Alþýðublaðið - 07.02.1940, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 07.02.1940, Qupperneq 2
MIÐVTKUDAGUH 7. FEBR. 1940. ALÞÝÐUiLAÐIO 23) — Bara að þú værir kom- j 24) Þá flaug ljóti andarunginn inn langt í burtu! Og endurn- yfir gerðið, og fuglarnir í runn- ar bitu hann og hænsnin hjuggu unum þutu upp dauðskelkaðir. í hann, og stúlkan, sem gaf fuglunum, sparkaði í hann. Ljóti andarunginn. 21) Og kalkúnhani, sem var fæddur með spora og hélt þess vegna, að hann væri keisari, gekk beint að ljóta andarunganum og rausaði yfir honum. Veslings ljóti andarunginn var svo hræddur, að hann vissi ekki í hvorn fótinn hann átti að stíga. 22) Þannig leið fyrsti dagurinn. Allir voru vondir við hann og jafnvel systkini hans voru vond við hann og sögðu: — Ég vjldi að kötturinn kæmi og tæki þig og móðirin sagði: SljéraarkosHlngar i tveimor verkaiýðs- félðgam. Sjómannafélaoinn i Vestmanna ©yjum og Vélstjérafélagi Akur- eyrar. JÓMANNAFÉL. JÖTUNN í Vestmannaeyjum hélt aðalfund sinn í fyrrakv. og fór þar fram kosning á stjórn fyrir félagið. Stjórnin var að mestu leyti endurkosin í einu hljóði: Formaður er Guðmundur Helgason. Ritari: Jóhann Sigfússon. Gjardkeri: Kristinn Ástgeirs- son. Meðstjórnendur voru kosnir: Sighvatur Bjarnason og Finn- bogi Finnbogason. Varamenn í stórn voru kosn- ir: Jónas Bjarnason, Guðjón Karlsson og Sigurjón Ingvars- son. Fjárhagur félagsins er góður og á það í sjóði um 6 000,00 kr. Vélstjórafélag Akureyrar hélt aðalfund sinn nýlega og voru kosnir í stjórn Jón Hinriksson, Kristján Kristjánsson og Ing- ólfur Hinriksson. Ný foraislemzk og foranorrmn orðabók I nndirbðningi. KHÖFN í gærkveldi. FÚ. TJÓRN Árna Magnússonar- nefndar kemur í dag saman á fund með fulltrúum norska vís indafélagsins til þess að ákveða endanlegar ráðstafanir til und- irbúnings útgáfu á hér um bil 4000 blaðsíðna orðabók um forníslenzkt og fornnorrænt mál. Fundinn sækir meðal annarra rektor háskólans í Osló, Seip, prófessor. Búizt er við, að útgáfan muni taka fimm til tíu ár. Gert er ráð fyrir því, að danska og norska ríkið leggi hvort um sig 5000 krónur til úgáfunnar á ári. Útbreiðið Alþýðublaðið! Flnnlandssðtnunin kom In upp f 144 pds. krðnur Pentngar, fatnaður og skartfjrip* ir allstaðar að af landinu. QÖFNUNIN til hjálpar Finnum hefir hér, eins og alls staðar á Norðurlönd- um, orðið þjóðarhreyfing, miklu víðtækari og áhrifa- meiri en nokkurn dreymdi um, þegar hún var hafin. Aðeins tveir mániu'ðir eru liðnir siðan Norræna félagið og Rauði Kross Islands höfu í sameiningu fjársöfnun til hjálp- ar finnsku þjóðinni, henni til styrktar i þeim hörmungum, sem yfir hana dynja af völdum er- lends árásarhers. Með þátttöku sinni í söfnuninni hafa íslending- ar sýnt það áþreifanlega, hvern vináttu- og samúðarhug þeir bera til bræðraþjóðarinnar í Finnlandi. Aldrei hefir nokkur fjérsöfnun hér á landi verið jafn almenn, og aldrei hefir verið gef- ið af slíkri rausn og fómfýsi sem nú. Safnað hefir verið fé í hverri sveit á landinu, ekki síður í hin- um afskektustu fjallasveitum en í þéttbýlinu, nær því allir hafa viljað leggja frain sinn skerf. Þeir, sem ekki hafa haft hand- bært fé, hafa sent vörur eða skartgripi. Hafa t. d. borist 7 gullhringar og 2 skúfhólkar. Sums staðar hafa konur myndað með sér félagsskap til þess að prjóna vömr sem gjafir til