Tíminn - 15.12.1962, Qupperneq 5
> ' s » í % m
ÍÞROTTIR iÞROTTI R
RITSTJÓRI HALLUR SÍMONARSON
Einar SigurSsson, fyrirliðl landsliðsins, brýst í gegnum vörn pressuliSsins, og skorar. Ljósm,: Tíminn, RE
Léleg markvarzla var ein-
kennandi - 59 mörk skoruð
— Pressulsðiö í handknattleik sigraði lands-
liðið í hörðum leik í fyrrakvöld.
Á síðustu mínútum leiksins
var harkan orðin svo mikil,
að dómarinn varð að vísa
þremur leikmönnum af velli
— tveim úr Pressuliði og ein-
um úr Landsliði. Um tíma ;
léku fimm Pressuliðsmenn á |
móti sjö í Landsliðinu — þá
var völlurinn ein hringiða og
geysimikil harka í leiknum. |
Stað'an var 30—28 fyrir Press-
una þegar tvær mínútur voru til
leiksloka og Landsliðið gerði ákaf
ar tilraunir til að reyna ag jafna.
— Pressuliðið, sem var sterkara
liðið í leiknum, stóðst þó allar
raunir. Að vísu tókst Gunnlaugi
Hjálmarssyni að skora fyrir Lands
liðið, en það dugði skammt — og
sigur Pressuliðsins var innsiglað-
ur með töiunum 30:29. Allan tím
ann hafði leikunnn verið frekar
jafn, Pressuliðið hafði þó oftast
yfir og sýndi á köflum mjög góð-
an leik. Það bar mikið á leikmönn
um í Pressuliðinu eins og Kristj-
áni Stefánssyn; og Guðjóni Jóns-
syni, sem að dómi flestra voru
langbeztu menn vallarins.
Landsliðið féll ekki nægilega vel
saman — það gerði einnig strik
í reikninginn, að Hjalti Einarsson
gat ekki leikið í markinu. Góð til-
þrif sáust þó, og að öllu saman-
lögðu er breiddin í íslenzkum
handknattleik það mikil, að við
ættum skammlaust að geta teflt
fram tveim frambærilegum Lands-
liðum.
Góður fyrri hálfleikur
Pressuliðsins
Það leið langur tími áður en
mark var skorað í leiknum. Birg-
ir Björnsson tók forustuna fyrir
BRYNDREKINN
Þetta er spennandi bók, er ailir, ungir sem
eldri, geta lesið sér til frótSleiks og skemmt-
unar. Vöndut$ bók.
Þessi saga, BRYNDREKINN, byggist á sönnum atburðum. Hún gerist aðallcga í New
York i Þrælastríðinu og segir frá sænska hugvitsmanninum Johu Ericsson, sem með-
al annars fann upp skipsskrúfuna, og baráttu hans við skriffinnsku og skilningsleysi
samtíðai sinnar. Um síðir, þegar allt virtist komið i óefni fyrir Norðurríkjunum, varð
ekki iengui hjá því komizt að Ieita fulltingis hans, og bryuvarða herskipið hans,
„Monlior“ skipti sköpum með sjóherjum Norður- og Suðurrikjanna, og það gerði í
einu vetfansi alla herskipaflota ve*,aldarinnar úrelta.
Heillandi ástarsaga milli Norðurríkjsmanns og Suðurríkjastiilku er ofin inn í söguna,
auk æsilegva frásagna um speJIvirki njósnir mnnnrán og morð.
Auk þeirra. sem mest koma við sögu, er brugðið upp myndum af mörgum helztu
valdamönnum Bandaríkianna frá þessum tímum, þeirr á meða! Abraham Lincoln.
Pressuliðið á 5. mín. og litlu sið-
ar bætti Knstján Stefánsson marki
við með hörkuskoti. Enn skorar
Pressan og nú Birgir aftur. Þetta
þiiggja marka forskot vann Lands
liðið upp, cn það sem eftir var
hálfleiksins hafði Pressulið'ið yf-
ir og sýndi oft skemmtilegan leik.
Einkum vakti athygli frábær leikni
Kristjáns Stefánssonar og glæsi-!
leg mörk Unglingalandsliðsmanns
ins Viðars Símonarsonar sem skor
aði fimm mórk. Staðan í hálfleik
var 17:13 íyrir Pressuna.
