Tíminn - 15.12.1962, Qupperneq 3
Með gorm við hrygginn
ALLTAF er eitthvaS nýtt aS
koma frain á sjónarsviSiS i
iæknavisindunum. Á þessum
röntgenmyndum getiS þiS séS
hvernig pólski læknirinn, dr.
Adam Gruca í Varsjá fer aS þvi
aS rétta boginn hrygg. Hann
kemur fyrir stálgormum sitt
hvoru megln viS hrygglnn tll
aSstoSar bakvöSvum, sem hafa
slaknaS. Hann segir, aS stálgorm
ar þeissir hafi hfálpaS hvorki
meira né minna en 420 sjúkling
um, og sé þessi aSferS notuS
heldur hryggurinn sinum eSlilega
sveigjanleika.
KlNVERJARNIR
A BAK OG RURT
foi
NTB—Nýju Dehli, 14. des. I mærabæjarins Walong, sagði
Kínverski herinn hefur nú | mtelandinn, en Walong liggur uir
r. .. . ,. ... ' 25 km. fyrir sunnan Mcmahon-
f^utt s.g aftur t,l Darrang | línuna J Darrang Dzong UgguI
Dzong og Walong svæðanna um 9g hm. fyrir sunnan hana.
á norðausturlandamærum Ind Miðsvæðis á norðausturlanda-
lands og Kína, að því er for- i mærunum eru Kínverjar sagðii
mælandi indverska utanríkis-
ráðuneytisins skýrði frá í dag.
Formælandinn bætti við, að
samkvæmt upplýsingum sem njósn
arar hefðu látið í té, væri ekki
vitað til þess, að einn einasti Kín
verji væri eftir í bænum Bomdila.
í landamærahéraðinu Lihit hafa
Kínverjar flutt bð sitt til landa-
Mesta frost, sem kom-
ið hefur síðustu 70 ár
NTB—London—Ósló, 14. des.
Kuldabylgja gengur nú yfir
mikinn hluta Evrópu og
Bandaríkjanna, og í sólarrík-
inu Florida óttast menn að
ávaxtauppskeran
því þar hefur mælzt 14 stiga
frost, sem er meira frost en
komið hefur þar síðustu 70
árin.
Frí fram yfir jól
NTB-Genf, 14. des.
Á fundi afvopnunarráð-
stefnunnar í Genf í dag var
ákveðið, að engir fundir
skyldu verða haldnir frá 21.
desember til 15. janúar. Úm
leið er loku fyrir það skot-
ið, að samkomudag náist um
bann við tilraunum með
kjarnorkuvopn á ráðstefn-
unni fyrir 1. janúar, eins
og áður hafði verið vonazt
til.
Námuslys I Vestur-
Þýzkalandi
NTB-Alsdorf, 14. des.
Níu menn létu lífið, er
sprenging varð í kolanámu
í nánd við Alsdorf f Vestur-
Þýzkalandi í dag. Sjö námu-
menn særðust. Sprengingin
varð um 450 metra undir
yfirborði jarðarinnar, og
lokuðust 40 námumenn inni
í námununi við hana. Síðar
tókst þeim þó að komast
upp á yfirborðið.
Marz 1. gengur vel
NTB-Moskva, 14. des.
Marz 1, sem Sovétríkin
létu skjóta í áttina að störn-
unni Marz 1. nóvember s.l.
mun ef allt fer samkvæmt
áætlun, verða í 193.000 km.
fjarlægð frá stjörnunni 1.
júnf í sumar.
Vísindamenn hafa sam-
band við Marz 1. annan
hvern dag, en síðar verður
þessu breytt, og ætlunin er
að þeir hafi aðeins samband
við eldflaugina 5. hvern
dag. Merkin, sem frá henni
koma eru greinileg.
Tveir júgóslavneskir landamæra
eyðileggist,! verðir létu lífið og tíu aðrir lok-
uðust inni í gærkvöldi, er skriða
féll í nánd við landamæri Austur-
ríkis í Júgóslavíu. Hjálparsveitir
unnu að því í fjórar klukkustund-
ir að bjarga þeim, sem lokuðust
inni við snjóflóðið. Þrír þessara
manna höfðu slasazt.
Frá París berast fréttir af mik-
illi snjókomu í öllu Mið-Frakk-
landi og fjöldi bíla hefur lent í
árekstrum vegna þessa. Bílar sitja
hvarvetna fastir á vegum úti, og
nokkrir hafa oltið útaf. Einn mað
ur lét lífið, þegar tveir áætlunar
bílar rákust saman.
Um kl. 13 í dag höfðu 150 mann
eskjur komið inn á Slysastofur
sjúkrahúsanna í Stokkhólmi annað
hvort vegna beinbrots eða heila-
hrystings, en í Stokkhólmi er
mikill kuldi og snjór.
í Muonio í Norðvestur Lapp-
Framh a 15. síðu
vera komnir aftur til Michukla,
um 32 km. fyrir austan Longju.
Indverska stjórnin hefur sent
stjórn Kína mótmælaorðsendingu
vegna þess, að kínversk flugvél
liafi rofið indverska lofthelgj yfir
Framh. á 15. síðu
Flugvél
ferst /
Brasilíu
NTB-Rio de Janeiro, 14. des.
Brazilísk farþegaflugvél með 47
manns innanborðs fórst í dag. Ekki
er vitað hvort nokkur hefur kom-
izt lífs af úr slysinu. Flugvél frá
brazilíska flughernum fann flakið
af vélinni, sem var af gerðinni
Constellation, inn í miðjum Ama-
zon-frumskóginum. Flugvélin var
í eigu flugfélagsins Panair de
Brasil, og var hún á leiðinni frá
Brazilia til Manaus.
