Tíminn - 14.12.1962, Side 10

Tíminn - 14.12.1962, Side 10
Aðrar bækur Albertis eru: „Con signas“ (Kjörorð, 1933), „Poesía“ (Ljóð, 1934), „Trece bandas y cuarenta y estrellas, poema del Mar Caribe“ (13 rendur og 48 stjörnur. Ljóð um Karabiska hafið, 1936), „Entre el clavel y la esp- anda“ (Milli nelliku og sverðs), „Pleamar" (Háflæði), „Poesía (Ljóð), öll frá 1945; „Cantata a la pintura“ (Kantata til málverks ins, 1946), „Pueblos libres. Y Espana?" (Frjálsar þjóðir. En Spánn? 1946), „A la pintura" (Til málverkjÁ'-'s. 1948), „Retorno a la vivo lejar.o“ (Afturhvarf til fjarlægðarinnar, 1952). Alberti hefur einnig skrifað leikrit, kvikmyndahandrit og út- varpsdagskrár. Pedro SALINAS (1892—1951) er höfundur þeirrar stefnu í ljóða gerð sem á spönsku heitir inti- mismo. í henni eru ef til vill að finna beztu dæmi hinnar svoköll- uðu „poesía pura“. Afar einfaldur skáldskapur hreinn, nakinn, tær, vottur hins ósegjanlega, eins og einkenni óþekkts dularfulls sjúk- dóms. Orðin létt eins og fjöður; í intimismanum er allt kjarni, fljót andi kjarni sem rennur um skiln- ingsæðar lesandans eins og nær- ingarvökvi. Þyngdarlaus skáldskap ur sem sniðgengur hinn hversdags lega veruleika, skarkala og æstar tilfinningar. Innfjálgur, hnitmið- aður, meinlætafullur kveðskapur. • Því að til að yrkja „poesía pura“ verður maður að afneita öllu nema andanum. Salinas, sem var lærisveinn J. R. Jiménez, fer jafn vel lengra en meistarinn í sinni leit að hreinni ljóðlist. Salinas var skáld, rithöfundur og bókmenntagagnrýnandi. Hann er fæddur í Madrid, en dó í Bost on, USA, 1951. Prófessor í spanskri bókmenntasögu í Sevilla og Mur- cia, lektor í spönsku við Svarta- skóla og við háskólana í Cam- bridge (1922) og Oxford. Hann var einnig kennari við Madridhá- skóla og loks við Wellesley Coll- ege, Massacliusetts, og John Hopk- ins University í Baltimore. Ljóðabækur: „Presagios“ (For- spár, 1923), „Seguro azar“ (Gefin örlög, 1929), „Amor en viio“ (Upp hafin ást, 1929), „Fábula y Signo“ (Dæmisaga og tákn, 1931), „La voz a tí debida“ (Rödd til þín, 1933), „Razón de Amor“ (Ástarhjal, 1936), „Error de cálculo" (Reikn- ingsskyssan, 1938), „Poesía junta“ (Ljóðasafn, 1942) „E1 contempla- do“ 1947, „Todo más claro“ (Allt ljósara, 1949). Önnur grein hins blómgaða trés surrealismans og hreinnar ljóðlist ar er Intelectualismo. Hún hefur sama markmið og intimisminn: að skapa hreina ljóðlist, en fer þó öðru vísi að. Intelectualisminn veit hvað er óskáldlegt, intimism- inn finnur það. Intimismi leitar að hinu skáldlega með tilfinningunni einni og hreinni; intelectualism- inn leitar að því sama með heil- anum. Intelectualisminn gæti þannig verið kenning um hinn hreina skáldskan. En hann er ekki eins tær og intimisminn, ef til vill vegna þess að höfuðið er óhreinna en hjartað. Tjáningartæki inti- mistans eru tilfinningar; tjáning- artæki intelectualistans eru skiln- ingarvitin. Intimisminn gefur frá sér skáldskapinn; intelectualism- inn finnur hið skáldlega í kring- um sig, laðar