Tíminn - 04.01.1963, Blaðsíða 14

Tíminn - 04.01.1963, Blaðsíða 14
Rosemaríe Nitríhitt „ÞaS held ég ekki,“ sagði Wall- nitz. „Eg er alveg hættur að hafa gaman af verzlun,“ sagði Sehmitt. „Eg veit, að við gætum haft dá- lítið gaman af einu.“ Schmitt horfði spyrjandi á hann. „Manneskjan er skepna frá fæð- ingu,‘ ‘sagði Wallnitz. „í gær- kvöldi, þegar ég sat svona fimmt- án fet frá stelpunni með blaðið mitt og var að bíða eftir Lorenz í þessari glerfínu íbúð hennar, en hún sat hálfnakin á legubekknum, fannst mér ég mega til að segja þér, að þetta yrði að hætta.“ „Þú hefur fengið siðferðilega eftirþanka?" „Já, eitthvað í áttina,“ sagði Wallnitz. „Það kom vont bragð í munninn á mér, en í dag lit ég allt öðrum augum á málið. Þessi fífl, sem eru að njósna um okkur, gera mér lífið alveg jafn leitt og þér, Bernhard. Þeir geta vel séð okkur í friði. Frá hverjum fá þeir peningana? Engum öðrum en okkur! Og úr því að þeir eru að reyna að gera okkur lífið leitt, því þá ekki að gjalda þeim rauðan belg fyrir gráan? Látum þá fá fyrir ferðina! Hvernig væri, að þú færir til Rosemarie annað slagið og segðir þar nokkrar mergjaðar lygasögur? Lygasögur handa Leyniþjónustunni! Við gæt- um áreiðanlega kitlað þá svolítið. Til dæmis gætirðu sagt, að við hefðum keypt verksmiðju í Tula.“ „Hvers vegna endilega Tula?“ „Það eru áhrif frá skóladögun- um,“ svaraði Wallnitz. „Okkur var sagt, að einu verksmiðjurnar í Rússlandi á keisaratímabilinu hefðu verið í Tula. Það væri nógu stórkostlegt!“ „Humm“, sagði Schmitt. „Þetta- er ekki svo vitlaust.“ „Þá fá allir eitthvað fyrir snúð sinn, og við þurfum ekki að borga Rosemarie neinar skaðabætu'r eða tryggingarfé. En auðvitað verður þú að ráða því, Bernhard.“ „Eg hef ekki gefið henni trygg- ingu fyrir neinu.“ „Eg skil,“ sagði Wallnitz. Nú voru þeir báðir komnir í bezta skap, „Áður höfðum við linu til Bonn, en nú erum við búnir að fá þráð- laust samband,“ sagði Schmitt í gríni. „Hvaíj heldurðú annars, að Svona sendir geti sent langt?“ „Eg skoðaði hann ekki nákvæm- lega, en ég efast um, að hann nái nokkuð að ráði út fyrir Frankfurt. Móttakarinn hlýtur að vera ein- hvers staðar hér í borginni.“ „Þetta hefur kostað þá drjúgan skilding og mikið erfiði," sagði Schmitt. „Þess vegna finnst mér, að við ættum ekki að láta þá verða fyrir allt of miklum von- brigðum. Því meira sem ég hugsa um það, því betur lízt mér á það.“ „Því gerirðu það ekki bara sjálfur?“ sagði Schmitt. „Nei“, sagði Wallnitz. „Eg er búinn að fá alveg nóg af Rose- marie. Eg hélt satt að segja, að hún væri allt öðruvísi, — enn þá mannlegri. Þú þarft ekki að taka það sem gagnrýni, Bernhard, ég er bara svona, að mér finnst fólk eins og hún leiðinlegt. Eg vil mæta mótstöðu. Og eiga svo að fara til hennar og blaðra og blaðra þar um einhverja vitleysu, — það er ekki fyrir mig. Ég skal viðurkenna, að hún hefur eitthvað við sig. Hún er stálhörð, þó að hún líti út eins og sápudúkka. Einu sinni, þegar ég var lítill, gaf frænka okkar krakkanna okkur sápudúkkur í afmælisgjöf. f>að var alveg hræðileg sápa. Rosemarie minnir mig mikið á þessa sápu, og fyrst hélt ég, að hún væri alveg eins.