Tíminn - 21.12.1962, Side 8
I.
Ef þú værir spurður, í hvaða
heimi þú lifðir, myndi þér senni-
lega þykja það harla barnalega
spurt. Auðvitað lifir þú í jarðnesk-
um, áþreifanlegum heimi, sem
markast af skilningarvitum þínum.
Þó er þetta ekki nema hálfur sann
leikurinn. Þegar þú virðir fyrir
þér umheimmn, skynjar þú ein-
stök atriði þess, sem er og gerist,
og ósjálfrátt tengir þú þau sam-
an i kerfi eða myndir. Þannig
verða til hr.ymyndir, sem fyrir
þínum innri aug^m eru veruleikí'.
Skynjun þín á umheiminum er
þvi aldrei fullkomin. Vér skynjum
svo sem i skuggsjá og óljósri
mynd, eins og Páll postuli kemst
að oi'ði. Stundum sjáum vér ekki
atriði, sem orkuð'u á auga eða
eyra, af því að hugurinn var ekki
við því búinn að koma þeim fyr-
ir í hugmyndakerfinu. Þannig
getur margt verið til, sem vér er-
um ekki fær um að skynja sem
veruleika, vegna þess, að vér erum
of háð því hugmyndakerfi, sem
þegar er orðið til. Á hinn bóginn
á það sér einnig stað, að inn í
css hafa komizt hugmyndir, sem
vér ávallt 'nugsum oss sem veru-
leika, án þess að þessar myndir
verki á vor ytri augu eða eyru.
Viðhorf þín við þeim myndum
hugans, umhugsun þín um það,
sem þeim fylgir. hefur síðan áhrif
á skapgerð þína, breytni þína og
líf, — engu síður og stundum
fremur en það, sem ytri skilning-
arvit færa þér á líðandi stundu.
Heimurinn, sem þú lifir í, — sá
heimur, sem þér sjálfum er raun-
verulegur, er því ekki aðeins hinn
áþreifanlegj efnisheimur, heldur
sá heimur, sem orðinn er til
smám saman, frá því að þú varst
barn. Menn, sem fyrir löngu eru
horfnir út fyrir sjóndeildarhring
aagsins í dag, lifa áfram í þínum
hugarheimi, og án þess að þú
gerir þér grein fyrir því sjálfur,
er margt af því, sem þú hugsar,
talar og framkvæmir í dag, eins
konar svar eða viðbragð við því,
sem þessir menn, ef til vill löngu
dánir, segja og gera. Þetta kann
að virðast full-háfleyg og óraun-
hæf heimspeki í fljótu bragði, en
þú getur jafnvel prófað hana á
sjálfum þér Eru ekki jólin þín,
nokkuð skýrt dæmi til sanninda
merkis um þetta? Jólin eru og
verða kirkjuleg hátíð, til að minna
É trúræn, opinberuð sannindi,
fæðingu freisarans í litlu fjárhúsi
suður í Betiehem. En ef þú raun-
verulega lifir jólin, eru þau til-
raun þín og annarra til að endur-
lifa þennan atburð, og komast að
nýju í tengsl við það. sem jóla-
heiminum heyrir til. Þá er Jesú-
barnið, englarnir og fjárhirðarnir
veruleiki hmnar líðandi stundar.
Nú ert þú alinn upp í kristnu
landi, þar sem sérstakar venjur,
siðir og hugmyndir eru tengdar
við jólin. í heimi þínum eru ekki
aðeins hinar bibliulegu persónur
og verur, hejdur einnig þær, sem
trú og venjur bernsku þinnar
höfðu skipa’ð Sess í nánd við jóla-
mynd biblíunna, Og eins og gef-
ur að skynja, orkar þetta á huga
þmn, vegna þess að það hefur
grópazt inn i barnsvitund þína og
aldrei þaðan horfið að fullu, þótt
þú yrðir fullorðinn maður, og
heimur þir.n breyttist á marga
lund. Af þessu leið'ir einnig, að
jólaheimurinn þinn hlýtur alla
þína ævi að mótast af jólum þess
lands, sem þú ert alinn upp í. í
jólaheimi íslendingsins frá fornu
fari, voru t.d. álfar og jólasveinar,
sem höfðu sín sérstöku einkenni.
En engin þjoð, sem ekki lifir í al-
gerri einangrun, hlýtur að verða
fyrir áhrifum trá umheiminum,
eins í þessum efnum sem öðrum.
Því örari sem áhrifin verða, því
stórfelldari verða breytingar á
bverjum tíma Af þessu leið'ir aft-
ur, að sumt af því, sem tilheyrði
hinum fornu, íslenzku jólum, er
ðZ hverfa úr sögunni, en nýjar
lólahugmyndir og nýjar jólaverur
koma utan að fra öðrum þjóðum.
Þegar ég var barn, voru auðfund-
in áhrif hinna dönsku jóla-nissa á
íslenzku jólasveinana. Þeir fengu
t.d. rauðar húfur, sem þeir höfðu
nldrei haft aður. Síðan kom sanktj
Kláus, sem einu sinni hafði kom-
ið frá Hollandi td Ameríku, os fer
rtú hamförum frá Ameríku til að
heimsækja fleiri og fleirj lönd.
