Tíminn - 15.12.1962, Page 16

Tíminn - 15.12.1962, Page 16
Mbmt Laugardagur 15. des. 1962 283. tbl. 46. árg Reykjavík - Kópavog- ur - Selt jarnarnes f dag er skiladagur fyrir Heimsenda miða. Skrifstofan í Tjarnargötu 26, ER OPIN TIL KLUKKAN 10 í kvöld. Sími 12942. Kaffiveitingar á netfri hæðinni. — OPEL-bílarnir eru til sýnis í Austurstræti. — Happdrætti Framsóknarflokksins. „Hryss-“ ingslep bókadömur um „Mína menn ii IGÞ-Reykjavík, 14. des. Það eru skrifaðar margir rit- dómar þessa dagana, og raunar viðtekin regla að blöð þurfi vart að sinna öðru en bókum á þessum árstíma, þótt margar bækur hafi oft lítið til síns ágætis annað en vera þokkaleg verzlunarvara. Rit- dómar bera oft keim þess að menn eru komnir í jólaskap, og hafi orðið fyrir mildum hughrif- um af fæðingarhátíðinni. Það vakti því nokkra undrun, þegar Alþýðublaðið birti ritdóm i morg- un, eftir Helga Sæmundsson, þar sem stungið er við fótum og flest haft á homum sér. Ritdómurinn var um bók Stefáns Jónssonar, fréttamanns, Mínir menn, verk sem mikið hefur verið látið af. Þar er talað um að höfundurinn geri sig sekan um „ósmekklegan vaðal“. í þessari bók ætli Stefán sér að hafa „atvinnu af því að vera fyndinn — o-g bregst ósköp oft bogalistin", og síðast en ekki sízt finnst Helga að Stefán hljóti að hafa skrifað bókina á bilaða ritvél, og að fyndni Stefáns sé „klúr og klunnaleg". Hins vegar segir Helgi að málfar Stefáns sé sérkennilegt og þróttmikið. En í þessum ritdómi um klúra Framhald á 15. síðu. STRÍÐIÐ UM LOKUNARTÍMA SÖLUBÚÐA VRMOTMÆL KH-Reykjavík, 14. des. Á fjölmennum fundi Verzlunarmannafél. Reykja víkur í Iðnó í gaerkvöldi voru samþykkt samhljóða eindregin mótmæli gegn hinum margumtöluðu ti I- lögum um lokunartíma sölubúða. Einkum var þvi mótmælt, að ekki skyldi á nokkurn hátt hafa verið leitað samkomulags við VR um þessi mál. Einnig er á það bent, að með fram- kvæmd tillagnanna myndi öll verzlunarþjónusta stór- hækka og sú hækkun að sjálfsögðu lenda á neytend- um. í gær var miðum með til- kynningu til verzlunaríólks frá V.R. dreift í allar verzlanir i borginni, og stóð á þeim m.a.: „Samkvæmt tillögunni, sem lögð hefur verig fyrir borgar- ráð, er m.a. gert ráð fyrir, að heimilt geti verið að hafa verzl- anir opnar frá kl. 8 á morgn ana til kl. 10 á kvöldin alla laugardaga, alla sunnudaga, auk þess nýársdag, skírdag. annan páskadag, sumardaginn fyrsta, annan hvítasunnudag, uppstigningardag, 17. júní, fyrsta mánudag í ágúst, sem er frídagur verzlunarmanna, og annan jóladag. Verzlunarfólk! Þetta mál verður rætt á fund- inum í kvöld.“ Vöktu miðar þessir mikla athygli, einkum framangreindur kafli. Guðmundur H. Garðarsson, formaður V.R., sagði blaðinu í dag, að þessari aðferð hefði oft verið beitt áður, ef þurft hefði að koma skilaboðum til félags manna, og í þetta sinn hefði ekki verið talin vanþörf á að minna á þennan áríðandi fund, þar sem nú er mikið annríki í verzlununum. Guðmundur kvaðst vera mjög ánægður með fundinn og þann hug, sem ríkti á honum. Sagði hann, að það, hversu verzlunarfólk mætti vel á fundinum, sýndi glöggt, hvað þetta hefði mikla þýðingu fyrir það. Hér fara á eftir mótmæli fundarins, sem samþykkt voru sem svar V.R. við bréfi borgar- ráðs vegna umræddrar tillögu