Tíminn - 15.12.1962, Page 7
Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN
Framkvæmdastjóri: Tómas Arnason Ritstjórar: Þórarinn
Þó>rarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Lndriði
G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Auglýs-
ingastjórí: Sigurjón DavíSJsson Ritstjórnarskrifstofur I Eddu
húsinu Afgreiðsla, auglýsingar og aðrar skrifstofur 1 Banka
stræti 7 Símar: 18300—18305 - Auglýsingasími: 19523 Af-
greiðslusimi 12323 - Askriftargjald kr 65.00 á mánuði innan
lands. í lausasölu kr. 4.00 eint, — Prentsmiðjan Edda h.f. —
Fjárlagafnimvarpið
og kosningaloforðin
Fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1963, sem nú er til loka-
meðferðar á Alþingi, gerir ráð fyrir um 1300 millj. kr.
meiri útgjöldum en fjárlögin 1958, eða eru m. ö. o. um
140—150% hærri. Það er ekki undarlegt, þótt menn
spyrji, hvert fara þessi stórauknu útgjöld?
Þau fara ekki nema að örlitlu leyti til aukinna fram-
kvæmda eins og Halldór E. Sigurðsson lýsti svo ræki-
lega við 2. umræðu fjárlaganna í fvrradag. Framlag til
verklegra framkvæmda hafa hækkað hlutfallslega miklu
minna en heildarútgjöld fjárlaganna Samanburður, sem
Halldór gerði um þetta, lítur þannig út:
í fjárlagafrumvarpinu nú, er ráðgert að verja 180
millj. kr. til samgöngumála, en sé miðað við þá 140
—150% hækkun, sem orðið hefur á fjárlögum síðan
1958, ætti þessi heildarupphæð til samgöngumála að
vera 280 millj. kr.
Til atvinnumála gerir frumvarpið ráð fyrir 168 millj.
kr. en hefði hlutfallslega, miðað við 1958, átt að
verða 270 millj.
Til hafnarmannvirkja og lendingarbóta eru áætlað-
ar 17 millj. kr., en hefðu átt að verða hlutfallslega 25,5
millj. kr.
Til raforkumála er áætlun fjárlagafrumvarpsins 32
millj. kr., en hefði átt að verða 71 millj. kr.
Þannig má rekja þetta áfram, en þessi dæmi nægja til
að sýna, að hin mikla útgjaldahækkun fjárlaganna staf-
ar ekki nema að örlitlu leyti af því, að framlög til verk-
legra framkvæmda hafi hækkað. Flest annað hefur hækk-
að miklu meira.
Hvert renna þá hin auknu útgjöld?
Þau fara fyrst og fremst til aukins rekstrarkostnað-
ar, aukinna niðurborgana, og aukinna trygginga, sem
hafa farið upp úr öllu valdi vegna hinnar stórauknu
dýrtíðar, sem skapazt hefur í valdatíð núverandi rík-
isstjórnar. Á engu kjörtímabili síðan á samstjórnarár-
um Sjálfstæðismanna og kommúnista 1942 og 1944
— 1946 hefur dýrtíðin magnazt eins stórkostlega og
því kjörtimabili, sem nú er að líða. Hin aukna dýrtíf
hefur aukið allan rekstrarkostnað og kallað á stór-
aukin framlög í niðurborganir og tryggingar. Hú'
hefur orðið þess valdandi, að í valdatíð núverandi
ríkisstjórnar hafa ríkisútgjöldin miklu meira en t'
faldazt, þótt framlög til verklegrs tramkvæmda hafi
hlutfailslega dregizt stórlega saman.
Þannig hefur ríkisstjórnin og flok!%ar hennar efnt hin
fögru loförð sín fyrir haustkosnmganiar 1959, að verð
bólgan og dýrtíðin skyldu stöðvuð. eí þeir fengu meir’
hluta, ásamt stórauknum nýjum sölusköttum og vaxia
okri. Því hefur dýrtíðin vaxið meira en nokkru sinn
fyrr og forustumenn stjórnarflokkanna komast nú ekki
hjá að játa, eins og Bjarni Benediktsson hefur þegar gert
að aðalvandinn nú sem fyrr sé að revna að stöðva verð
bólguna.
