Tíminn - 23.11.1962, Side 3
Veldur Preludin vansköpun?
NTB—Stokkhólmi, 22. nóv.
Komið hefur í Ijós við
rannsóknir í Svíþjóð, að
49 börn af 131, sem fædd-
ust vansköpuð vegna notk-
unar móðurinnar af lyfinu
Thalidomide, hafa látizt.
Félagasamtök, sem stofnuð
hafa verið með það fyrir
augum að aðstoða Thali-
domide-börnin, hafa farið
fram á að fá samstundis
fjárhagsaðstoð frá stjórn-
inni.
Foreldrar þessara vansköp-
uðu barna standa fyrir stofnun
félagsins, og fór fulltrúi þeirra
á fund Rune Johannsson inn-
anríkisráðherra um leið og
dagblöðin skýrðu frá því, að
enn eitt lyf hefði fundizt, sem
orsakag gæti vansköpun.
Þýzkt fyljafyrirtæki hefur
aðvarað fólk, eftir að kona
nokkur í Englandi fæddi tvö
vansköpuð börn, en hún hafði
notað megrunarlyfið PRELU-
DIN.
Ake Liljestrand dósent sagði
í dag, að rannsóknir sem heil-
brigðismálaskrifstofan hefði
látið fara fram, og framkvæmd
ar eru af sérfræðingi hennar,
Jan Winberg, hafi ekki leitt í
Ijós að börn hafi fæðzt vansköp
uð vegna notkunar móðurinn-
ar á preludin. Frekari rann-
sóknum ei ætlað að leiða í ljós,
hvort önnur lyf en Thalidom-
ide geta orsakag vansköpun, sé
þeirra neytt á meðan móðir
gengur með barn sitt.
Preludin er eitt þeirra megr
unarlyfja, sem notuð hafa ver-
ið sem nautnalyf í Svíþjóð á
undanförnum árum, en þau
fimm ár, sem það hefur verið
selt þar, hefur það aðeins ver-
ið selt gegn lyfseðli, og er þvr
ekki talið, að neyzla þess hafi
verið mjög mikil
Kyrrt á laitdamæniniim
Indverjar báða átekta
í fyrsta sinn um árabil ríkti
algjör kyrrð á landamærum
Indlands og Kína í dag. Kín-
verska varnarmálaráðuneytið
staðfesti, að í samræmi við
vopnahléstilboð Kínverja
hefðu herir þeirra hætt allri
skothríð á tilsettum tíma. Þá
berast þær fréttir frá Nýju
Delhi, að Indverjar muni ekki
formlega taka afstöðu til
vopnahlésins, heldur verði her
irnir gerötr reiðubúnir til
frekari átaka, ef til þess kynni
að koma, að Kínvrjar hefji
aftur árásir.
I þessu sambandi er sagt í Nýju
Delhi, að bæði Nehru og samstarfs
menn hans hafi misst allt traust
sitt á Kínverjum, og ætli ekki að
láta koma sér að óvörum einu
sinni enn.
Grunur manna ér sá, að flutn-
ingaleiðir Kínverja séu orðnar
svo langar, að nú neyðist þeir til
þess að hætta aðgerðum á með-
an þeir tryggja aðstöðu sína bet-
ur, og um leið hafi þeir hafið frið-
arherferð til þess að afla sér
stuðnings Afriku- o.g Asíuland-
anna.
KÍnverjar segja, að í dag hafi
indverskar flugvélar látið ófrið-
lega yfir kínverskum stöðvum við
Spanggur-vatnið í Ladakh, en Kín-
verjar hafi ekki hafið skothríð.
f
V. - Þjóíverjar
hafa í hótunum
Vestur-þýzka stjórnin hef-
ur tilkynnt aðildarríkjun-
um að Efnahagsbandalagi
Evrópu, að hún muni neita
að viðurkenna aukaaðildar-
samninga milli EBE og 18
sjálfstæðra Afríkuríkja, ef
þessi ríki viðurkenna aust-
ur-þýzku stjórnina, að því
er haft er eftir áreiðanleg-
um heimildum í Brússel.
Aukaaðildarsamningar við
þessi ríki áttu samkvæmt áður
gerðum áætlunum, að ganga í
gildi 1. janúar 1963, en starfs-
maður vestur-þýzka utanríkis-
ráðuncytisins, Rolf Lahr,
skýrði frá þessari afstöðu lands
síns á fundi ráðherranefndar-
innar í síðustu viku.