það að sér og endur varpar því, oftast naumlega, er aðeins kalt endurskin. Intelectual- isminn færir takmörk hinnar hreinu Ijóðlistar til hins ýtrasta, í ihonum er leikur möguleikanna mestur; orðin fá keim af töfra- táknum, þau verða að fá absolut gildi þar sem hinn íhugaði veru- leiki er ávallt ríkari en hinn fjöl- breyttasti orðaforði Aftur á móti liefur intimisminn rétta orðið á- vallt reiðubúið innan afmarkaðra merkja samheita og gagnheita. — Samt eru báðar stefnur líkar, og reyndar allar 4 greinar hreinnar ljóðlistar. Furðutól þessara stefna er skilgreiningin ein. Skilgrein- ing tilfinninganna (intmsmo), skil greining hugar (intelectualismo), skilgreining persónunnar, sjálfs- ins (existencialismo). Mesta skáld þessarar stefnu er Jorge GUILLEN (1893— ) — Hann er fæddur í Valladolid í Kastiljuhásléttunni. Hann var prófessor í spánskri bókmennta- sögu við háskólann í Sevilla, Mc Gill University í Montreal og Wellesley College, Massachusetts, og einnig lektor í spönsku við Ox- ford og Svartaskóla. Guillén hefur þýtt á spönsku Valery og Claudel, Jorge Guillén er skáld einnar bókar, sem stækkaði alltaf, úr 75 ljóðum (1928 í 334 (1950). Þessi eina bók haitir „Cántico" og er nær þ'. oslitinn lofsöngur um undrið mikla: að vera til. Aðferð Guilléns er að útrýma úr ljóðum sínum öllum persónu- legum áhrifum. Hann vill tala um „einfaldan" ekki „hreinan" kveð- skap. En með því að þurrka út úr Ijóðum sínum persónuleika skálds ins verða ljoð hans köld, þurrleg í einmanaleika sínum, svipt varma mannlegs hjarta; þau verða skil- greining, náköld skilgreining sem vekur áhuga, jafnvel aðdáun, en hrífur ekki, snertir engan streng. Guillén er áreiðanlega eitt mesta skáld okkar tíma, en hann er á mörkum, eins konar varða, sem sýnir yztu takmörk, iens kon- ar „finis terrare", og líklega ekki á annarra manna færi að jafnast við hann, þó áhrifa hans gæti mik- ið meðal ungra höfunda. Existensjanlisminn (Existenci- alismo) á sinn fulltrúa í spánskri ljóðagerð innan vébanda surreal- ismans og undir fána hreinnar ljóðlistar. Hann heitir Vicente ALEIXANDRE (1900 ). Hann er fæddur í Sevilla, fékk Premio Nacional de Literatura 1933 og er meðlimur spönsku Akademíunnar síðan 1949. Áhrifa hans gætir mjög meðal ungra skálda sem kvöddu sér hljóðs eftir 1933, ef til vill vegna þess að hann hefur alltaf búið í heimalandi sínu. Aleixandre er maður mjög ein- rænn, einangrar sig, sækir aldrei í félagsskap. Hann kærir sig koll- óttan um form og hrynjandi, sýn- ir í verkum sínum engan áhuga á niönnum, atvikum, málefnum. — Hann yrkir úr djúpi angistar sinn ar og hefur skapað sér sérstakan heim úr ijóðum sinum. í þessum heimi lifir hann og hann og hans heimur fylla ljóð hans. En Aleix- andre er svo mikið skáld að jafn- vel í raunum sínum vekur hann ekki meðaumkun hjá lesandanum, heldur aðdáun á því að slík sorg skuli vera borin svo stórmannlega. Kjarnj Cxistensjalismans í spönsku ljóðlistinni er sjálfselsk- an, sjálfskönnunin, sjálfsdýrkun. Samt er hið sanna skáld í þessum