Á þjóðin að votta þeim flokkum traust, sem ekki hefu;
tekizt betur en þetta að efna fyrirheit sín?
TÍMINN, laugardaginn 15. dcscnibcr 1962
i
^INAR B0GAS0N írá Hringsdal:
Námsaðferð til heilsuverndar
„Enginn drengja yrkir par,
sem er með þanka sárum.
Hugurinn réikar hér og þar,
sem hafskip eitt á bárum".
Magnús Jónsson prúði.
í vísu þessari sést, að hinn
göfugi vitri, ástsæli og mikils-
virti höfðingi Magnús prúði, hef-
ur ekki talið það vænlegt eða
heppilegt til örvunar eða til að
skerpa hugsunina við andleg við-
fangsefni, að vera með „þanka
sárum“. En þá eru menn meira
og minna hryggir og haldnir sár-
um kvíða. Nú stunda allir íslend-
ingar frá 10—20 ára nám og
sumir lengur. Má geta nærri,
hvort margir, einkum þó þeir
tornæmu, séu ekki haldnir sár-
um kvíða, þ.e. „þanka sárum“
yfir náminu og hvernig þeim
muni ganga með að afljúka próf-
unum, þar sem framtíð þeirra
getur oft oltið á því, hvernig
prófin ganga og hvort nemand-
anum heppnast að ná prófi.
Árið 1958 voru hjartasjúk-
dómsdauðsföllin hér á landi
30% og þá vaxandi. í bók „Stop
Worrying, Get Well“, segir hinn
frægi læknir dr. Edward Po-
dolski, um áhrif þau, sem hinn
kveljandi kvíði eða „sári þanki“,
hefur á hjarta mannsins og
heilsu. Hann segir: „Ef þú les-
andi góður ert stöðugt hugsjúk-
ur, geturðu átt á hættu að fá
þann kvalafyllsta sjúkdóm, sem
menn þekkja: hjartabólgu (an-
gina pectoris). Ef þú nokkru
sinni skyldir verða haldinn af
þeim sjúkdómi, muntu æpa af
kvölum:1.. Enn fremur segir
hann: „Áhyggjur geta valdið
gigt Og liðagigt, of háum blóð-
þrýstingi, magaveiki, skemmd á
skjaldkirtlinum og sykursýki,
sem er talin ólæknandi. Eins og
menn vita, þjá allir þessir ofan-
skráðu sjúkdómar íslenzku þjóð-
ina, þó hjartasjúkdómarnir séu
þeirra langskæðastir eftir lækna
skýrslum að dæma, og hafa
kennarastéttir og aðrir mennta-
menn ekki verið þar undanskild-
ir. Þetta ofanskráða álit þessa
fræga doktors ætti ljóslega að
sýna, að ég hef haft rétt fyrir
mér í grein minni, sem ég ritaði
í Morgunblaðið 19. okt. 1956, er
ég nefndi: „Kennslubækurnar
og hjartasjúkdómarnir", þar sem
ég hélt því fram, að hinn drep
andi prófkvíði, áhyggjur og fall
við próf hefðu skaðleg áhrif á
hjarta, taugar og heiía nemend-
anna. En eins og allir vissu,
væru þessir sjúkdómar samkv
læknaskýrslum skæðastir allra
þeirra sjúkdóma, sem þjóðin hef-
ur við að stríða og þjá hana
mest. Enginn svo mér sé kunn-
ugt um, hefur tjáð sig jákvæðan
né neikvæðan þessari skoðun
minni í ofannefndri grein fyrr
en nú eftir nærri 5 ár, að Bene
dikt Tómasson, sjálfur skóla
yfirlæknirinn, fyrrverandi skóla
stjóri Flensborgarskólans, og
um skeið settur landlæknir í
forföllum landlæknis, dirfist að
hefja upp raust sína og vara við
háskanum í grein sinni, sem
hann ritar i Morgunblaðið 13
júlí s.l. árs, sem hanh kallar-
„Að loknum prófunum — harka-
legt val.“ Og sé hann marglof
aður fyrir, og hafi blessaður
gert. í grein þessari er yfirlækn
irinn frá heilsufarslegu sjónar
miði jákvæður skoðun minni
fyrrnefndri grein minni. í grejr
sinni segir skólayfirlæknirinr
og fyrrv. skólastjórinn: „Fæst
um er sársaukalaust að láta
dærna sig lil þess hlutskip'is ó
hæfa, sem þeir hafa kosið sér,
og samvizkusömum, sem stunda
nám dyggilega, en reynast kröf-
urnar ofviða, getur orðið það
nær óbærilegt að falla á prófi.
