Tíminn - 16.01.1963, Síða 9

Tíminn - 16.01.1963, Síða 9
STÍLGALDUR HAMSUNS Knut Hamsun: BENONf. Skáldsaga. Jón Sigurðsson frá Kaldaðarnesi og Andrés Björnsson þýddu. Helgafell, Reyklavík 1962. Sögur Hamsuns um Benoní og rnn Rósu komu báðar fyrst út árið 1908. Árin næstu á und an hafði Hamsun skrifað nokkr ar unaðslegustu bækur sínar: Under höststjernen, Sværmere, Victoria og Pan, töfrafyllstu ástarsögu í norrænum bók- menntum; hún kom út 1894. Á þessum árum skrifar hann líka öll leikrit sín sem ég veit ekki hvort eru í miklum hávegum lengur. Söguhetjan í þessum verkum flestum er förumaður inn, þreyjuilaus á jörðunni, og uppistaða þeirra ástin; verk eins og Pan og Victoria eru reyndar varla skáldsögur í venjuiegum skilningi, manni virðist nær að kalla þau prósa ljóð, rómantísk og ljóðræn verk, borin uppi af stílkynngi sem er fjarri því að hafa ryk- fallið með tímanum. En föru- maður Hamsuns eldist með höfundj sínum; hann kemst á fimmtugsaldurinn og gerist þreyttur og bitur, þótt ástin og óróin syngi enn í blóði hans. Þreytan er á næsta leiti við æringjann Ro'landsen í Svær- mere (sem gerist hjá Mack i Rósagarði, bróður Macks í Sæ- lundi, sem frá segir í Pan og Benoní og Rósu); í Ðen siste glæde, frá 1912, er heimsádeil an næstum komin í fyrirrúm. Benoní hefur sérstöðu hjá þessum sögum öllum. Hér er enginn förumaður: Benoní og Rósa og Maok í Sælundi standa öil föstum fótum á jörðinni. Sagan er raunsærri í sniðum en „förumannasögurnar“ og bendir á þann hátt fram til verka Hamsuns á öðrum og þriðja tugi aldarinnar. Hér bregður lika fyrir sumum á- deilu- og angistarefnum Ham- suns. Óvíða er ellinni lýst af meiri biturleik og fyrirlitn- ingu, að maður segi ekki hatri, en þar sem segir frá öldungn- um Mons og Friðriki Mensa í Benoní. Arentsen yngri mála flutningsmaður er fulltrúi þeirrar „ihálfmenningar“ sem Hamsun hataðist við og þreytt- ist seint að ausa skálum reiði sinnar og fyrirlitningar. Hann hefur slitnað úr tengslum við frumstætt og ósvikig líf sveit- arinnar og ekkert fengið í stað- inn nema skalla. Með hverju ári syðra-gerðist hann „breytt ari og breyttari. Og í hvert skipti var hann líka orðinn ó- sannari í hugarfari, þar óð uppi lausung, brigðmælgi, fyndnibagl og leti. Bæjarlífið hafði gert þennan sveitadreng að ómenni.“ Hér er strengur sleginn sem átti eftir að hljóma oft og víða hjá Hamsun á komandi árum- fyrirlitning hans á hálfmennsk unni, hálfheimskunni, á sér lít- il takmörk. og verður beinlín- is aflva'ki sumra næstu bóka hans. Engi-lsaxaandúð Ham- suns var snemma rótgróin og varð honum örlagarík áður en lauk; hennar sér hér stað í kostulegri lýsingu aðalsmanns ins Hugh Trevelyans semreynd ar er engan veginn með öllu öfugsnúin persóna. En þessir þættir eru auka- atriðj í Benoní og skipta minnstu. Erindi Hamsuns í þessari sögu er hvorki ádeila né umvöndun; viðhorf hans er góðlátlegt og glettið, mannlífs- mynd sögunnar borin uppi af gamansömum og velviljuðum skilningi, og hér örlar hvergi á þeim tregatóni sem mjög set ur svip á siðari „förumanna- sögurnar". En þrátt fyrir raun sæisyfirskin sögunnar er við- horf Hamsuns undir niðri hið