Alþýðublaðið - 15.01.1940, Side 3

Alþýðublaðið - 15.01.1940, Side 3
MÁNUDAGUR 15. JAN. 1940. ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞYÐUBLAÐIÐ RITSTJÓRI: F. R. VAIjDEMARSSON . í fjarveru iutns: STEFÁN PÉTURSS0N. AFGREIÐSLA: ALÞÝÐOHÚSINU (Inngangur frá Hverfisgötu). SÍMAR: i [.4)00: Aígreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjórn (ionl- fréttir). 4902: Ritstjóri. 4903: V. S. Vilhjálms (heima). '4905: AlþýðuprenísmiSjan. j 4906: Afgreiðsla. : "021 Stefár. Pétursson (hetma). \ ALÞÝÐUPRENTSMIÐJAN »---------------------- Yélbátakaup frá ntlðndum? i Þórður Sve hættlr stórfi Bissou ygirlæknir m9 eftir tæp 33 ár Viðtal vlð prófessorinn á heimili hans. TILLAGA framfærslumála- nefndar Reykjavíkurbæj- ar, sem þeir eiga sæti í Jónas Guðmundsson, Helgi Hermann Eiríksson og Jón Kjartansson, um að ríkisstjórn og Reykjavík- urbær reyni í sameiningu að koma því til vegar að kleift verði að kaupa hingað nú þeg- ar á þessari vertíð allt að 10 stóra vélbáta, vekur æ meira og meira umtal og athygli meðal bæjarbúa . Er þetta mjög að vonum. Atvinnulífið í Reykjavík, sér- staklega útgerðin, hefir dregizt saman undangengin ár. Skip- um, sem ganga héðan, hefir fækkað og þau, sem eftir eru, hafa fengið minni afla en áður. Sölutregðan á saltfiskmarkað- inum hefir og valdið því, að ménn hafa frekar beint útgerð- inni í aðra átt en að saltfisk- veiðum, ef mögulegt hefir ver- ið. Nú er sýnt, þar sem sölur á saltfiski hafa verið fremur góð- ar síðan í haust, að ísfiskveiðum og ísfiskútflutningi mun hald- ið áfram svo sem unnt verður í vetur, og verður því saltfisk- framleiðslan sýnilega miklu minni nú en undanfarin ár. Það hlýtur að hafa í för með sér aukið atvinnuleysi, sérstak- lega hér í Reykjavík. Útgerð hefir verið lítið stunduð héðan á stórum vélbátum og því ekki ,mikil reynsla fengin fyrir því, hvernig hún muni gefast. Þó eru þess nokkur dæmi að vel hafi tekizt, þar sem fyrirhyggja og dugnaður réðu aðgerðum. Með kaupum á 10 stórum vél bátum (frá 45—70 tonna) hing- að myndi á margan hátt draga úr atvinnuleysinu. Ættu þeir bátar að geta stundað veiðar héðan og lagt upp fisk sinn hér, verkað hann hér og með því skapað mikla atvinnu fyrir landverkafólk auk þess sem allt að 80—100 sjómenn fengju at- vinnu á bátunum á saltfiskver- tíðinni. Báta þessa mætti einnig gera út á síldveiðar við Norðurland að sumrinu, því þar sem afköst verksmiðjanna verða nú aukin til muna, þolir fiskiflotinn þessa stækkun vel. Nefndin benti á að leita fyrir sér í Danmörku um kaup á bát um vegna þess hve dregið hefir úr útgerð Dana vegna tundur- duflahættunnar við strendur Danmerkur. Mun ríkisstjórnin nú vera að láta athuga hvort þar muni vera hægt að fá báta við okkar hæfi. Þarf þá vitan- lega að gæta þess, að bátarnir séu byggðir svo sterkir, að þeir þoli þann sjó, sem er hér við íslandsstrendur. ÓRÐUR SVEINSSON, prófessory yfirlæknir á Gamla Kleppi, lét af störf- um um síðastlliðin áramót, þá u. þ. b. 65 ára gamall. Þá liafði hann verið yfirlæknir á Kleppi í 32 ár og 8 mánuði beíur, því að í maí 1967 tók hann við starfmu. Geðveikrahælið að Kleppi var byggt árið 1906 sam- kvæmt lögum frá árinu áð- ur. Ekkert hæli var áður til hér á landi fyrir geðveikt fólk, „Blessaðir verið þér, því var holað niður í verstu kytrunum út um allar sveitir og kauptún," sagði Þórður Sveinsson um leið og ég heimsótti hann á föstudag- inn. Þetta sama ár, eða 1907, út- skrifaðist Þórður Sveinsson. Tók hann seinni hluta læknis- prófsins á þremur mánuðum og fékk fyrstu einkunn, en það