Lahr er sagður hafa skýrt frá
því, að stjórn hans hafi bor-
izt uppiýsingar varðandi það,
að eitt hinna afríkönsku ríkja
sé nú að velta því fyrir sór,
hvort það eigi að viðurkenna
austur-þýzku stjórnina. Ekki
rr vitað, við hvaða ríki er
átt, en stjórnmálamenn í Briiss
el telja, að hér sé átt við lýð-
yeldið Mali.
Þjóðverjinn tók mjög fasta
afstöðu til þessa máls, og komu
fram þrjú aðalatriði í ræðu
hans:
1. Ef það er rétt, að afrík-
anskt ríki hefur í hyggju að
viðurkenna Austur-Þýzkaland,
þá mun Vestur-Þýzkaland ekki
undirrita aukaaðildarsamning-
inn.
2. Viðurkenni afríkanskt ríki
Austur-Þýzkaland milli þess
að samningurinn hefur verið
undirritaður og þar til þing
landsins hefur staðfest hann,
þá mun vestur-þýzka þingið
ekki staðfesta samninginn.
3. Viðurkenni ríkið h:ns veg
ar Austur-Þýzkaland eftir að
vestur-þýzka þingið hefur stað
fest samninginn mun vestur-
þýzka stjórnin krefjast þess,
að framfarasjóður Evrópuland
anna hætti að veita viðkom-
andi landi fjárhagsaðstoð.
EBE-rlkin sex hafa ákveðið,
að veita Afríkuríkjunum 730
milljón dollara aðstoð úr evr-
ópska framfarasjóðnum.
Ekkert hinna aðildarríkj-
anna í EBE er sagt hafa stutt
Lahr. Frakkland er mjög á
mqti aðgerðum sem þeim, er
La’hr stakk upp á, þar eð all-
flest ríkjanna 18 voru áður
franskar nýlendur.
Margir fulltrúarnir á fundin-
um reyndu að skýra fyrir Lahr
að aukaaðildarsamningur sá,
sem hór um ræðir sé einungis
viðskiptalegs eðlis, og að hann
hafi ekkert stjórnmálalegt
gildi.
Þá lögðu þeir einnig áherzlu
á það, að þrátt fyrir það, að
Bonn-stjórnin viðurkenni ekki
austur-þýzku stjórnina eigi sér
stað mjög þýðingarmikil við
skipti milli landanna.
Kínverjar hafa þó vakandi auga
með stöðvum Indverja. Kínverska
stjórnin hefur látið í ljós von um,
að Indverjar athugi nákvæmlega
vopnahléstilboðið, því það hafi
verið borið fram í von um að
svar Indverja yrði jákvætt og í
samræmi við þetta hafi Kínverj-
ar hætt við að skjóta á flugvél-
arnar.
Indverski herinn bætir nú að-
stöðu sína á norðaustursvæðinu
fyrir norðan Tezpur til þess að
geta stöðvað sókn Kínverja niður
í Assam-dalinn, ef bardagar hefj-
ast aftur. Formælandi varnarmála
ráðuneytisins sagði í dag, að í
nánd við bæþin Foothills hefðu
Indverjar enn samband við kín-
versku hcrmennina, en neitaði að
svara því, hvort hér væri um að
ræða vopnaviðskipti, Austast við
landamærin l"nágrenni Walong
hafa Indverjar sett upp nýjar
stöðvar vjg Hayuliang, 130 km.
neðar í Lohitdalnum.
Sendinefndir Bandaríkjanna og
Breta eru komnar til Delhi, og
þangað eru einnig komnar 12 stór
ar flutningaflugvélar frá Banda-
ríkjunum, sem flytja eiga vistir
og hergögn til vígstöðvanna. Þá
eru væntanlegar tvær vélar frá
Áíitraliu, an ástralska stjórnin
hefur ákveðið að senda 12.000
byssur til Indlands, og eru þær
sams konar þeim, sem NATO-her
irnir nota. Fjórar Dakota-vélar
frá Kanada eru komnar til Delhi
en þær eiga að annast flutning á
hermönnum og vistum.