anda hreinskilið í sinni trú á að einstaklingurinn sé aðalmæli- kvarði sköpunarverksins, að sjálf- ið sé ómissandi hluti alheimsins og ef einn maður, eitt skáld bogni undan farginu muni sjálf himin- festingin hrynja. Því er hver skáld-einstaklingur dýrmætur þátt ur í leitinni að hinu eilífa og al- gilda. Aleixandre lýsir í Ijóðum sínum þessu æðsta hlutverki skáldsins, að vera til: að tjá sig. Ljóðabækur Aleixandres eru: „Espadas como labios“ (Sverð eins og varir, 1932), „La destrucc- ión o el amor (Eyðilegging eða ást, 1935), „Sombra del paraiso" (Skuggi paradísar, 1944), „Mundo a solas“ (Einmana heimur. 1950), „Nacimiento último" (Síðasta fæð ing, 1953). „Histor'a de corazón" Saga hjartans. 1954). 1954). Full ástæða er til þess að kynna sér verk þriggja annarra stórskálda i fylkingu hreinnar ljóðlistar, en sökum rúmleysis verður þeirra aðeins minnzt lítil- lega. Þau eru Gerardo DIEGO (f. 1896), Dámaso ALONSO (f. 1898) og Luis CERNUDA (f. 1902). All- ir eru þeir enn á lífi. Gerardo DIEGO er fjölhæfast- ur þessara skálda (creacionista, dadaista, superrealista, neogon- gorista). Hann hefur loksins fund ið sinn sérstaka stíl í anda hinn- ar sígildu kastiljönsku Ijóðlistar. Hann er meðlimur spönsku Aka demíunnar og bókmenntaverð- launahafi (Premio Nacional de Lit- eratura 1924). Dámaso ALONSO fékk Premio Nacional de Literatura 1927 og er einnig meðlimur málaakademí- unnar spönsku. Dámaso (post- modernista, juanramoniano, exist- encialista) er ef til vill dýpsti, hjartnæmasti persónuleikinn með al þessara síðastnefndu skálda. Luis CERNUDA (bölsýnn, kulda legur, nihilisti) yrkir beztu kvæði sín í anda Guilléns, þó með mjög persónulegum fullmótuðum stíl. Síðastur — þó aðeins sam- kvæmt almanakinu — hinna miklu hreinu skálda er Manuel ALTO- LAGUIRRE (f. 1905 í Málaga), sem fékk Premio Nacional de Lite ratura 1933. Öll ofannefnd skáld byrjuðu að birta ljóð sín öðru hvorum megin við hið örlagaríka ár 1927. Af ásettu ráði eru þau nefnd hér í sömu andránni og stefnurnar sem þeir prýddu mest, en lesendunum er ljóst að það er ekki hægt að flokka skáld eins og dauða hluti sem má setja í skúffu, heldur er það nær sannleikanum að oft yrk- ir eitt og sama skáldið í gerólíkum anda, eins og t. d. Gerardo Diego, Aleixandre, Lorca og Alberti, svo að nokkur glögg dæmi séu nefnd. Nýja kynsíóðin (La nueva generación). Tíu árum seinna, þegar borg- arastyrjöldin geisaði um landið voru samdar þrjár fullkomnar ljóðabækur: „Perito en lunas“ — (Tunglfræðingurinn, 1936), E1 rayo que no cesa“ (Óslökkvandi elding, 1936) og „Viento del pue- bio“ (Vindur þorpsins, 1937), all- ar eftir Miguel HERNÁNDEZ (1910—1942). Hann er fæddur í Orihuela (Alicante), sonur fátæks geitasmala. Ungur las hann hina sigildu spönsku höfunda í bóka- safni verkamannafélagsins og ein hver vinur hans lánaði honum bækur Machado og Juan Ramón Jiménez. Og hann varð skáld. Svo mikið skáld að hann er hafinn yf- ir allar stefnur, og losaði sig und- an öllum áhrifum til að skapa kvæði, sem munu