Finn- lands. Árangur söfnunarinnar hefir orðiö svo margfalt betri en þeir bjartsýnustu gerðu sér von- ir um í fyrstu. í dag er fjársöfnunin á öllu landinu komin upp í 137 812,20 kr. og af fatnaði og öðmm gjöf- um hafa borizt vörar að verð- gildi 6120 kr. eða samtals kr. 143 932,20. Sent hefir verið til Rauða Kross Finnlands: 1 pen- ingum, dönskum krónum og ster- lingspundum, upphæð, er nemur kr. 47 000,00, en í íslenzkum vör- um fyrir kr. 85 910,00 eða verð- mæti samtals kr. 132 910,00. FjÖiUtíu heimili hafa boðizt til að taka finnsk börn, en Rauði Kross Finnlands telur ekki ennþá tímabært að senda böm hingað, sökum fjarlægðarinnar, og vill fyrst nota þau boð, sem borizt hafa um töku barna frá hinum Norðurlöndunum. Meira hefir verið sent í vömm heldur en 1 peningum, og stafar það bæði af því, að allmiklir örðugleikar eru á yfirfærzlu gjaldeyris, og ekki síður af því, að hægt hefir verið að gera hér betri kaup en annars staðar á þeim vömm, sem stjórn Rauða kross Finnlands taldi sig hafa mikla þörf fyrir og óskaði eftir, feins og t .d. ullarvörur, svo sem sokkum, peysum, húfum og teppum, ásamt sútuðum skinn- um og gæmm. Hefir Haraldur Árnason kaupm. annast um inn- kaup og pökkun varanna. Söfnunin heldur áfram, og enn- þá berast gjafir daglega. AÐ ER SJALDGÆFT að fá að sjá hér reglulega ósvikna sjómannamynd. Ég minnist þess varla, að hafa séð góða sjómanna kvikmynd hér síðan Stormsvalan var sýnd í Gamla Bíó fyrir nokkmm órum. 1 gærkveldi var sýnd hér í fyrsta sinni kvikmynd, sem telja verður afbragðs góða, og hefi ég beðið eftir henni með forvitní og eftirvæntingu allt frá því að ég sá um hana skrifaö fyrst í er* lendum blöðum. Hygg ég, að þessi mynd passi vel í kramið hér og verði því sýnd lengi bæði hér í Reykjavík og víða um land- ið. Kvikmyndin gerist norður í Al- aska meðal harðgerðra íshafssjó- manna, selfangara, rostungsdráp- ara og laxveiðimanna, en laxinn er einhver helzti fiskur Alaska- búa og gefur þeim offjár árlega. Margar mikilfenglegar senur eru í myndinni, sem ég hygg að menn Stjóm Finnlandssöfnunarinnar hafa borizt innilegustu þakkir frá Finnum fyrir mikla samúð ís- lendinga og gjafir, sem héðan hafa verið sendar, og vill stjóm Finnlandssöfnunarinnar flytja þær kveðjur ásamt þakklæti til allra þeirra, er lagt hafa sinn skerf til styrktar finnsku þjóðinni á þess- um neyðartímum. Ungfrú Lilla Magnússon frá Reykjavík hefir unnið meistaratitil í skilmingaréþrótt í íþróttafélaginu Trekanten í Kaup- mannahöfn. Var frammistaða hennar talin með afbrigðum góg, og hefir hún þó aðeins verið meðlimur íþróttafélagsins í eitt ár. FÚ. Strandarkirkja. Frá Nóa: Áheit, kr. 10,00. gleymi seint. Þar sjást ísbjörg og ísabreiður. Allt ber hinn hreina svip fiskiveiðanna og harðrar og mskunnarlausrar náttúm. Vitanlega segir myndin sögu, og þessí saga gerist meðaí sjó- mannanna á sjó og í landi. Hún lýsir harðgerðum vaskleikamönn- Um og hún lýsir samvizkulausum hófum. Hún er ástarsaga, en þó algerlega laus við öll súkkulaði- andlit, sem oftast em þó á lér- eftinu, og hún er laus við alla væmni. Það er ekki svo oft, sem við fáum svona myndir hingað, því að helftin af kvikmyndum, sem hér eru sýndar, eru væmnar stofu- myndir frá Ameríku, annaðhvort með litlausum dansi eða inni- haldslausri músik, sem fær mann til að hlakka til endalokanna í hvert sinn, ef maður fer í ibíó. — Frá þessu eru þó margar undan- tekningar, og er vonandi, að Slómannakvikmynd frá Alaska sýnd í Gamla Bió Bók nin listaverk is- mandar Sveinssonar. 