þótti mikið afrek. Hann var fyrsti og einasti Ísíendingurinn, sem hafði lagt stund á nám í geðveikilækningum. — Hvernig stóð á því, að þér fóruð út í það nám? ,,Það var fyrir áeggjan Guð- mundar Björnsonar land- læknis og Guðmundar Magn- ússonar prófessors. Vitanlega var mikil þörf fyrir sér- þekkingu á þessu sviði, og Guðmundur Björnson, sem var sívakandi um framfarir í heilbrigðismálum, eins og kunn- ugt er, vildi hafa mann á tak- teinum, þegar hælið væri kom- ið upp. Annars skal ég segja yð- ur, að á þessum árum var ég hinn mesti vígastyrr. Ég orti kvæði, skrifaði greinar og flutti ræður. Ég skammaðist og reifst út úr pólitík og mörgu öðru og erti marga góða menn og gegna til reiði gegn mér. Ég þurfti á styrk að halda til námsins og átti um það tal við Hannes Hafstein. Ég bað ekki um neinn styrk til þessa náms, ég tilkynnti honum aðeins, að ég hefði verið hvattur til að leggja út í það og ég væri þess Þórður Sveinsson prófessor við skrifborð sitt. Á borðinu kúrir „Lotta, Petsamo“, fallegur kettlingur, sem hann á. Mun því úr þessu fást skorið bráðlega. Það mun hafa vakað fyrir nefndinni, að verja mætti nokkru af því fé, sem bærinn og ríkið verja á næsta ári til „framleiðslubóta og atvinnu aukningar“, í þessu skyni og virðist það ekki fráleitt, því hvorttveggja myndi af þessu leiða, aukna framleiðslu og aukna atvinnu. Ekki er það ætlunin að bær- inn geri út báta þessa né heldur ríkið. Heldur hitt, að einstak- lingum og félögum verði gefinn kostur á að eignast þá með góð- um kjörum. Styrkur, sem óaft- urkræfur er, verði til þeirra veittur í eitt skipti fyrir öll, lán verði útveguð út á veðrétt skip- anna og kaupendur leggi fram einhvern hluta kaupverðsins. Hins vegar væri sjálfsagt að bæði ríki og bær gætti þess, að bátarnir yrðu notaðir sem bezt í því augnamiði, sem að er stefnt með kaupum þeirra, með- an þess er þörf. Þar sem nú líður óðum að vertíð er vonandi að stjórnar- völd ríkis og bæjar vinni vel og fljótt í málinu svo árangur geti orðið nú þegar, ef unnt er að fá nothæfa báta keypta fyrir við- unandi verð. albúinn, en skilyrðið frá minni hálfu væri það, að ég fengi 600 króna styrk, þar til ég væri bú- inn. Ég var ósáttfús andstæð- ingur Hafsteins. Hann sagði, að mér þýddi ekki að vera að koma með neinar hótanir, en ég svar- aði, að ég legði málið aðeins fyrir hann eins og ég vildi að hann skyidi það frá minni hlið, en ef ég fengi ekki styrkinn myndi ég ekki leggja út í nám- ið heldur fara af landi burt, til New York, en þangað var mér boðið af kunnum Bandaríkja- manni. Hafstein sagðist skyldi athuga þetta — og svo fékk ég styrkinn." — Komu sjúklingarnir ekki ört að Kleppi, eftir að það var opnað? „Jú, nokkuð. Það sýndi sig, að þörfin var mikil fyrir hælið, sem vonlegt var, þar sem ekk- ert hæli var áður til í lahdinu og þó að aðbúð á hælinu væri ekki alveg fullkomin,' var þó búið að sjúklingunum á allt annan veg en áður hafði verið gert.“ — Fer geðveiki nokkuð rénandi? „Það get ég varla sagt. Ýmis- konar geðveiki fer meira að segja vaxandi og stafar það af ýmsum vaxandi göllum í samfé- lagi manna og sálarlífi. Annars vil ég taka það fram„að langflest ir geðveikir menn eru undir miðlungi andlega, og hafa ekki styrkan persónuleika og menn, sem hafa sterkan persónuleika er oftast hægt að lækna. Per- sónuleikinn er að mínu álit fyrir öllu.