vera ódauðleg meðan spönsk tunga verður töluð í heiminum. Hann er langbezta slcáld allra sem birtu ljóð sín eft- ir 1934, eitt bezta skáld þessarar aldar á Spáni og í tölu fyrstu lýrisku skálda allrar spanskrar Ijóðlistarsögu. Hefði hann lifað lengur hefði hann áreiðanlega orðið meistari meistaranna eins og Juan Ramón Jiménez eða Antonio Machado, sem honum svipar helzt til. En örlög hans urðu önnur. Hann tók þátt í borgarastyrjöldinni í flokki lýðveldissinna og eftir ósigur þeirra var hann látinn deyja í fangelsi, þar sem hann skrifaði ljóð sín andspænis dauðanum. Þau voru ekki birt fyrr en eftir tíu ár og sum þeirra voru aldrei prentuð. Örlög hans gerðu ljóð hans ódauðleg, píslarganga hans gerði hohum kleift að mæta dauð anum af hugprýði, eins og svanur- inn sem syngur sitt fegursta Ijóð andspænis dauðanum. Og eins og bolinn, sem hann söng ótrauður um, mætti hann Nautabananum mikla og féll, rúm lega þrítugur að aldri, . . . con la boca anegada de cosechas. Að harmleiknum loknum er ekki unnt að átta si.g á því sem er að koma fram í ljóðaheiminum. Af ungu skáldunum, þeim sem birtu Ijóð sín eftir 1939, skulu þó nefnd þessi helztu: Leopoldo Panero, Rafael Mora- les. Bartolomé Mostaza. Gabriel Celaya, Joaquín Entrambasaguas, Blas de Otero og Manuel Fernánd- ez Sanz. Aðalheimildir: Sáinz de Robles: Historia y Antologia de la Po- esía Espanola — Aguilar, Madr- id, 1955. — Walter Hess: Doku- ment zum Verstandnis der mod- ernen Malerei — Rowohlt, Ham burg, 1958. — Hans Sedlmayr: Die Revolution der modernen Kunst — Rowohlt. Hamburg, 1958. Gömul saga Framhald af 3 síðu syni, en ekki er steinsnar hér á milli. Eg þaut af stað, þreif með inér bréfið, sem nú var gaman að eiga, því apj það var hið eina sýn- ishorn af ritstörfum Guðnýjar í miðilsástandinu. Þarna varð fagn- rgarfundur, því að Kristófer kunni söguna og skildi vel alla mála- vöxtu. Þeim hjónum hafði farn- rzt mjög vel og eiga þrjá upp- komna mannvænlega sonu, sem allir eru kvæntir og búa þeir með sinum konum og 9 börnum innan 8 ára, undir sama þaki í eigin húsi rneð foreldrum sínum. Að tengda- mamman skuli geta lifað sér og öðrum til nnægju í svo náinni sambúð við þrjár tengdadætur, bendir ótvírætt á, að hún hafi ekki með sinni sérkennilegu lífsreynslu áunnið sér skapbresti. er hafa orðið til tjóns. Þessir endurfundir urðu til þess að ég gerði alvöru úr því a?s kynn ast miðilsstarfsemi Hafsteins Björnssonar, sem þá starfaðj hjá Sálarrar.nsóknarfélagi íslands og liefi ég gefið Sálarrannsóknarfé- Isginu skýrslu um það, sem gerð- ist á fyrsta fundi mínum með honum. Bæði hin gamla og nýja lífs- •eynsla mín þótti mér svo mikill og merkilegur fundur á veginum, að ég taldi mér skylt a?s hirða hann, því að vera kynni, að hann gæti korr.ið að einhverjum notum og er það irsök þess, að einnig þessi gamla saga er nú komin í letur. Óskum viðskiptavinum vorum og öðrum landsmönnum gleðilegra jóla, árs og friðar. OSTA ÖG SMJORSALAN S.F 10

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.