“ „En hún er það ekki,“ sagði Schmitt. „Nei, það veit ég nú,“ svaraði Wallnitz. „Jæja, hvað sem öðru líður, þá verðum við að fara að binda endi á Rebekkuáætlunina", sagði Wall- nitz. „Já, það veit guð“, sagði Schmitt. „Þú verður að segja furstanum, að við höfum ekkert með Rosemarie að gera lengur, en segðu honum ekki, hvers vegna. Annars er slæmt að þurfa að hætta við þetta. Við vorum rétt komnir af stað, og árangurinn var góður í byrjun.“ „Það verður líklega bezt,“ sagði Wallnitz. „Hugsaðu þér, hvað hefði gerzt, ef við hefðum ekki orðið varir við, að neitt væri öðru vísi en vera bar. Það hefði orðið ljóta klípan.“ „Já, klípa er rétta orðið yfir það“, sagði Schmitt glottandi. „Veiztu, hvers vegna verst er að geta ekki notað sér tækið leng- ur?“ „Mig grunar það,“ sagði Wall- nitz. „Bruster er nýkominn heim aftur, — það stóð í blöðunum í morgun.“ „Laukrétt!“ „Hann kemur mjög oft til Rose- maire. Og ef það er satt, sem Lorenz segir, — þó að ég vilji nú helzt ekki trúa því . . . “ „Þér er alveg óhætt að trúa- því,“ sagði Schmitt. „Þá mættum við búast við merkilegum upplýsingum frá Bruster.“ ,,Einmitt“, sagði Schmitt. „Og svo yrði það hann, sem borgar brúsann. Mér fyndist það nærri því yfirnáttúrlegt, ef tvö tæki gengju samtímis hlið við hlið hjá Rosemarie og hann fél'li sjálfur í þá gröf, sem hann hefur grafið öðrum.“ „Við höfum nú líka orðið að borga brúsann, ef ég hef skilið þig rétt.“ „Það er alveg rétt“ sagði Schmitt, „og það mætti svo sem vel segja sem svo, að hún hefði 56 leikið á mig- Hún sagðist enn skulda fyrir húsgögnin, en skuld- aði í raun og veru ekki neitt. Hún er fullfær um að borga sitt.“ Ef ég væri kvenmaður, yrði ég ástfanginn af honum, hugsaði Wallnitz. Hann er hreinræktað fífl, en jafnframt geðslegasti maður. „Hún er dýr“, sagði Schmitt, „en ég hef gaman af henni.“ „Ekki ég. Mér finnst hún nærri því illgirnisleg.“ „Þú hefur bara hitt illa á,“ sagði Schmitt. Hann þagnaði, en brátt tóku hugsanir hans aftur að snúast um Bruster. „Já, það er þetta með Bruster. Hann slær meira en nóg um sig. Heldurðu, að hann byggi ekki verksmiðju í Tula líka?“ „Rúsland er stórt,“ svaraði Wallnitz „Já og nei“, svaraði Schmitt. „Hann er fyrir okkur. Það eru ein- mitt menn eins og hann, sem Rússum líkar vel við — skál, bróðir! Við skulum fá okkur ann- an vodka! Eg hefði ekkert á móti því að vita upp á hár, hvað hann hefur verið að gera fyrir austan. . . . Hvers vegna er þér aftur orð- ið svona skemmt, Walter?“ Wallnitz hætti að ganga um gó.lf og gekk að skrifborðinu. Hann settist i ljósan leðurstól, sem stóð rétt hjá því. „Eg sá sýn rétt áðan,“ sagði hann. „Mér fannst ég sjá nokkra stórkalla í Bonn sitja saman, og einn þeirra sagði við hina: „Það væri gott að vita, hvers konar við- skiptamakki Schmitt stendur í við Rússana.