Tíminn - 23.11.1962, Blaðsíða 2
fsmeyjan
Slrry Geirs-
dó'l’tlr — neydd
af rfkisstjórn
sinni til a'ð
snúa bakinu
við bandarísku
hermönnunum,
Stúlkurnar búa
landi
■
IS I
kuldans
ísland á við vandamál að stríða: Fallegar stúlkur
og bandarískt herlið. Og lausn á vandamálinu er
fundin — ekkert samneyti.
íslenzkar stúlkur eru með-
al hinna fegurstu í heimi.
Hið tæra loft gefur þeim
gallalausa húð og fallegan
litarhátt, og erfiðisvinna sér
þeim fyrir fallegum vexti.
Ætla mætti, að þetta væri
mjög ákjósanlegt fyrir þá
f jögur þúsund hermenn, sem
staðsettir eru við eina NATO
bækistöðina, í Keflavík, —
þrjátíu mílur fyrir utan höf-
uðborg landsins, Reykjavík.
En viti menn; þessir blóðheitu
hermenn eru skildir frá ísmeyj-
unum með ósýnilegum múr, sem
þó er eins áhrifamikill og Berlín
armúrinn.
fslendingar vilja halda stúlkun-
um sínum á eyjunni, því að í
svo einangruðu og ditlu þjóðfé-
lagi — íbúafjöldi aðeins 170,000
— er vinna þeirra mikilvæg fjár
hagslega.
Svo að um leið og ríkisstjórn-
in viðurkennir b^kistöðvarnar í
Kcflavík frá hernaðarlcgu sjónar
miði, hefur hún neytt fyrirliða
setuliðsins til að draga úr félags
legu sambandi milli hermanna
og íslenzkra stúlkna, svo að heita
má að það sé ekki neitt.
Þvf er ekki einkennilegt, að það
að vera staðsettur á íslandi, sé
óttalegasti dómur, sem hægt er
að fá innan .bandaríska hersins.
Bak við gaddavír
Há gaddavírsgirðing umkrng-
ir bækistöðina á Keflavíkurflug-
velli. Og, þar er stöðugt haldinn
vörður af íslenzku lögreglunni
og bandarískri herlögreglu.
Þar til fyrir skömrnu var að
meðaltali aðeins einn hermaður
af hundraði, sem nokkurn tíma
hafði komið út fyrir girðinguna
frá komudegi til brottfarardags.
Þeir einu, sem höfðu útgöngu-
leyfi, voru þeir heppnu kvæntu
menn, sem konurnar höfðu fylgt
eftir til íslands á eigin kostnað.
Konur þeirra búa í þorpinu
(Keflavík), þar sem íslending-
arnir láta þær aldrei gleyma, að
þær eru óvelkomnir gestir í ó-
kunnu landi.
En jafnvel þessir öfundsverðu
menn verða að vera komnir aft-
ur til bækistöðvanna klukkan
tíu á kvöldin nema á miðviku-
dögum, þá mega þeir vera úti til
miðnættis.
Þótt undarlegt megi virðast,
er miðvikudagur sá dagur vik-
unnar, þegar þeim tveimur veit
ingastöðum, sem hafa vínveit-
ingaleyfi, er bannað að selja á-
fengi.
Nú eru samt aðstæðurnar að-
eins og skána. Hópi hermanna er
leyft að yfirgefa bækistöðvarnar
til að skoða bæinn, en þeir verða
að vera komnir aftur klukkan
hálfellefu um kvöldið.
Takist þeim að komast hinn
hálfunna og illfæra veg til
Reykjavfkur, þá bíður þeirra þar
lítið. Þar eru engir barar, bjór-
inn er óáfengur. Og kvikmynda
húsin tvö sýna kvikmyndir, sem
eru miklu eldri en þær, sem
sýndar eru innan vallarins.
Yfirvöldinu, — trú minning-
unni um hinn hræðilega atburð
árið 1956, þegar liðsforingja frá
Virgíniu tókst að sigrast á varð-
mönnunum við girðinguna og
hitta Ágústu Guðmundsdóttur,
Ungfrú ísland, árið 1956, og loks
kvænast henni, — sjá um, að
enginn maður komist svo út fyr-
ir girðinguna, að hann geti stofn
að til alvarlegs sambands við
íslenzka stúlku.
Reglurnar banna einnig, að
nokkrar gjafir séu fluttar út fyrir
múrinn. Ekki einu sinni konfekt
kassi kemst í gegnum hliðið —
og hraustir leynilögreglumenn
rannsaka hvern þann, sem yfir-
gefur bækistöðina.
Eins er bannað að koma með
stúlkur inn á völlinn, svo að
eina tækifærið til að eygja þess
ar fornfrægu vikingafegurðardís
ir er því á formlegum samkom-
um, sem haldnar eru í hinum
ýmsu klúbbum vallarins. Þangað
koma um það bil tíu stúlkur, sem
atvinnu hafa á vellfnum, og yfir-
völdin sjá um, að efns margar
þeirra og mögulegt er, séu gift-
ar.
Til þess að milda hjörtu full-
trúa íslenzku ríkisstjórnarinnar,
sem standa fast á þessum föstu
reglum til verndar kvenfólki
þjóðarinnar, komu Ameríkanarn
ir fyrir sjónvarpi á vellinum ár-
ið 1955. Tólf stundir á dag sjón-
varpa þeir dagskrá, sem áður
hefur verið sýnd í Ameriku. Og
það gera þeir ókeypis.
Ameríkanarnir ætluðu sér að
leyfa íslendingum að njóta þessa
ókeypis, þetta átti að vera nokk-
• urs konar vinarbragð. Þetta
héldu þeir að myndi tengja þess
ar tvær þjóðir meiri vinarbönd-
um.
