Tíminn - 04.01.1963, Blaðsíða 9

Tíminn - 04.01.1963, Blaðsíða 9
) var um tvennt flýja eða fara í St. Paul í des. 1962. Fréttaritarl Tímans fékk ný- Iega einkavlStal vi3 José Miró Cardona, sem var fyrsti for- sætisráðherra á Kúbu, eftir að’ Fidel Castro komst til valda 1959. Cardona er nú forseti upp reisnarnefndar Kúbumanna (Cuban Revolutionary Council) og hefur aðsetur sitt á Miami á Flórida. Cardona er sonur hershöfð- ingja, og var lengi vel einn þekktasli sakamálalögfræðing- ur á Kíibu. Batista reyndi að losa sig 'rið hann, eftir að hann varði frægan hershöfðingja, Ramon Barguín. Cardona komst naumlega í útlegð, og átta mán uðum seinna féll Batista og her inn með honum. Hann hefur þrefalda doktorsgráðu í lögum og stjórnfræðum; hann var lengi prófessor í lögum við háskólann í Havana og kenndi meðal annars Castro sjálfum. Eftir að hann sagði af sér for- sætisráðherraembættinu, var hann amibassador á Spáni 1959 —1960, síðan ambassador í Bandaríkjunum um tíma, og síðast var hann prófessor við Havana-háskólann. Undirritaður kynntist Car- dona á blaðamannafundi hér í St. Paul. Sama kvöld bauð hann mér með sér út að borða og gafst mér þá tækifæri til að ræða við hann. Hann sagði mér, að hann hefði sagt af sér forsætisráð- herraembættinu 39 dögum eftir að Castró komst til valda og hefði byrjað hinar frægu aftök ur sínar, vegna þess að „ég gat ekki stjórnað Kúbu sem forsætisráðherra, meðan annar maður reyndi það sama fyrir aftan hljóðnema". Fyrst spurði ég hann, af hverju hann hefði flúið Kúbu, fyrst hann hefði verið einn af aðalstuðningsmönnum Castros. Hann sagðist hafa verið^ eins lengi og hann hefði getað, og er kommúnistar tóku völdin við Havanaháskólann, þá átti hann um tvennt að velja; flýja eða fara í fangelsi. Cardona flýði í argentíska sendiráðið í Havana og dvaldist þar í hundr að daga, eða þar til argentíski sendiherrann kom honum úr A blað'amannafundi með José Miró Cardona. Jón H. Magnússon ásamt blaðamanni frá Malaya. landi og til Argentínu. Þar dvaldist hann um tíma, en fór síðan til Flórida, sem er stærsta flóttamannanýlenda Kúbu- manna. Ekki var hann fyrr kom inn þangað, en hann hóf að sameina hina ýmsu uppreisnar flokka þar undir eina nefnd. — Telur þú uppreisnarhreyf ingu ykkar andbyltingarsinn- aða? — Nei, ekki undir neinum kringumstæðum; við erum upp reisnarsinnaðir. Það er okkar markmið, að berjast fyrir al- gjöru frelsi Kúbu, og það fæst ekki fyrr en Castro verður steypt af stóli. — Lofaði ekki Castro að berj ast fyrir frelsi og lýðræði? — Jú, Castro var sá leiðtogi, sem Kúba hafði beðið eftir, og það má segja, að 95 prósent af þjóðinni hafi staðið á bak við hann — sem einn maður, og trúað hverju orði, sem hann sagði. Hann barðist í byrjun fyrir lýðræði og frelsi, og lof- aði að endurskipuleggja allt lögskipulag og dómstóla undir lýðræðislegu flaggi .Hann tal- aði um óréttlæti, hann lofaði jafnrétti, hann lofaði mannrért indum, hann sór, að frjálsar kosningar skyldu fara fram. Ö'l þjóðin beið þess með eftirvæm ingu, að hann kæmist til valda Batista féll.og herinn gafst upp. og CáStro " ’kófh'1 á's'amt sínuni mönnum út úr skóginum hróp andi slagorð byltingarinnar „Lýðræði og brauð — brauð án ofbeldis“. Öll þjóðin sá nýjan dag út JOSÉ MIRÓ CARDONA — Þú meinar, að þú hafir aldrei orðið var við það, að hann væri kommúriisti undir niðri? ^ — Nei, það kom aldrei í ljós hjá honum; ég vissi eins vel og svo margur anuar, að hann var vinstri sinnaður, það voru líka flestir þeirra, sem að upp- reisninni stóðu, en seinna hrökkluðust frá, ef þeir voru ekki kommúnistar. Ég man aldrei til þess, að hann talaði um kommúnisma, meðan ég kenndi honum við háskólann. Aftur á móti komst hann > kynni við marga harðsoðna kommúnista, sem voru lokaðir inni fyrir starfsemi sina, eftir að Batista sendi hann í fangels — Sonur þinn var einn af þeim, sem handtekinn va? í Svínaflóa og situr nú í fangelsi á Kúbu. (Þegar þetta viðtal fór fram, voru litlar líkur til, að hægt væri að fá fangana lausa sem síðan hefur breytzt, en