“ — Hvað segir þér um vatns- lækningarnar, sem þér gerðuð að umtalsefni opinberlega í i vor? „Þarna komið þér að mínu stærsta áhugamáli. Ég tel sjálf- ur, að mér hafi tekist að finna með vatnslækningunum ráð til að lækna geðveiki, að minnsta kosti meðan hún er á vissu stigi. Þessa uppgötvun gerði ég síðastliðið vor, og ég tel að nú sé fengin næg reynsla fyrir því af fjölda mörgum dæmum, að ég er á réttri leið. Ég tel, að truflun af svitakirtlunum valdi allskonar vanlíðan og sjúkdóm- um, meðal annars ýmiskonar geðveiki. Með vatnslækningum mínum eru svitakirtlarnir end- urvaktir til starfs og með því hverfa sjúkdómarnir. Þetta hefir tekist í mörgum tilfellum. Vatnslækningarnar eru bæði böð í kerum og fótaböð og með þessu er hægt, að lækna ýmis- konar sjúkdóma; það hefir reynslan sannað undanfarið.“ Hvaða sjúkdóma til dæm- is: „Ef satt skal segja, hef ég ótrúlega mikla trú á þessu,- en ég skal aðeins halda mig við það, sem reynslan hefir leitt í ljós. Samkvæmt henni er hægt að lækna blóðleysi með þessum aðferðum, húðsjúkdóma, þar á meðal „exem,“ magakvilla, höfuðkvilla og jafnvel opin berklasár. Þetta hefir tekist. Og ég er sjálfur sannfærður um, að máttur þessara læknisaðferða er alls ekki takmarkaður við þessa sjúkdóma." — Hafið þér lagt niðurstöður yðar fyrir hið opinbera? „Nei, ekki beinlínis enn sem komið er. En ég mun gera það.“ — Hvað var það, sem kom yður inn á þessa braut? „Það var raunverulega keðja af atvikum og athugunum. — Hinn mæti maður, presturinn Jón Steingrímsson segir á ein- um stað í æfisögu sinni: „Þeg- ar ég missti svitann, fór mér að líða ver.“ Þetta er athyglisverð setning. Ég hafði tekið eftir því í starfi mínu, sem geðveikra- læknir, að geðveikissjúkling- arnir svitna, aldrei. Allir vita um bakstrana, sem notaðir hafa verið við taki o. s. frv. Auk þessa höfðu stéttarbræður mínir í læknastétt sagt mér frá reynslu sinni — og loks í vor kom fyrir atvik, sem vakti mig að fullu til meðvitund^r um það, hvað ég ætti að gera. Og nú hef ég varla áhuga á öðru en þessu. Ég vil eindregið ráð- leggja öllum, sem þjást af kvill- um, að hafa það að fastri reglu, að taka sér fótabað tvisvar á dag. Vatnið má vera allt að 45 gráðu heitt, og menn verða að vera ofan í því allt að klukku- stund í hvert skipti. Það kostar ekkert fyrir fólk að reyna þetta, nema fyrirhöfnina. Heilsan er fyrir öllu hjá hverjum einstakl- ing, og ég er sannfærður um, að þeir, sem fara að þessum ráð- leggingum rnínum, munu fagna því síðar að hafa gert það.“ Það er eins og birti um hverfis prófessorinn, þegar hann talar um þetta efni. Hann situr á skrifborðsstólnum sín- um kvikur og brosandi. Hárið er stálgrátt, kempt upp af mikl- um kollvikum, það brimar yfir háu, björtu og kúftu enni. Hann logar af fjöri og áhuga: „Ég veit það segir hann, að ég á það á hættu, að menn taki þessum kenningum mínum með tortryggni, sérstaklega af því, að þetta kostar sama og ekkert og ég reyni ekkert að hagnast á þessum kenningum mínum. En það er sama, reynsla er þeg- ar fyrir hendi og hún mun verða enn skýrari á komandi mánuðum. Hún verður svo skýr, að allir verða að viður- kenna.“ — Þér hafið haft áhuga fyrir mörgu? „Já, blessaðir verið þér. Ég hef fyrst og fremst haft áhuga á spíritisma og rannsóknarefn- um hans. í þeim málum hef ég víðtæka reynslu, Ég hafði lengi lifandi áhuga á búskap, enda er ég bóndasonur. t’g var mjög á- kafur við blóma- og jurtarækt. Um skeið var ég pólitískur bar- dagaíusi og í þá daga skrifaði ég nokkuð bókmenntagagnrýni. í sambandi við bókmenntagagn- rýnina vil ég segja að mér finnst hún ekki á marga fiska um þessar mundir. Einna bezt finnst mér hún í Alþýðublaðinu. Loks var ég bæjarfullírúi í 10 ár. Ég var ekkert að fjasa um hæfileika mína á