1LT ÝLEGA er komin á bóka- markaðinn bók með mynd- um af listaverkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara. Em þarna birtar fjöldamargar myndir af listaverkum þessa ágæta lista- manns, og er hún alveg ómiss- andí í hverjum bókaskáp. Guðlaugur Rosinkranz yfir- kennari skrifar inngangsorð að bókinni og segir hann í lok inn- gangsorðanna: ,,Sökum þess að myndlistin er ný hjá okkur íslendíngum, eíg- Um við oft erfitt með að skilja hana, átta okkur á henni og meta menningargildi hennar. Þær þjóð- ir, sem í aldaraðir hafe lifað og hrærzt með listaverkum, skilja þetta og meta að verðleikum, enda leggja þær mikla áherzlu á þróun listanna og varðveizlu listaverkanna. Á list sína líta þær sem fjöregg þjóðarinnar, sem mest sé nauðsyn á að forða frá tortímingu, og eru þess mörg dæmi frá styrjaldarámm fyrr og síðar. Pullyrða má, að ýmis þjó'ð- aveinkenni skapist engu síður fyrir áhrif listarinnar, heldur en að þjóðareinkenni skapi iistina. Listín glæðir fegurðartilfinniingu manna, ást þeirra á náttúrunni og lífinu, vekur samúð með með- bræðmm vomm og jhvetur til umhugsunar um hin ýmsu fyrir- bæri lífsins. Þannig hefir listin frjófgandi áhrif á allt andlegt líf. Þótt mörgum sjálfsagt finn- ist, að við íslendingar höfum nú á þessum þrengingartímum um þarfara að hugsa en listaverk, þá höfum það þó hugfast, að „and- iim getur hafizt hátt, þótt höf- uð lotið verði“. Þess vegna má telja það skylt, að kynna þjóð- inni árangur andlegrar menning- ar, á hvaða sviði sem hún ris upp. Og í samræmi við þessa sltoðun er þetta litla myndasafn, sem hér birtist, gefið út, til þess að kynna fleiram en hingað til hafa átt þess kost, árangur eins af beztu listamönnum vorum á sviði myndlistariimar.“ Ljósmyndir af listaverkunum hefir tekið Vigfus Sigurgeirsson, og hafa þær tekizt mjög vel, eins og það er líka erfitt að fá góðar ljósmyndir af slíkum lista- verkum, án þess að þau tapi að einhverju gildi sínu. kvlkmyndahúsin vandi betur til kvikmynda sinna, en þau hafa gert. — Valið á myndiimi, sem nú er sýnd í Gamla Bíó, ber sannarlega að þakka. r-S-n JOITN DICKSON CARR: —.ai__________________ Horðin í vaxmyidasafninn. 45. myndi fara með hana á spítala, svo að allt yrði uppskátt um félagsskap okkar? Óekkí! Lögreglunni er svo mikið í mun að ná í mig, að ég fer ekki að gera henni leitina auðveldari. Það var þá eins gott að binda enda á ævi hennar í garðinum. Og okkar á milli sagt, þá var það ég, sem hjálpaði henni inn í eilífðina. Þú manst það, að þú sást ekki hvernig hún leit út eftir byltun*. Ég leit aftur fram úr felustað mínum. Hún sat þarna eins og hún hefði verið dáleidd og snéri andlitinu frá mér. Galant gretti sig og gerði gælur vð glasð sitt, um leið og hann hristi vínblönduna. En þó að hann virtist hinn rólegasti mátti þó sjá, að hann var bálreiður. Hann vissi, að hann myndi aldrei geta fyrirgefið henni það, að hún hafði farið til lögreglunnar með þetta mál. — Hnífurinn, sem ég notaði var allt öðruvísi en aðrir hníf- ar. Hann var með króka á endanum og hann skilur eftir merki. Og á einhvem hátt hefir hann ratað inn í búningsklef- ann þinn. Þér myndi ekki veitast auðvelt að finna