sama og fyrrum og annars stað ar, rómantískt og ljóðrænt. — Rósa er kannski dauflegrj en margar aðrar kvenlýsingar Hamsuns, en hún er engu að síður sömu ættar með háan barminn og koparbrosið; hér eins og ævinlega sér Hamsun konuna í ljósi ástar, elskaða og elskandi. „Raunsæið" í Benoni birtist einkum í frása-gnarhætt inum sem er miklu hlutlægari en oft áður, höfundurinn stend ur fjær sögusviði sínu, virðir það fyrir sér með kímnj og samúð og í fullu jafnvægi. Þessa njóta þeir báðir Benoní sjálfur og Maek. Benoni er að vísu víðs fjarrj því að fylla flokk förusveina Hamsuns með ljóðið um tregann og ást- ina brennandi í blóðinu, en ástarsaga hans er í senn skopleg, mannleg og hlýleg; það er ást hans á Rósu Knut Hamsun sem er hreyfiafl og samteng- ing sögunnar. Kannskj er það samt Mack sem hæst ber í sög- unni; um hann snúast ölil smá stirni Sælundar með Benoní í fararbroddi; hér er lýsing hans fyllst og minnilegust. Og klækjum Macks í kaupskap og kvennamálum sem mynda lit- skrúðugt baksvið ag sögu aður yfir á nokkurt annað mál; og víst mun vandfundin „full- komin“ Hamsuns-<þýðing. En þag mun sanni nær að Jón Sig urðsson frá Kaldaðarnesi hafi komizt furðu nærri takmark- inu í alkunnum þýðingum sín- um — Pan, Victoríu, Sulti, Að haustnóttum — sem allar eru með mikilli snilld. Ekki veit ég hvort þýðing hans á Benoní jafnast á við hinar fyrri, enda á hún sér aðra sögu: Jón Sig- urðsson fóll frá áður en henni væri lokið, og annar maður, Andrés Björnsson, hefur tekið að sér að Ijúka verkinu. Mér er ekki kunnugt umlivort Jón Sigurðsson hafði fulllokið sín- um hluta þýðingarinnar og Andrés Björnsson síðan haldið henni áfram, eða hvort hann hefur yfirlitið og samræmt þýð inguna í heild. Hvort he-ldur er virðist einsætt að Andrés hefur unnið verk sitt af dæmafári'i natni og trúverðugri vand- virkni, enda verða tæplega séð skilin hvar verki annars þýð- andans sleppir og hins tekur við. Og þótt lengi megi deila um beztu þýðingu eisnstakra orða og setninga, er mest um hitt vert að í heild hefur þýð- ingin mjög heillegan stíl-blæ, íslenzkan og hamsúnskan í senn og sver sig þannig í ætt- ina við hinar fyrrj þýðingar Jóns frá Kaldaðarnesi. En þar sem vel er unnið freist- ast maður að hnýsast í smáat- riði, og því er ekkj ag leyna að sums staðar bregður fyrir undarlegu hálfkáki (sbr. bls. lýsingu Schönings vitavarðar fyrst kailaðar myndir og síð- an málverk; norska orðið er „silderi". Fyrri þýðingin mun hæfa betur; á veggjum Macks hanga nefnilega koparstungur. Á bls. 124 hefur oiðið slys; þar hefur fallið niður setning sem að vísu er stutt („Hættur, sagði Friðrik Mensa.“) en þar fyrir er ástæðulaust að glopra henni niður af tómu kæruleysi og hún skiptir máli á sínum stað. Tiúlega er þar um að sakast við prófarkalesara, sem engan veginn hefur of góða samvizku af zerkj sínu að öðru leyti. Þetta kann að þykja smáleg- ur tíningur, en fátt er svo smátt ^ð ekk: skipti má-li i slíku verki í stíl Hamsuns er hvert smá- atriði einmitt mikilsvert, og þar er hættast við að þýðandi slaki til. En á hitt er vert að leggja aherzlu að í heild ber þessa þvðingu hátt yfir obbann af þeim