Sumum veitir það slíkan áverka,
að þeir verða aldrei samir eftir.“
Enn fremur segir skólayfirlækn
irinn: „Fyrir því skelfur fjöldi
fólks, og mér er ekki grunlaust
um, að kennararnir skjálfi líka.“
Vonandi opnast augun á fleirum
en mér og skólayfirlækninum
fyrir voðanum. Herbert heitinn
Hawkes, er var deildarforseti
við Columbiaháskóla í 22 ár seg-
ir, að ringulreið væri megin-
orsök áhyggna. Hann hjálpaði
200 þúsund stúdentum til að
leysa áhyggjuefni sín. Eftir því
sem hér að ofan hefur verið
sagt, eru miklar líkur til að 10—
20 ára prófkvíðafarg, hafi heilsu-
spillandi áhrif á tregnæma nem-
endur j íslenzkum skólum.
Til þess nú að létta þessar
heilsuspillandi áhyggjur nem-
enda, aðstandenda þeirra og sam
vizkusamra kennara og til að
gera nemendum prófin og námið
auðveldara, betur af hendi leyst
og notadrýgra, skemmtilegra og
umfram allt hollara, — því góð
heilsa er fyrir öllu — þurfa að
prentast með hverri kennslubók
spurningar, sem ég hef leyft mér
í ritgerð minni í Morgunblaðinu
frá 21. sept. s.á., að nefna:
„Kjarnaspurningar". Þessi sam-
anþjöppun á efni bókarinnar los-
ar menn við að læra efnið orði
til orðs, sem flestum mun reyn-
ast ókleift með óbundið mál.
Hismið má þó frekar leggjast á
hilluna. Spurningar þessar séu
samdar af þar til hæfum mönn-
um. Sé spurt um það, sem nauð-
synlegt er að nemandinn viti úr
efni bókarinnar. Við hverja
spurningu sé prentað blaðsíðutal
þeirrar blaðsíðu kennslubókar-
innar, sem hægt er að fá svar við
spurningunni. Það auðveldar
samning svaranna og notkun
þeirra. Námið fer þannig fram:
Að nemandinn les fyrst kaflann
vel ofan í kjölinn, og þegar hann
hefur gert það nógu vel og ýtar-
lega, tekur hann til að semja
skrifleg svör við spurningunum,
sem’ hann svo jafnóðum færir
inn í vinnubók sína. Séu spurn-
ingarnar á útlendu máli, eins og
er t.d. i The Royal readers, sem-
ur nemandinn viðeigandj skrif-
leg svör á þvi lungumáli. sem
spurningarnar eru á. Segir í
hinni ágájtu lesbók The Royal
readers, að þau myndi aðdáan
legan grundvöll undir stílagerð-
ir: „They will form an admirable
basis for Composition Exercis-
es“, segja í V. bindi bókarinnar
hinir hálærðu höfundar hennar
Spurningarnar á útlendu málun
um ætti líka eftir því, sem ástæð
ur leyfa að nota til talæfinga
Reki nemandann í strand við að
semja svörin, verður hann að
fá hjálp, sem hann telur örugga
Annars hlýtur það að vera sjálf-
sögð skylda kennaranna, að at
huga hvort svörin séu rétt. Þess
ar spurningar og svörin við
þeim, kynna nemendurnir sér
mjög vel og rækilega. Einhverj
ar af þessum fá nemendurnir á
prófinu, sem er skriflegt, en
aðrar spurningar úr þeirri ból<
ekki, einhverjar af þeim, sem
þeir fá, fá þeir ekki að vita fyrr
en á prófinu.