Verzlunarmálaráðherra Breta,
Frederick Erroll hefur mælzt til
þess við ráðherra kínversku
stjórnarinnar, sem fjallar um ut-
anríkisverzlun, Lu Hsu-Chen, að
hann fresti vináttuheimsókn sinni
Framh á 15, síðu
4 Börn
farast
NTB—Barcelona, 22. nóv.
Fjögur börn létu lífið og 25
slösuðust hættulega, þegar áætl-
unarbíll keyrði út af 90 metra
hárri hæð í nánd við Barcelona
í dag. Börnin höfðu verið að skoða
sögufrægt munkaklaustur í fylgd
með kennara sinum i Santa Creus
í Ttyragona-hóraðinu.
J
VISSU UM SAMBAND
WICHT VID SPIEGEL
NTB-Bonn, Berlín, 32. nóv.
Á mánudaginn hefur Aden-
auer viSræSur í þeim tilgangi
aS finna lausn á stjórnardeil-
unni. Á sunnudag fara fram
kosningar í Bayern og er bú-
ist viS aS úrslit þeirra muni
hafa nokkur áhrif á, hver
verSur framvinda mála.
Franz Josef Strauss varnarmála
ráðherra, og sá, sem deilan stend
ur um innap stjórnarinnar, er for
ingi Kristilegra demókrata í Bay-
ern.
Skýrt hefur verið frá því i
Þýzkalandi, að einn af starfsmönn
um vestur-þýzku öryggisþjónust-
unnar, Adolf Wicht, hafi staðið í
sambandi við Der Spiegel. en
Wicht var handtekinn fyrir
nokkru. Er Wicht sagður hafa
skýrt blaðinu frá því. að beita
ætti það einhverjum aðgerðum,
áður en lögreglan gerði húsrann-
sókn á skrifstofum þess og hand-
tók nokkra af starfsmönnum
blaðsins,
Örygglslögreglan hefur staðfest,
að hún hafi vitað um samband
Wichts við blaðið og látið það
gott Heita, en þó ekki ætlazt til
þess að hann skýrði því frá hin-
um væntanlegu aðgerðum.
NTB—París, 22. nóv.
Rene Coty, fyrrverandi
forseti Frakklands er látinn,
80 ára að aldri. Coty sat um
árabil í franska þinginu, og
einnig hafði hann með hönd-
um fjölda ráðherraembætta,
m.a. var hann innanríkisráð
herra á árunum milli heims
styrjaldanna og endurreisn.
arráðlierra eftir síðari
heimsstyrjöldina. Hann var
kosinn forseti 1953, en það
var síðasta opinbera emb-
ættið, sem hann hafði með
höndum.
Átta féllu í
Suður Afríku
NTB—Höfðaborg, 22. nóv.
Átta menn féllu, er til átak;
kom milli lögreglunnar í bænun
Paarl um 50 km. frá Höfðaborí
og hóps manna, sem æddi um göt
ur borgarinnar. Tveir þeirra, sen
létu lífið í þessari viðureign, von
hvítir.
Talið er að orsakirnar, sem
leiddu til þessara átaka, séu hand-
tökur 7 blökkumanna í fyrri viku,
cn þeir voru sakaðir um morð. Að
þessu sinni voru 18 blökkumenn
handteknir.
Fúsir til samvinnu
NTB—Stokkhólmi, 22. nóv.
í kvöld voru samþykkt-
ir stjórnarfundar SAS I
Zurich birtar opinberlega í
Stokkhólmi, og segir þar,
að SAS muni halda þeim
fyrirvara. sem gerður var
á lATA-ráðstefnunni um
flugtargjöld yfir Atlants-
hafið.
Forstjórinn KarL Nilsson
vildi ekkert segja um það,
hvort búast mætti vig dipló-
matiskum aðgerðum gegn ís-
landi þagar hann kom frá
Zurich. „Um slíkt get ég ekki
sagt?,“ sagði hann.
Nilsson lagði áherzlu á það,
að SAS hafi stungið upp á sam
vinnu „Við erum fúsir að ræða
hvaða tiiboð sem er,“ sagði
Nilsson. Þó vildi hann ekki
segja neitt um það, í hverjum
hætti þessi samvinna gæti
orðið
3 í M I N N, föstudagurinn 23. nóvember 1962
3