Engin samvinna
En íslendingar samþykktu því
aðeins starfsemi stöðvarinnar,
að geislinn væri svo veikur, að
\
hann næði ekki yfir meira en
þessar tilteknu 25.000 ekrur. —
Þeir vildu ekki eyðileggja íslend-
inga með erlendum sjónvarps-
dagskrárm"
Og hermennrnir sitja daprir
á kvöldin fyrir innan gaddavírs
girðinguna og horfa á ógreini-
legt sjónvarp, sem sjónvarpað er
frá undirhlöðnum aflgjafa.
Fyrir utan sitja svo hópar af
einmana, ljóshærðum fegurðar-
dísum og hlusta á islenzku út-
varpsstöðina, sem útvarpar reglu
lega viðvörunum til hlustenda
um að skemma ekki hið hreina,
islenzka mal sitt með útlendum
orðum efns og „Juke-box“, „ham
burger“ og „darling", sem hinir
óvinsælu Ameríkanar smygla
inn í landið.
Það er einmanalegt líf fyrir inn
an klausturmúrana, eins
Ameríkanar kalla
völlinn í gríni
Grein þá, seni hér fer á
eftir, rákumst við á í enska
tímaritinu T o D a y . Þótti
okkur að vonum hún vera
allfurð'uleg og langaði til
að birta hana íslenzkum
lcsendum til „fróðleiks“ —
Þætti okkur gaman að vita,
hvar blaðamaðurinn, sem
skrifaði greinina, John
Griffiths, hefur fengið allar
þessar upplýsingar, og enn
fremur hvar hann hefur
komizt yfir myndina af Sig-
ríði Geirsdóttur, sem hann
lætur vera nokkurs konar
táknmynd fyrir allt íslenzkt
kvenfólk. — Grein, mynda-
tcxti og fyrirsögn er allt
saman þýtt orðrétt upp úr
áðurnefndu ensku tímariti.
i
og En öllum íslenzkum stúlkum
Keflavíkur- ber saman um það, að enn ein-
manalegra sé fyrir utan.
Kammertónleikar
Kammermúsikklúbburinn gekkst
fyrir tónleikum í Samkomusal
Melaskólans, þ. 19. nóv. s.l.,Nú á
þessu starfsári hafa Sinfóníuhljóm
sveitinni bætzt nýir starfskraftar,
harpa, óbó og flauta. Þetta fólk lét
nú til sín heyra, og er fróðlegt að
kynnast starfsemi þess utan
ramma hljómsveitarinnar. Hárpa,
sem Jude Mollenhauer Webster
lék á, skipaði mestan sess á þess-
um tónleikum. Þetta gamla, fín-
lega og heillandi hljóðfæri, er ekki
mjög kunnugt konsertgestum hér
í reynd, og því ánægjulegra að
stofna til kynna við það.
í upphafi tónleikanna léku þau
Daniel eg >ide Webster, sónötu
fyrir óbó og hörpu, eftir Handel.
Webster virðist ágætur óbóleikari,
en smávegis álag á hljéðfærinu og
taugaóstyrkur urðu þess valdandi,
að leikur hans varð heldur lausari
í reipunum, en vera þyrfti. Frú
Jude Webster lék með á hörpu, og
er hún allt í senn skemmtileg og
örugg við sitt hljóðfæri, rólegur og
yfirv^gaður leikur hennar var
mönnum til óblandinnar ánægju.
„Largo“ Handels fyrir óbó og
hörpu var í túlkun þeirra hljóna
einu mum of rösklega flutt. Sónötu
fyrir einleikshörpu, lék frúin af
skilningi og festu, og tvo spánska
dansa túlkaði hún af mjög öruggri
„rytmakennd" Eftirtektarvert ein-
leiksverk fyrir einleiks-óbó eftir B-
Britten, gat óbóistinn ekki lokið
við, vegna smágalla á hljóðfæri
hans, en að lokum léku þau Jude
Webster, harpa; Averil Wiliams,
flauta og Einar Sveinbjörnsson,
viola, tríósónötu eftir Debussy, sér
kennilegt og fínlegt verk, sem þau
þremenningarnir fluttu af alúð og
vandvirkni. A. Williams er flautu-
leikari hjá Sinfóníuhljómsveitinni,
og cr hún bæði örugg, og hefur
vald á sínu hljóðfæri, þótt stund-
um vilji bregða fyrir hrjúfum tón
hjá henni. Einar Sveinbjörnsson,
sem einnig er fiðluleikari hjá
hljómsveitinni, kynnti sig þarna
sem mjög góðan „bratch“-leikara.
Tónleikar þessir voru léttir og
aðgengilegir og vel af hendi
leystir.
Unnur Arnórsdóttir.
Rafmagnstalíur
400—800—1500 kg.
fyrirliggjandi
— HÉÐINN —
Vélaverzlun
Þvotfavélin
MJÖLL
fœst nú aftur hjá okkur
— HÉÐINN —
Vélaverzlun
Æðardúnsæng
er nytsöm og góð jólagjöf
Vöggusængur - Æðardúnn
Koddar — Sængurver
(damask)
Drengja- og unglingajakka-
föt frá kr. 780,—, stærðir
frá 6—14 ára
Matrósföt
frá 2—7 ára frá kr. 535,—
Matróskjólar frá 3 ára
Drengjapeysur, Drengja-
skyrtur, hvítar.
Srepnælonsokkar
Sokkabuxur frá kr. 95.—
Póstsendum
Sími 13570.
Vesturgötu 12
2
T f M I N N, föstudagurinn 23. nóvember 1962