“ Og þá segir annar, sem fær daglega upplýsingar frá Leyni þjónustunni: „Eg get frætt ykkur um það. Sjáið þið til, það er yfir- stéttarmella í Frankfurt, sem allir iðnaðarforkólfarnir sofa hjá . . “ „Þú ýkir“, sagði Schmitt. Hon- 43 andi yfir henni sem bókstaflega töfra-r mig. Eg vildi óska, að þú vildir gleyma öllum, allri þinni sérvizku og gefa mér hana fyrir tengdadóttur. Eg hef aldrei hitt unga stúlku, sem mér gezt betur að. Sonur hennar sagði ekki, að það væri einmitt það, sem hann hefði hugsað sér að gera, því að hann hafði einmitt komizt að þeirri nið- urstöðu sjálfur. í stað þess leit hann grimmdarlega til hr. Robert Olayton, sem hneigði sig djúpt fyrir Horatiu, þegar tónlistin hófst á ný. Hann sá skyndilega, að Robert Clayton var alltof leik- aralegur í framgöngu. — Það er bezt, að þú flýtir þér að taka ákvörðun, hélt frú Lati- mer áfram andartaki síðar. — Eg hef heyrt, að Clayton sé alvarlega hrifinn af ungu stúlkunni, ekki sízt vegna þess, hvað hún situr vel hest! Þú hefur víst ekki séð hana á hestbaki, en öll borgin tal- ar Um, hvað hún sé dugleg ó hest- um. Konur eru illgjarnar og segja, að það geri konu karlmannlega að sitja á hesti, en mennirnir falla fyrir henni eins og flugur. Og hvað sem konurnar segja, er ekkert karlmannlegt við ungfrú Pendleton. Frú Harborough segir mér, að hún sé yndisleg stúlka og henni þyki afar vænt um föður- bróður sinn. — Henni þykir líka afar vænt um hesta, sagði Richard þurrlega og óttaðist að koma upp um til- finningar sínar. Eg held, að ég geti sagt, að jafnvel frændi henn- ar verður þar að koma í öðru sæti eftir hestunum. — Nú ertu andstyggilegur við hana aftur, ávítaði móðir hans hann. En ef það er eina leiðin til að vinna hana, þá verður það að vera með aðstoð hesta, drengur minn. Hún varp öndinni. — Ég vildi óska, að þér væri alvara með hana, Richard. Mér fellur ekki til- hugsunin, að einhver „sykurmoli“ verði húsfrú á Reddings. Nú sveif ungfrú Pendleton fram hjá og Robert var í meira upp- námi en Richard hafði nokkru sinni séð hann. — En kæra ungfrú Horatia,! sagði ungi maðurinn ákafur. — Ef j þér hafið ekki séð Derbyveðreið-j arnar, hafið þér hreinlega ekki: lifað. Hr. Latimer snéri við þeim baki. Haustið leið og skömmu fyrir jól var Horatia kynnt fyrir henn- ar hátign drottningunni í einka- sal hennar. — Eg hef heyrt, að þér séuð mjög dugleg reiðmanneskja, ung-. frú Pendleton, sagði litla drottn- og rétti Horatiu röndina. Horatia hneigði sig djúpt. — Madam, sagði hún. — Þetta eru miklir gullhamrar af beztu reiðmanneskju landsins. Hennar hátign varð hrifin. Hún sagði síðar, að ungfrú Pendle ton virtist vera mjög yndisleg ung stúlka og hugleiddi alvarlega, hvort hún ætti að ráða hana við hirðina, en til allrar hamingju varð ekkert af því. Til allrar ham- ingju fyrir Horatiu, sem var þess óvitandi, við hvað hún hafði slopp- ið, en fylgdist í stað þess af óskipt um áhuga með þeirri ætlan frænda síns að kaupa húseign úti í sveit. Hann óskaði að enda daga sína annars staðar en í London, þar sem þokan kæfði mann. Hann óskaði sér að finna hæfilega stór- an búgarð, þar sem voru grasfletir og tré. MARY ANN GIBBS: SKÁLDSAGA ERFINGINN Það skyldi líka vera ávaxta- garður og gróðurhús, kannski lítil ananasplantekra — ekki neitt mikið og stórt, sagði hann, þegar Horatia fór að hlæja. Hann vildi finna stað, sem hann gat kallað heimili sitt, þar áttu að