Tíminn - 16.01.1963, Qupperneq 13

Tíminn - 16.01.1963, Qupperneq 13
Miðvikudagsgrefó ,i (Framhala ai 9 siðu ) Óvíða í veröldinni mun ungu fólki leyft að sækja almennar, slarksamar skemmtisamkomur nema hér á landi. Sagt er að ungl ingar hér á Akureyri séu búnir að borga upp tvö dýr félagsheim. ili hér í grennd við bæinn me>J því að sækja svona skemmtanir. Heimilin hafa þarna misst cíll tök. Og mjög er dregið í efa, a.ð réttum reglum sé fylgt um a'ð- gang unglinga á þessar skemmt- anir. Það opinbera sýnir svo mikið skeytingarleysi í þef;su efni, ag sett eru lög og reglu- gerðir og viss ákvæði um alidur í sambandi við áfengisnautn og skemmtistaði almennt, en engi.n ákvæði um að ungu fólki beri að hafa vegabréf. Svo niikill tvískinnungur er i löggjöf og framkvæmdum laga. Margir glöddust yfir því á síðastliðnu hausti, þegar komið var á stað skemmtistað í Reykja vík, þar sem ungu fólki var gef- inn kostur á því að skemmta sér án áfengis. Þetta var samkomu- húsið Lídó. Nú segja blöði.n, að þessi skemmtistaður æskunnar beri sig ekki, af því að hann þurfi að greiða fullan skemmt- anaskatt, og innheimt sé kaup aukalögregluþjóna, sem engin þörf sé fyrir. Þarna kemur fram mikið skiln ingsleysi hjá stjórnarvöldunum. Þau virðast meta meira nokkrar krónur f ekemmtanaskatt en að stuðla að því, að þessi samkomu staður sé í höfuðborginni, þar sem unga fólkið getur skemmt sér án áfengis. Ég trúi vart öðru en að Æskulýðsráð Reykjavíkur láti þetta mál til sín taka. Sem víðast þyrfti að halda uppi skemmtanalífi með unga fólkinu, þar sem vínið væri úti- lokað. Þar ætti það sjálft að koma fram með ýmis atriði í kabarettformi. Þetta væri þrosk andi og að því þarf að vinna. t Að vísii hafa nýju, glæsilegu , félagsheimilin verið hugsuð í þessu augnamiði. En þar virðist annar andi svífa yfir vötnunum. Þar virðast peningasjónarmiðin ráða of miklu, en ekki velfarn- aður unglinganna, sem þar eru kvaddir saman með háværum útvarpsauglýsingum. Margt fleira mætti nefna, þvl að mál þetta er svo yfirgrips- mikið, að nægja mundi í marg- ar blaðagreinar. Og svo mikil- vægt, að framtíð þjóðarinnar hlýtur að byggjast á því, að ungl- ingunum sé hjálpað að komast yfir gelgjuskeiðið, svo að þeir venjist þá ekki á óhollar nautn- ir og óæskilegar lífsvenjur. Hér á Akureyri hefur nýlega verið stofnað æskulýðsráð, og ráðinn hefur verið á vegum bæj arins æskulýðs- og íþróttafull- trúi til að sinna þessum málum hér. Er þetta spor í rétta átt. En of snemmt er að segja nokkuð um árangur af þessu starfi, sem er rétt í byrjun. Fjölmennasti skemmtistaður bæjarins þessi heiðskíru vetrar- kvöld er ágætt skautasvell, sem bærinn hefur látið gera á íþrótta leikvanginum. Þarna skemmtiri unga fólkið sér á raflýstu svelli: við tónleika. Þá binda margir hér miklar vonir við þá góðu j aðstöðu, sem nýja skíðahótelið j í Hlfðarfjalli skapar til að hafa áhrif á aukið útilíf og skíðáiðk- anir, er stundir líða. Slíkt já kvætt starf gegn óhollum skemmtunum er rétt stefna í . þessum vandamálum. Akureyri, 12. jan. 1963. Eiríkur Sigurðsson. Undarlegar aigerðir Framhald af 6. síðu. þingmeirihluta sinn banna að gera? Margt má af þessu læra og þar á meðal það, að barátta fyrir góð- SAMVINNUTRYGGINGAR Bifreiðadeild - Sími 20500 Bókin hefurþegar verið send endur- gjaldslaust, til