um afgreiðslutíma verzlana i Reykjavík: „Verzlunarmannafélag Reykja víkur mótmælir eindregið til- lögu að samþykkt um afgreiðslu tíma verzlana í Reykjavík og fl. sem lögð var fyrir borgarráð Reykjavíkur 4. des. s.l. Sérstaklega vill félagið mót- mæla þeirri málsmeðferð, sem viðhöfð hefur verið með því að Prarnh a 15 siíu Atkvæðagreiðslan í fyrrakvöld, þegar verzlunarmenn samþykktu elnróma mótmæll gegn tillögum um lokunartíma sölubúða. Kylfuhríð við Þórskaffi .MatthiasSvelnbjörnsson ræðir vlð fróttamann (Ljósm. P. Thomsen BÓ-Reykjavík, 14. des. í nótt sem leið var öllu vaktliði lögreglunnar teflt fram til að skakka slagsmál og róstur við Þórskaffi og öllum bílkosti vaktarinnar stefnt þangað, en lögreglu- stöðin var mannlaus að kalla meðan aðgerðirnar stóðu yfir. Fjórtán menn úr götulögregl- unni tóku þátt í aðgerðunum, og sjö manns voru fluttir frá Þórskaffi í fangageymsluna í Síðumúla. Fangageymslan fyllt ist um nóttina og kjallarinn undir lögregluvarðstofunni var tekinn í notkun. Blaðið talaði í morgun við Matthias Sveinbjönisson, varð- stjóra í Síðumúla, en hann kom á vaktina kl. 6. Matthías sagði, að þeir sem lögreglan handtók við Þórskaffi, hefðu ekki komið með flöskur með sér, og ekki sá Matthías, að þeir bæru með sér að hafa verið á neinu t.eijandi fylliríi, þegar fulltrúi skrifaði þá út. Jóhann Níelsson, fulltrúi, afgreiddi þá með sektum, mest 750 kr„ sem er óvenju mikið. Matthías sagði, að Þórskaffi væri nú versli samkomustaður- inn í Reykjayík, og þyfti lög- reglan að vakta hann sérstak- lega. Blaðið talaði síðar við Tryggva Friðlaugsson, sem var fyrir lögreglumönnum á eftir- litsbílnum, þegar kallið barst. Rannsóknarlögreglumenn voru þá staddir i talstöðvarbíl við Þórskaffi, en þeir kölluðu lög- reglustöðina kl. 1,20. Tryggvi var þá beðinn að fara á stað- inn, en hann var við þriðja mann í bilnum. Samkomugestir voru þá að koma út úr húsinu, og tveir voru að stympast fyrir utan. Þeir Tryggvi handtóku annan þeirra og settu hann inn í bílinn, en þá æstist lýðurinn og þyrptist utan um lögreglu mennina. Einn, kominn úr jakk anum, reif upp hurðina, þegar bíllinn var að leggja frá. Hann var tekinr. með, en veitti harka- lega mótspyrnu. Tveir aðrir bílar mannaðir. lögregluþjón- um komu svo til aðstoðar, en mannskapurinn æstist því meir. Áttu lögreglumenn hendur sín ar að verja og þurfti að beita kylfum. Tryggvi kvaðst gera ráð fyrir, að þarna hefðu verið um 100 manns. Kvenfólkið hafði sig í frammi með röfl og kjaftæði, sumir héngu utan í lögreglunnj aðrir notuðu hnef ana. Þeir handteknu voru ekki drukknir, en sumir undir áhrif fYamh a 15 siðu Ri Gráskinna hin meiri Nordals og Þórbergs KH-Reykjavík, 14. des. Gráskinna hin meiri er ko’min út. Er hér um að ræða tvö bindi, hið fyrra er endurprentun á Grá- skinnu, sem út kom í fjórum heft- um árin 1928, 1929, 1931 og 1936, en hið síðara er sagnasafn, sem ekki hefur verið prentað áður. Sagnirnar eru skrásettar af pró- fessor Sigurði Nordal og Þórbergi Þórðarsyni. Um tildrög Gráskinnu er það að segja, að þegar Sigurður Nordal og Þórbergur Þórðarson komu sér saman um útgáfu hennar, höfðu þeir báðir, hvor í sínu lagi, skrá- Bftrl— Framhald á 15. síðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.