Tíminn - 23.11.1962, Blaðsíða 1
::,/h
:
Meira siðleysi er erfitt a8
hugsa sér en skrif þau, seni
Mbl. birtir í gær um þá Fram-
sóknarmenn, sem eiga setu á
þingi ASÍ.
Svo gersamlega er þar öllu
ídiúið við, að því er haldifc'
fram, að Framsóknarmenn hafi
unnið þar gegn lögum og rétti.
Það voru einmitt Framsóknar-
menn, sem tryggðu það með af-
stöðu sinni, að úrskurður Fé-
lagsdóms var að öllu leyti tek-
inn til greina og þannig komið
í veg fyrir þá óhæfu og sundr-
ungu, sem æsingamenn komm-
únista og Sjálfstæðisflokksins
létu sig dreyma um.
Afgreiðslan á kjörbréfum
Framhaid a L5 síðu
Framsóknarmenn í ASI tryggðu inngöngu UV samkvæmt
dómnum og björguðu aiþýðusamtökunum frá því að klofna
Ágreiningur um kjörbréf í gietfa sinn breytir engu um niðurstöðu.
Það er nú aujfljóst á öllu,
að forustumenn Sjálfstæðis-
flokksins hafa ætlað að kljúfa
Alþýðusamband íslands. Fyr-
irætlun sína um þetta, byggðu
þeir á þeirri von, að komm-
únistum tækist að fá því fram
gengt á þingi ASÍ, að úrskurð-
ur meirihluta Félagsdóms um
inntöku LÍV yrði ekki tekinn
til greina.
Það tilefni ætlaði Sjálfstæðis-
flokkurinn að nota til þess að
kljúfa Alþýðusambandið. Þetta
komu Framsóknarmenn á þingi
ASÍ í veg fyrir og fengu því fram-
gengt, að þingið viðurkenndi dóm-
inn. Út af þessu hafa forustumenn
Sjálfstæðisflokksins o.g þó sérstak
lega flokksformaðurinn, Bjarni
Benediktsson, alveg tryllst og eru
skrif Mbl. um þessi mál í gær hin
ofsalegustu, sem nokkru sinni
liafa sézt í íslenzku blaði.
Það var Ijóst strax og kunnugt
varð um úrskurð meirihluta Félags
dóms, að komúnistar vildu, að
þing Alþýðusambandsins hefði
hann engu. Með því að neita
að hlýða dómnum, hefði Alþýðu-
sambandið gert sig sekt um að
ganga á móti lögum og rétti í
landinu. Dómum aðila eins og fé-
iagsdóms verður að hlíta hvort
sem menn telja þá rétta eða
ranga.
Það var von forustumanna Sjálf-
síæðisflokksins, að kommúnistum
myndi heppnast þessi fyriræt'lun.
Það tilefni ætluðu þeir að nota
til að kljúfa Alþýðusambandið og
siofna annafl verkalýðssamband,
sem átti síðan að veita opinbera
viðurkenningu. Meg »'ð var ekki
farið dult af hálfu ýmissa tals-
nianna Sjálfstæðismanna, að þetta
væri ætlunin og var þegar farið að
hlakka yfir því, að með þessu
myndi takast að gera verkalýðs-
hreyfinguna áhrifalausa.
Þessar vonir brugðust hinsvegar
fullkomlega, þegar Framsóknar-
menn komu því til vegar á þingi
Alþýðusambandsins, að úrskurður
Félagsdóms væri fullkomlega tek-
inn til greina og LÍV viðurkennt
sem fullgildur aðili að ASÍ. Þetta
var gert með þeiip hætti, að þing-
ið ákvað að taka til meðfgrðar
kjörbréf fra LÍV, en í því fólst
a? taka úrskurð félagsdóms til
greina og þar með viðurkenning
á því, að LÍV væri komið í ASÍ. |
Vitanlega eru ekki tekin fyrir
Itjörbréf frá öðrum félögum eða
samböndum en þeim, sem eru við
urkenndir fullgildir aðilar.
Þetta var líka strax viðurkennt |
í blöðum stjórnarflokkanna daginn
eftir, eins og sézt á fyrirsögnum
þeim í Vjsi og Alþýðublaðinu, sem
eru birtar á öðrum stað.
Með þessu höfðu Framsóknar-
menn tryggt það, að farið var eft-
;r lögum og rétti. Öfgamenn komm
únista. sam ekki vildu hlíta úr-
skurði meirihluta Félagsdóms
urðu hinsvegar æfareiðir og sama
gilti um forustumenn Sjálfstæð-
isflokksins, þó einkum Bjarna
Benediktsspn, er sáu, að með þessu
voru að engu gerðar þær vonir
þeirra, að hægt væri að fá tilefni
lil að kljúfa verkalýðssamtökin
Þessi reiði Bjarna Benediktsson
ar fær lausan tauminn á forsíðu
Mbl. í gær. en þar er ráðist með
roeiri heift a Framsóknarmenn en
dæmi eru til um áður og er þá
mikið sagt.
Sú átylla er m.a. notuð til að
réttlæta þessar árásir, að frestað
var að taka kjörbréf LÍV gild, þar
sem fullnægjandi gögn voru ekki j
talin fyrir hend; né timi til að
athuga þau. Slíkt er algeng af-.
greiðsla á kjörbréfum og breytir j
ekki neinu um það, að LÍV er!
íullgildur aðili að ASÍ. Þannig'
leikur enginn vafi á því, að Verka 1
Prarnh a 15 siðu
TVEIR ÚÁNÆGDIR
BJARNI BENEDIKTSSON
* BJARNI BEN. og íhaldið
vonuðust eftir: Að dóm-
urinn yrði hundsaður og þeir
fengju átyllu til að kljúfa al-
þýðusamtökin og lama áhrif
þeirra um langa framtíð. Þetta
komu Framsóknarmenn á Al-
þýðusambandsþingi í veg fyrir,
— því er Bjarni nú óður.
* KOMMÚNISTAR v i 1 d u:
EINAR OLGEI'RSSON
Að dómurinn yrði hunds-
aður og hafður að engu. Þetta
hefði skapað lögleysisástand í
landinu og leitt til klofnings
alþýðusamtakanna. — Þessu
fengu kommúnistar ekki ráðið,
Framsóknarmenn á þingi ASÍ
sáu um það. Sáu um, að dóm-
urinn væri tekinn til greina
og LÍV viðurkennt löglegur
félagi í ASÍ.
★ HÉR eru fyrirsagnir Vísis
og Alþýðublaðsins í fyrradag,
er sagt var frá ASÍ-þinginu,
og er hin efri úr Vísi. Þessar
fyrirsagnir eru ekki myrkar í
máli og sýna, að blöðin telja
það fullgildingu á kjörbréfum
LÍV að taka þau fyrir á þing-
inu.
Samþykkir að ræða
verður
jf, ’íitííiloðu, j/figar þaír bcita
sér- smdrlu lýúriuðihsinna
í íyrra ?,iuníö og kommún-
SIÐLAUS MALFLUTNINGUR
STAÐREYNDUM SNÚIÐ VIÐ