þýðingum sem berast á íslenzkan bókamarkað, og kemur þar enginn samjöfnuður til greina: dæmi þess eru með sinum hætti þær smálegu mis- fellur sem hér hafa verið tii- greindar. Mér virðist Andrés Björnsson hafa skilizt við verk sitt með miklum sóma; það mundi á fárra færi að taka við og skila í höfn með þeim hætti sem hér er gert verki annars eins ritlistarmanns og Jóns frá Kaldaðarnesi. Ósköp væri gam. an ef von væri fleiri Hamsuns þvðinga með þessu handbragði. B Framhald Benonís, Rósa, blas- g Ólafur Jónsson Benonís, er lýst með umburð- arlyndri kímni; ek-kert sýnirbet ur hve fjarri Hamsun er hér allri umvöndun. Það er þessi hófstil-lta, „hlutlæga“ kímni sem ljær Benoní mestan þokka og er að sínu leytj sérstæð i hinum fyrri verkum Hamsuns. Stilgaldur Hamsuns verður víst seint skilgreindur til hlít- ar, enda verður það ekki reynt í þessari umsögn. Fyrirfram virðist manni óhugsandi að slík ur stíll verði fluttur óbrengl- 52: „enginn gat á honum séð. að han:i gæti nokkurn tíma verið góður og þægilegur i faðmlögum við“; þetta er kannski versta dæmið. en fleira finnst skylt þessu)i og annars staðar má sjá að fleiri en einn hafa vélt um þýðinguna. Þau dæmi ósamræmis sem ég rakst á — við mjög lauslegan saman- burð — voru að visu öll lítil- væg; þannig eru myndirnar í stofu Macks sem töluvert koma við sögu í jólaveizlum hans og ir við; þar eru dregnir saman þræðirnir úr Benoní og úr Pan, og Rósa er mjög hugþekk saga þótt ég hafi fyrir mína parta meira dálæti á Benoni. Það er kannski of mikið að nefna stór- virki Hamsuns úr ellinni, bæk urnar um Ágúst; en má ég ekki að lokum minna á kímnigaldur eins og Sværmere og furðu- söguna Mysterier sem Hamsun skrifaðli næst á eftir Sulti. Hvorug er víst til á íslenzku. A Ó.J. fengju að vera sem lengst í barnaskólunum, en færu ekki að semja si-g að háttum fullorðinna 12—13 ára gömul eins og nú er Meðan þau væru áfram í sömu skólastof-nun mundu þau fremur halda sínum barnslegu venjum Því að unglingarnir eru mjöa móttækilegir fyrir múgsefjun í gelgjuskeiðinu, og eru undir miklum múgáhrifum bæði í fjöl- mennum framhaldsskólum' og á skemmtistöðum. Víða í kauptúnum, þar sem unglingadeildir eru við barna- ■skóla, eru börnin í sama skóla út skyldunámið til 15 ára aldurs Þá hefur það farið vaxandi í skólum í Reykjavík. að börn eru þar út skyldunámið Þetta tel ég heppilegt. En þegar börnin fara í framhaldsskóla 12—13 ára. semja þau sig fljótt að siðum eldri nemenda, og finnst þau ekki vera börn lengur. Þetta meðal annars á sinn þátt í því að auka rótleysi unglinganna á gelgjuskeiðinu, og að þeir teygj- ast of fljótt út í óhollt skemmt- analíf. Ég hygg, að hér sé veigameiri ástæða fyrir rótleysi æskunnar en menn gera sér í fljótu bragði Ijóst. Þjóðfélagið ýtir hér með undir múgsefjunina og kippir fótum undan þeim áhrifum, sem heimilin hafa. En meginorsök bess, hve s;jórnlaus fslenzk æska er nú á tímum, er vegna þess, að heimilin hafa misst stjórn á henni. Góð heimili verða alltaf styrkasta stoðin undir heilbrigðu æskulífi. Þetta er ekki sagt vegna þess, að ég beri ekki fullt traust til framhaldsskólanna í starfi sínu, heldur