hann, en lögreglan mun hafa uppi á honum.Bannsettur heimsk- inginn þinn, sagði hann og reyndi að bæla niðri í sér reið- ina. Lögreglan mun ákæra þig fyrir bæði morðin. .... Það er að segja, ef ég gef henni bendingu. Þú stakkst höfðinu undir fallöxina nóttina, sem Claudine Martel var myrt. Hefirðu gert þér það ljóst? Samt sem áður hefirðu kjark til þess að ana beint til lögreglunnar. Um stund hélt ég, að hann ætlaði að fleygja glasinu sínu í andlit hennar. En þó náði hann að lokum valdi á sér. — Jæja, góða mín.....Vertu óhrædd, ég geri það ekki. Ég fór með líkið ofan að ánni. Ég fór með hana í myrkrinu í mínum eigin vagni og kastaði líkinu í sjóinn. Það er ómögu- legt að sanna nokkuð upp á mig. En þú......... — Og Claudine? ........ — Ég veit ekki, hver hefir myrt Claudine. En um það ætla ég að fræðast af þér. Hann stóð á fætur, tók stól og settist beint fyrir framan hana. Hann klappið á hné sér og kötturinn kom fram úr dimmunni og settist á hné honum. Hann sat þögull stundar- korn, strauk kettinum og brosti. — Jæja, vina mín, ef þú ert nú orðin rólegri, þá lofaðu mér að halda áfram. Ég skal segja þér skýrt og skilmerkilega, til hvers ég ætlast af þér. Með því að koma því þannig fyrir, að grunurinn lenti á þér, var ég að losa mig við það, að nokk- ur grunur lenti á mér. Það mun aldrei falla neinn grunur á mig, vina mín, þeir hafa ekkert sönnunargagn gegn mér. Og nú er ég að fara burtu frá París. — Fara til París? Hann hló stuttum, snöggum hlátri. — í stuttu máli sagt, vina mín, þá ætla ég að draga mig 1 hlé. Og því ekki það? Ég er orðinn allvel auðugur maður, og ég hefi aldrei verið sérlega fégráðugur rrtaður. En ég ætla sarnt ekki að setjast í helgan stein, fyrr en ég hefi jaínað sakir mínar við vissan mann — sem kallaður er Bencolin. Hann brá fingrunum upp að nefinu á sér: — Það var hann, sem setti þetta ör á nefið á mér. Og alltaf, þegar ég lít 1 spegil, man ég eftir vini mín- um, Benrolin. Og samt sem áður hefir mér orðið sæmilega til kvenna, eins og þú veizt. Sumar stúlkur eru hrifnar af mönn- um, sem hafa ör á andlitinu. Það gerir þá karlmannlegri. Þær ímynda sér, að maðurinn hafi fengið örið í einvígi. En þetta — að þú fórst til hans áður en þú komst til mín, hindrar mig í því að gera upp reikninga mína við hann. — Ég ætla þess vegna að fara, sennilega til meginlands. Mig hefir alltaf langað til þess að búa úti í sveit og eiga þar náðuga daga. Ég skal skrifa fallegar og góðar bækur, þegar ég er seztur að á árbakkanum með skóginn í baksýn. Og ég skal láta skurðlækni ná örinu af nefinu á mér. Ég hefi ekki viljað láta afmá það meðan ég hafði ekki jafnað sakir mínar við Benrolin. Ég mun verða laglegur aftur, og þá vill senni- lega engin kvenmaður líta við mér. — Hamingjan góða!! Hvað ertu að segja? — Eins og þú máske veizt, þá á ég allmikið í þessu húsi, eða réttara sagt, mjög mikið. En nú hefi ég samt sem áður meðeiganda að húsinu, en þú hefir vafalaust ekki himi minnsta grun um það, hver það muni vera. Auðvitað hefirðu veitt því eftirtekt, að ég er hvergi opinberlega nefndur eigandi að hús- inu. Félagi minn sér um það allt saman. — Hvað k'emur þetta allt mér við? — Vertu þolinmóð, Hann bandaði frá sér með hendinni. Svo breytti hann röddinni, og það var auðheyrt, að hatrið

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.