HLÍF MÓTMÆUR UPPSÖGN
GIINNARS
FRÁ SELA-
LÆK MINNZT
Á ALÞINGI
TH-Reykjavík, 14. des.
Friðjón Skarphéðinsson, forseti
sameinaðs Alþingis minntist í
dag Gunnars Sigurðssonar frá
Selalæk, fyrrverandi alþingis-
manns, en hann andaðist á sjúkra
húsi hér í bæ í fyrradag, 74 ára
að aldri. Alþingismenn vottuðu
liinum látna virðingu sína með
því að rísa úr sætum.
Fundur var haldinn í Verka-
mannafélaginu Hlíf í Hafnarfirði
fnánudaginn 10. des. sl. Fundur
þessi var vel sóttur og var þar
kosið í uppstillinganefnd: Halldór
Helgason og Björgvin Jónsson og
í kjörstjórn Sigurður T. Sigurðs-
son. Þá voru eftirfarandi tillögur
samþykktar á fundinum:
í kjaramáium: — „Fundur hald
inn í V.m.fl. Hlíf mánudaginn 10.
des. 1962, telur að verkamenn geti
ckki beðið öllu lengur eftir því að
kjör þeirra verði bætt, því verði
að hraða samningagerð við at-
vinnurekendur og beita ef á þarf
ag halda mætt; samtakanna til
þess að knýja fram nauðsynlegar
kjarbætur.“
Stofnun verkamannasambands:
„Fundur haldinn í Verkamanna-
félaginu Hlíf mánudaginn 10. des.
1962 telur að skipulagsmál Al-
þýðusambands íslands séu komin
í það öngþveiti að til tjóns sé
fyrir verkalýðshreyfinguna og þá
ekki síst verkamannafélögin.
Þar sem ekki eru líkur á skipu
lagsbreytingu á næstunni, en að-
kallandi að verkamapnafélögin
ræði sérmál sín og samhæfi bar-
áttu sína, telur fundurinn nauð-
syn á stotnun Verkamannasam-
bands.
Felur fundurinn þvi stjórn fé-
íagsins að skrifa miðstjórn Al-
þýðusambands íslands og óska
þess að miðstjórnin kanni mögu-
leika á stofnun verkamannasam-
bands á vori komandi. „Lands-
sambands verkamanna" er verði
innan Alþýðusambandsins á sama
hátt og þau önnur landssambönd,
sem nú eru innan Alþýðusambands
ins.“
Skoðanafrelsi manna verði ekki
skert: — „Eitt af aðalsmerkjum
iýðræðisþjóðfélags er skoðana-
frelsi þegnanna. Þess vegna hlýt-
ur hver sannur lýðræðissinni að
íordæma allar aðgerðir er miða að
því, að hefta skoðanafrelsi, eins
og t. d. með því að svipta menn
atvinnu vegna stjórnmálaskoð-
anna. Fundurinn þakkar þeim
verkamönnum Bæjarútgerðar
Hafnarfjarðar sem mótmælt hafa
uppsögn verkstjóra síns, með því
að segja sjálfir upp vinnu. Fund-
urinn skorar á hina nýju ráða-
menn Hafnarfjarðarbæjar, að
virða skoðanafrelsi manna, og láta
engan gjalda stjórnmálaskoðanna
sinna“.
Bæjarútgerðin annist afgreiðslu
Eimskipafélagsskipa í Hafnar.
firði: — „Fundur haldinn i V.m.f.
Hlíf skorar á Útgerðarráð Bæjar-
útgerðar Hafnarfjarðar að athuga
jnöguleika á því við stjórn Eim-
skipafélags íslands, að Bæjarút-
gerðin annist afgreiðslu skipa
Framh. á 15 síðu
ÞRIR FANGELSISDÖMAR
Þórður Björnsson, sakadóm
ari, hefur kveðið upp dóma í
eftirtöldum málum, í saka-
dómi Reykjavíkur.
Mál ákæruvaldsins gegn Sverri
Sverriss/yni, bifreiðarstjóra, Álf-
heimum 46. Hann hlaut 16 mán-
aða fangelsi fyrir víxilfölsun að
upphæð kr. 295.500,00, þar af fram
lengingarvíxlar kr. 127.000,00.
Mál ákæruvaldsins gegn Gísla
Gunnarssyni, Brautarholti 22.
Hann hlaut 8 mánaða fangelsi fyr
ir að rita í heimildarleysi nafn
annars manns undir veðskuldabréf
ag upphæð kr. 40.000,00 og fyrir
þjófnað á kr. 125.00. Tekið var
tillit til fyrri brota.
Mál ákæruvaldsins gegn Sigurði
Erni Hjálmtýssyni, verzlunar-
manni, Sólvallagötu 33. Hann
hlaut 7 mánaða fangelsi fyrir fjár
drátt að upphæð kr.. 29.000,00.
Allir sakborningarnir voru dæmd
ir til að greiða sakarkostnað.
VLADIMIR ASKHENAZY og
kona Hans, Þórunn Jóhanns-
dóttlr, komu hingað til lands
I morgun með flugvél frá
Bandarík junum, Munu þau
dveljast hér í nokkra daga,
áður en þau halda aftur heim
ttl Sovétríkjanna. Hinn frægi
píanósnillingur mun halda
hljómleika í Þjóðleikhúsinu
næstkomandi mánudag kl.
8,30. Ekki er fullvíst enn,
hvort um fleiri hljómleika
verður að ræða.
c
TÍMINN, laugardaginn 15. desember 1962