Þrem leikmönnum vísaá út af
í seinni hálfleik
Pressuliðið hélt áfram að skora
í seinni hálfleiknum — og staðan
varð 19:13. Landsliðið var mjög
óheppið með skot á markið, ým-
ist höfnuðu þau í stöng eða fóru
íétt framhjá. Þegar fór að líða á
seinni hálfleikinn jafnaðist leik-
urinn heldur og þegar 9 mínútur
! voru eftir tókst Ragnari Jónssyni
að jafna fyrir Landsliðið 25:25.
| Pressuliðið tók góðan sprett og
skoraði á skömmum tíma fjögur
rnörk á mótj einu Landsliðsins
29:26. Einar Sigurðsson, fyrirliði
Landsliðsins, skoraði 27. markið
, fyrir lið sitt, en Guðjón Jónsson
skoraði • fyrir Pressuna eftir að
hafa gert hálfgert grín að Lands-
liðsmönnunum. Tvær minútur
voru eftir og mikil harka komin í
leikinn. Dómarinn, Magnús Pét-
ursson, vísaði Pétri Bjarnasyni úr
Pressuliðinu af velli — og rétt á
eftir Guðjóni Jónssyná!! Fimm
á móti sjö Landsliðsmönnum,
börðust Pressuliðsmenn hetjulega.
Völlurinn varð eitt iðandi haf og
mikil ringulreið. Ragnari Jóns-
syni var vísað út af — og nú var
háð mikil barátta fárra manna.
Gunnlaugur Hjálmarsson skoraði
fyrir Landsliðið og eitt mark
skildi á milli. Pressuliðsmenn
höfðu rétt tíma til að byrja með
! boltann, áður en dómarinn flaut-
aði leikinn af — Pressan hafði
sigrað' 30:29.
Pressuliðið var betra
Pressuliðið var beera liðið i
leiknum —- yfirburðirnir voru
ckki miklir, en greinilegir samt.
I.angbeztir voru Kristján og Guð-
jón, svo og Viðar og Sigurður Ein-
arsson, en aðrir áttu ágætan leik.
Ef velja ættí Landslið, ættu þeir
báðir, Kristján og Guðjón að vera
eíslir á blaði — þeir voru beztir
á vellinum. Mörjiin fyrir Pressu-
l’ðið skoruðu: Viðar 7, Birgir 6,
Guðjón 4, Kristján 3, Sigurður 3,
Rósmundur 3, Hermann 2 og
Hilmar 2.
Leikur Landslið'sins hefði getað
v erið jákvæðari, en of þröngt var
um sóknarleikinn. Þá voru furðu-
legustu göt á vörninni, sem laga
mætti með samæfingu. Mörkin
f.vrir Landsliðið skoruð'u: Gunn-
i.mgur 6, Tngólfur 5, Hörður og
Einar 4 hvor, Ragnar 3, Karl B.,
Karl Jóh. og Pétur tvö hver og
Matthías 1.
Dómarinn Magnús Pétursson fór
irin á nýjar og áður ókannaðar
fciautir í dómum sínum og vakti
athygli. — alf.
Minningar
VIGFÚSAR
í þessari vinsælu bók birtast kvæði og greinar
eftir 18 menn, auk V. G.:
Andrés Eyjólfsson, Bjarna Ásgeirssón, Einar
Magnússon, Elínu Vigfúsdóttur, Guðmund Illuga-
son, Guðna Þórðarson, Hallgrím Jónasson, Her-
mann Jónasson, Ingimar Jóhannesson, Jóhannes
úr Kötlum, Jónas frá Hriflu, Jón ívarsson, Kar1
Strand, Kristjón Kristjónsson, Þórarin Guðna-
son, Þórarin Þórarinsson, Þórð Kristleifsson,
Þorstein Kristleifsson og meira en 20 aðra.
Bókamenn! Vinsamlegast athugið hvort
MINNINGAR VIGFÚSAR séu ekki sú EIGULEG-
ASTA af nýju bókunum.
AN GLIA
KLrkjutónteLkar
haldnir á vegum ÁNGLIA í Hafnarfjarðarkirkju,
sunnudaginn 16. des. kl. 8,30.
Flytjendur:
Averil Williams (flauta),
Kristinn Hallsson (söngur),
Páll Kr. Pálsson (orgel).
Flutt verður:
Sungin gömul sálmalög með fylgirödd
(descantus) í útsetningu C. Lang.
Samleikur á flautu og orgei Fiutt verk eftir:
Green Festing, James og Purcell.
Orgelverk eftir: Purcell. fíroft og Greene.
Öllum heimill aðgangur Enginn aðgangseyrir
TIMIN.-Ny- laugardaginn 15. deseinbcr 1962
5