þing-
setu 3060 manns — að með-
töldum konum þingfulltrúa, en
um það hafði verið gerð sér-
stök dagskrá, hvernig þær gætu
varið tíma sínum — og áttu
59 lönd fulltrúa á þinginu. Af
erlendum gestum voru Bretar
fjölmennastir, eða yfir fjögur
hundruð; Japan sendi 14 full-
trúa og Sovétríkin 26. Frá ís-
landi sóttu ráðstefnuna 7 full-
trúar.
Helztu ályktanir þingsins:
Lokafundur þingsins gerði
eftirtaldar ályktanir:
Stórmikill árangur hefði þeg
ar náðst í baráttunni gegn næm
um sjúkdómum. Margir væru
þeir smám saman að lúta í
lægra haldi, en á þessu sviði
Þingstaðurinn í Kaupmannahöfn.
væri alþjóðleg samvinna höfuð
nauðsyn.
Kynbótastarfsemi skyldi tek
in föstum tökum, til þess að
tryggja að í mjólkinni væri
gnægð eggjahvítuefna og fitu.
Til þess að verja mjólkina
óbragði, skyldi forðast alla
notkun áhalda úr eir, bæði á
framleiðslustöðum og í mjólk-
urvinnslustöðvum; mjólkin
skyldi varin fyrir birtu, og við
vinnslu hennar skyldi forðast
þær aðferðir, sem hleypa súr-
efni inn í hana.
Athygli Alþjóðlega mjólkur-
vinnslubandalagsins var vakin
á því, hve æskilegt það væri
að koma á nokkurri samræm-
ingu í aðferðum við efnamæl-
ingu í smjöri, og á heitum
þeirra efna, sem mæld eru.
Að vélanotkun við ostagerð
væri mikilvæg fyrir framtíðar
hag þeirrar iðngreinar. Sér-
staka áherzlu þarf að leggja á,
hve miklu máli það skiptir við
hvers konar ostagerð að hafa
örugga stjórn á sýrumyndun-
inni.
Þörf væri á alþjóðlegri sam-
ræmingu í heitum þeirra sam-
settra vörutegunda, sem ost-
efni er notað í.
Þegar mjólk hefur verið
kæld við langvarandi lágt hita
stig, er það æskilegt að fyrir-
fram hafi verið reynd sýnis-
horn, áður en prófanir eru
gerðar. Nýjar og einfaldar próf
anir skyldi gera til þess að
greina og ákveða gerlategund-
ir í henni.
Haldið skyldi áfram því loís
verða starfi, sem Alþjóðlega
mjólkurvinnslubandalagið hef-
ur unnið til þess að losa mjólk
við hættulegan gerlagróður.
Meira kapp skyldi á það lagt
að athuga framleiðsluskilyrði,
meðferð og útflutning mjólk-
ur í heitum löndum, og séð fyr
ir tilsögn um arðvænlegar að-
ferðir við heilsusamlega mjólk-
urframleiðslu í þorpum, og um
hentugar tilfæringar við kæl-
ingu og hitun mjólkur, og sömu
leiðis að því er varðar ílát og
flutningatæki til fjarlægra
stöðva.
Bent var á, að ný efni og nú
tíðar tækni, svo sem eins og
sjálfvirkni, gerðu auknar kröf-
ur um þjálfun þess fólks, er
við mjólkuriðnaðinn starfar.
Leitast skyldi við að skapa
meiri fjölbreyt.ni i þeim vörum,
sem unnar eru úr mjólk, og
að auka neyzluna, sökum erfið
leika við söluna.
Talið var, að of lítið væri
Framh á 13 síðu
mmmmmmmmmimkmm mJ
9
'lf í M I N N, föstudagurinn 23. nóvember 1962