vera feit- lagnir, hýrir þjónar og kannski skraf'hreifinn, gamall garðyrkju- maður. — Og auðvitað hestasveinn, bætti hann við, þegar hann sá efasvip á frænku sinni. — Handa Hvítstjarna og öðrum reiðhestum og vagnhestunum. Horatia var honum sammála í því, að þetta hljómaði unaðslega, og frú Harborough kom með nokkrar uppástungur. — Og inn milli trjánna eiga að vaxa fjólur á vorin, sagði hún dreymandi. —- Já, auðvitað fjólur milli trjánna, sagði hr. Pendleton bros- andi og skrifaði það bak við eyr- að, svo að hann gleymdi því ekki. 20. KAFLI Það var hr. Latimer, sem bar fram þá tillögu, að hr. Pendleton keypti Little Reddings, og varð það ungfrú Pendleton til mikillar gremju. Hr. Latimer hafði ergt hana með ósvífni sinni gagnvart hr. Clayton, og af og til fannst henni hún hafa andstyggð á hon um. Það var alveg stórfurðulegt, hvað Richard Latimer var iðinn við að gagnrýna allt, sem hún gerði og alla vini, sem hún eign- aðist. Henni féll Robert Clayton vel í geð, og þegar hann sýndi þá ósvífni að gefa vini sfnum nokk- ur góð ráð, var hún svo harðsoð- in. að hún hló að Richard. — Það, sem að þér er, Richard, er, að þú ert orðinn svo góðu vanur, hvað konur snertir, sagði Robert Clayton dag nokkurn, þeg- ar Horatia kvartaði undan því, að hún gæti aldrei gert hr. Latimer til hæfis. — Hann er orðinn svo góðu og hugljúfu vanur, að hann vill kon- ur, sem eru ekki aðeins kvenlegar, heldur líka sætar sem sykur, ung- frú Horatia. — Sykur er þó að minnsta kosti betri en edikssýra, svaraði Ric- hard Latimer í tón, sem hefði sýrt mjólk, og það var þá, sem Horatia hló. — Eg er sammála Clayton, sagði hún. — Eg skal segja yður, að ég veit upp á hár, hvað þér viljið. Og í stríðnislegu augna- ráði hennar sá hann greinilega fyrir sér Lotty Grant með spé- koppa og rétta þrýstrii á réttum stöðum . Honum fannst hann hafa fengið nóg af ertni hennar og sneri baki við þeim. — Nú, nú, sagði Clayton, — þá höfum við móðgað hann. — Sama er mér, sagði Horatia gremjulega og kemi hnakkann. — Hann er svo gjarn til að segja öðrum, hvað þeir eiga að gera og hvernig þeir eiga að hegða sér, að það er aðeins réttlátt, að ein- hver segi orð við hann stöku sinn- um. Hafið engar áhyggjur, hann hefur gott af þessu. Hr. Pendleton fylgdist með framkomu frænku sinnar gagn- vart mönnunum tveim, í senn af ánægju og kvíða. Hann vildi ekki, að hún fengi orð fyrir að vera léttúðug og hann spurði frú Har- borough, hvort hún teldi rétt að færa það í tal. En Laura hristi brosandi höfuðið. — Horatia er að finna sjálfa sig, sagði hún. — Þér hafið lokið upp nýjum og unaðslegum heimi fyrir henni, þar sem allir standa reiðubúnir að slá henni gullhamra og dekra við hana. Leyfið henni að gleðjast yfir því, meðan hún getur. Og auk þess hef ég á til- finningunni, að Horatia viti nú þegar. hvorn hún kýs — Eg er hræddur um það, já, sagði hr. Pendleton og andvarp- aði. — 0, jæja, Robert Clayton er geðugur piltur, sagði hann dapur- lega. Hann var þó sjálfur hrifnari af Richard Latimer. 14 T I M I N N, föstudagur 4. janúar 1963. —

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.