Og frá Svíþjóð kemur Lucía helga,
með sinn sérstaka svip, og lætur
til sín taka, i íslenzku jólahaldi, —
og þá auðvttað fyrst og fremst í
þópi þess fó.lks, sem á hana að
vini, frá því a'ð það kynntist henni
1 bernsku. þegar hún birtist þeim
í skógum Vermalands, hæðardrög-
um Dalann eða á hinni skánsku
siéttu. Og þó að þetta fólk sé nú
sfatt í öðru Iandi, þar sem aðrir
siðir ríkja, getur það ekki án henn
ar verið, ef jólin eiga að vera jól.
Það er dálítið undarleg tilvilj-
un, að þó að Kláus hinn helgi og
Lúeía helga komi til vor, ann'að
ur vestri og hitt úr austri, eru þau
bæði frá Sikiley. Hann frá Bár,
en hún frá Sýrakúsu.
II.
En hver er þá Lúcía helga?
Hún er talin að hafa verið uppi
seint á þriðju öld, og muni hún
hafa dáið pislarvættisdauða árið
S00 eða um það bil. Til eru um
hana helgar sagnir. meðal annars
manna sögum,' sem nefnist Leg-
enda aurea. Aðalhöfundur þess eða
aurea. Aðalhöfundur þess eða
safnari er talinn Jacobus de Vora-
igne, erkibiskup i Genúa á seinni
hluta þrettándu aldar. Lagði hann
eldr; rit til grundvallar. Saga
Lúcíu helgu var snemma þýdd á
tslenzku, og hefur verið gefin út
i „Heilagra manna sögum", en
handritið sjálft mun vera varð-
veitt í Stokkhólmi. Þar fyrir utan
eru til sagnir af Lúcíu, geymdar
i bókum og munnmælum.
Lúcíusaga skýrir svo frá, að hún
hafi verið ung mær, til mikillar
''yrirmyndar í hreinleik og skírlífi.
Móðir hennar hafði þjáðst árum
saman af blóðfallssýki. Lúcía hafðj
iieyrt getið um kraftaverkamátt
Agötu helgu og fór með móður
sinni þangað, sém skrín þessa dýr-
lings var varðveitt. Þar krupu þær
til bænar, og Lúcía féll í svefn
eða dá. Þá birtist henni Agata
Iielga skrýdd hinum fegurstu
djásnum, og mælti til hinnar ungu
meyjar, að þess væri ekki þörf að
leita sin, bví að hún gæti sjálf
með trú sinni og bænum læknað
móður sína. Þegar Lúcía raknaði
við úr dáinu, gerði hún hið mikla
kraftaverk að lækna móður sína.
Jafnframt bað hún hana þess, að
hún skyldi losa sig undan þeirri
kvöð að giftast manni þeim, sem
hún hafði verið heitin, en gefa
sér heldur heimanfylgju sína í
reiðu fé, svo að hún gæti gefið
fátækum ölmusur, og sjálf kom-
izt til frelsara 'síns Jesú Krists.
Tóku þær tr.æðgur nú að gefa stór
gjafir í líknarskyni. Maður sá, er
hún hafði veri'ð heitin, gerðist
harla andvígur þessari miklu gjaf
mildi. og kærði Lúcíu fyrir heiðn-
um dómara. Segir nánar í sögunni
frá orðaskiptum hennar við dóm-
arann. Lýsa þau bæðj sterkri trú,
og mikilli staðfestu. Jarlinn vildi
dæma hana til vistar á þeim stað,
þar sem hreinlífi hennar var mest
hætta búin. Hún kvað hann geta
neytt sig til hvers sem hann vildi
en líkaminn saurgaðist ekki af
neinu, nema því, sem hjarta og
vilji gæfi samþykki sitt til. Þó að
þú neyddir mig með ofbeld; til að
færa skurðgoðum fórnir með hönd
um mínum, gegn vilja mfnum, yrði
þáð' aðeins hroslegt í guðs augum.
]>ví að hann dæmir eingöngu eftir
vilja og samþykki. — Jarlinn vildi
þá láta flytja hana með valdi, en
hversu margir, sem að gengu,
hrærðist Lúcía ekki úr stað. Var
bá hlaðinn um hana bálköstur, en
bænir hennar voru eldinum heit-
ari, ef svo má að orði komast, og
’ét hún þá að lokum líf sitt fyrir
sverði. Hafði hún áður spáð falli
Díókletians keisara, svo og ann-
arra ofsóknara kristninnar. Ekki
gaf hún upp andann fyrr en prest-
ur hafði komið og veitt henni hið
heilaga sakramenti, og fól hún þá
sál sína guði á hendur, þakkaði
honum fyrir gæzku hans.
III.
Hvernig stendur nú á því, að
Lúcía helga hefur orðið jóladýr-
Mynd þessi var tekin á Lúcíuhátíð Sænsk-íslenzka félagsins s.l. fimmtudagskvöld. Fyrir miöju stendur sænska Lucian, sem kom hingað í boði félagsins, Eva Larson frá Gauta-
borg. íslenzku stúlkurnar eru úr Polyphonkórnum. LjósmynJ: I.M.
8