undirritaður sér enga ástæðu til þess að fella þetta úr þess vegna). — Já, ég hef ekki heyrt frá honum í sjö mánuði og veit ekki hvort hann er lífs eða lið- inn. Það eru um 100.000 póll- tískir fangar á Kúbu núna. Skömmu áður en Kúbudeilan hófst, leit út fyrir, að hægt væri að fá þá lausa fyrir lyf og matvæli, en nú eru þær lýk- ur litlar. Sumir efnaðir Kúbu- menn hafa kevpt sonum sínum frelsi fyrir offjár, en ég er á móti svoleiðis viðskiptum. Þetta er einkasonur minn, og kona hans og tvær dætur búa hjá mér. Um da.ginn, þegar horfur voru á. að þeir myndu losna, setti sú eldri spjald á rúmið hans og málaði á það: ..Velkom inn beim. pabbi“ — Hvað eru margir Kúbu- menn í útlegð? — Það eru um 300.000 manns — fle=tir hér í Bandaríkjunum og Suður-Ameríku. Fyrst flúði millistéttafólk og menhtamenn. sem höfðu misst eitthvað við valdatöku Castros. en nú upp á síðkastið hefur það verið mest verkafólk og bændur, og flestir koma á kænum og smá- flekum. — Munu samtök ykkar þiggja alla þá hjálp, sem vkkur býðst. Viðtal við Jose Miró Cardona, sem var fyrsti forsætisráðherra Kúbu eftir að F.Castro komst ti! vaida við sjóndeildarhringinn; dag réttlætis og frjálsra kosninga, í fyrsta sinn síðan 1948 Castro bað mig að taka að mér for- sætisráðherraembættið, þar til kosningarnar yrðu og gerði ég það með glöðu geði, og sá fram á bjarta framtíð fyrir fóstur- landið. — En ekki liðu margir dagar, þar til hið rétta andlit kom í Ijós gegnum grímuna Ég reyndi að stjórna eins lengi og mér var unnt, en það var stutt, aðeins í 39 daga Síðan tók ég við ýmsum öðrum em- bættum fyrir stjórnina í þeirri von að ég gæti orðið þjóð minni að liði, sem endaði með því, að_ ég varð að forða lífi mínu. Úr stjórn þeirri, sem ég veitti forsæti, eru nú sjö í fang elsi á Kúbu, fjórir í “útlegð. tveir enduðu fyrir framan af tökusveitina. o.g aðeins einn er bar enn með Castro. — Þú hlýtur að hafa vitað áður, sem kennari o? virur Castros, að hann væri hlvnnt- ur Marxisma? — Nei, það v'ssi eng'nr., hann margneitaði og sór að hann væri ekki kommúnisti og myndi aldrei verða það ið á Isle of Pines. — Hvernig lögfræðinemi var Castro? — Castro er fluggáfaður, og hann var mjög góður nemar.di. samt sem áður var hann ekki mikill skipuleggjandi, en mjög mikill prinsipmaður. Sem gott dæmi um þetta, get ég nefnt eitt af lokaprófum hans, þá hafði ég fimm spurningar, þar af fjórar um prinsiplögatriði, en eitt um raunhæft atnði Castro svaraði þeim fjórum fyrstu eins vel og hægt var, en kolféll á þeirri fimmtu, sá eim í allri deildinni. Ég reyndi að fræðast nánar um þeirra kynni og vinskap, en Cardona vildi sem minnst um það tala. Svo ég sneri talinu að uppreisnarstarfseminni. — Getur þú sagt mér, af hverju innrásin í Svínaflóa (Bay of Pigs) varð að algjöru athlægi og fór út um þúfur? — Þegar maður er í stríð) eða uppreisn, verður maður að gera ráð fyrir því, að maður tapi mörgum orrustum áður en iokasigur fæst. Þegar sigurinn er svo fyrir hendi, útskýrir mað ur ósigrana. til að koma Castro frá völdum? — Öll hjálp er vel þegin. — Timi er til kominn að losa Kúbu úr greipum Moskvu og kúbanskra kommúnista. Við beitum öllum brögðum til að gera Castro allt til miska, sem við getum, við höfum nú starf and' neðanjarðarhreyfingu á Kúbu, skæruliðasveitir og inn- rásarflokka, sem eru æfðir i skæruhernaði. Því miður er bú- ið að úthella of miklu blóði, og m.a. hafa 1500 unglingar fall ið fyrir aftökusveitum komm- únista, auk hundraða annarra Kúbumanna. , Helzt af öllu viljum við fá vopnaaðstoð og áérfræðinga til að þjálfa okkar eigið fólk, því að það vill fá að frelsa sitt eig ið land, Kúbu. Eins og við segj um núna, stjórnin er í Moskvu, landið á Kúbu og fólkið í út- legð. Þeir, sem enn búa á Kúbu og reyna að mótmæla Castro. hafa um þrennt að velja: fang- elsi. dauða og útlegð. — Hver er munurinn á upp reisnarflokkum ykkar og stjórn Kúbu í dag? — Eini munurinn er sá, að PYamhald á bls 13 T í M I N N, föstudagur 4. janúar 1963. — 9

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.