Alþýðublaðið - 25.01.1940, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 25.01.1940, Blaðsíða 1
EITSTJÓRÍ: P. R. VALDEMARSSON ÚTGEFANDI: ALÞÝDUFLOKKURESTN XXI. ÁRGANGUR. FIMMTUDAGUR 25. JAN. 1940. 20. TÖLUBLAÐ Kommúnistar boða nú nýja línu í verkalýðsfélögunum. ,------------------?_--------------- ðfil samfylking úr sðgtumni, verkamenn eiga a# nefja tsylfingarsinnalla baráttu og pélitisk werk- fðil, hvao sem sfjérnir verkalýosfélaganna segja! Er það þetta, sem Þjóðviljinn vill að íslenzku millilandaskipin og togararnir fái að komast í kynni við? — Þýzkur kafbátur að vterki á einni siglingaleiðinni til Englands. dráðaskrlf kommiin biaðsins I mo Það fer með tilhæfulaus ésaHnindi um samning milli íslenzku og brezku sfjórnarinnar, er ekki hef ir verið gerður Vfsvltandl tilraun til að fram- kalla fhlntnn annarra ófriðarþjóða áT\ FT haf a kommúnistar V^ og blöð þeirra gengið langt í landráðastarfsemi sinni, en í dag birtir blað flokksins, Þjóðviljinn, grein, sem slær öll met í slíkum skrifum þess hingað til. Þessi grein blaðsins í dag fjallar um samning, sem blaðið ségir að gerður hafi verið milli íslenzku og brezku ríkisstjórnarinnar. Og jafnframt segir blaðið að með þessum samningi hafi ríkisstjórnin gerzt sek um landráð. Það þarf varla að taka það fram, að allt, sem blaðið segir um þessi mál, er tilhæf ulaus ósannindi. Milli brezku og íslenzku rík- isstjórnarinnar hefir yfir- leitt enginn samningur verið gerður um verzlunarviðskipti milli landanna meðan á stríð- inu stendur. En gerð kommúnistablaðsins er hin sama fyrir því, og ef hægt er að fremja landráð, þá er það gert með skrifum eins og þessum. Blaðið segir að þessi „samningur" sé „mikil hætta" fyrir „sjálfstæði, lýðræði og hlutleysi þjóðarinnar". Segir blaðið að samkvæmt kröfu Ereta sé ekki hægt að flytja út vörur frá íslandi nema með leyfi „leynilegrar nefndar", sem sé sett yfir ríkisstjórnina, og sé þetta gert til þess að „hindra að vörur komist til Þýzka- lands". Greinin er öll í þessum anda og þó að hér sé um tilhæfulaus ósannindi að ræða, þá geta allir skilið hvaða hættu slík skrif geta haft fyrir okkar litlu og einangruðu þjóð. Með slíkum skrifum er vísvitandi verið að egna til átaka um þjóð okkar, verið að kalla á afskifti ófrið- arþjóðanna og gefa þeim átyllu til íhlutunar. Það er raunveru- lega sama framferðið og Stalin lét Kuusinen hafa gagnvart Finnum. Það hlýtur að vera öllum ljóst eftir þetta, að við höfum landráðamenn meðal okkar, sem ekki skirrast við að nota tilhæfuláusar lygar í viðleitni sinni til að skaða landið og þjóðina. Dýzkar pddavírs- girðinoaririðsviss-1 neslcis landamærin. LONDON í morgun. FÚ. Th% ÝZKALAND hefir Jt^ lokað landamærum sínum gegnt Svisslandi j; frá kl. 8 á kvöldin til 6 á ' morgnana og er verið að koma upp gaddavírsgirð- ingum frá Rín til sviss- nesku landamæranna. Slíta Bretar stjðraiála- sambandi vií RAssland? Fyrirspurn og svar í enska þinginu í gær LONDON í gærkveldi. FÚ. CHAMBERLAIN f orsætis- ráðherra.var spurður í neðri málstof unni, hvort stjórnin teldi ástæðu 7til að slíta stjórnmála- sambandi við Rússa vegna inn- rásarinnar í Finnland. Chamberlain svaraði því, að það þyrfti hinnar víðtækustu athugunar við frá öllum hlið- um áöur en ákvörðun væri tek- in um slíkt skref, Chamberlain forsætisráðherra Bretlands gerði einnig aö umtals- efni í dag í neðri málstofunni loforð Breta um stuðning við Belgíu, ef á hana væri ráðizt, og ábyrs^ð pá, sem Bretar hefðu tekið á sjálfstœði og öryggi Belgíu. Minníi han;n á Locarnosamning- inn frá 1935, samkomulag gert i London 1936, brezk-franska yfir- lýsingu 1936 og yfirlýsingu, sem Leopold konungur gaf brezka sendiherranum í Briissel 27. ág. s. 1. Hvernig hin gefnu loforð Frh. á 4. síðu. O RYNJÓLFUR ¦° BJARNASON, formaður kommúnistafiokks- ins gefur félögum Dagsbrún- ar í Þjóðviljanum í dag nýja línu um það, hvernig þeir skuli starfa innan Dags- brúnar framvegis. Þessi lína er í fullu samræmi við hina nýju línu, sem Alþjóðasam- band kommúnista í Moskva hefir nýlega gefið kommún- istaflokknum og er svipuð lína og Alþjóðasamband kommúnista hafði áður en það tók upp samfylkingar- línuna. En hún gekk út á það, að b'erjast á móti Alþýðuflokkun- um sem „höfuðfjendum verka- Iýðsins", neita aS beygja sig fyrir meirihlutasamþykktum verkalýðsfélaganna, kljúfa þau og efla hinn hreina byltingar- áróður sem mest. Nú á Sameiningarflokkur al- þýðu — sósíalistaflokkurinn — að taka upp þessa nýju línu af fullum krafti, enda segir þessi nemandi Kuusinen í upphafi greinar sinnar i dag: „Milli vei-kalýðsflokksins ann ars vegar og Alþýðuflokksins og Framsóknarflokksins, sem nú hafa breytzt í afturhalds* flokka, hins vegar er engin sam- fylking möguleg framar. Því meiri nauðsyn er á samfylkingu hins vinnand fólks, án tttlits til flokkaskipunar." Dagsbrún á að hefja verb föli gep ribisvaldiin! Brynjðlfur Bjarrrason bobar hina nýju línu í grein um Dags- brún, og kosningarnar í Dags- rirún eru notaðar sem tilefni til breytinganna á pólitík kommún- istaflokksins og í fyrirskipunum Br. B. til flokksmanna sinna i Dagsbrún felst hin breytta lína. Hann krefst þess, að Dagsbrún hef ji byltingasinnaða baráttu gegn ríkisvaldinu. Um það segir hann: „MeS einum pennadrætti geta hinir raunverulegu ráða- menn Dagsbrúnar framkvæmt þaS, sem fyrir þá er lagt. Gerum eitt augnablik ráð fyrir því, að þeir séu fulltrúar Dags- brúnarmanna, en ekki fulltrúar Ólafs Thors og Stefáns Jóhanns. Ef svo væri þyrftu þeir ekki annað en berja í borðið og segja: Þessa kröfu berum við fram fyrir hönd verkamannafélags- ins Dagsbrún og við munum fr,amfylgja henni og beita til þess mætti samtakanna ef á þarf að halda. Öll Dagsbrún myndi standa óskipt að baki þeirra. Og öll verkalýðsfélög á landinu myndu með hrifningu taka sér stöSu við hliS Dags- brúnar. Sigurinn væri fyrir- fram unninn. Svo vonlaus væri málstaður ríkisstjórnarinnar, aS ekki er víst að það þyrfti einu sinni að koma til verkfalls." Þannig krefst Br. B. að Dags- brún leggi nú út í harðvítugar deilur við ríkisvaldið út af mál- um, sem Héðinn Valdimarsson og kommúnistar snertu ekki við, meðan þeir voru í stjórn og réðu öllu. — En broslegt er það í mesta máta, þegar þessi glóp'ur heldur því fram, að allir Dags- brúnarmenn myndu leggja með gleði út í slík æfintýri, og öll verkalýðsfélög á landinu myndu með hrifningu taka sér stöðu við hlið Dagsbrúnar!! Hvers vegna gerði þá fyrver- andi kommúnistastjórn í Dags- brún 'ekki þettí meðan hún var við völd? Hvers vegna „barði hún ekki í Frh. á 4. síðu. KommAnistar og nazistar útilok- aðir fir verbaiýðs f élðgnm f Svipjé Frá fréttaritara AlþýSubl. KHÖFN í morgun. LANDSSÁMBAND verkalýðsfélaganna í SvíþjóS hefir ákveðið, að konunúnistar og nazistar skuli útilokaðir út Síluní !; þeím verkalýSs^Ígtön, i; sém í landssambandinu ][ eru. . , j! Befir vcrkalýðsfélögun- \\ um verið send sainþykkt ;> landssambandsinsi þ«r að \ I lútandi. Sókn Rússa an og sannan vlð ladoga. ------------........».......------;—— Rússar ætluðu að komast að baki Mannerheimlinunnar á Kyrjálanesi. Frá fréttaritara AlþýSublaSsins. KHÖFN í morgun. "LJ'wNNI stórkostlegu sókn Rússa, sem hafin var í fyrra- •*• •*¦ dag samtímis bæði fyrir norðan Ladogavatn og surm.- an við það, á Kyrjálanesi, hefir hingað til alls staðar verið- hrundið, þrátt fyrir það ofurefli liðs, sem Finnar hafa átt við að etja. , Virðist tilgangur Bússa með sókninni vera sá, að komast með fram Ladogavatni að norSan og vestan aS baki Manner- Weimlínunni á Kyrjálanesi, sem þeim hefir ekki tekizt að vinná meS áhlaupum að framan. En jafnframt halda þeir þeim áhlaup- um áfram. Fiórar loftárásir á finnsk sjúkrahús í gær. KHÖFN í gærkveldi. FÚ. Rússar gerðu fjórar loftá- rásir í gær á sjúkrahús í Finn- landi og drápu einn lækni og sjö hjúkrunarkonur. 1 Það er í frásögur fært og þykir ótrúl'egt afrek, en hefir þegar verið staðfest, að einum fínnskum ílugmanni, Sarvarto, tókst í gær. að skjóta níður 6 rússneskar flugvélar úr sveit, sem í voru 7, og gerði það á fjórum og hálfri mínútu. Maður þessi er ekki hernað- arflugmaður og hefir aldrei tekiS þátt í loftorustum eða æfingum þar að lútandi, en aS- eins flogið í póstflugum. Einn af dönsku sjálfboðalið- unum í Finnlandi, Matthias Madsen, er dáinn af * sárum þeim, er hann fékk, er Bússár gerðu loftárás á herbúðir dönsku sjálfboðaliðanna. Danski hjúkrunarleiðangurinn í Finn- landi hefir nú komið sér upp hjúkrunarstöð fast við sjálfar vígstöðvarnar, til þess að veita særðum mönnum fyrsta um- búnað. Skðinm verðnr lokað á morgnn i tilefni af minníngaratliðfn umEinarBendiktssen A MOBGUN í'er fram minn- *"¦¦ ingarathöfn um Einar skáld Benediktsson í 4ém- kirkjunni, en eins og áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu, — * Frh. á 4. síðu. ' li*'-"'T",T*.!'<l

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.