þessum svið- um, en ég vasaðist í þessu öllu af miklum áhuga, enda hef ég alltaf verið svo ungur, þrátt fyrir áratuga sjúkdóm, sem hefir þjáð mig. — Vitið þér hvernig stofnað var til ríkisbú- anna, sem nú eru við öll ríkis- sjúkrahúsin? — Ég fór fram á það að ég fengi svolitla fjárhæð til að byggja fjós og fá kýr til þess að sjúklingar mínir gætu fengið heimamjólk. Mér var neitað um þetta. en ég skeytti því engu. Ég byggði fjósið úr spýtnarusli, sem ég fékk víðs vegar og kýrnar fekk ég. Nú eru búin miklar stoðir fyrir sjúkra- húsin.“ — Og nú hafið þér látið af störfum. „Já, það var sjálfsagt. Það er leiðin okkar allra að ljúka störfum. Mér þykir aðeins verst að þurfa að missa tækin til rannsóknar og að þurfa að flytja héðan. Ég flyt niður í bæinn í vor. — En ég hefi ekki lokið störfum. Ég held störfum áfram þó að á öðru sviði sé og með eins miklum áhuga og alltaf áð- ur.“ Þannig lýkur þessi kunni læknir orðum sínum. Um leið og hann lætur af störfum hætt- ir einn af þeim brautryðjend- um. sem hrundu fram á veg betra heilbrigðisástandi en áður ríkti meðal okkar litlu þjóðar. VSV. R Rsmóna heitir amerísk kvikmynd frá Eox, sem Nýja Bíó sýnir núna. AðaLhlutverki'n leika: Lorette Yaung, Don Ameshe, Kent Toy- lor og Pauline Frederich. Útbreiðið Alþýðublaðið! AUÐI KROSS ÍSLANDS hefir nú gerígist fyrir stofnun svokallaðra ungliða- deilda Rauða kro|$ins. Eru slíkar deildir starfræktar ein- göngu í sambandi við barna- skóla og unglingaskóla. Fyrstu U.R.K. voru stofnaðar í Canada og Ástralíu 1914. Enn- þá örari varð útbreiðsla ung- liðadeildanna í Bandaríkjunum, þar sem margar milljónir barna störfuðu á vegum Ráuða kross- ins frá 1917, er Bandaríkin gengu í stríöið. Ýmsir bjuggust við, að þessi starísemi, sem sett var á laggir vegna styrjaldará- stands, myndi leggjast niður sjálfkrafa að stríðinu loknu, en í stað þess hefir hún breiðst út til fleiri og fleiri landa og sí og æ fengið víðtækari verkefni. Takmark U.R.K.Í. er að þroska hjá börnunum skilning á hugsjónum þeim, sem Rauði krossinn vinnur fyrir og kenna þeim: 1) Að meta mikils góða heilsu og vernda hana, að iðka hollar heilbrigðisvenjur, en varast allt, sem spillt getur heilsunni. 2) Efla fórnfýsi þeirra og fórnarlund og kenna þeim að vinna gegn sjúkdómum og öðr- um þjáningum, bæði meðal skólasystkina sinna og í um- hverfi sínu. 3) Efla vináttu og bræðralag meðal barna í ýmsum löndum með vinsamlegri samvinnu við U.R.K. og deildir þeirra. Miðstöðvar unglingastarfsíns eru í barnaskólunum. Hver bekkur er félagsdeild. Börnin kjósa sjálf stjórn, en kennar- inn leiðbeinir. Kennarar um all- an heim hafa tekið þessari starf- semi opnum örmum og unnið fyrir hana af heilum hug, enda telja þeir, sem reynt hafa, að Rauða kross starfið hafi ómet- anlegt gildi fyrir börnin og skólana. Ungliðadeildum Rauða kross- ins hefir fjölgað mjög ört eink- um hin síðari ár. Félagsmanna- tala hefir meira en tvöfaldast síðan 1930, og er nú nálægt 25 milljónir í 43 löndum. Hér er starfsemin alveg í byrjun. Stofndagur 30. okt. á dánarafmæli Henri Dunant, en sjálít starfið er að hlaupa af stokkunum um þessar mundir. Nálægt 20 deildir hafa þegar verið stofnaðar með rúmlega 500 börnum. Frá Vesturvígstöðvunum. H® „Tíðindalaust á vesturvígstöðvunum.“ Þannig hafa hernaðartil- kynningar h'erstjórnanna hljóðað undanfarna mánuði svo að segja daglega. — Nú virðist meiri hreyfing komin á á vestur- vígstöðvunum og að tíðinda sé nú að vænta þaðan, —- Myndih er frá vesturvígstöðvunum.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.