aðeins miðað við það, að óheppilegt sé. að börnin skipti um skóla á þessum viðkvæma aldri. Þessi tilhögun, sem hér er drepið á, kostar enga breytingu á fræðslulögunum, heldur er hún aðeins framkvæmdaatriði. Hvað er unga fólkið heima mörg kvöld í viku? Heimilisrækni einkennir ekki nútímann. Félags- og skemmtana líf togar fólk kvöld eftir kvöld frá heimilum sínum. Þetta er tjón fyrir uppeldi barnanna Meðan börnin eru ung. þarfnast þau stöðugrar nærveru móður- innar. Þeim líður bezt undir vernda^æng hennar. Aukin úti- vinna húsmæðra er því tvímæla- laust óheppileg fyrir uppeldi barnanna. En þegar börn kom- ast á unglingsárin, leitar æska bæjanna mikið til jafnaldra og félaga á kvöldin. Heimilin missa tök á þeim. Er þá nokkuð hægt að gera tl þess að breyta þessari þróuni Nýlega heyrði ég um heimili þar sem börn og foreldrar voru alltaf saman eitt kvöld í vikti hverri. Það sat fyrir öllu öðru Hvernig væri að reyna þetta víðar? Hafa eitt kvöld i viku hverri, þar sem unga fólkið væri alltaf heima hjá foreldrum sín um. En nú er sem ég heyri eitt hvað af unga fólkinu segja: En það verður ekkert gaman F eru þá engin ráð til að gera þetta kvöld ánægjulegt fyrir þá sem ekki finna ánægju ; því að vera heima með fjölskyldu sinni? Jú, eflaust getur margt komið til greina. En hér skal bent á eitt atriði: Það er, að ríkisútvarpið helgi æskunni í Iandinu algerlega eitt kvöld í viku hverri. Og það verði gert um land alit að kvöldi fjölskyld- unnar. Þetta æ'ti að vera hægt. Meira að segja ætti unga fólkið sjálft að geta lagt til mikið af 'efnj í þessa þætti, bæði skólar og æsku lýðsfélög. Auðvitað kostar ein- hverja fyrirhöfn að æfa upp þetta efni. En þeim dma væri áreiðanlega vel varið. Einnig mundi kosta fyrirhöfn að safna því fyrir útvarpig eins og öðru útvarpsefni. Væri það ofrausn, að útvarpið helgaði ungá fólk inu eitt kvöld í viku til að styrkja með þvj heimilismenn inguna í landinu? Ef við viljpm hlúa að íslenzkri heimilismenhingu, eigum við að taka útvarpið í þjóniistu hennar meira en nú er gert. Eng inn má skilja orð mín svo, að ú’varpið flytji ekki mikið af góðu útvarpsefni fyrir unga fólk ið. En hér er átt við það, að eitt kvöld í viku verði algerlega helg að æskunni í landinu, svo að hún finni, a'ð það sé hennar kvöld. Þar séu rædd áhdgamál hennar og viðfangsefnj og þar séu tónleikar við hennar hæfi. Leikþættir, t. d. einþáttun-gar, mundu þar einnig koma til greina. Við tölum um rótleysi æsk- unnar, og hve hún sé laus við tieimilin. Er þá ekki kominn tími til að við gerum eitthvað til að auka heimilisræktina? Er það ekki réttari stefna en að beina æskunni alltaf út á við frá heimilunum? Hér er varpað fram þessari hugmynd um sérstakt útvarps- kvöld fyrir æskuna til athugun- ar fyrir þá, sem að æskulýðs- málum vinna og forráðamanna útvarpsins. „Orðin eru til alls fyrst“, og ef þessi hugmynd gæti orðið að veruleika, er ég þess fullviss, að hún mundi stuðla að ánæ-gju á mörgum heimilum. Eru hollir. vínlausir skemmti- staðir til fyrir a-skunia? Framhald á 13. síðu. T í M I N N, miðvikudagur 16. janúar 1963. 9

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.