Séu Stærðl'ræði-, Stafsetnmg
rr og Landnfræðiljóð mín, sem
ég nefndi j síðustu grein minni
,Kjarnaspurningar“ notuð sem
hjálpargögn við kennsluna, ætti
að nota þau við kennsluna á
sama hátt með spurningum eins
og kennslubækurnar, þá mundu
nemendurnir læra þær og ef-
laust margir muna þær alla ævi,
þótt löng verði. Smbr. hinn
treggáfaða vin minn, sem árið
1904 í júní íærði ásamt mér
vísu, sem hann svo að 57 árum
liðnum, þuldi reiprennandi
rétta, að tveimur mönnum við-
stöddum, sem með mér voru.
Þetta ár fæddust sjálfsagt ýmsir
merkir menn kennarastétarinn-
ar. t.d. Helgi Elíasson fræðslu-
málastjóri, sem var þá um 3
mánaða gamall þegar ég og vin-
ur minn lærði vísuna. Þetta at-
vik get ég um í grein minni
„Kjarnaspurningar". í þessari
grein get ég líka um pilt, sem
ég kenndi í nokkra klukkutíma
reikning undir gagnfræðapróf,
sem lýsti því yfir í Morgunblað-
inu, að kunnátta Formúluljóð-
anna hafi reynzt sér gullsígildi,
sem hafi forðað sér frá 40 þús-
und króna fjártjóni. Fróðlegt
væri því að fá að vita, hvað þeir
rúml. 2000 nemendur, sem við út
varpsumræður upplýstist, að fall
ið hefðu við landspróf frá því
þau byrjuðu, teldu sig hafa orðið
fyrir miklu fjártjóní, Það hlýtur
að vera há upphæð, auk heilsu-
tjónsins, sem sumir hafa hlotið,
smbr. orð skólayfirlæknisins
Benedikts Tómassonar: „Sum-
um veitir það slikan áverka, að
þeir verða aldrei samir eftir.“
Vona ég, þótt þessu áliti skóla-
yfirlæknisins yrði mótmælt af
einhverjum, sem ef til vill hefðu
litla eða enga þekkingu á læknis-
fræði, að skólayfirlæknirinn
stæði óhaggaður við sín orð,
sem hann hefur látið birta
á prenti, og „vinni það ei
fyrir vinskap manns, að víkja af
götu sannleikans“ Þessa kennslu
aðferð, tilhögun og prófreglur
við prófin, sem að ofan hefur
verið lýst, eru nemendurnir
látnir vita við námsbyrjun.
Æskilegast og öruggast er svo að
semja ritgerð um hvern spurn-
ingarkafla, það festir efnið bet-
ur í minni, eins og bent er á í
hinum ágætu kennslubókum The
Royal readers, sem samdar eru
af háttlærðum mönnum og halda
mjög fram kostum þessara
kjarnaspurningaaðferða til ör-
yggis og þæginda fyrir kennara
og nemendur. Ég vil taka það
fram, til að fyrirbyggja misskiln-
ing, að þýðingar á útlend mál og
þýðingar úr útlendum málum á
íslenzku ásamt stílagerðum og
ritgerðum tel ég nauðsynlegar,
en málfræðispurningar finnst
mér sjálfsagt að séu kjarna-
spurningar úr kennslubókinni,
hvort sem hún er lesbók eða
málfræðibók. En í málfræði sé
höfð greining eins og venja
hefur verið. í stærðfræði á
prófum finnst mér að ætti að
hafa bæði lesin og ólesin dæmi.
En ekki má hafa ólesnu dæmin
þyngri, heldur en dæmi þau
hafa verið upp og niður, sem
nemandinn reiknaði í skólanum
i reikingsbókinni eða reiknings-
bókunum, sem notaðar voru við
kennsluna í bekknum. Hér hlýt-
ur hver heilvita maður, sem
nennir að hugsa og setja sig í
spor og sálarlíf nemandanna, og
þegar svona er í pottinn búið,
að finna og sjá, að nemandinn er
miklu betur undirbúinn að stand
ast prófin, hvort sem það er
landspróf eða önnur próf Hér
hlýtur hver nemandi að finna
og sjá, að þvi er spurningarnar
Franih á 13 síðu
7