allra bifreiðaeigenda sem tryggja bifreiðir sínar hjá Samvinnutrygging- um, en ef einhver hefur ekki fengið hana vegna bústaðaskipta, er hann vin samlega beðinn að hafa sam- band við aðalskrifstofuna og mun bókin þá verða send í pósti. BIFREIÐAEIGENDUR Frá upphafi hafa Samvinnutryggingar lagt megináherzlu á tryggingar fyrir sannvirði, góða þjónustu og ýmiss- konar frœðslu- og upplýsingasfarf- semi. I samrœmi við það hafa Sam- vinnutryggingar ráðizt. í útgáfu bókarinnar,, Bíllinn minn" f hana er hœgt að ?krá nákvœmlega allan rekstrarkostnað bifreið- arí heilt ár, auk þess sem í bókinni eru ýmsar gagn- legar upplýsingar fyrir bifreiðastjóra. um málum er engan veginn von- laus, þó að atkvæðamagn beri þær ofurliði í bili. En skapheit og óbilgjörn rikisstjórn má líka læra af þessu, að betur fer á því að stilla svo lund sína, að ekki séu drepnar tillögur um það, sem óhjá- kvæmilegt er að gera, enda þótt stjórnarandstæðingar séu tillögu- menn. (Úr ísfirðingi) j 2. síðan manninn, þegar þau eru að ganga , til náða, hvort þau fái ekki bráðlega tækifæri til að vera ein saman. Jú, því lofar hann hátíð lega, og svo er slökkt á nátt-! lampanum: — Góða nótt, Jack. — Góða nótt, Jacqueline. (Löng þögn). — Góða nótt, Bobby. — Góða nótt, Ethel. — Góða nótt, Tommy o. s. frv. o. s. frv. Það kemur í ljós, að fjölskyld- an er svo samrýnd, að hún verð-; ur einnig að sofa í sama svefn- j herbergi í Hvíta húsinu. Og annað dæmi: Caroline rell ar í pabba sínum um að segja sér sögu, þegar hún er háttuð, og Kennedy byrjar af miklum ákafa að segja áhrifamikla sögu um ungan og göfugan prins, sem berst með oddi og egg gegn öllu slæmu og hjálpar hinum fátæku, og er svo einstaklega góður og duglegur. Síðan læðist hann hljóðlega út úr svefnher berginu. Carolina andvarpar á- nægjulega og segir: — These sessions do him so much goocl (Hann hefur svo gott ■r bessum kvöldsögum). ''■"n\n nær þá hápunkti í ■" s.afla um hina frægu sjonvarpsdagskrá, þegar frú Kennedy kynnti Hvíta húsið. í raun og veru er platan ágæt lýsing á nýtízku amerískri hús- móður. Blærinn yfir plötunni, sem orðið hefur til í sjónvarpi og útvarpi, einkennist af óhemju legum hraða, brandararnir eiga að koma á réttum stöðum og áhrifamiklum stöðum, og það þarf einnig að vera rúm fyrir auglýsingar inn á milli. Textinn þarf að vera einfaldur, en um leið svo óskiljanlegur, að hann verði dægrastytting fjölda fólks. Séreinkenni tækninnar er svo hin háðska og æsingarmikla sneið. Dæmi: Lítill drengur: Má Caro lina koma út og leika sér? Kennedy: Nei, hún er á Ítalíu með mömmu sinni. Drengurinn: En hvað er Lynd- on að gera? (Þetta mun eiga við varaforset- ann Lyndon Johnson, sem fær víst ekki að aðhafast mikið). Gallinn við þessa plötu og áð- urnefnt form á kímni er svo sá, að við enduxtekningu vetður þetta ósegjanlega leiðinlegt. Fyrst er þetta mjög skemmtilegt, en strax og maður þekkir allt, sem koma á á óvart, hefur plat- an misst gildi sitt. Kosturinn er sá, að þessi kímni ber vott um ótakmarkað frelsi allra hlutað- eiganda, og þar að auki er þetta svo hin fullkomna auglýsing fyr- ir fórnarlömbin. TRÚLOFUNAR HRINGIR AMTMANN SSTIG 2 HALLOOR KRISTINSSON gullsmiður Sim) 16979 T í M I N N, miðvikudagur 16. janúar 1963. 13

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.